Velkomin - Welcome

Tekið hefur verið upp skráningarkerfi hjá Héraðsskjalasafni Austur Húnavatnssýslu. Nú þegar hafa verið skráðar um 250 afhendingar og rúmlega 10 þúsund ljósmyndir af um það bil 40 þúsund, með upplýsingum um 6 þúsund Húnvetninga ásamt um 1000 húsum og stöðum í sýslunni og víðar.

Nú getur fólk skoðað í næði hvaða gögn og ljósmyndir hafa verið afhentar á safnið. Verið er að skrá eldri afhendingar smá saman en mestallt sem afhent hefur verið eftir árið 2017 er komið á netið. Ef skoða þarf eldri gögn þá endilega hafa samband við safnið í síma 452 4526 eða á netfangið skjalhun@blonduos.is.
Vinsamlegast hafið í huga að við erum enn að setja eldri skráningu inn í kerfið.
Kerfið sem heldur utan um skráninguna heitir AtoM og byggir á alþjóðlegum stöðlum um skráningu skjalasafna.