Sýnir 1161 niðurstöður

Nafnspjald
Fyrirtæki/stofnun

Kollslækur í Hálsasveit Borgarfirði

  • Fyrirtæki/stofnun

Rauður hét maður, er nam land (hið syðra) upp frá Rauðsgili til Gilja og bjó að Rauðsgili; hans synir voru þeir Úlfur á Úlfsstöðum og Auður á Auðsstöðum fyrir norðan á, er Hörður vó. Þar hefst (af) saga Harðar Grímkelssonar og Geirs.

Grímur hét maður, er nam land hið syðra upp frá Giljum til Grímsgils og bjó við Grímsgil; hans synir voru þeir Þorgils auga á Augastöðum og Hrani á Hranastöðum, faðir Gríms, er kallaður var Stafngrímur. Hann bjó á Stafngrímsstöðum; þar heitir nú á Sigmundarstöðum. Þar gagnvart fyrir norðan Hvítá við sjálfa ána er haugur hans; þar var hann veginn.

Þorkell kornamúli nam Ás hinn syðra upp frá Kollslæk til Deildargils og bjó í Ási. Hans son var Þorbergur kornamúli, er átti Álöfu elliðaskjöld, dóttur Ófeigs og Ásgerðar, systur Þorgeirs gollnis. Börn þeirra voru þau Eysteinn og Hafþóra, er átti Eiður Skeggjason, er síðan bjó í Ási. Þar dó Miðfjarðar-Skeggi, og er þar haugur hans fyrir neðan garð. Annar son Skeggja var Kollur, er bjó að Kollslæk. Synir Eiðs (voru) Eysteinn og Illugi.

Úlfur, son Gríms hins háleyska og Svanlaugar, dóttur Þormóðar af Akranesi, systur Bersa, hann nam land milli Hvítár og suðurjökla og bjó í Geitlandi.

Hans synir voru þeir Hrólfur hinn auðgi, faðir Halldóru, er átti Gissur hvíti, þeirra dóttir Vilborg, er átti Hjalti Skeggjason.

Annar son hans var Hróaldur, faðir Hrólfs hins yngra, er átti Þuríði Valþjófsdóttur, Örlygssonar hins gamla; þeirra börn voru þau Kjallakur að Lundi í Syðradal, faðir Kolls, föður Bergþórs. Annar var Sölvi í Geitlandi, faðir Þórðar í Reykjaholti, föður Sölva, föður Þórðar, föður Magnúss, föður Þórðar, föður Helgu, móður Guðnýjar, móður Sturlusona.

Þriðji son Hrólfs var Illugi hinn rauði, er fyrst bjó í Hraunsási; hann átti þá Sigríði, dóttur Þórarins hins illa, systur Músa-Bölverks. Þann bústað gaf Illugi Bölverki, en Illugi fór þá að búa á Hofstöðum í Reykjadal, því að Geitlendingar áttu að halda upp hofi því að helmingi við Tungu-Odd. Síðarst bjó Illugi að Hólmi innra á Akranesi, því að hann keypti við Hólm-Starra bæði löndum og konum og fé öllu. Þá fékk Illugi Jórunnar, dóttur Þormóðar Þjóstarssonar af Álftanesi, en Sigríður hengdi sig í hofinu, því að hún vildi eigi mannakaupið.

Hrólfur hinn yngri gaf Þorlaugu gyðju dóttur sína Oddi Ýrarsyni. Því réðst Hrólfur vestur til Ballarár og bjó þar lengi síðan og var kallaður Hrólfur að Ballará.

Hvanneyri í Andakíl

  • Fyrirtæki/stofnun
  • um880

Hvanneyri er talin vera landnámsjörð Egils Skallagrímssonar en hann nam land milli Borgarhrauns og Hafnarfjalls. Hann gaf síðar Grími hinum háleyska land milli Grímsár og Andakílsár og bjó hann á Hvanneyri.

Kirkja var fyrst sett á Hvanneyri á 12. öld en hún er í dag bændakirkja og því í eigu Landbúnaðarháskólans. Kirkjan stóð á Kirkjuhól en árið 1903 fauk hún og lenti norðan við kirkjugarðinn. Því var ákveðið að færa kirkjuna og var hún sett á þann stað sem sú gamla lenti. Núverandi kirkja var vígð árið 1905.

Árið 1943 var Landsmót ungmennafélaganna haldið á Ásgarðsfit.

Hvanneyri er þéttbýlis- skóla- og kirkjustaður í Andakíl í Borgarbyggð. Á staðnum var lengi stórbýli og taldist jörðin 60 hundruð og þar hefur Bændaskólinn á Hvanneyri verið starfræktur frá 1889, þegar stofnaður var búnaðarskóli fyrir suðuramtið. Hvanneyrarhverfið samanstóð af höfuðbólinu Hvanneyri og þegar búnaðarskólinn var stofnaður voru jarðir og hjáleigur lagðar undir skólann. Voru þetta Svíri, Ásgarður, Tungutún, Bárustaðir, Staðarhóll, Kista og Hamrakot. Árið 1907 urðu breytingar á starfi skólans, námið varð fjölþættara og bóknám aukið og hét hann eftir það Bændaskólinn á Hvanneyri. Framhaldsnám í búvísindum hófst þar svo 1947 og myndaðist þar þéttbýli í kjölfarið. Bútæknideild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins hefur haft þar aðsetur og aðstöðu síðan 1965 og í dag er á staðnum Landbúnaðarháskóli Íslands og er aðal lífæð staðarins. Á Hvanneyri áttu 303 lögheimili þann 1. desember 2007.

Ytri-Rangá

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Ytri Rangá er ein þekktasta og besta íslenska laxveiðiáin. Fjölbreyttir veiðistaðir, frábær veiði og fallegt umhverfi hefur gert hana að einni af vinsælli veiðiám landsins. Meðalveiði á sumri, síðustu 9 árin, er tæpir 7.000 laxar. Aldeilis ótrúlegar tölur. Mest var veiðin sumarið 2008 þegar 14.315 komu á land. Það er langmesti afli sem vitað er að veiðst hafi á stöng í einni laxveiðiá hérlendis til þessa. Sumarið 2014 veiddust 3.063 laxar.

Ytri Rangá á upptök sín í Rangárbotnum í um 200 m hæð yfir sjávarmáli og er hún ein stærsta lindá landsins. (Rennsli frá 40-60 rúmm./sek.) Ytri Rangá sameinast svo Þverá ca. 10 km frá Sjó. Sameinaðar heita árnar Hólsá. Laxasvæðið í Ytri Rangá nær frá ármótunum við Hólsá upp að Árbæjarfossi.

Ólíkt flestum öðrum laxveiðiám, þá er vatnsmagn árinnar mjög stöðugt og áin litast sjaldan, þótt mikið rigni. Á þurrum sumrum helst vatnsmagnið einnig stöðugt.

Hafragilsfoss í Jökulsá á Fjöllum

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Hafragilsfoss er foss í Jökulsá á Fjöllum á Norðurlandi eystra. 2,5 kílómetrum ofar í ánni er Dettifoss. Fossinn er 27 metra hár og um 91 metra breiður

Víðidalsá í Víðidal

  • HAH00794
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Ein af þekktustu laxveiðiám landsins og ein mesta stórlaxaá Íslands. Upptök árinnar er áheiðum frammi. Þar tínast til lækir og lindir og síðan bætist Fitjá í aðalána. Fitjá er sjálf góð veiðiá og gefur oft fyrstu laxana á vorin. Veitt er á sjö stangir á svæðinu og er bakkalengd mikil og veiðistaðir margir og fjölbreytilegir.

Gríðarlega mikil og væn sjóbleikja er og í ánni, en hún fellur í Hópið, sem er hálfsöltblanda af sjávarlóni og stöðuvatni. Áin hefur verið að drattast á milli 600 og 800 laxa veiði síðustu sumur, en bestu árin hafa skilað vel yfir1000 löxum á þurrt. Mikil uppsveifla er nú í ánum og fór veiðin 2009 yfir 2000 laxa

Bakkabrúnir í Víðidal

  • Fyrirtæki/stofnun

Víðiblöð hafa varðveist þokkalega í íslenskum jarðlögum og hafa þau fundist á þremur stöðum í setlögum frá fyrri hluta ísaldar. Elstu leifarnar eru frá Bakkabrúnum í Víðidal (1,7 milljón ára).

Dettifoss

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Dettifoss er aflmesti foss Íslands. Hann er 45 m hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum. Hann er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og er skilgreindur sem Náttúruvætti af Umhverfisstofnun. Nálægt honum eru tveir miklir fossar, Hafragilsfoss neðan hans, en Selfoss ofar í ánni.

Dettifoss er hluti af sýslumörkum Norður- og Suður-Þingeyjarsýslna.

Kerafossar í Víðidal

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Víðidalur, breiður og grösugur. Vestan að honum lágir hálsar og heið­ar en hátt, tindótt fjall að austan, Víðidalsfjall. Víðidalsá, um 65 km löng, kem­ur sunnan af heiðum, mikil lax­veiðiá. Í hana fellur Fitjaá, í henni eru Kerafossar, góður veiði­staður. Upptök Fitjár er á Stórasandi.

Kirkjuhvammskirkja á Vatnsnesi

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1882 -

Kirkjuhvammskirkja ofan við Hvammstanga var byggð árið 1882 og hefur verið friðuð kirkja í vörslu Þjóðminjasafns Íslands síðan árið 1976. Mikil viðgerð fór fram á kirkjunni á árunum 1992-1997. Kirkjan er úr timbri með bindingsverki og veglegum turni og var smíðuð af Birni Jóhannssyni og Stefáni Jónssyni frá Syðstahvammi

Skessusæti í Víðidalsfjalli (938 mys)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Skessusæti í Víðidalsfjalli (938 mys)
Vitað er um nokkra staði í Húnavatnssýslu þar sem ilmenit er að finna, en ilmenit er titansteind sem er helsta titanhráefnið í heiminum sem unnið er úr. Ilmenit er unnið bæði úr bergi og sandi og er það aðallega í basísku djúpbergi. Þeir staðir sem nú eru þekktir í Húnavatnssýslum þar sem ilmenit er að finna eru Steinsvað í Víðidalsá, Urðarfell upp af Melrakkadal í Víðidal, Hólar og Skessusæti austan og norðan. Víðidalsfjalls, Deildarhjalli í Vatnsdalsfjalli og fleiri staðir.

Hrísar í Fitjardal

  • HAH00816
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1300)

Jarðardýrleiki xii € og svo tíundast presti og fátækum. Eigandinn kóngl. Majestat, og liggur jörðin til Þíngeyraklausturs, sem lögmaðurinn Lauritz Gottrup heldur. Ábúandinn Einar Hallsson. Landskuld lxxx álnir. Betalast í öllum gildum landaurum heim til klaustursins. Leigukúgildi iiii, hafa fyrir fáum árum verið hálft sjötta, en því fækkað, að hálft annað fjell hjá öreiga og er enn nú ekki fleirum aukið, sem þó er til vonar. Kvaðir öngvar. Kvikfje iii kýr, i kvíga veturgömul, i tarfur veturgamall, xxxvi ær, ii sauðir, tvævetur og eldri, xiiii veturgamlir, xxiiii lömb, ii hestar, i foli veturgamall. Fóðrast kann ii kýr, i úngneyti, xviii lömb, xl ær, iii hestar. Torfrista og stúnga næg. Móskurður til eldiviðar meinast vera mega, en hefur ekki brúkast í manna minni. Hrísrif er enn nú bjarglegt til kolgjörðar. Laxveiðivon í Fitjá má valla telja. Lambaupprekstur á Víðidalstúnguafrjett fyrir toll ut supra. Engjar nær öngvar, nema það sem hent verður í fúaflóum. Selstöðu á jörðin í eigin landi. Hætt er kvikfje fyrir foröðum og dýjum. Rekhætt er kvikfje fyrir stórviðrum, Vatnsból vont, og þrýtur um vetur til stórmeina. Hreppamannaflutníngur lángur.

Grenjaðarstaður í Kinn

  • HAH00746
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1865 -

Grenjaðarstaður var landnámsjörð samkvæmt því er segir í Landnámu, og bjó þar landnámsmaðurinn Grenjaður Hrappsson. Grenjaðarstaður var höfðingjasetur til forna og þar bjó meðal annars Kolbeinn Sighvatsson, sonur Sighvats Sturlusonar. Hann féll í bardaganm á Örlygsstöðum 1238 en var jarðsettur á Grenjaðarstað.

Grenjaðarstaður var eitt af bestu brauðum landsins. Var staðurinn lagður til jafns við Odda, sem þótti besta brauð í Sunnlendingafjórðungi. Átti staðurinn fjölda jarða auk hjáleigna, reka, laxveiði og önnur ítök en heimaland var mikið og gagnsamt. Á meðal presta á Grenjaðarstað má nefna Þorkell Guðbjartsson (d. 1483), Jón Pálsson Maríuskáld (d. 1471) og Sigurð Jónsson (d. 1595), son Jóns biskups Arasonar, sem gerði skrá um eignir biskupsstólsins á Hólum og eignir kirkna á Norðurlandi. Þá má nefna Gísla Magnússon (1712-1779), síðar biskup á Hólum, sem lét byggja kirkjuna þar.

Árið 1931 var Grenjaðarstað skipt í 5 býli og er prestssetrið nú aðeins fimmtungur jarðarinnar.

Samkórinn Björk (1983-2020)

  • HAH10064
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1983

Kórinn var stofnaður árið 1983 og var lagður niður formlega þann 9.3. 2020

Engjabrekka í Þverárhreppi V-Hvs

  • HAH00965
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1917 -1936

Árið 1917 reisir
Björn Friðriksson (f. 1878) þar nýbýli er hann nefndi Engjabrekku. Er það í
grösugri engjahlíð beint á móti Þorgrímsstöðum og fékk hann til þess leyfi
Jóns Helgasonar biskups. Býlinu fylgdi allt fjalllendi afréttarinnar og virðist
sem að hann hafi þá eða stuttu síðar keypt allt landið.
Björn hætti búskap 1923. Sama ár tók býlið á leigu Annas Sveinsson,
Strandamaður að ætt, og bjó þar í nokkur ár eða þar til hann andaðist 1935.
Kona hans Helga Jakobsdóttir, og börn þeirra bjuggu þar svo í eitt ár, en fluttu
burt 1936. Síðan þá er jörðin í eyði og eru nú öll bæjarhús algerlega fallin og
horfin, en grænn nokkuð stór blettur og smá tóftarbrot þar sem býlið stóð.
Í maí 1926 keypti Þverárhreppur jörðina af Sigurbirni Björnssyni á 3.000
krónur þannig að greitt að 1.144 krónur voru í peningum en 1.856 krónur með
yfirtöku láns við Kirkjujarðasjóð sem sýnir að Björn hefur keypt jörðina af
sjóðnum.
Engjabrekka hefur síðan verið í eigu Þverárhrepps og notuð sem afréttarland
hreppsins, aðallega fyrir sauðfé. Undanfarin síðustu ár hefur lítið verið rekið
af fé þangað og sum ár ekkert.

Samband Austur-Húnvetnskra kvenna (1928)

  • HAH10109
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1928

Laugardaginn 12.maí 1928 voru mættir til fundar á Blönduósi fulltrúar frá sex kvenfélögum. Félögin og fulltrúarnir voru:
Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps, Ingibjörg Stefánsdóttir Gili.
Heimilisiðanarfélagi Engihlíðarhrepps, Guðríður Líndal Holtastöðum.
Kvenfélagið Vaka Blönduósi, Jóhanna Hemmert Blönduósi.
Kvenfélagið Vonin Torfalækjarhreppi, Ingibjörg Björnsdóttir Torfalæk.
Kvenfélag Sveinsstaðahrepps, Steinunn Jósepsdóttir Hnjúki.
Kvenfélag Vatnsdæla, Rannveig Stefánsdóttir Flögu.
Á fundinum var Samband Austur-Húnventskra kvenna stofnað og samþykkt lög, sem Guðríður á Holtastöðum hafði tekið saman. Skyldi aðaltilgangur sambandsins vera: ,,að efla samstarf og samúð meðal kvenna á félagssvæðinu“, eins og segir í lögunum.
Fyrstu stjórnina skipuðu þessar konur:
Guðríður Líndal, formaður
Jóhanna Hemmert, gjaldkeri
Rannveig H. Líndal ritari.
Fyrsta málið, sem Sambandið afgreiddi, var stofnun styrktarsjóðs fyrir ekkjur og einstæðar mæður.
Sambandið hefur staðið fyrir saumanámskeiðum og réðu konu til starfa við garðyrkju í héraðinu.Ýmislegt annað hafði Sambandið með að gera en of langt mál að telja allt upp en hægt að lesa um það í Húnaþingi I bls.283-296.

Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi (1976)

  • HAH10071
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1976

Heimilisiðnaðarsafnið var upphaflega opnað árið 1976 á 100 ára afmæli Blönduósbæjar sem verslunarstaðar. Það voru konur innan raða Sambands austur-húnvetnskra kvenna, sem eru samtök kvenfélaganna í hérðinu, sem lögðu grunninn að safninu.
Ef horft er aðeins lengra aftur í sögunni að þá hafði verið starfandi byggðasafnsnefnd á vegum sýslunnar sem hafði það að markmiði að koma á fót byggðasafni fyrir báðar Húnavatnssýslur og Strandasýslu. Til hliðar og stuðnings við þessa nefnd var safnanefnd Sambands austur-húnvetnskra kvenna en á þessum tíma voru 10 kvenfélög þar starfandi.

Ekki var einhugur um hvar safnið ætti að vera og urðu niðurstöður þær að Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna var staðsett á Reykjum í Hrútafirði.
Margar kvenfélagskonur sem og fleiri voru afar óánægðar með þessa tilhögun, en ljóst var að ekki var grundvöllur fyrir öðru byggðasafni. Þær breyttu því heiti nefndarinnar í Heimilisiðnaðarsafnsnefnd og lögðu aðal áherslu á að safna munum sem hægt var að tengja við heimilisiðnað.
Konurnar fengu til afnota gamalt hús sem hafði verið byggt sem fjós og hlaða við Kvennaskólann á Blönduósi. Mikið verk var að koma þessu húsi í viðunandi horf og lögðu margir til hendi og gáfu vinnu sína og kvenfélögin lögðu til fjármagn eftir getu hvers og eins.
Safn var orðið til – og fyrst um sinn var það haft opið um helgar en er fram liðu stundir var opnunartími safnsins lengdur.
Það kom fljótlega í ljós að í raun gátu lítil félagasamtök ekki rekið safnið með sómasamlegum hætti. Það var þó ekki fyrr en árið 1993 sem mynduð var sjálfseignarstofnun um safnið með aðild sveitarfélaga héraðsins. Í framhaldi fékk safnið afsal fyrir gamla safnhúsinu en það var rétt eins og Kvennaskólinn í eigu ríkisins að 75% hluta og héraðsins 25% hluta. Einnig fylgdu aukin lóðarréttindi.
Þá var farið að huga alvarlega að stækkun húsnæðis og var leitað álits fagaðila á svið textíla og sérfræðinga í safnastarfsemi og að vel athuguðu máli var ákveðið að byggja nýtt hús sem tengdist gamla safnhúsinu.Framkvæmdir hófust í október árið 2001 og var nýja húsið vígt með pompi og prakt í maí 2003. Rúmum tveimur árum síðar var stofnkostnaður að fullu greiddur.
Það má segja að Heimilisiðnaðarsafnið geymi fyrst og fremst hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar. Lögð er áhersla á að veita innsýn í vinnu kvenna og karla sem fram fór á heimilum og var stór þáttur hins daglega lífs. Þessi tóvinna var útflutningsiðnaður um aldir – „stóriðja þess tíma“ – þar sem ullinni var breytt í verslunarvöru. Það hefur verið hljótt um þessa vinnu og hvernig hvert heimili var sjálfbjarga um að breyta ull í fat og nýta til fullnustu það hráefni sem til féll.
Í safninu má greina hluta af atvinnusögu þjóðarinnar og sjá hvernig sjálfþurftarbúskabur og heimilisiðja mæta nútíma viðskiptabúskap á seinni hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Safnið er menningarstofnun sem gegnir margþættu hlutverki, við sýningahald, rannsóknir, fræðslu og miðlun menningar.
Ísland er heimili okkar og ríkt af náttúru, menningu og sögu, sem ber að varðveita, miðla og koma á framfæri til komandi kynslóða.
Heimilisiðnaðarsafnið er virkur þátttakandi í því.

Skarðskirkja á Skarðsströnd

  • HAH00833
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1450-1500

Altaristafla Ólafar ríku á Skarði. Veraldlegt vald - vist á himnum

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er altaristafla Ólafar ríku sem staðsett er í Skarðskirkju að Skarði á Skarðsströnd. Taflan er að öllum líkindum frá síðari hluta 15. aldar og er saga hennar áhugaverð. Saga Ólafar er þó ekki síður áhugaverð og erfitt er að aðskilja þetta tvennt, altaristöfluna og skörunginn Ólöfu ríku. Á töflunni má sjá konumynd sem talin er sýna Ólöfu ríku Loftsdóttur. Því hefur verið haldið fram að hún hafi keypt altaristöfluna og gefið hana kirkjunni á Skarði til minningar um mann sinn Björn bónda Þorleifsson. Ólöf birtist því sem svokallaður gjafari á altaristöflunni. Viðfangsefni þessarar ritgerðar hverfist um þá spurningu hvort veraldlegt vald Ólafar endurspeglist í altaristöflunni. Þegar saga Ólafar er skoðuð út frá heimildum og munnmælasögum og aldur töflunar er metinn er niðurstaðan sú að líklegt megi telja að það sé mynd Ólafar sem sjá má á töflunni. Hlutverk gjafara er oft tengt völdum, auðlegð og tengslum við kirkju og trú. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að finna megi samsvörun með stöðu Ólafar í íslensku samfélagi 15. aldar og veru hennar og ásýnd í altaristöflunni að Skarði.

Lokaverkefni (Bakkalár); Ásgerður Júníusdóttir (1968), 10.5.2016

Árnes á Laugarbökkum

  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1950 -

Húsið er byggt af Karli Guðmundssyni (1901-1983) og Gunnlaugu Hannesdóttur (1920-2012)
Mikill jarðhiti er á svæðinu og réð það miklu um staðarvalið en Karl nýtti sér hann til upphitunar. Hann setti þarna á fót bílaverkstæði í samvinnu við Björn Jónasson frænda sinn og starfaði Karl þar alla tíð.

Húsið Stendur gegnt sundlauginni á staðnum.

Blönduóshreppur (1914-1988)

  • HAH10076
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1914-1988

Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austan (norðan) ár. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós.
Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan ár Engihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindi fékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002.

Ósplast hf. (1971)

  • HAH10089
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1971

Ósplast hf. var stofnað 1971 og starfaði til ársins 1973. Endurvakið 1976.

Málfundafélag Húnavatnssýslu (1905-1911)

  • HAH10090
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1905-1911

Málfundafélag Húnavatnssýslu var stofnað 28. janúar 1905. Virðist það þó hafa starfað skamma hríð því síðasta fundargerð félagsins er dagsett 7. maí 1907. Árið 1911 er Málfundafélagið Vísir starfandi í Bólstaðarhlíðarhreppi og er Hafsteinn Pétursson ritari í stjórn þess.

Þorlákskirkja í Þorlákshöfn

  • HAH00846
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 28.7.1985 -

Þorlákskirkja var vígð af biskupi Íslands herra Pétri Sigurgeirssyni þann 28. júlí 1985. Þá voru liðin 10 ár síðan Árnessýsla gaf 18000 fermetra af landi undir kirkjugarð en um sama leyti (4.sept. 1975) var ákveðið að byggja kirkju hér á staðnum og byggingarnefnd kosin. Grunnur kirkjunnar var helgaður og fyrsta skóflustungan tekin 28. apríl 1979.

Þorlákskirkja (hin forna) í Þorlákshöfn var rifin um 1770 og hafði þá staðið í að minnsta kosti í 250 ár og ef til vill í 450 ár ef marka má afrit Vilcninsmáldaga.

Stærð kirkjunnar er 302.5 m2, söngloft 111.6m2, "líkhús" undir kór 57 m2, rúmmál kirkjunnar er 2119 m3. Kirkjan er steinsteypt með timburþaki klæddu lakkbrenndu þakstáli. Í kirkjuskipi eru sæti fyrir 200 manns, auk þess upphaflega um 80 sæti á sönglofti. það rými minnkaði umtalsvert 1996 þegar nýtt pípuorgel smíðað af Björgvini Tómassyni var tekið í notkun. Aftan við kirkjuskip er fundarherbergi 25 m2 að stærð með rennihurð að kirkjuskipi. Anddyri kirkjunnar er 46 m2.

Hægramegin við það er skrúðhús sem jafnframt er eldhús 12 m2. Vinstra megin við anddyri er hreinlætisaðstaða 23 m2 að stærð. Vinstra megin úr anddyri er stigi á söngloft. Hann er úr tréi og járni. Söngloftið er steynsteypt með korki á gólfi. Öll önnur gólf eru klædd með íslensku grágrýti. Veggir kirkjunnar að innan eru hvítmálaðir. Á hvorri hlið kirkjunnar eru 11 gluggar. Handriði á stiga, frammi á sönglofti og grátur eru úr prófíljárni teiknað af arkitekt hússins. Að utan er kirkjan hraunuð og grámáluð. Í kirkjuskipi er óbein lýsing í kverkum og 34 ljósakúlur í lofti.

Kirkjan er upphituð með vatni frá hitaveitu. Altaristafla Þorlákskirkju heitir "Herra bjarg þú mér" og er múrrista eftir Gunnstein Gíslason gerð í hugblæ af Matt. 14:28. Altari og predikunarstóll er úr íslensku grágrýti. Teiknað af Jörundi Pálssyni arkitekt unnið í Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar, Kópavogi. Skírnarfontur er úr íslensku grágrýti og gabbró. Teiknað og unnið af sömu. Kertastjaki á gólfi, sænsk alþýðulist, unnið úr smíðajárni. Lítið orgel er stofuorgel Ingimundar Guðjónssonar. Pípuorgel er átján radda smíðað af Björgvini Tómassyni.

Álfaborg Borgarfirði eystra

  • HAH00852
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (874) -

Álfaborg rétt hjá þorpinu Bakkagerði í Borgarfirði Eystri er heimkynni drottningar álfanna á Íslandi. Margar sögur fara af kynnum álfa og heimamanna. Margir staðir eru líka tengdir sögnum um samskipti álfa og manna, s.s. Kirkjusteinn sem er kirkja álfanna í Borgarfirði eystri.

Bakkakot í Víðidal

  • HAH00864
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1600)

Í jarðatali frá 1847 er Bakkakot sagt hjáleiga frá Víðitalstungu og er jarðardýrleiki metinn með heimajörðinni ásamt þremur öðrum hjáleigum á 60 hundruð. Í nýrri jarðabók 1861 er
Víðidalstunga sögð 40 hundruð með hjáleigum að fornu en með nýju mati færð í 104,2 hundruð og þar af er Bakkakot metið 7,34 hundruð.

Bakki í Víðidal

  • HAH00863
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1385 -

Jörðin kemur fyrst fyrir í jarðakaupabréfi frá 1385 þar nefnd Litlibakki. Í jarðabók frá 1706 segir að býlið hafi verið „Byggt úr gamalli auðn fyrir meir en 30 árum, á fornum bólstað, en
áður hafði hér sel verið frá Víðidalstungu.

“ Þar segir einnig að munnmæli geti þar um kirkju. Jörðin er komin í eigu Víðitalstungukirkju árið 1394, og er í máldaga nefnd Bakkahlíð og tók kirkjubóndi af henni lýsis-, heytolla og tíund eins og öðrum kirkjujörðum.

Í jarðatali frá 1847 er Bakkakot sagt hjáleiga frá Víðitalstungu og er jarðardýrleiki metinn með heimajörðinni ásamt þremur öðrum hjáleigum á 60 hundruð. Í nýrri jarðabók 1861 er
Víðidalstunga sögð 40 hundruð með hjáleigum að fornu en með nýju mati færð í 104,2 hundruð og þar af er Bakkakot metið 7,34 hundruð.

Fnjóskárbrú í Fnjóskadal

  • HAH00863
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908 -

Elsta Fnjóskárbrúin var reist árið 1908 og var það fyrsta brú sem gerð var á Íslandi úr járnbentri steinsteypu og auk þess lengsta steinsteypubogabrú á Norðurlöndum á þeim tíma.

Fnjóská í Fnjóskárdal

  • HAH00864
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (874) -

Fnjóská er vatnsmikil dragá sem rennur norður endilangan Fnjóskadal og um Dalsmynni í Eyjafjörð, skammt frá Laufási. Hún er um 117 kílómetrar að lengd og telst vera níunda lengsta á landsins. Fyrr á tíð - á síðasta sumartímabili ísaldar - mun hún hafa fallið um Flateyjardalsheiði og til sjávar í Skjálfandaflóa. Þá hefur hún verið lengsta á Íslands. Enn má sjá gljúfur hennar á heiðinni.

Upptök árinnar eru í Bleiksmýrardrögum á Sprengisandi, inn af Bleiksmýrardal, sem er vestastur og lengstur dalanna þriggja sem liggja til suðurs inn af Fnjóskadal. Í botni Fnjóskadals rennur Bakkaá í hana en hún verður til skömmu innar þegar Hjaltadalsá og Timburvalladalsá, sem koma úr hinum dölunum tveimur, falla saman. Umhverfi árinnar þykir víða fallegt en hún rennur meðal annars um Vaglaskóg. Allnokkur lax- og silungsveiði er í ánni.

Elsta Fnjóskárbrúin var reist árið 1908 og var það fyrsta brú sem gerð var á Íslandi úr járnbentri steinsteypu og auk þess lengsta steinsteypubogabrú á Norðurlöndum á þeim tíma.

Minningarkapella á Kirkjubæjarklaustri vígð 1974

  • HAH00869
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 17.6.1974 -

Kapellan er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var vígð 17. júní 1974 í tilefni 1100 ára Íslandsbyggðar. Ákveðið var að reisa þessa minningar kapellu árið 1966 á 175. ártíð séra Jóns. Hún var reist litlu austan við hinn forna kirkjugrunn, sem margir álíta hinn elzta hérlendis hafi papar átt þátt í honum.

Kapellan tekur 50 manns í sæti. Arkitektar hennar voru Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir og Valdimar Auðunsson, bóndi í Ásgarði í Landbroti, var kirkjusmiður.

Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað að Klaustri 1186 og það starfaði allt að siðaskiptum. Rústir klausturbygginganna sjást enn þá, þar sem heitir Kirkjuhólar. Kirkja var á Klaustri til 1859, þegar hún var flutt að Prestbakka. Séra Jón Steingrímsson liggur grafinn í kirkjugarðinum og legsteinn á gröf hans, fimmstrendur blágrýtisstuðull.

Hann var sóknarprestur, þegar Skaftáreldar gengu yfir. Eldrit hans er bezta heimild um þessar náttúruhamfarir.

Margir samtímamanna hans töldu, að hann hefði stöðvað hraun rennslið í farvegi Skaftár vestan Systrastapa með kröftugri prédikun í kirkjunni á Klaustri 20. júlí 1783. Hún hefur síðan verið kölluð Eldmessan. Hraunelfan fann sér framrás vestar

Seljalandsá í Rangárvallasýslu

  • HAH00874
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Seljalandsfoss er fremsti foss Seljalandsár sem á upptök sín uppi á Hamragarða- og Seljalandsheiði. Fossinn er 65 m. á hæð, fellur fram af fornum sjávarhömrum. Þegar loftslag fór að hlýna undir lok síðustu ísaldar bráðnaði ísinn hratt, samhliða því hækkaði sjávarstaða. Þegar ísfarginu létti lyftist landið í leit að nýju jafnvægi, sjórinn fylgdi ísbrúninni inn í landið og kaffærði meðal annars allt Suðurlandsundirlendið.

Hægt er að ganga í kringum Seljalandsfoss og virða hann fyrir sér frá öllum sjónarhornum. Leiðin getur orðið ansi blaut en þó er alltaf þurrt þegar á bakvið fossinn er komið. Beljandi vatnsniðurinn og regnboginn sem ljómar í vatnsflókunum þegar sólin skín á fossinn skapa ógleymanlega upplifun. Umhverfið í kringum fossinn er mjög fagurt með sínum gróðurvöxnu brekkum, hömrum, fossum og hellum. Á aurunum rennur svo Markarfljótið.

Eftir að gengið hefur verið á bakvið Seljalandsfoss er genginn stígurinn eftir Fossatúninu að rafstöðvarhúsi á Hamragörðum frá 1923 og þaðan að fossinum Gljúfrabúa. Þar er hægt að ganga (vaða) inn gljúfrið alveg að fossinum.

Öldumóðuskáli á Grímstunguheiði (1978)

  • HAH00640
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1978)

Gamall gangnamannaskáli á Grímstunguheiði, norðan við Stórasand.

Á staðnum er gangnamannaskáli byggður 1978 á vegum Upprekstrarfélags Ás‐ og Sveinsstaðahrepps með 20 gistirými og aðstöðu fyrir 50 hross. Skálinn er jafnframt nýttur sem veiðihús á sumrin.

Tófugreni

  • HAH00918
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Íslenskar tófur eignast afkvæmi árlega sem er frábrugðið því sem þekkist víðast hvar annars staðar á útbreiðslusvæði tegundarinnar. Í Skandinavíu, A-Grænlandi, Alaska og á freðmýrum Kanada tímgast tófur á 3–5 ára fresti, í takt við sveiflur í stofnun nagdýra sem eru þeirra helsta fæða. Þegar nagdýrastofnarnir eru í hámarki er frjósemin afar há en dæmi eru um að læður eignist allt upp í 18–20 yrðlinga í goti. Þegar lítið er af nagdýrum eru hinsvegar fá eða engin pör sem ná að fjölga sér. Ekki hefur verið sýnt fram á að frjósemi íslenskra refa sé breytileg eða í takt við sveiflur í fæðustofnum. Á Íslandi er hins vegar algengt að mjög ung dýr séu meðal grendýra. Aðgangur að maka og lausu óðali er grundvöllur þess að refir geti tekið þátt í tímgun. Refaveiðar árið um kring eru meðal líklegra skýringa á því hve algengt er að óðul liggi á lausu fyrir ung og óreynd dýr. Slíkt þekkist ekki á svæðum þar sem ekki eru stundaðar refaveiðar nema um hávetur, einungis vegna feldarins.

Lífshættir íslenskra refa eru breytilegir eftir árstíðum. Veturinn einkennist af undirbúningi undir fengitíma og meðgöngu, þar á meðal fari ungra dýra að heiman í leit að maka og óðali. Bæði kyn verða kynþroska á fyrsta vetri. Fengitími er í mars og meðgangan tekur tæpa 60 daga. Flestar læður gjóta um og upp úr miðjum maí og eru yrðlingarnir algerlega háðir móðurmjólkinni fyrstu 3–4 vikurnar. Sumarið er tími vaxtar og uppeldis og sjá báðir foreldrar um að færa yrðlingunum fæðu.

Meginreglan í samfélagi refa er einkvæni og einvera. Þeir eru ekki félagsdýr og fara ekki um í flokkum eins og til dæmis úlfar. Refaparið heldur saman meðan bæði lifa, það ver óðal sitt í sameiningu og sinnir uppeldi yrðlinga. Ein ástæða einkvænis gæti verið sú að fengitíminn er það stuttur að steggurinn þorir ekki að yfirgefa læðuna af ótta við að missa af tækifærinu við pörun því læðan er einungis mótækileg í nokkra daga. Einnig gæti verið gott að halda tryggð við maka sem hefur hæfni til að viðhalda óðali og koma upp yrðlingum.

Eftir uppkomu yrðlinga og fram á næsta fengitíma eru lítil bein samskipti milli steggs og læðu en heilmikil óbein samskipti, svo sem gagg og lyktarmerkingar. Missi refur maka sinn parar hann sig fljótlega á ný og á þetta við um bæði kynin.

Stundum er ein eða fleiri ársgamlar dætur parsins enn á óðali foreldranna að sumarlagi, svokölluð hjálpardýr. Þær færa gjarnan yrðlingum fæðu og eyða töluverðum tíma með þeim. Þó er ekkert sem bendir til að sú hjálp skipti máli hvað varðar afkomu yrðlinganna. Geldlæður þessar virðast eiga það sameiginlegt að hverfa af svæði foreldranna í júlí. Erlendis er þekkt að ung gelddýr dvelji á óðali foreldra og er talið að þau geti orðið að gagni við varnir gegn afræningjum svo sem rauðrefum og örnum. Framboð óðala er takmarkað og því getur verið hentugt að fá að dvelja á heimaslóðum þar til annað býðst.

Greni er íverustaður læðunnar og yrðlinganna. Þar gýtur hún og þar dveljast yrðlingarnir þegar þeir bíða foreldranna. Sjaldgæft er að steggir fari inn í greni. Greni veitir skjól og í góðu greni er einnig pláss fyrir fæðuleifar og úrgang. Greni geta verið mjög misjöfn að gæðum, stundum bara ein hola en oft heilmikið kerfi. Refalæður grenja sig einnig í húsatóttum eða öðrum yfirgefnum mannvistarminjum. Erfitt að endurnýja greni á svæðum þar sem berggrunnur er þéttur og jarðvegur lítill, til dæmis á norðanverðum Vestfjörðum.

Óðal er yfirráðasvæði pars, heimasvæði þeirra sem þau fara um daglega til að afla fæðu og annarra nauðsynja. Mörg greni geta verið innan sama óðals og getur parið flutt sig um set ef þau telja ástæðu til. Gott óðal hefur allt sem þarf til að dýrin geti þrifist og komið upp afkvæmum. Gæði óðala hafa áhrif á tímgunarárangur dýranna og því er mikilvægt fyrir parið að hafa styrk og getu til að helga sér óðal og viðhalda því.

Siglufjarðarkirkja

  • HAH00918
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1614 -

Kirkja hefur verið á Siglufirði síðan árið 1614 en áður var aðalkirkjan á Siglunesi. Byrjað var að grafa fyrir steinsteypukirkjunni sem nú stendur á Siglufirði í maí árið 1931 og hófst steypuvinna í júní sama ár. Arne Finsen arkitekt teiknaði kirkjuna og Sverrir Tynes var yfirsmiður. Jón Guðmundsson og Einar Jóhannsson byggingameistarar voru valdir til verksins. Kirkjan var vígð árið 1932 og kom fjöldi fólks frá Reykjavík til að vera viðstatt. Mikið húsrými er á kirkjuloftinu og var gagnfræðaskóli Siglufjarðar starfræktur þar um alllangan tíma. Safnaðarheimili var vígt á loftinu árið 1982.

Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1974 en þeir voru teiknaðir af Maríu Katzgrau en gerðir af Oidtmannsbræðrum í Þýskalandi. Kirkjubekkirnir voru smíðaðir af Ólafi Ágústsyni á Akureyri, altarið var smíðað af Jóni og Einari og voru þeir gjöf kirkjunnar frá þeim. Elsta altaristafla kirkjunnar er frá árinu 1726 (síðasta kvöldmáltíðin). Önnur er frá árinu 1903 en hún sýnir Krist í grasagarðinum og er eftir Arker Lund. Sú þriðja er með mynd af Kristi þar sem hann birtist sjómönnum í hafsnauð og er eftir Gunnlaug Blöndal.

Kirkjan tekur um 400 manns í sæti, hún er um 35 metra löng og 12 metra breið. Turninn er um 30 metra hár og kirkjuklukkurnar sem þar eru voru gjöf frá Sparisjóði Siglufjarðar en stærri klukkan er talin vega um 900 kg.

Vörubifreiðastjórafélagið Neisti (1955)

  • HAH10101
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1955

Félagið var stofnað árið 1955 en hefði áður verið hluti af verkalýðsfélagi Húnavatnssýslu.
Fyrsta stjórn:
Páll Stefánsson formaður
Svavar Pálsson gjaldkeri
Zophonías Zophoníasson ritari
Í varastjórn voru kosnir:
Árni Sigurðsson og Kristján Snorrason

Vindheimamelar í Skagafirði

  • HAH00925
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1969 -

Vindheimamelar eru á norðurenda Reykjatungu í Tungusveit í Skagafirði. Þeir eru í landi jarðarinnar Vindheima. Skammt norðan við enda melanna rís Skiphóll upp úr sléttlendi Vallhólmsins og hefur nafnið meðal annars verið skýrt þannig að lögun hans minni á skip á hvolfi. Vestan við melana rennur Svartá, sem breytir svo um nafn við enda Reykjatungu og kallast eftir það Húseyjarkvísl.

Hestamannafélögin Stígandi og Léttfeti gerðu skeiðvöll á melunum árið 1969 en áður höfðu hestamannamót verið haldin á Vallabökkum í Vallhólmi. Síðan hefur verið byggð upp góð aðstaða til mótahalds og þar eru haldin fjórðungsmót og landsmót hestamanna, auk héraðsmóta.

Kvennaskólinn á Hverabökkum

  • HAH0990
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1936-1956

Árný Filippusdóttir byggði húsið Hverabakka og rak þar kvennaskóla 1936-56.

Héraðsskjalasafn Kópavogs (2000)

  • HAH 10124
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2000

Héraðsskjalasafn Kópavogs var stofnað 12. desember árið 2000. Aðdragandi stofnunar þess var Bæjarskjalasafn Kópavogs sem starfaði á bæjarskrifstofum Kópavogs frá árinu 1978.
Leo W. Ingason var héraðsskjalavörður frá stofnun árið 2000 til 2005.
Hrafn Sveinbjarnarson hefur verið héraðsskjalavörður frá því í ársbyrjun 2006.

Hólaneskirkja (1928)

  • HAH10126
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1928

Skóflustunga að núverandi Hólaneskirkju var tekin af sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni árið 1979 en hann var sóknarprestur á Skagaströnd frá 1941 til ársins 1981. Bygging kirkjunnar stóð með nokkrum hléum fram til ársins 1991.
Kirkja hefur líklega verið á Skagaströnd frá því um 1200. Hún stóð við rætur Spákonufells ofan kauptúnsins og nefndist Spákonufellskirkja. Staðurinn er kenndur við Þórdísi spákonu sem þar bjó til forna og getið er um í nokkrum Íslendingasögum. Kirkjan var bændakirkja allt til ársins 1919 er hún komst í eigu safnaðarins. Síðasta kirkjan á Spákonufelli var timburkirkja sem byggð var 1852 og stóð til 1928. Kirkjugarður hefur frá upphafi kirkjuhalds verið á Spákonufelli.
Árið 1928 var ný kirkja vígð í kauptúninu sjálfu og nefndist hún Hólaneskirkja og dregur nafn af nesi því sem hún stendur rétt ofan við. Þessi kirkja var steinkirkja og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Hún var sóknarkirkja Skagstrendinga til 1991 er ný kirkja hafði verið reist rétt framan við þá gömlu sem var þá rifin.

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (1912)

  • HAH10128
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1912

Sambandið heitir Ungmennasamband Austur-Húnvetninga, skammstafað USAH. Sambandssvæðið er Austur-Húnavatnssýsla. Heimili þess og varnarþing er á Blönduósi.
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga USAH var stofnað 30.mars 1912.
Hlutverk USAH er að stjórna sameiginlegum íþrótta- og æskulýðsmálum aðildarfélaganna. Sambandið annast samstarf um íþrótta- og æskulýðsmál við sveitar- og bæjarstjórnir og aðra opinbera aðila innan héraðs, varðveitir og skiptir milli félaganna því fé sem til þess hefur verið veitt í því skyni, og aðstoða við skipulag, undirbúning og framkvæmd íþróttamóta og æskulýðsviðburða í héraðinu. USAH hefur frumkvæði um eflingu íþrótta- og æskulýðsstarfs innan héraðs, staðfestir lög/lagabreytingar aðildarfélaga, heldur utan um staðfest lög félaga, - og fylgist með því að starfsemi aðildarfélaga fari fram skv. gildandi lögum þeirra og íþróttahreyfingarinnar í heild. Í því skyni skal USAH hafa fullan aðgang að bókhaldi og fylgiskjölum aðildarfélaga sinna og ef ástæða þykir til getur stjórn USAH tilnefnt sérstakan skoðunarmann reikninga fyrir aðildarfélag og fyrirskipað ítarlega rannsókn á fjárreiðum viðkomandi félags.
Rétt til aðildar að sambandinu hafa öll ungmenna- og íþróttafélög á svæðinu enda séu lög þeirra í samræmi við lög UMFÍ og ÍSÍ.

Núpsstaður í Fljótshverfi Skaftafellssýslu

  • HAH00998
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000)

Frásögn Þorvaldar Thoroddsen i Ferðabókinni 1893: „Núpsstaður stendur undir hrikalegri hamrahlíð með margvislega löguðum klettum og dröngum. Stórkostlegastir eru tveir risavaxnir drangar er mæna upp fyrir fjallsbrúnina eins og turnar. — Fyrirofan bæinn er stráð heljarbjörgum úr móbergi, og eru mörg þeirra stór sem hús, sum sokkin að mestu í jörð og grasgróin ofan. Björgin hafa oltið ofan úr fjalli.”

Bænhúsið á Núpsstað

  • HAH00187
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1765 -

Núpsstaður er austasti bærinn í Skaftárhreppi og stendur vestan við Lómagnúp. Á Núpsstað standa einkar merkileg gömul bæjarhús sem talin eru dæmigerð fyrir bæi á Íslandi á síðustu öldum. Þeirra merkast er bænhúsið sem er ein af örfáum torfkirkjum sem enn eru til á landinu. Talið er að bænhúsið sé að stofninum til úr kirkju sem var byggð um 1650 en kirkja var aflögð á Núpsstað 1765. Árið 1930 var bænhúsið friðlýst fyrst húsa á landinu og 1961 var það endurvígt.

Bænhúsið á Núpsstað er torfhús, talið reist um miðja 19. öld, eftir umfangsmiklar breytingar á eldra húsi. Þilverk hússins er eignað Nikulási Jónssyni trésmið (1831-1920) og er líklegt að húsið sé nokkru minna en það sem áður stóð þar. Bænhúsið er 5,2 metrar á lengd og 2,2-2,5 metrar á breidd, breiðast við kórstafninn. Langveggir eru allt að 2,5 metrar á þykkt, hlaðnir úr grjóti og torfi. Austurgafl er hlaðinn til hálfs, en hálfþil að ofan með litlum fjögurrarúðu glugga. Á vesturstafni er alþil og yfir hurð er tveggjarúðu gluggi. Þil eru svartbikuð og torfþekja á húsinu. Húsið var notað m.a. sem skemma um tíma, en gekk þó jafnan undir nafninu bænhús.

Fegurð umhverfisins við Núpsstað er vel þekkt. Svæðið nær frá sjó og svörtum söndum og allt til Vatnajökuls. Núpsstaður liggur alveg við þjóðgarðinn í Skaftafelli og hafa eldgos, jöklar og vötn mótað umhverfið auk þess að skapa fjölbreyttar og einstakar jarðmyndanir.
Austurmark jarðarinnar Núpsstaðar er á Skeiðarársandi og nær jörðin allt norður að Vatnajökli. Austan við bæinn gnæfir Lómagnúpur sem m.a. er þekktur úr Brennu-Njáls sögu. Þarna standa uppi íbúðarhús, fjós og önnur útihús.

Fyrsta kirkjan á Núpsstað er talin hafa verið byggð fyrir siðaskipti á Íslandi, eða fyrir 1200. Kirkjan var tileinkuð dýrlingnum Sankti Nikulási en það voru fáir sem tilheyrðu söfnuðinum á þessum tíma. Árið 1765 var hins vegar hætt að nota kirkjuna fyrir söfnuðinn og hún í staðinn notuð sem einka kapella. Eftir 1783 var byggingin hins vegar notuð sem skemma. Árið 1930 tók Þjóðminjasafnið húsið í sína vörslu og á árunum 1958-1960 var það tekið í gegn og gert upp. Þess má til gamans geta að bærinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldu, mann fram af manni, síðan 1730. Bæjarstæðið er einstaklega vel varðveitt menningarlandslag og er einstök heimild um hvernig búskapi var háttað og hvernig svæðið var nýtt fyrr á dögum. Nú hefur Þjóðminjasafninu verið falin varðveisla bæjarhúsanna á staðnum.

Í landi Núpsstaðar eru einnig Núpsstaðarskógar. Þetta er sérlega fagurt kjarrlendi sem vex í hlíðum Eystrafjalls, vestan Skeiðarárjökuls og sunnan Grænalóns. Þarna vex fjölbreyttur gróður og gaman er að ganga um svæðið. Að skógunum liggur ógreiðfær slóði inn með Lómagnúpi austanverðum og yfir Núpsvötn. Núpsstaður er á náttúruminjaskrá.

Hverfisfljót í Fljótshverfi

  • HAH00999
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Hverfisfljót rennur frá upptökum sinum fram með jökulöldunum, en sumstaðar fyrir innan þær; í það fossa frá jöklinum óteljandi kolmórauðir lækir, fljótið rennur á stórgerðri möl og er mjög straumhart með háum bylgjum og drílum, af því var hin megnasta jökulfýla, alveg eins og brennisteinsnámur væri í nánd. Vestan við Hverfisfljót eru sumstaðar ísnúnar dólerítöldur alþaktar stórum björgum; undir hraununum hljóta því að vera ísaldarhraun, sem ekki koma fram nema á stöku stað.
Hverfisfljót rann fyrir eldinn niður sandinn og kvíslaðist um hann allan, og er mölin efiaust árburður úr fljótinu; af því jökulvatnið kvíslaðist um sandinn, gat þar enginn gróður þrifizt og því var þar enginn bær; hraunið rak Hverfisfljót austur á bóginn, og síðan sandurinn losnaði við ágang jökulkvíslanna hefir hann stórkostlega gróið upp, enda sitra bergvatnslækir víða undan hraunröndinni.

Jökla / Jökulsá á Dal / Jökulsá á Brú

  • HAH00244
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Jökulsá á Dal eða Jökulsá á Brú, einnig nefnd Jökla, er lengsta á á Austurlandi. Áin er dæmigerð jökulá og á upptök sín í Brúarjökli og fellur um Jökuldal. Miklar rennslissveiflur eru í ánni eins og títt er í jökulám og jafnframt er hún mjög gruggug vegna framburðar. Jökla hefur grafið mikil gljúfur í farvegi sínum, Hafrahvammagljúfur og Dimmugljúfur. Margar þverár falla til Jöklu. Þær helstu eru Kringilsá, Sauðá, Reykjará, Hrafnkela, Gilsá, Hnefilsdalsá, Laxá og Kaldá. Jökla og Lagarfljót falla í Héraðsflóa um sameiginlegan ós á Héraðssandi.

Jökulsá á Dal er virkjuð með Kárahnjúkavirkjun. Eftir að virkjunin tók til starfa fer megnið af jökulvatni árinnar um jarðgöng til Fljótsdals og skilar sér til sjávar um Lagarfljót. Neðan Kárahnjúkastíflu er Jökulsá því tær bergvatnsá mestan hluta árs en hún getur þó breyst í ólgandi jökulá þegar uppistöðulónið (Hálslón) er fullt og vatn fossar um yfirföll stíflunnar.

Engihlíðarhreppur

  • HAH00729
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Uppfrá Húnafirði austanverðum, milli Blöndu og Laxár á Refasveit liggja byggðarlög þau, og að nokkru afréttir sem tilheyra Engihlíðarhreppi. Ræður Blanda merkjum sveitar að sunnan og vestan nema neðst við ósinn þar sem Blönduós liggur sem áður tilheyrði Enni, en var lögð undir þorpið með eignarnámi 1936.
Víðidalur norðan skarðs að Grjótá liggur undir hreppinn en Grjótá og Víðidalsá skipta löndum milli Húnvetninga og Skafirðinga.

Landsvæði sem liggur að sjó er melsvæði láréttir gróðursnauðir en auðræktaðir, uppblásið land frá fornu fari. Frammi við sjó eru 3 bæir, í daglegu tali nefndir Bakkabæir eða Neðribyggð. Nokkuð austan Neðribyggðar standa 3 bæir í röð neðarlega í brekku höllum gróinnar hálsbungu, sem skorin er frá nyrstahluta Langadalsfjalls af daldragier Kaldbakur nefnist og opnast til suðvesturs ofan Björnólfsstaða en til norðausturs ofan Mýrarbæja.

Vestanhallt við norðuröxl þessar hábungu standa tveir bæir, allir þessir bæir nefnast Efribyggð, en svæðið allt Refasveit, sem þykir munntamara en hið raunverulega nafn, Refborgarsveit en nafnið er dregið af klettaborg í landi Síðu.

Laxá skiptir löndum milli Engihlíðarhrepps og Vindhælissveitar.

Á Laxárdal ná Húnvetnsk fjöll mestri hæð. Fjallið sunnan Vestárskarðs er 1052 m og Refsstaðahnjúkurinn 1052.

Laxá í Refasveit (Ytri Laxá)

  • HAH00368
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Á skaganum milli Skagafjarðar og Húnaflóa eru 3 ár, er allar heita Laxá: Laxá í Laxárdal ytri, Laxá í Nesjum og Laxá í Laxárdal fremri [Ytri-Laxá / Laxá í Refasveit]. Þær eru allar smáar, einkum Laxá í Nesjum.
Laxá á Refasveit á upptök sín í Kattaraugum sem er uppspretta á milli Refsstaða og Litla-Vatnsskarðs á Laxárdal fram. Hún rennur þaðan eftir endilöngum Laxárdal, fyrir mynni Norðurárdals, og á mörkum Refasveitar og Skagastrandar til sjávar milli Höskuldsstaða og Neðri-Lækjardals í Ósvík og hefur um tíma verið samósa Blöndu í upphafi áður en en vatnið sprengdi haftið við Breiðavað og myndaði nýjan farveg. Þá hefur árfarvegurinn legið um vötnin og í Ósvík og sjást þar merki ósa hennar þegar miklu gili sleppir. Hylir í ánni niður við ósa eru; Kistan og Hjónahylur / Bríkarhylur
“Sýsluvegur Engihlíðarlirepps liggur frá brúnni á Blöndu út Refasveitina, hjá Grund, Blöndubakka, Bakkakoti, fyrir vestan Svangrund, út hjá Sölvabakka, fyrir utan Langavatn, út hjá Neðri-Lækjardal og að brúnni á Ytri-Laxá.” [1913].
Brú á Ytri Laxá við Skrapatungu var byggð 1955.

Félagsheimilið Húnaver (1957)

  • HAH10110
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1957

Félagsheimilið Húnaver er staðsett á mótum Svartárdals og Langadals þar sem þjóðvegur 1 liggur upp Vatnsskarð. Húnaver var vígt 1957.
Í Húnaveri er boðið upp á margvíslega þjónustu við ferðamenn. Einnig er við Húnaver mjög góð tjaldstæði með rafmagni og snyrtingum.
Rekstraraðili Húnvers er Hagur verk.
Símanúmer Húnavers eru 452-7110 og netfang hunaverbb@gmail.com
Fulltrúar Húnavatnshrepps í Hússtjórn Húnavers:
Aðalmenn:
Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli
Magnús Sigurjónsson
Ragnhildur Haraldsdóttir
Varamenn:
Jóhanna Magnúsdóttir
Maríanna Þorgrímsdóttir
Óskar Eyvindur Óskarsson
Að auki eiga sæti í Hússtjórn Húnavers, fulltrúar frá Búnaðarfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps, Ungmennafélagi Bólstaðarhlíðarhrepps og Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps.

Hlíðarfjall / Hlíðará í Bólstaðarhlíðarhreppi

  • HAH00781
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Hlíðará / Hlíðarfjall. Ævarsskarð er dalsmynnið milli Hlíðarfjalls [Bólstaðarhlíðarfjalls] og Skeggsstaðafjalls. Bæði þessi fjöll liggja frá austri til vesturs. Í daglegu tali er Bólstaðarhlíðarfjall kallað Hlíðarfjall. Það er eins og skjólgarður fyrir norðanátt og liggur vel móti sólu. Er því talið eitt af sólríkustu fjöllum þessa lands. Vanalega er það snjólétt. Á milli þeirra er djúpur dalur, er líkist skarði, á milli Svartárdals og Langadals. Utarlega í skarði þessu telja sumir að bær Ævars hins gamla hafi staðið.

Skeggstaðafjall í Blöndudal

  • HAH00170a
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Skeggstaðafjall. Á móti Hlíðarfjalli er Skeggsstaðafjall. Á milli þeirra er djúpur dalur, er líkist skarði, á milli Svartárdals og Langadals. Utarlega í skarði þessu telja sumir að bær Ævars hins gamla hafi staðið eins og síðar mun sagt verða. Skeggsstaðafjall skyggir á sólskinið við bæina niðri í skarðinu í skammdeginu svo að eigi sér þar til sólar frá 11. nóvember til 26. janúar næsta ár þó að Hlíðarfjallið sjálft sé baðað í sólarbirtu. Á milli fjallanna liðast Svartá í áttina til Blöndu.

Þegar haldið er frá Hólahorni áfram til Bólstaðarhlíðar blasir við á hægri hönd bergskriða, fremur lítil um sig, en regluleg, sunnan Svartár, í norðurhlíð Skeggstaðafjalls. Heitir skriðuörið Grænaskál eða Nónsskál. Er það ekki ólíkt því, að þarna hafi verið lítill skálar jökull, sem hefði nagað sig inn i hlíðina og ekið saman jökulgörðum fyrir framan sig. Er svo víða, að erfitt er að sjá, fyrr en eftir nána athugun, hvort skálarjökull hefur verið að verki eða bergskriða hlaupið fram.

Vörðufell í Árnessýslu 391 mys

  • HAH00167
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Vörðufell er 391 stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti. Það er þríhyrningslaga og er bæði í Biskupstungum og á Skeiðum. Uppi á fjallinu er lítið stöðuvatn, Úlfsvatn, sem reynt var að sleppa í silungi en án árangurs. Afrennsli þess er um hrikalegt klettagil, sem heitir Úlfsgil. Fjallið er úr móbergi og grágrýti og hvassasta horn þess er nyrzt. Það stendur á jarðskjálftabeltinu milli Heklu og Ölfuss og hefur vafalaust tekið breytinum í hvert skipti, sem jarðskjálftaskeið hafa riðið yfir.
Útsýnið ofan af Vörðufelli er afbragðsgott á góðum degi og sífellt fleiri leggja leið sína þangað.

Svínadalur

  • HAH00517
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Landnámsmaðurinn Eyvindur auðkúla, sem nam Svínadal.
„Á þessu landi bjó varnarlaus þjóð, og þar var því hægðarleikur að ræna löndum, og kvikfé svo miklu, að nægja mundi til að reisa stórbú þegar í stað. Það var heldur ekki einleikið hvernig norrænir menn þyrptust til Íslands, en lausn þeirrar gátu er sú, að þeir hafi vitað með sannindum að þar beið víkinga auður og allsnægtir, skjótfengið herfang og þurfti lítið fyrir að hafa. Þá ríkti sá hugsunarháttur, að menn hefðu rétt til að sölsa undir sig öll heimsins gæði, ef eigendur gátu ekki varið þau. Hér á Islandi voru nóg auðæfi, en þeir sem landið byggðu, gátu ekki varið þau. Þess vegna var það mikíl frægðarför að fara til íslands og sölsa þar undir sig lönd, fólk og kvikvénað.“ Þessarra íbúa er ekki minnst á berum orðum en ef lesið er í söguna má sjá að hér hefur verið stundaður búskapur er „landnámsmenn“ námu land.
Forn örnefni geyma margskonar fróðleik og ekki sízt þau örnefni, er landnámsmenn hafa gefið, en þau er að finna i Landnámu. Þessi örnefni sýna og sanna áþreifanlega, að norrænu landnámsmennirnir hafa ekki komið hér að auðu landi og óbyggðu. Þau sýna, að þá hefir búið hér kristin þjóð. Hin mörgu örnefni, sem kennd eru við krossa og kirkjur, bæði þar og f sögunum, eru þar óljúgfróð vitni. Sagnaritarar vorir haf a ekki áttað sig á því, að geta um þessi nöfn, voru þeir að afsanna fullyrðingar sínar um autt og óbyggt land, því að landnámsmenn þeir, er komu frá Noregi, voru allir heiðnir. En örnefnin, sem þeir gáfu, sýna að hér hafa verið krossar og kirkjur.

Í Svínadal komst Ingimundur gamli yfir hundrað svína, skv Vatnsdælu.

Frá Blönduósi liggur leiðin upp að Reykjum á Reykjabraut, og svo sunnan við Svínavatn að Auðkúlu. Sauðadalur klýfur fjallsbálkinn þar fyrir sunnan eftir miðju, og eru melar og ísaldarrusl fyrir utan hann. Austan úr Reykjanybbu hefir einhvern tíma sigið niður skriða. Svínadalur er björguleg sveit, því nær eintómt graslendi, Svíndælingar eru góðir búmenn og efnamenn; jarðabætur hafa verið gjörðar þar miklar. Svínadalur fláir töluvert út að austanverðu, því þar takmarkast hann af lágum hálsi, en að vestanverðu er hátt og bratt fjall. Í dalnum eru margir smáhólar af ísaldargrjóti, en mýrar og graslendi ofan á; Svínadalsá, sem eftir dalnum rennur, er fremur vatnslitil.
Ferðalýsing 1896

1703 bjuggu 212 íbúar í Svínadalshrepp

Kerlingin í Drangavík

  • HAH00356b
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Steinadalsheiði er heiði á milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar á Ströndum, milli bæjanna Gilsfjarðarbrekku og Steinadals. Við Heiðarvatn á miðri heiðinni eru mót þriggja sýslna - Strandasýslu, Austur-Barðastrandasýslu og Dalasýslu.
Sumarvegur liggur um Steinadalsheiði, sem hefur nú vegnúmerið 690 (var númer 69 fram til 1994). Á árunum 1933-48 var sá vegur aðalleiðin milli Hólmavíkur og annarra landshluta. Akvegurinn norður Strandir leysti hann af hólmi þegar hann var tekinn í notkun árið 1948.
Kollafjarðarnes.
Kerlingin í Drangavík.

Hrómundur í Forsæludal

  • HAH00307
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Steinhöfuð í Vatnsdalsá við Forsæludal.

Steintröll á Íslandi

  • HAH00003a
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Drangar og steinmyndanir sem hafa á sér þjóðsagnarblæ

Bótarfell (575 m) í Vatnsdal

  • HAH00601
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Bótarfell sunnanvert við Vatnsdalinn 575 mys.

Vestan undir Réttarhól beygir Vatnsdalsá í mörgum hlykkjum til vesturs fyrir Bótarfell, en beygir þá beint i norðvestur og heldur þeirri stefnu út i miðjan Vatnsdal. Vestan undir Bótarfelli dýpkar farvegurinn skyndilega, og litlu sunnar steypist áin i fögrurn fossi niður i stórfenglegt gljúfur, og eftir þvi fellur hún fimm til sex kilómetra niður i Forsæludal. Efsti fossinn heitir Skínandi og litlu neðar eru Kerafoss og Rjúkandi, Neðarlega í gljúfrinu er Skessufoss hjá Glámsþúfu og loks Dalfoss og Stekkjarfoss skammt fyrir ofan Forsæludal

Grjótá í Vatnsdal

  • HAH00801
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Gilá og Grjótá falla úr Vatnsdalsfjalli í Vatnsdalsá. Þær eru báðar vatnslitlar, einkum Grjótá, enda nær hún aðeins skammt upp fyrir fjallsbrúnina.

Kambur (fjall) í Staðarsveit

  • HAH00885c
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Kambur tindóttur hryggur austan við gönguleiðina á Helgrindur fyrir ofan Kálfárvelli.

Hvítárvatn við Langjökul

  • HAH00259
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hvítárvatn er alldjúpt víðast hvar. Meðaldýpi þess er talið 27,6 m en mesta dýpi hefur mælst 84 m. Syðsti hluti vatnsins, allt norður fyrir Svartárósa, er mjög grunnur. Syðst endar vatnið í löngum, mjóum vogi sem Hvítá rennur úr og eru óskýr mörk milli ár og vatns. Silungs verður vart í Hvítárvatni.

Í Bláfelli bjó Bergþór tröll. Er hann var á leið úr byggð í helli sinn, sótti að honum þorsti. Hann áði við Bergstaði og bað húsfreyju að gefa sér vatn. Á meðan hún sótti vatnið klappaði Bergþór ker mikið í klöpp, sem bærinn er kenndur við og lagði á að í því myndi aldrei frjósa eða þrotna sýran.

Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við getum tímasett litlu ísöldina nokkuð nákvæmlega, og það er ekki síst því að þakka að við getum notað árlögin á botni Hvítárvatns,“ segir Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

Vísindamenn hafa lengi deilt um hvenær litla ísöldin hófst, og hafa margir talið að hún hafi byrjað um árið 1450. Einnig hefur verið deilt um hvers vegna hún hófst. Sumir tengja eldgosin við kólnunina, en aðrir tengja hana sólblettum.

Rannsóknir íslensku og bandarísku vísindamannanna sýna að stór eldgos sem komu í kippum á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun í náttúrunni, segir Áslaug. Veðurfar á norðurhveli kólnaði verulega, meðalhitinn lækkaði um eina til tvær gráður. Þetta var kaldasta skeiðið síðustu átta þúsund ár, segir Áslaug.

Áhrifin af nokkrum stórum eldgosum urðu þau að hafís breiddist út á norðurhveli, sem hélt kuldanum lengur en eldgosin ein hefðu gert, segir Áslaug. „Þetta var orðin sjálfsviðhaldandi kólnun.“

Áslaug segir að það hafi ekki verið fyrr en niðurstöður þeirrar rannsóknar voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar á Baffinslandi og borkjörnum frá Grænlandsjökli að í ljós hafi komið að kólnunin var ekki staðbundin heldur náði yfir allt norðurhvel jarðar.
Eldgosin fjögur sem komu af stað litlu ísöldinni urðu í hitabeltinu, en lítið er vitað um gosin, segir Áslaug. Eldgos urðu á Íslandi á þeim tíma sem kólnunin hófst, og því má segja að íslensk eldfjöll hafi hjálpað til við að kæla norðurhvel jarðar, þó ekki beri þau höfuðábyrgð.

Fúlakvísl á Kili

  • HAH00995
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Fúlakvísl, kemur undan Langjökli og fellur í Hvítárvatn.

L Szacinski Ljósmyndastofa Carl Johansgade 20 Christiania (Osló)

  • HAH09279
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1867 - 1916

Hann fæddist í Suwalki í Pólandi 16.4.1844 - 8.7.1894
Hún fæddist í Christiania Noregi 16.9.1845 - 4.2.1922
Hulda Szaciński øket firmaets samling av medaljer og utmerkelser. Da hun deltok på Bergensutstillingen i 1898 averterte hun: «Grundlagt 1867. Medaljer i Wien 1873, Drammen 1873, Paris 1874, Filadelfia 1876, Kristiania 1883, Stockholm 1898». Hun fikk også medaljer i Bergen i 1898, i Paris i 1900 og i Christiania i 1905.

Hesputré

  • HAH00990
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Hesputré er áhald úr tré til að vinda garn. Hesputré er handsnúið áhald þar sem ullarþráðurinn er undinn upp í hespur.

G. Aug. Guðmundsson ljósmyndari Reykjavík og Ísafirði

  • HAH06165
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 9.8.1869 - 1942

G. Aug. Guðmundsson ljósmyndastofa Reykjavík og Ísafirði .
Guðjón Ágúst Guðmundsson Breiðdal 9. ágúst 1869 - 1942. Bókbindari á Ísafirði 1888. Ljósmyndari. Fór til Noregs 1896.

Ludvig Olsen ljósmyndastofa, Östergade 13 Kjöbenhavn

  • HAH06720
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1870)

Ludvig Olsen ljósmyndastofa, Östergade 13 Kjöbenhavn
gæti veri skyldur Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn. Authority record; Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn ...

Ásgeirshús Blönduósi

  • HAH00114
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1899 - 1970

Byggt 1899 af Sigurði Oddleifssyni búfræðingi. Hann bjó þar 1899-1901 en flutti svo vestur um haf 1902. Lóðasamningur og útmælingargjörð voru til með vissu, en ég [JA] hef ekki séð þau plögg.
Lóðin var 1260 ferálnir [496,4 m2]. Hansína ekkja sra Þorvaldar kaupir hús og lóð af Sigurði. Hún býr í húsinu með Ásgeiri syni sínum til 1910. Ásgeir kvæntist Hólmfríði 1909 og flytjast þau þá til tengdaforeldranna í Hjálmarshús [Jónasarhús].

1911 flyst Ingibjörg Hjálmarsdóttir systir Zophoníasar í Hansínuhús, hann byggði þá yfir systur sína. Í virðingargjörð frá 18.2.1914 segir um hús Ingibjargar; Stærð þess að utanmáli er 6x4 m. Hæð undir þakskegg er 2,2 m. í mæni 2,8 m. Það er allt úr timbri með vanalegri grind og liggjandi klæðningu. Kjallari er undir 2/3 af húsinu, hlaðinn úr steini og lagður í sement. Fyrsta gólfið er skipt í 3 herbergiog inngang. Eru tvö herbergi þiljuð, veggfóðruð og máluð, eitt er aðeins þiljað. Þak er úr heilþykkum borðum á sperrur. Þar yfir þakpappi og yst rifflað þakjárn menjumálað og útveggir einnig málaðir. Í húsinu er múrpípa, eldavél og 1 ofn.
Við húsið eru 2 skúrar, annar við útidyr 1,26 x 1,57 m. Hæð 2 m. Hann er með einfaldri klæðningu, hinn skúrinn er við húshliðina að að stærð 2 x 3 m. hæð 1,9 m. Hann er klæddur með heilþykkum borðum og pappi yfir. Þök á skúrum þessum eins og aðalhúsinu. Meðfylgjandi lóð er sögð 484 m2. Ekki var komin vatnslögn í húsið 1916, en brunnur var snemma gerður í lóðinni og er hann enn þar, en jarðvegur yfir.

Ásgeir kaupir hið nýbyggða hús af Ingibjörgu 23.5.1914. Zophonías tengdafaðir Ásgeirs, sem hafði byggt sér hús 1905, seldi það og byggði sér annað hús, Lindarbrekku. Hann seldi húsið 19.2.1923 Stefáni Þorkelssyni og byggði yfir sig viðbyggingu við Ásgeirshús. Þessa viðbyggingu seldi Zophonías Torfalækjarhreppi og Bkönduóshreppi 13.6.1928. Ásgeir kaupir hana svo af hreppnum 17.4.1943.
Ásgeir býr svo í húsinu til um 1960. Þorvaldur sonur hans bjó þar þar til hann byggir yfir sig utan ár [Hvanná] og fór Ásgeir þá með honum.
Sigurður H Þorsteinsson keypti Ásgeirshús og bjó þar þar til hann byggði yfir sig utan ár. Þá settist Sigurgeir Sverrisson að í Ásgeirshúsi og bjó í því uns það brann 1970.

Einarsnes Blönduósi

  • HAH00096
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1898 - 1987

Sumarið 1878 var Sverri Runólfssyni steinhöggvara úthlutuð lóð sem þá nefndist Sverrishorn en síðar Einarsnes eftir að Einar Einarsson fór að búa þar. Hann náði þó ekki að koma yfir sig húsi áður en hann dó. Hann hafði þó viðað að sér efni sem var selt á uppboði eftir lát hans.

Sá fyrsti sem byggir á nesinu var Sigtryggur Benediktsson, sem settist þar að 1898 og bjó þar til 1903 er hann missti konu sínu og flutti burt. Dóttir þeirra var móðir Hannesar Péturssonar rithöfundar.
Húsið var rifið eða brennt 1987

Lindarbrekka Blönduósi

  • HAH00117
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1918 -

Byggt 1918 af Zophoníasi Hjálmssyni. Hann hafði þá selt Jóni Kristóferssyni steinhúsið. Stefán Þorkelsson kaupir húsið 19.2.1923, en þá er Zophonías að byggja sér hús enn einu sinni, nú við Ásgeirshús.
Stefán bjó í húsi sínu til æviloka 1957 og ekkja hans eftir það til 1962.
Engihlíðarsystur Jakobína og Elísabet Guðmundsdætur bjuggu í Lindarbrekku frá 1964. Jakobína dó 1980 en Elísabet var eitthvað lengur þar.
Húsið var rifið 199X

Hemmertshús Blönduósi 1882

  • HAH00102
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1882 -

Byggt 1882 sem íbúðarhús fyrir verslunarstjóra Höepfnerversluna. Hemmertshús 1882. Nefndist fyrst Verslunarstjórahús Höepnersverslunar, eftir 1884 nefnist það Sæmundsenhús og með tilkomu Hemmerts fær það nafnið sem ég nota,
Á tíma bar það nafnið Guðmundarhús [Kolka} og síðast Snorrahús [Arnfinnssonar]. Augljóst er að fyrstu 2 nöfnin henta ekki enda kom nýtt Sæmundsenhús 1921-1922.

Fyrsti verslunarstjóri var Friðrik Valdemar Davíðsson. Hann var búsettur þar í árslok 1882, en dó næsta ár kornungur. Starfsfólk verslunarinnar bjó í húsinu næstu mánuði.

Árið 1884 kom nýr verslunarstjóri Pétur Sæmundsen að versluninni. Hann bjó í þessu húsi til 1913.
Evald sonur hans bjó þar til 1922 er hann byggði sér nýtt hús og yfirfærðist nafnið þá á það hús.

Síðasti íbúinn (2018) var Erlendur Finnbogason tálgmeistari.

Breiðavað í Langadal

  • HAH00204
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Nyrsti bærinn í Langadal. Bæjar og peningahús standa uppi undir brekkurótum, í fallegu láréttu túni. Vestan túns er lítt gróið melsvaæði, sem nær um þvert land jarðarinnar og nefnast Breiðavaðsmelar. Í melum þessum að kalla beint vestur af íbúðarhúsi er lítil tjörn í alldjúpri kvos, sem heiti Gullkista. Þar er sagt að fjársjóður sé falinn. Utan og neðan túns er önnur tjörn sem Grafarvatn nefnist og er þar silungur til nytja. Ekki er nú vitað hvar vað það var á Blöndu, er jörðin tók nafn sitt af, en tvö vöð ery fyrir landi jarðarinnar og heiti hið syðra Hrafnseyrarvað en hið nyrðra Strákavað. Íbúðarhús úr steini, gyggt 1940 kjallari og hæð 343 m3. Fjós fyrir 9 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hesthús fyrir 9 hross. Hlöður 623 m3. Votheysgeymsla 48 m3. Vélageymsla 129 m3. Tún 22 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Grafarvatni.

Á Breiðavaði í Langadal var hálfkirkja fyrir 1394 og lá til Holtastaða.

Reykir við Reykjabraut

  • HAH00561
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Bærinn stendur skammt austan Reykjabrautar við norðurenda Svínadalsfjalls og gnæfir Reykjanibban þar á fjallsöxlinni. Landiði nær norðan frá Torfavatni suður að Svínavatni, þar er kallað Reykjabót. Gamla túniðvar talið grasgefið og löngum var jarðsælt hér og gott til útbeitar. Jarðhiti er steinsnar frá bænum og var þar þar lengi sundlaug. Nú hefur Húnavallaskóli verið byggður þar og borað eftir heitu vatni skammt frá bænum. Eigendur Húnavallaskóla hefur keypt alla jörðina en jarðhitann eiga Blönduós 90% og Torfalækjarhreppur 10%. Íbúðarhús byggt 1936 viðbygging 1964, 441 m3. Fjárhús yfir 400 fjár með vélgengnum áburðakjallara. Hesthús yfir 12 hross. Tún 20,2 ha. Veiðiréttur í Svínavatni

Höfðahólar Höfðakaupsstað

  • HAH00450
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Meirihluti Höfðakaupsstaðar er byggður í Höfðahólalandi. Höfðahólar stóðu á fallegum stað neðan svokallaðrar Hólabergja. Land jarðarinnar náði frá landamerkjum Spákonufells suður að Spákonufellshöfða, sem var í eigu Spákonufells. Mikið af landi Höfðahóla hefur verið ræst fram og ræktað. Núverandi eigandi er Höfðahreppur.

Neðstibær í Norðurárdal

  • HAH00615
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Neðstibær. Tún 9 ha Íbúðarhús byggt 1920 285 m3.

Eigandi 1975;
Einar Þorgeir Húnfjörð Guðlaugsson 30. mars 1920 - 1. apríl 2008. Var á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Húsi Einars Guðlaugssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Múrari og verkamaður á Blönduósi. Kona hans; Ingibjörg Þórkatla Jónsdóttir 25. sept. 1928. Var á Sölvabakka, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Húsi Einars Guðlaugssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Núverandi eigandi;
Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson 11. sept. 1948. Var í Húsi Einars Guðlaugssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kona hans; Sigrún Kristófersdóttir 28. júní 1947. Var á Sunnuhvol, Höfðahr., A-Hún. 1957.

Skottastaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi

  • HAH00171
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1500]

Á jörðinni er ekkert íbúðarhús og hefur eigandi heimili sitt á Leifsstöðum. Býlið er austan Svartár gegnt Hóli og gnæfir Oksinn vestan árinnar. Á Skottastöðum er skýlt fyrir norðanátt og oft snemmgróið. Landgott til fjalls. Túnið er að mestu framræst mýrlendi í Skottastaðahlíð. Fjárhús yfir 200 fjár. Hlaða 360 m3. Hesthús.. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Hafnarfjörður

  • HAH00283
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hafnarfjörður var í landnámi Ásbjarnar Özurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar. Hafnarfjörður er fyrst nefndur í Hauksbók Landnámu, þar sem segir frá brottför Hrafna-Flóka og samferðamanna hans frá Íslandi. Frá upphafi landnáms á Íslandi og fram til upphafs 15. aldar kemur staðurinn annars lítið sem ekkert við sögu.

Vegna góðra hafnarskilyrða frá náttúrunnar hendi varð Hafnarfjörður ein helsta verslunar- og fiskveiðihöfn landsins frá og með upphafi 15. aldar, eftir því sem skreið tók við af vaðmál sem eftirsóttasta útflutningsvara Íslendinga. Í upphafi 15. aldar hófu Englendingar fiskveiðar og verslun við Ísland. Árið 1413 kom fyrsta enska kaupskipið að landi sem sögur fara af við Hafnarfjörð. Íslendingar tóku ensku kaupmönnunum vel, en Danakonungur reyndi að koma í veg fyrir verslun Englendinga við Ísland og þess vegna kom oft til átaka milli Englendinga og sendimanna Danakonungs. Eftir því sem árin liðu urðu Englendingarnir ekki eins vel liðnir vegna yfirgangs. Einnig áttu þeir til að ræna skreið frá Íslendingum.
Um 1468 hófu þýskir Hansakaupmenn siglingar til Íslands frá Bergen í Noregi. Næstu tvo áratugina var hörð samkeppni á milli Englendinga og Hansakaupmanna, sem leiddist oft út í slagsmál og bardaga. Þýsku kaupmennirnir höfðu betur að lokum. Þeir gátu boðið ódýrari og fjölbreyttari vöru heldur en Englendingarnir. Á 16. öld var Hafnarfjörður orðinn aðalhöfn Hamborgarmanna á Íslandi.
Um miðja öldina reyndu Danakonungar enn að koma í veg fyrir verslun Þjóðverja á Íslandi og koma versluninni í hendur danskra kaupmanna. Árið 1602 gaf Kristján 4. Danakonungur út tilskipun um einokunarverslun og þar með varð úti um verslunarsamband milli Íslands og Þýskalands.

Á fyrri hluta einokunartímabilsins var Hafnarfjörður helsti verslunarstaður á Íslandi. Frá 1602-1774 var verslunin í höndum danskra kaupmanna og verslunarfélaga, en árið 1774 tók konungurinn við versluninni. Árið 1787 voru eignir konungsverslunarinnar seldar starfsmönnum hennar. Þá myndaðist vísir að samkeppni í verslunarrekstri þegar lausakaupmenn fóru að keppa við arftaka konungsverslunarinnar. Ekkert varð þó meira úr þessari samkeppni, þar sem dönsku kaupmennirnir höfðu yfirhöndina. Árið 1795 kærðu bændur dönsku kaupmennina fyrir of hátt verð á innfluttum vörum og kröfðust þess að verslun yrði gefin algerlega frjáls.

Árið 1794 keypti Bjarni Sívertsen verslunarhús konungsverslunarinnar. Hann gerðist brátt umsvifamikill kaupmaður og útgerðarmaður. Hann keypti gamlar bújarðir í landi Hafnarfjarðar og kom upp skipasmíðastöð. Bjarni varð einn af fyrstu Íslendingunum til að fá verslunarleyfi eftir að danska einokunarverslunin var lögð niður. Vegna umsvifa sinna í Hafnarfirði hefur hann oft verið nefndur faðir Hafnarfjarðar.
Frá árinu 1787 til 1908 voru flestir kaupmenn í Hafnarfirði danskir. Einn norskur kaupmaður var þar, Hans Wingaard Friis frá Álasundi í Noregi og hann búsettist í Hafnarfirði. Í upphafi tuttugustu aldar fór íslenskum kaupmönnum hins vegar að fjölga, en þeim dönsku fór fækkandi að sama skapi.

Hafnarfjörður er bær á höfuðborgarsvæðinu. Þar bjuggu 27.870 manns 1. janúar árið 2015 og hefur bærinn vaxið gríðarlega á síðustu árum og áratugum líkt og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa gert. Höfnin sem bærinn er kenndur við var ein stærsta verslunarhöfn landsins allt frá 16. öld og mikil útgerð hefur verið stunduð þaðan í sögunni. Á 18. öld var rætt um að gera Hafnarfjörð að höfuðstað Íslands, en slæm samgönguskilyrði þangað, lítil mótekja og lítið undirlendi urðu helstu ástæður þess að Reykjavík varð ofan á í valinu. 29. febrúar 2008 náði íbúafjöldi Hafnarfjarðar upp í 25.000 manns, og gaf bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson 25 þúsundasta Hafnfirðinginum gjöf og heiðursskjal.
Hafnarfjörður heyrði undir Álftaneshrepp framan af en eftir skiptingu hans árið 1878 varð bærinn hluti hins nýmyndaða Garðahrepps. Hinn 1. júní 1908 fékk Hafnarfjörður kaupstaðarréttindi og varð þá að sjálfstæðu bæjarfélagi. Íbúar voru þá orðnir 1469 talsins.

Skammt sunnan Hafnarfjarðarbæjar er Straumsvík þar sem Alcan á Íslandi rekur álver. Þann 31. mars, árið 2007 fóru fram íbúakosningar um stækkun álversins í Hafnarfirði. Stækkunin var felld með aðeins 88 atkvæðum.
Fyrsta almenningsrafveitan á Íslandi var sett upp 12. desember 1904 í Hafnarfirði af Jóhannesi Reykdal, veitan liggur í gegnum Hamarskotslæk. Hann er líka einn mesti gufustaður landsins.

Upphaflega var Hafnarfjörður hluti af Álftaneshreppi. Hafnarfjörður hafði þá sérstöðu miðað við aðra staði í hreppnum að aðalatvinnuvegur þar var sjávarútvegur, en ekki landbúnaður. Vegna þessarar sérstöðu var vilji til þess að gera Hafnarfjörð að sérstöku sveitarfélagi og kom hugmyndin fyrst fram opinberlega árið 1876.

Árið 1878 var haldinn hreppsnefndarfundur í Álftaneshreppi, þar sem samþykkt var að skipta hreppnum í þrennt: Álftaneshrepp, Garðahrepp og Hafnarfjörð. Gengi það ekki var ákveðið að hreppnum yrði skipt í tvennt: Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Seinni tillagan var samþykkt og varð Hafnarfjörður því hluti af Garðahreppi.
Aftur var reynt að fá kaupstaðarréttindi árið 1890. Á fundi hreppsnefndar Garðahrepps í júní það ár var kosin nefnd til að ræða um kaupstaðarréttindi Hafnarfjarðar. Nefndin hélt fund 27. febrúar 1891, þar sem kosið var um skiptingu hreppsins, en meirihluti fundarmanna var andvígur skiptingunni. Var málið því látið niður falla og lá það niðri næstu árin vegna erfiðra tíma í Hafnarfirði.

Næst var hreyft við málinu árið 1903. Í mars það ár komu nokkrir íbúar í Hafnarfirði því til leiðar að frumvarp var lagt fram á Alþingi til laga um kaupstaðarréttindi Hafnarfjarðar. Í frumvarpinu var m.a. gert ráð fyrir því að bæjarfógetinn í Hafnarfirði yrði jafnframt bæjarstjóri og laun hans yrðu greidd úr landssjóði. Frumvarpið var fellt í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Það var lagt fram aftur á Alþingi árið 1905, en aftur fellt í atkvæðagreiðslu. Hins vegar afgreiddi Alþingi frumvörp sem gáfu kauptúnum meiri sjálfstjórn en áður, en þau gengu ekki nógu langt til að Hafnfirðingar yrðu ánægðir.

Enn var því komið til leiðar að frumvarp um kaupstaðarréttindi Hafnarfjarðar var lagt fyrir Alþingi, nú árið 1907. Meðal breytinga frá fyrra frumvarpinu var sú að nú var gert ráð fyrir því að bæjarstjóri fengi greidd laun úr bæjarsjóði en ekki landssjóði. Þetta frumvarp var samþykkt sem lög nr. 75, 22. nóvember 1907 og tóku lögin gildi 1. júní 1908. Hafnarfjörður varð þar með fimmta bæjarfélagið á Íslandi sem fékk kaupstaðarréttindi

Veðramót Blönduósi

  • HAH00675
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Þar byggði Lárus Jóhannsson 1920, bjó áður í Kistu og Vinaminni.

Stykkishólmur

  • HAH00485
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Stykkishólmur er bær og sveitarfélag við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Stykkishólmur er stærsti þéttbýliskjarninn á Snæfellsnesi. Bæjarbúar í Stykkishólmi eru í daglegu tali nefndir Hólmarar. Sjávarútvegur hefur verið einn helsti atvinnuvegurinn á Stykkishólmmi og skelveiðar þá sérstaklega en meira er orðið um ferðaþjónustu og annan þjónustuiðnað.
Höfn er mjög góð frá náttúrunnar hendi í Stykkishólmi og fyrir utan innsiglinguna ver þverhnýpt Súgandisey hana ágangi. Stórskipabryggja var byggð út í Stykkið, hólma þann sem kaupstaðurinn ber nafn af árið 1907. Frá Stykkishólmi gengur Breiðafjarðarferjan Baldur yfir Breiðafjörðinn að Brjánslæk á sunnanverðum Vestfjörðum. Margvíslegar hafnarbætur hafa átt sér stað síðan og var dráttarbraut fyrir allt að 100 lesta báta byggð í Stykkishólmi árið 1941 og svo önnur fyrir 400 lesta báta á árunum 1963-1967.
Stykkishólmur er yst á Þórsnesi og norðan við Nesvog.

Efri-Harastaðir á Skaga

  • HAH00195
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Efri-Harrastaðir stendur norðan við Harrastaðaá. um það mitt á milli fjalls og fjöru. Þar eru heimahagar grösugir og ræktunarskilyrði allgóð. Íbúðarhús byggt 1937, 1961 m3. Fjós 1952 fyrir 8 gripi. Hlaða 208 m3. Votheysgeymsla 24 m3. Geymsla úr asbest 72 m3. Tún 13 ha.

Sauðanes á Ásum

  • HAH00563
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1450)

Bærinn stendur rétt vestan við þjóðveginn. Áður fyrr var þetta landmikil jörð, en henni hefur verið skipt í 4 hluta og er stærð landsins nú röski 200 ha. Það nær frá Hnjúkum eftir Skýdal niður í norðurenda Laxárvatns. Vestan við vatnið er nesið [Sauðanesið] þar á jörðin einnig land. Í því suðvestanverðu við stífluna, þar sem Laxá á Ásum fellur úr Laxárvatni, er jarðhiti. Skammt norðan Laxárvatns var byggð rafstöð árið 1933 fyrir Blönduós. Íbúðarhús byggt 1947, 350 m3. Fjós fyrir 24 gripi og nýtt fyrir 60 gripi 1976. Fjárhús yfir 360 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 2250 m3. Votheysturn 104 m3. Tún 35,2 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni.

Kirkjuhvammur í Miðfirði

  • HAH00579
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1318 -

Kirkjhvammur. Gamalt býli, um langan aldur þingstaður sveitarinnar. Land er víðlent og grasgefið. Upp til fjallsins gengur hvammur all mikill, en upp úr honum bogadregin brött brún, Hvammsbarmur. Sléttlendi er neðan brekkna, þá tekur Ásinn við. Er það mel og klapparhryggur, um hann eru hreppamörk, því við tekur Hvammstangabyggð. Áður átti jörðin land til sjávar og sjávargagn sem til féll. Skjólsælt er og sólríkt og hlýlegt fyrir ofan Ásinn. Um all langan aldur hefur kirkja verið í Kirkjuhvammi, áður annexía frá Tjörn en féll síðar til Melsstaðarprestakalls.
Nú stendur gamla kirkjan ein húsa uppi í hvamminum og er haldið við af Þjóðmynjasafni Íslands. Umhverfis hana er grafreitur sóknarinnar er gegnir hlutverki sínu sem áður.
Kirkjuhvammur er nú horfinn úr bændaeign. Hvammstangahreppur er eigandi jarðarinnar, seld til hans af Hannesi Jónssyni frá Þórormstungu, fyrrverandi alþingismanni. Er nú lokið sjálfstæðri búsetu á þessu gamla höfuðbýli sveitarinnar.

Möðrudalsöræfi

  • HAH00382
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Heiðarbyggðin var byggð sem var uppi á Möðrudalsöræfum. Hún stóð í 100 ár eða frá 1840 til 1940.

Bæir voru þessir:
Hvítanes (óvíst hvenær), Gestreiðarstaðir (fóru í eyði 1897), Háreksstaðir (fóru í eyði 1923), Rangalón (fór í eyði 1924), Veturhús (fóru í eyði 1941), Ármótasel (fór í eyði 1943)
Sænautasel (fór í eyði 1943), Heiðarsel (Síðasti bærinn, fór í eyði 1946)
Bæir á Möðrudal;

Fjórir eru bæir á Möðrudalsfjöllum, er þá hétu svo: Möðrudalur og Sótastaðir, en síðar var byggðir Víðidalur úr Sótastöðum og annari jörðu, og þá var hinn fjórði Kjólfell.

Möðrudalur og Arnardalur eru gróðurvinjar í 450–550 m y.s., umgirtar blásnum auðnum. Jökulsá á Fjöllum afmarkar svæðið að vestan en rætur Möðrudalsfjallgarðs að austan. Fjöldi sérkennilegra tinda liggja í nokkrum röðum eftir endilangri sléttunni og Herðubreið gnæfir yfir auðnina í vestri. Hinn eiginlegi Arnardalur er grösug og grunn dalkvos er markast af tveimur lágum hryggjum, Dyngjuhálsi að austan og Arnardalsfjöllum að vestan. Fuglalíf er fjölbreytt á þessu svæði og heiðagæsavarpið telst vera alþjóðlega mikilvægt, 2,240 pör árið 2001.

Austan Möðrudals liggja vegir inn á Brúaröræfi og til Kverkfjalla.
Ferjufjall (547m) er vestan Jökulsár á Fjöllum, nokkru sunnar en Möðrudalur. Þar var fyrrum ferjustaður fyrir þá, sem fóru um Ódáðahraunsveg. Þaðan eru 55-60 km að Suðurárbotnum og 70 km að Skjálfandafljóti. Forn vörðubrot benda til mannaferða. Líklega fór Sámur á Leikskálum (Hrafnkelssaga) þessa leið.

Brúaröræfi eru víðáttumikil öræfi sem eru ásamt Krepputungu og Möðrudalsöræfum á milli Jökulsár á Dal og Jökulsá á Fjöllum. Brúaröræfi eru sunnantil á þessu svæði en Krepputunga og Möðrudalsöræfi norðan megin.
A Brúaröræfum er mikil háslétta sem liggur milli Snæfells í austri og Kverkfjalla í vestri. Inn á þessa hásléttu gengur Brúarjökull sem er stærsti skriðjökull Íslands. Frá jöklinum falla nokkrar stórár til norðurs en stærstar þeirra eru Kreppa, Kverká og Jökulsá á Dal. Bergrunnur Brúaröræfa er myndaður úr basaltlögum og móbergi.Landið er að mestu ógrónir melar, sandar og úfin hraun en gróðurvinjar eru í Hvannalindum, Grágæsadal, Fagradal og Háumýrum. Mest gróska er í Fagradal.

Hofskirkja Skagaströnd

  • HAH00570
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hofskirkja á Skagaströnd er í Höskuldsstaðaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Hof var prestsetur á Skagaströnd, u.þ.b. 9 km norðan Höfðakaupsstaðar (Skagastrandar). Þar eru tóttir, sem kunna að vera af hofi, kallaðar Goðatóttir. Í kaþólskum sið voru kirkjur staðarins helgaðar Ólafi hinum helga, Noregskonungi.

Prestakallið var lagt niður 1907 og sóknir hennar lagðar til Höskuldsstaða. Timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1876. Veggir hennar eru múrhúðaðir að utan og þakið járnklætt. Hún er turnlaus en með krossi á stafni. Bogalagaðir gluggar tóku við af fernyrndum og ekkert söngloft er í kirkjunni. Prédikunarstóllinn er ævagamall, trénegldur, með myndum af guðspjallamönnunum. Altaristaflan er gömul og sýnir upprisuna og er talið að hún sé íslensk.
Hofskirkja er timburhús, 10,06 m að lengd og 6,41 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er trékross. Kirkjan er klædd listaþili, þak trapisustáli og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru fjórir póstagluggar með tveimur fjögurra rúða römmum og einn heldur minni er á framstafni. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir, okahurðir utan en spjaldahurðir að innan. Trétröppur með fimm þrepum eru framundan kirkjudyrum.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Maríubær og Fögruvellir Blönduósi

  • HAH00121
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1892 -

Benediktshús 1892-1901. Guðmundarbær 1933. Máfaberg [Mágaberg].
Maríubær 1909 - Fögruvellir 1924 sitthvor bærinn á sömu torfu.

Niðurstöður 401 to 500 of 1161