Sýnir 10346 niðurstöður

Nafnspjald

Björn Guðmundsson (1875-1938) Örlygsstöðum

  • HAH02817
  • Einstaklingur
  • 24.11.1875 - 24.8.1938

Björn Guðmundsson 24. nóvember 1875 - 24. ágúst 1938 Bóndi og hreppstjóri á Örlygsstöðum í Skagahr., A-Hún. frá 1902 til æviloka. Hreppstjóri frá 1932. „Góður búhöldur og framfaramaður; áhugamaður um búnaðarmál og brautryðjandi í sveit sinni. Byggði fyrsta steinsteypuhúsið hér á landi...“ segir í ÍÆ.

Björn Guðmundsson (1884-1905) Böðvarshólum

  • HAH02818
  • Einstaklingur
  • 4.4.1884 - 2.6.1905

Björn Guðmundsson 4. apríl 1884 - 2. júní 1905 Skólasveinn frá Böðvarshólum í Þverárhreppi, Hún. Var á Böðvarshólum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901.

Björn Guðsteinsson (1972)

  • HAH02822
  • Einstaklingur
  • 20.12.1972 -

Björn Guðsteinsson 20. desember 1972 Bóndi Skriðulandi síðar vélamaður Grindavík.

Björn Gunnlaugsson (1788-1876) yfirkennari

  • HAH02824
  • Einstaklingur
  • 25.9.1788 - 17.3.1876

Björn Gunnlaugsson 25. september 1788 - 17. mars 1876 Var á Bergstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1801. Var í Hlíð, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1816.

Björn Hallbjörnsson (1967)

  • HAH02827
  • Einstaklingur
  • 9.4.1967 -

Björn Hallbjörnsson 9. apríl 1967 rafvirki Skagaströnd.

Björn Jónasson (1865-1924) Syðra-Tungukoti

  • HAH02841
  • Einstaklingur
  • 27.10.1865 - 3.3.1924

Björn Jónasson 27. október 1865 - 3. mars 1924 Bóndi í Syðra-Tungukoti í Blöndudal, A-Hún. Húsmaður í Glæsibæ, Staðarhr., Skag. 1902-1903 og í Holtsmúla á Langholti, Skag. 1903-1904.

Björn Bergmann (1910-1985) kennari og ljósmyndari Blönduósi

  • HAH02842
  • Einstaklingur
  • 24.5.1910 - 30.5.1985

Björn Bergmann 24. maí 1910 - 30. maí 1985 Var á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Helgafelli, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kennari á Blönduósi. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Ljósmyndari, Héraðsskjalasafn A-Hún. á stóran hluta af myndum og filmum frá honum.

Björn Jónsson (1854-1931) Kollafossi

  • HAH02846
  • Einstaklingur
  • 10.9.1854 - 9.1.1931

Björn Jónsson 10. september 1854 - 9. janúar 1931 Var í Búrfelli, Staðarbakkasókn, Hún. 1860 og 1870. Húsmaður, lifir á fjárrækt á Efranúpi, Efranúpssókn, Hún. 1880. Húsbóndi á Kollafossi, Efra-Núpssókn, Hún. 1890.

Olga Steingrímsdóttir (1922-2010) Svalbarða á Blönduósi

  • HAH01060
  • Einstaklingur
  • 16. 9. 1922 - 15. 4. 2010

Árdís Olga Steingrímsdóttir fæddist á Blönduósi 16. september 1922. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi hinn 15. apríl síðastliðinn.

Útför Olgu fór fram í Seljakirkju 23. apríl 2010.

Gerður Aðalbjörnsdóttir (1932-2007) Hólabæ

  • HAH01237
  • Einstaklingur
  • 6.10.1932 - 12.6.2007

Gerður Aðalbjörnsdóttir (Dedda) fæddist á Eyjardalsá í Bárðardal 6. október 1932. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi aðfaranótt 12. júní 2007. Gerður giftist og flutti í Gunnsteinsstaði í Langadal, bjó þar til ársins 1957 og flutti með fjölskyldu sinni í Hólabæ, sem þau höfðu byggt upp. Árið 1989 flutti hún til Mosfellsbæjar og bjó þar til ársins 1996 er hún fluttist á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.
Árið 1979 greindist hún með Parkinsonssjúkdóminn sem hún barðist við af þrautseigju og viljastyrk til æviloka.
Útför Gerðar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag 22. júní 2007 og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Holtastaðakirkjugarði.

Anna Ingadóttir (1929-2002) Blönduósi og Borgarnesi

  • HAH01021
  • Einstaklingur
  • 29.4.1929 - 1.10.2002

Anna Ingadóttir fæddist í Reykjavík 29. apríl 1929. Hún lést á Landspítalanum 1. október síðastliðinn. Foreldrar Önnu voru Guðlaug Erlendsdóttir, f. 16. apríl 1901, d. 25. maí 1948, og Ingi Halldórsson, f. 15. ágúst 1895, d. 28. nóvember 1981, bæði búsett í Reykjavík, þar sem Ingi starfaði lengst af sem bakarameistari. Systkini Önnu voru Svava Nielsen Ingadóttir, f. 13. maí 1926, d. 16. ágúst 1968, og Hulda Ingadóttir, f. 25. október 1927, d. 11. apríl 1971.
Anna giftist 4. júní 1949 Ólafi Sverrissyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra á Blönduósi og í Borgarnesi og stjórnarformanni Sambands íslenskra samvinnufélaga um skeið, f. 13. maí 1923. Foreldrar Ólafs voru Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 24. júlí 1890, d. 18. mars 1971, og Sverrir Gíslason, f. 4. ágúst 1885, d. 24. mars 1967, bóndi á Hvammi í Norðurárdal í Borgarfirði og í mörg ár formaður Stéttarsambands bænda.
Anna og Ólafur eignuðust fimm börn. Þau eru:
1) Sverrir Ólafsson PhD, sérfræðingur hjá British Telecom, f. 28. október 1950, maki Shameem Ólafsson, f. 6. febrúar 1955. Börn þeirra eru Natalía, f. 4. nóvember 1987, og Yasmeen, f. 20 nóvember 1991.
2) Hulda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, MBA, f. 5. júní 1953, maki Stefán Stefánsson, f. 8. janúar 1953. Börn þeirra eru Stefán Ingi, f. 7. ágúst 1976, og Óafur, f. 29. september 1984. Hulda á soninn Sverri, f. 30. desember 1970, með Tryggva Jóhannssyni, f. 17. október 1952. Sverrir á dótturina Svanlaugu Birnu, f. 28. október 1993, barnsmóðir Guðrún H. Ólafsdóttir, f. 16. maí 1972.
3) Ingi Ólafsson dr. scient, aðstoðarskólastjóri, f. 26. desember 1954, maki Ragnhildur Ásgeirsdóttir, f. 9. maí 1956. Börn þeirra eru Ásgeir, f. 29. maí 1979, Arnar, f. 28. júní 1984, og Viðar, f. 8. apríl 1986. Ásgeir á dótturina Elenu Dís, f. 2. nóvember 2001. Barnsmóðir Tinna Bessadóttir, f. 25. febrúar 1978.
4) Ólafur Ólafsson, forstjóri, f. 23. janúar 1957, maki Ingibjörg Kristjánsdóttir, 29. janúar 1962. Börn þeirra eru Anna Rakel, f. 27. september 1985, Birta, f. 11. mars 1992, og Ólafur Orri, f. 12. október 1995.
5) Anna Elísabet Ólafsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur, MBA, f. 2. júlí 1961, maki Viðar Viðarsson, f. 21. mars 1956. Börn þeirra eru, Sævar Logi, f. 7. febrúar 1988, og Bjarki, f. 15. júní 1995. Anna Elísabet á soninn Ívar Örn, f. 18. febrúar 1985, með Lárusi Elíassyni, f. 20 maí 1959.
Anna ólst upp í Reykjavík. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Árin 1948 til 1955 bjuggu Anna og Ólafur í Reykjavík, 1958 til 1968 á Blönduósi, 1968 til 1984 í Borgarnesi og síðan 1984 í Reykjavík.
Útför Önnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Anna Ingunn Björnsdóttir (1913-2003) frá Malarlandi í Kálfshamarsvík

  • HAH01022
  • Einstaklingur
  • 2.7.1913 - 28.12.2003

Anna Ingunn Björnsdóttir fæddist á Malarlandi í Kálfshamarsvík 2. júlí 1913. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. desember 2003. Anna og Ari bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík.
Anna ólst upp í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum fram um fermingaraldur er hún flutti með móður sinni til Reykjavíkur.
Anna stundaði lengst af verslunarstörf. Hún byrjaði í Kúnstverslun í Kirkjustræti um 1930 og vann síðan í ýmsum verslunum uns hún hóf störf í Markaðnum þar sem hún starfaði í 26 ár.
Útför Önnu Ingunnar fer fram frá Langholtskirkju, hófst athöfnin klukkan 13.30.

Brynhildur Jóhannesdóttir (1937-2000)

  • HAH01157
  • Einstaklingur
  • 30.4.1937 - 11.1.2000

Brynhildur Jóhannesdóttir fæddist í Hafnarfirði 30. apríl 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. janúar síðastliðinn. Brynhildur var dóttir Guðbjargar Lilju Einarsdóttur, f. 25. apríl 1912 frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð og Jóhannesar Eiðssonar, f. 31. desember 1912 frá Klungurbrekku á Skógarströnd, síðar sjómanns í Hafnarfirði. Hún átti tvær systur og þrjá bræður sem öll eru á lífi. Systkini hennar eru Eiður, f. 14. mars 1932; Jóhann Smári, f. 6. september 1935; María, f. 20. september 1940; Ásthildur, f. 16. febrúar 1942; Einar Ægir, f. 28. febrúar 1948.
Brynhildur giftist 9. september 1956 Magnúsi Blöndal Bjarnasyni, lækni, sem er fæddur 1. desember 1924. Börn þeirra eru: 1) Nikulás, f. 27. maí 1953, maki: Hrönn Sveinbjörnsdóttir, f. 4. september 1952, búsett í Kópavogi og eru börn þeirra; Sveinbjörn Breiðfjörð, Brynhildur Helga, Fjóla Kristín, Nikulás Helgi og Arnar Freyr. 2) Kristín Blöndal, f. 30. apríl 1957, maki: Birgir Skaptason, f. 7. apríl 1955, búsett í Garðabæ og eru börn þeirra; Unnur María, Vala Dís, Lilja Kristín og Skapti Magnús. 3) Jóhann Ingi, f. 7. september 1958, maki: Helga Stefánsdóttir, f. 7. apríl 1966 búsett í Reykjavík og eru börn þeirra; Stefán Ingi og Rakel Ýr. Fyrir átti hann soninn Magnús Blöndal. 4) Valgeir Blöndal, f. 24. júlí 1966, maki Lilja Valdimarsdóttir, f. 16. júlí 1970 og er dóttir þeirra Valdís Lilja.

Foreldrar Magnúsar voru Bjarni Björnsson, f. 16. maí 1889 frá Vaði í Skriðdal og Kristín Árnadóttir, f. 30. apríl 1887 frá Þvottá í Álftafirði. Bjuggu þau lengst af á Borg í Skriðdal.

Brynhildur ólst upp í Hafnarfirði. Ung á árum fór hún að vinna á Kleppsspítala, en þar kynntist hún Magnúsi, sem starfaði þar sem kandídat í læknisfræði. Hún þurfti snemma að taka ábyrgð á lífi sínu sem ung móðir og hafði þegar eignast tvö börn þegar hún fylgdi þá tvítug að aldri Magnúsi utan til Svíþjóðar þar sem hann fór í framhaldsnám í læknisfræði. Næstu sex árin bjuggu þau á hinum ýmsu stöðum í Svíþjóð. 1963 flytja þau svo aftur heim til Íslands. Þau bjuggu í Reykjavík til 1970, en fluttust þá á Blönduós. 1974 fluttu þau til Akureyrar en þar bjuggu þau næsta aldarfjórðunginn eða til ársins 1998, þegar þau fluttu suður í Lindarsmárann í Kópavogi.

Útför Brynhildar fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, mánudag 17. janúar, og hefst athöfnin klukkan 15.

Daníel Guðjónsson (1905-1996)

  • HAH01165
  • Einstaklingur
  • 5.9.1905 - 24.5.1996

Daníel Guðjónsson fæddist á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 5. september 1905. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 24. maí 1996. Foreldrar hans voru Anna Jónsdóttir húsmóðir og Guðjón Daníelsson bóndi. Daníel stundaði nám við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Hann bjó á Hreiðarsstöðum í foreldrahúsum þar til að hann giftist Lovísu Árnadóttur 5. ágúst 1928 og hófu þau búskap að Þverá í Svarfaðardal. Þau hættu búskap og fluttu til Akureyrar 1930 og bjuggu þar til dánardags. Á Akureyri starfaði Daníel lengst af fyrir Kaupfélag Eyfirðinga, en síðustu starfsárin hjá versluninni Eini. Lovísa Árnadóttir fæddist á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði 19. nóvember 1908. Foreldrar hennar voru Dóróthea Þórðardóttir húsmóðir og Árni Jónsson bóndi. Lovísa flutti ásamt foreldrum sínum að Þverá í Svarfaðardal árið 1910 og bjó þar til 1930 er hún fluttist til Akureyrar. Hún hafði áður farið á húsmæðraskólann á Blönduósi. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. apríl 1996. Útför hennar fór fram frá Glerárkirkju 12. apríl síðastliðinn. Börn Daníels og Lovísu eru Dóróthea, f. 3. júlí 1929, Guðjón, f. 5. júlí 1931, og Anna Lillý, f. 29. september 1940. Barnabörnin eru 11, þar af eitt látið og barnabarnabörnin eru 19. Útför Daníels Guðjónssonar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag 31. maí 1996 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Erlendína Marlaug Erlendsdóttir (1905-1989)

  • HAH01211
  • Einstaklingur
  • 26.7.1905 - 16.2.1989

Erlendína M. Erlendsdóttir ­ Minning Fædd 26. júlí 1905 Dáin 16. febrúar 1989 Erlendína fæddist á Blönduósi, dóttir hjónanna Guðrúnar Helgadóttur og Erlends Björnssonar. Hún ólst upp í foreldrahúsum þartil móðir hennar dó 1914. Þá fluttist hún ásamt föður sínum að Sauðanesi í Torfalækjarhreppi, og dvaldi þar til ársins 1930, að undanskildum þremur árum sem hún varí vinnumennsku annarsstaðar.

Árið 1933 kom hún að Hurðarbaki til Bjargar systur sinnar, og manns hennar, Sigurfinns Jakobssonar. Var hún til heimilis þar til ársins 1958, er hún gerðist ráðskona hjá bræðrunum Óskari og Birni Sigurfinnsonum er þá höfðu fest kaup á jörðinni Meðalheimi.

Árið 1961 flutti hún svo tilReykjavíkur og sinnti meðal annars ráðskonustörfum fram um 1970. Eftir það bjó hún í Vonarlandi 2, í skjóli systurdætra sinna, Guðrúnar og Sigurlaugar, og manns þeirrar síðarnefndu Kristins Breiðfjörðs, sem voru henni afar góð.

Erlendur Einarsson (1921-2002) Forstjóri SÍS.

  • HAH01212
  • Einstaklingur
  • 30.3.1921 - 18.3.2002

Erlendur Einarsson fæddist í Vík í Mýrdal 30. mars 1921. Hann lést á Landakotsspítala mánudaginn 18. mars 2002. Foreldrar hans voru Einar Erlendsson skrifstofumaður frá Engigarði í Mýrdal, f. 1. febrúar 1895, d. 13. mars 1987, og Þorgerður Jónsdóttir frá Höfðabrekku í Hvammshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu, f 21. janúar 1897, d. 22. júní 1991. Systur Erlendar eru Steinunn, f. 29. desember 1924, gift Albert Fink lækni, búsett í Kaliforníu, og Erla, f. 4. mars 1930, gift Gísla Felixsyni, fyrrv. rekstrarstjóra hjá Vegagerð ríkisins, búsett á Sauðárkróki. Uppeldisbróðir Erlendar var Björn Bergsteinn Björnsson, f. 3. október 1918, d. 26. nóvember 1986, en þeir voru einnig bræðrasynir. Björn var kvæntur Ólöfu Helgadóttur frá Seglbúðum í Landbroti.
Erlendur kvæntist 13. apríl 1946 Margréti Helgadóttur frá Seglbúðum í Landbroti, f 13. ágúst 1922. Foreldrar Margrétar voru Helgi Jónsson, bóndi í Seglbúðum, f. 29. apríl 1894, d. 22. maí 1949, og Gyðríður Pálsdóttir frá Þykkvabæ í Landbroti, f. 12. mars 1897, d. 15. maí 1994. Erlendur og Margrét eiga þrjú börn: 1) Helga meinatæknir, f. 5. desember 1949, gift Sigurði Árnasyni lækni, f. 10 apríl 1949, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: Þorgerður, f. 19. desember 1971, sambýlismaður Sveinbjörn Dagnýjarson, f. 15. janúar 1970, og eiga þau einn son, Einar Tómas, f. 14. september 1999; Árni, f. 7. janúar 1977, sambýliskona Ína Ólöf Sigurðardóttir, f. 15. október 1976; og Margrét Ágústa, f. 16. nóvember 1983. 2) Edda píanóleikari, f. 31. desember 1950, gift Olivier Manoury tónlistarmanni, f. 13. júlí 1953, búsett í París. Þau eiga einn son, Tómas, f. 23. ágúst 1979. 3) Einar ljósmyndafræðingur, f. 15. maí 1954, kvæntur Ástu Halldórsdóttur fatahönnuði, f. 6. mars 1955, búsett í Reykjavík. Dætur þeirra eru: Margrét Rós, f. 19. febrúar 1975, sambýlismaður Hjörtur Fjeldsted, f. 4. apríl 1975, og eiga þau tvær dætur, Emblu Líf, f. 1. febrúar 1997, og Apríl Mist, f. 13. febrúar 2000; Edda Ýrr, f. 7. mars 1983; Brynja, f. 15. október 1986; og Íris, f. 23. janúar 1993.

Erlendur ólst upp í Vík í Mýrdal til tvítugs. Hann stundaði nám við Barnaskólann í Vík og síðan í unglingaskóla þar í tvo vetur. Nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík 1939-1941. Bankanám í New York 1944 til 1945, í National Citybank of NY (nú Citibank) og American Institute of Banking. Vátryggingarnám hjá CIS í Manchester og Lloyds í London 1946. Nám í Harvard Business School í Bandaríkjunum 1952. Á árunum 1936 til 1941 starfaði hann hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík og hjá Landsbanka Íslands 1942-1946. Hóf störf hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga 1. maí 1946, þar sem hann vann að stofnun Samvinnutrygginga og varð fyrsti framkvæmdastjóri þeirra um haustið sama ár til ársloka 1954. Erlendur var ráðinn forstjóri SÍS í ársbyrjun 1955 og gegndi því starfi í yfir þrjá áratugi til 1. september 1986 er hann hætti fyrir aldurs sakir. Hann var stjórnarformaður Samvinnutrygginga frá 1. janúar 1955 til 29. apríl 1988. Fulltrúi í miðstjórn Alþjóðasamvinnusambandsins frá 1955-1993. Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs SÍS (síðar Samvinnulífeyrissjóðsins) frá 1. janúar 1955 til 1. september 1986. Stjórnarformaður Regins hf. frá 1955 til 1986. Gegndi stjórnarstarfi í Norræna samvinnusambandinu og Norræna útflutningssambandinu, 1955 til 1987. Varaformaður stjórnar Norræna samvinnusambandsins frá 1983 til 1986. Einn af frumkvöðlum að stofnun Samvinnusparisjóðsins 1954. Í stjórn hans frá stofnun og stjórnarformaður frá 1. janúar 1955. Beitti sér fyrir stofnun Samvinnubankans og stjórnarformaður hans frá 1962 til 1987. Beitti sér fyrir stofnun Osta- og smjörsölunnar 1958 og stjórnarformaður frá stofnun til 1988. Hvatamaður að stofnun Samvinnusjóðsins hf. árið 1982. Stjórnarformaður Iceland Seafood Corporation (áður Iceland Products Inc.) í Bandaríkjunum 1955 til 1986. Stjórnarformaður Iceland Seafood Ltd í Bretlandi frá stofnun 1980 til 1987. Beitti sér fyrir stofnun Samvinnuferða 1975 og var þar formaður stjórnar við stofnun og síðan í stjórn Samvinnuferða-Landsýnar frá sameiningu þessara félaga til 1987. Í stjórn Bréfaskóla SÍS og ASÍ, þar til skólinn varð eign fleiri aðila. Stjórnarformaður eignarleigufélagsins Lindar hf. frá stofnun 1986 til 1989. Í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1955 til 1986 og í framkv.stjórn til 1985. Í stjórn Krabbameinsfélags Íslands (KÍ) í 30 ár til 1990, þá kjörinn í stjórn Vísindaráðs KÍ og formaður stjórnar Rannsóknar- og tæknisjóðs leitarsviðs KÍ. Í stjórnarnefnd INGEBA, Alþjóðasamvinnubankans í Basel frá 1984-1988. Í Eftirlitsnefnd Alþjóðasamvinnusambandsins 1984 til 1993. Í stjórn Íslandsnefndar Alþjóðaverslunarráðsins (ICC) frá stofnun 1983 til 1990. Í nefnd um aukna efnahagssamvinnu á Norðurlöndum (Gyllenhammars-nefndin) 1984-1985 og í stjórn Norrænu iðnþróunarstofnunarinnar frá stofnun 1986-1993. Fulltrúi íslensku samvinnuhreyfingarinnar á öllum þingum Alþjóðasamvinnusambandsins (ICA) frá 1948-1993. Varaformaður fiskimálanefndar ICA frá 1976-1993. Í stjórn Almenna bókafélagsins um árabil til 1989 og þá kjörinn endurskoðandi félagsins. Í stjórn Landakotsspítala 1976-1992. Fulltrúi á International Industrial Conference í San Francisco 1977-1985. Í fulltrúaráði Samtaka um byggingu tónlistarhúss frá stofnun og í stjórn samtakanna sem varaformaður um árabil. Varaforseti á fyrstu Fiskimálaráðstefnu samvinnufélaga í Tókýó 1975. Fulltrúi íslensku ríkisstjórnarinnar við sjálfstæðistöku Ghana 1957. Forgöngumaður um stofnun JC-hreyfingarinnar á Íslandi 1960. Fulltrúi samvinnuhreyfingarinnar í nefnd til undirbúnings minningar um 100 ára afmæli frjálsrar verslunar á Íslandi 1955. Í stjórn Þróunarfélags Íslands 1989-1991. Erlendur ritaði fjölmargar greinar í íslensk og erlend dagblöð og tímarit. Æviminningar Erlendar, "Staðið í ströngu", voru gefnar út árið 1991 af bókaútgáfunni Fróða. Þær eru ritaðar af Kjartani Stefánssyni. Heiðursmerki: Stórriddarakross íslensku fálkaorðunnar, Riddarakross með stjörnu finnsku Lejonorðunnar, Heiðursmerki Íþróttasambands Íslands.

Útför Erlendar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag 27. mars 2002 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Eva Karlsdóttir (1913-2004) Brekku í Þingi

  • HAH01215
  • Einstaklingur
  • 31.10.1913 - 8.2.2004

Eva Karlsdóttir fæddist á Efri-Þverá í Vestur-Húnavatnssýslu 31. október 1913. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 8. febrúar 2004.
Eva réð sig í kaupavinnu og vistir í upphafi starfsævi sinnar, einnig vann hún á vefstofu í Reykjavík. Þau hjónin hófu búskap stuttu eftir að þau giftu sig á hluta jarðarinnar Brekku en stofnuðu nýbýlið Syðri-Brekku um 1960. Ævistarf hennar var í sveit þar sem hún var húsmóðir og vann jöfnum höndum að heimilishaldi og bústörfum. Eva tók virkan þátt í starfi Kvenfélags Sveinsstaðahrepps um áratuga skeið.
Útför Evu var gerð frá Þingeyrakirkju í dag 20. febrúar 2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Eva Þórsdóttir (1923-2011) frá Bakka í Svarfaðardal

  • HAH01216
  • Einstaklingur
  • 10.6.1923 - 28.11.2011

Eva Þórsdóttir var fædd á Bakka í Svarfaðardal 10. júní 1923. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. nóvember 2011.
Eva ólst upp á Bakka, stundaði hefðbundið skólanám og var á Húsmæðraskólanum á Blönduósi.
Eva og Daníel bjuggu öll sín búskaparár í Reykjavík og nánast allan tímann í Laugarneshverfinu. Eva var fyrst og fremst húsmóðir en starfaði á ýmsum stöðum við umönnunarstörf, eldhússtörf og þrif. Eva var áhugasöm um listir og handverk og sótti fjölda námskeiða í ýmsum listgreinum. Hún sinnti einnig félagsmálum aðallega fyrir Styrktarfélag vangefinna og var einnig um tíma í kvenfélagi Laugarneskirkju.

Útför Evu fór fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. desember 2011, og hófst kl. 13.

Friðjón Guðmundsson (1916-2001) Lækjarhvammi Skagaströnd

  • HAH01225
  • Einstaklingur
  • 22.7.1916 - 7.1.2001

Friðjón Guðmundsson, málari, fæddist í Miðgarði, Kolbeinsstaðahreppi, Snæfellsnesi 27. júlí 1916. Landbúnaðarstörf voru honum kær þótt málarastarfið yrði hans ævistarf.

Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 7. janúar 2001.
Útför Friðjóns fór fram frá Blönduóskirkju 13.1.2001 og hófst athöfnin klukkan 14.

Petrína Ásgeirsdóttir (1904-1992) Efri-Húsum í Önundarfirði

  • HAH01257b
  • Einstaklingur
  • 7.6.1904 - 16.8.1992

Petrína Ásgeirsdóttir. Guðbjartur Guðjónsson. Petrína Fædd 7. júní 1904 Dáin 16. ágúst 1992 Guðbjartur Fæddur 2. febrúar 1904 Dáinn 10. febrúar 1992 Okkur er ljúft að minnast með fáeinum orðum afa okkar og ömmu þegar við kveðjum þau við leiðarlok.
Guðbjartur og Petrína hófu búskap í Efri-Húsum í Önundarfirði. Þegar þau hættu búskap fluttu þau til Flateyrar og bjuggu þar í 15 ár, eða þar til þau fluttu til Ísafjarðar og eyddu þau síðustu æviárum sínum þar. Glatt var ávallt í húsum þeirra og mannmargt því þau eignuðust þrettán börn og eru tólf þeirra enn á lífi.

Guðlaugur Húnfjörð Einarsson (1951-1990) Blönduósi

  • HAH01271
  • Einstaklingur
  • 6.2.1951 - 20.11.1990

Guðlaugur Einarsson fæddist 6. febrúar 1951 á Blönduósi, sonur hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur og Einars H. Guðlaugssonar, hann var þriðji í röð fimm systkina. Gulli ólst upp á afar gestrisnu og líflegu heimili foreldra sinna og bar hann þeirra merki alla tíð, skemmtilegur heim að sækja og alls staðar velkominn.

Hann fluttist til Reykjavíkur 16 ára gamall og bjó um tíma hjá undirritaðri og fjölskyldu. Milli okkar myndaðist slíkt tryggðaband að aldrei rofnaði og gekk ég ósjaldan undir sæmdarheitinu fóstra.

Gulli var haldinn ótrúlegri lífsgleði, manngæsku og allt er laut að listum var hans heimur. Hann vann töluvert í Þjóðleikhúsinu sem leiddi til þess að honum var boðið að starfa við leikhús í Lübeck í Þýskalandi, þar sem hann lagði stund á listdans. Einnig fékkst hann við leik- og söngnám. Síðar lá leiðin til Dusseldorf og enn lá leiðin upp á við í listinni. Árin í þessu landi voru honum svo dýrmæt að hann fór þangað 1989, þá orðinn sjúkur, til að kveðja góðan vin í hinsta sinn.

Í Dusseldorf kynntist Gulli bandarískri konu, Cardi að nafni, þau fluttust til Bandaríkjanna og giftu sig þar 1. mars 1980. Þau slitu síðar samvistir.

Þrátt fyrir að flest væri stórbrotið við Gulla og hann gengi með ofurkrafti í allt sem honum fannst skipta máli þá verður það alltaf ofan á hve mikill hagyrðingur hann var. Þó hann dveldist 18 ár í öðrumlöndum þá tvinnaði hann saman ljóðlínur með ýmsum bragarháttum sem honum einum var lagið, lét sigekki muna um að senda heilu ljóða bréfin í bundnu máli með fréttum af sér og líðandi stundu.

Nú hefur ljóðabókin hans lokast, hún inniheldur svo mikið og heldur merki þessa góða drengs hátt á loft vegna hugsjóna, mannelsku, víðsýni og þroska, samt fannst honum hann eiga eftir að rita svo margt í bókina sína því að hannhafði af svo miklu að miðla.

Guðmundur Halldórsson (1926-1991) frá Bergsstöðum

  • HAH01280
  • Einstaklingur
  • 24.2.1926 - 13.6.1991

Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum - Minning Hann var fæddur á Skallastöðum í Bólstaðarhlíðarhreppi 24. febrúar 1926 og andaðist í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 13. júní 1991.

Foreldrar hans voru Halldór Jóhannsson bóndi á Bergsstöðum og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Ég man eftir Halldóri á Bergsstöðum. Hann var Þingeyingur, vænn á velli og bjargálnabóndi. Guðrúnu konu hans man ég ekki eftir. Hún var dóttir Guðmundar bónda á Leifsstöðum Guðmundssonar bónda í Hvammi í sömu sveit.
Fyrsta bók Guðmundar, smásagnasafnið "Hugsað heim um nótt", kom svo út árið 1966. Fékk bókin hinar ágætustu viðtökur og fór ekki á milli mála, að þar hefði nýr höfundur kvatt sér hljóðs, með eftirtektarverðum hætti. Næst kom skáldsagan "Undir ljásins egg", en alls voru bækur Guðmundar orðnar sjö, er hann féll frá. Eru það bæði smásagnasöfn og lengri skáldsögur. Kom sú síðasta út, skáldsagan "Í afskekktinni", sl. haust. Og að því er ég best veit hafði hann gengið frá smásagnasafni er hann lést. Er þess að vænta, að það komi út á þessu ári. Þannig var svo sannarlega staðið á teignum meðan stætt var.
Guðmundur Jónsson, lengst bóndi í Hvammi í Svartárdal, var nafnkenndur á sinni tíð.

Guðmundur Jakob Sigurðsson (1916-2006) verkfræðingur frá Holti í Svínadal

  • HAH01283
  • Einstaklingur
  • 15.2.1916 - 27.9.2006

Guðmundur Jakob Sigurðsson fæddist á bænum Veðramóti í Skagafirði 15. febrúar 1916. Hann lést á Droplaugarstöðum 27. september síðastliðinn.
Jakob lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1936 og BA-prófi í efnaverkfræði frá Háskólanum í Toronto í Kanada árið 1940. Ári síðar lauk hann mastersprófi í lífefnafræði frá Dalhousie-háskólanum í Kanada og doktorsprófi í matvælaverkfræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Bandaríkjunum árið 1944.

Að námi loknu og til ársins 1946 starfaði Jakob sem verkfræðingur hjá fiskimálanefnd við skipulagningu verksmiðja og fiskiðjuvera, en vann á sama tíma að tilraunum með niðursuðu á síld á Siglufirði og skipulagði á þeim grundvelli hraðvirka verksmiðju. Var Jakobi meðal annars falið að sjá um byggingu og vélbúnað verksmiðjunnar og skipaður formaður stjórnar Niðursuðuverksmiðju ríkisins á Siglufirði árið 1946.

Jakob byggði Fiskiðjuver ríkisins og var framkvæmdarstjóri þess frá stofnun árið 1947 til ársins 1959, er Bæjarútgerð Reykjavíkur keypti reksturinn, sem seinna varð Grandi hf. Þá stofnaði hann ásamt fleirum Sjófang hf. og starfaði sem framkvæmdastjóri þess til ársins 1991. Árið 1966 stofnaði hann að auki, ásamt fleirum, Stjörnumjöl hf.

Jakob sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, var hann meðal annars í stjórn Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar í Reykjavík 1953 til 1959, formaður stjórnar Útvegsmannafélags Reykjavíkur frá 1977 til 1989 og sat í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna frá 1979 til 1989. Árið 1971 stofnaði hann ásamt fleirum fyrirtækið Sameinaðir framleiðendur til útflutnings á skreið og var formaður þess frá stofnun þar til það hætti rekstri árið 1991.

Útför Jakobs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Guðmundur Sigurðsson (1922-1996) Leifsstöðum

  • HAH01292
  • Einstaklingur
  • 29.1.1922 - 4.1.1996

Guðmundur Sigurðsson fæddist á Leifsstöðum í Svartárdal 29. janúar 1922. Hann lést á heimili sínu á Leifsstöðum 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Sigurður Benediktsson, f. 11.11. 1885, d. 2.6. 1974, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 23.9. 1894, d. 2.2. 1959. Bjuggu þau á Leifsstöðum. Guðmundur var einn af 12 systkinum, en fjögur þeirra dóu ung. Hin eru: Soffía, f. 30.6. 1917, d. 11.9. 1968, Guðrún Sigríður, f. 18.4. 1924, d. 15.12. 1975, Þóra, f. 18.7. 1925, Sigurður, f. 28.12. 1926, d. 5.7. 1984, Aðalsteinn, f. 22.2. 1929, Björn, f. 5.5. 1930, d. 6.12. 1988, og Sigurbjörg, f. 3.7. 1931. Aðalsteinn og Sigurbjörg búa á Leifsstöðum en Þóra í Hvammi í Svartárdal.

Árið 1957 giftist Guðmundur Sonju S. Wiium og eignuðust þau fjögur börn. Þau skildu árið 1978. Sonja átti áður dótturina Sonju Guðríði, f. 2.11. 1953, og gekk Guðmundur henni í föðurstað. Eiginmaður Sonju Guðríðar er Ragnar Bjarnason og eiga þau fimm börn og eitt barnabarn. Börn Guðmundar og Sonju eru: Sigurður Ingi, f. 16.1. 1957, maki Birgitta H. Halldórsdóttir og eiga þau einn son; Óskar Leifur, f. 13.7. 1958, maki Fanney Magnúsdóttir og eiga þau einn son en Fanney átti áður eina dóttur; Daníel Smári, f. 6.11. 1961, maki Anna Rósa Gestsdóttir, eiga þau eina dóttur en Daníel átti áður einn son; Sólveig Gerður, f. 6.11. 1961, d. 24.10. 1965. Guðmundur og Sonja ólu upp tvo fóstursyni, Ketil Kolbeinsson, f. 10.1. 1962, og Pétur Kolbeinsson, f. 31.6. 1963. Eru þeir báðir kvæntir og á Pétur tvö börn.

Guðmundur hafði brennandi áhug á búskap, enda varð hann snemma sjálfstæður bóndi og stundaði búskap alla tíð síðan. Á sínum yngri árum vann hann ýmis störf meðfram búskapnum, í byggingar- og vegavinnu og vann mörg haust við sláturhúsið á Blönduósi. Hann hafði áhuga á félagsmálum í sinni sveit, átti lengi sæti í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps og söng með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps um árabil. Hann starfaði í Veiðifélagi Blöndu og Svartár enda var veiðiskapur ýmiskonar honum mikið áhugamál. Ungur byrjaði hann að stunda grenjavinnslu með föður sínum. Hann var mikill náttúruunnandi og útivistarmaður. Eyvindarstaðaheiðin og sveitin hans voru honum einkar hjartfólgnar, enda var hann baráttumaður fyrir verndun landsins. Hann var mikill dýravinur og báru störf hans þess vott alla tíð.

Útför hans fer fram frá Bergstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Guðmundur Tryggvason (1908-2005) Kollafirði

  • HAH01293
  • Einstaklingur
  • 1.9.1908 - 3.2.2005

Guðmundur Tryggvason fæddist á Klömbrum í Vestur-Húnavatnssýslu 1. september 1908.
Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 3. febrúar 2005 og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 14. febrúar.

Guðmundur Tryggvason lést 3. febrúar sl., á tíræðisaldri. Á barnsaldri átti sá sem þetta ritar Guðmund að læriföður og hefur það sem hann kenndi reynst ómetanlegt vegarnesti.
Guðmundur var kenndur við Kollafjörð enda var hann bóndi þar um skeið. Hann var Húnvetningur, fæddur 1. september 1908 á Klömbrum í Vesturhópi, og þaðan í föðurkyn en Austur-Skaftfellingur í móðurætt. Guðmundur gekk á Samvinnuskólann og hlaut framhaldsmenntun í Þýskalandi. Á yngri árum starfaði hann m.a. við verslunar- og félagsmálastörf. Hann var lengi endurskoðandi Búnaðarbankans.

Guðmundur kvæntist 20. febrúar 1937 Helgu Kolbeinsdóttur frá Kollafirði. Hún lést árið 1985. Þau Helga eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi, dæturnar Guðrúnu, Steinunni og Kristínu og synina Björn Tryggva og Kolbein. Afkomendahópurinn er orðinn fjölmennur. Árið 1948 tóku þau Helga og Guðmundur við búi í Kollafirði og bjuggu þar til 1961. Guðmundur var stórhuga og sá fyrir sér nýjungar og tilraunir. Sumt tókst og annað ekki, og það skiptust á skin og skúrir. Eftir að þau brugðu búi starfaði Guðmundur sem skrifstofustjóri fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík.

Guðný Steingrímsdóttir (1931-2012) Reykjavík

  • HAH01299
  • Einstaklingur
  • 17.3.1931 - 20.7.2012

Guðný S. Steingrímsdóttir fæddist í Reykjavík 17. mars 1931. Hún lést 20. júlí 2012.
Foreldrar hennar voru Steingrímur Steingrímsson. f. 4. október 1900, d. 25. janúar 1982 og Katrín Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, f. 15. september 1910, d. 5. október 1937. Seinni kona föður hennar var Sigríður Ólafsdóttir f. 25. júní 1904, d. 30. desember 1969. Systkini Guðnýjar eru Aðalsteinn f. 28.mars 1927, d. 19. september 1990. Steingrímur f. 5. október 1937, d. 24. desember 2001. Hálfsystir Guðnýjar er Ólafía Guðrún (Stella) f. 27. október 1939.

Guðný kvæntist 28. mars 1959 Óskari Þór Óskarsyni f. 17. febrúar 1932, d. 9. janúar 2012. Foreldrar Óskars voru Lára María Arnórsdóttir f. 24. maí 1901, d. 2. mars 1980 og Óskar Tómasson f. 19. mars 1900, d. 27. nóvember 1947. Börn Guðnýjar og Óskars eru:

1) Unnar Erling f. 5. nóvember 1954. Börn: Guðný Ósk og Guðrún Sif. 2)Tómas Pétur f. 12. janúar 1959. Maki: Ásta Jónína Oddsdóttir f. 24. janúar 1957. Börn: Magnús og Örvar. 3) Elín Óskarsdóttir f. 14. apríl 1967. Fyrir átti Guðný eina dóttur, Aðalheiði Sigríði, f. 5. janúar 1952 sem var ættleidd af föður Guðnýjar, Steingrími og seinni konu hans, Sigríði Ólafsdóttur. Maki: Emil Sigurjónsson f. 18. febrúar 1954. Börn. Sigursteinn, Steingrímur Páll, Guðrún Dís og Sigurjón Hreiðar.

Guðný ólst upp á Lindargötu 24 í Reykjavík.Hún lauk barnaskólanámi frá Austurbæjarskóla.

Árið 1946 lá leið hennar að Héraðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði. Var hún þar til ársins 1950. Síðan var hún í eitt ár á Kvennaskólanum á Blönduósi. Guðný vann við ýmis störf þar til hún þurfti að hætta vegna veikinda 25 ára gömul. Eitt helsta áhugamál Guðnýjar voru hannyrðir. Eftir hana liggja margar mjög fallegar útsaums- og pennasaumsmyndir.

Útför Guðnýjar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, föstudaginn 27. júlí 2012 kl. 13.

Guðrún Benediktsdóttir (1928-2015) Hvammstanga

  • HAH01310
  • Einstaklingur
  • 10.7.1928 - 22.11.2015

Guðrún Benediktsdóttir fæddist á Efra-Núpi í Miðfirði, Húnaþingi vestra, 10. júlí 1928.
Kennari og varaþingmaður
Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. nóvember 2015.
Útför Guðrúnar var gerð frá Bústaðakirkju, 4. desember 2015, og hófst athöfnin klukkan 15.

Guðrún Jónína Þorfinnsdóttir (1895-1994) Hnjúkum

  • HAH01326
  • Einstaklingur
  • 9.11.1895 - 1.12.1994

Guðrún Jónína Þorfinnsdóttir fæddist á Kagaðarhóli á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 9. nóvember 1895. Hún lést á Hrafnistu 1. desember síðastliðinn, 99 ára að aldri. Vegna veikinda móður hennar var hún tekin í fóstur af Helgu Jónsdóttur og Jóni Konráð Stefánssyni og ólst hún upp hjá þeim á Strjúgsstöðum í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu.
Björn og Guðrún bjuggu lengst af á Hnjúkum við Blönduós, þar til þau fluttu til Reykjavíkur. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag.

Guðrún Magnea Magnúsdóttir (1913-1993) Fagranesi í Langadal

  • HAH01333
  • Einstaklingur
  • 17.4.1913 - 26.6.1993

Guðrún Magnúsdóttir frá Fagranesi. Fædd 17. apríl 1913 Dáin 26. júní 1993, fædd í Reykjavík.
Haustið 1933 lá leið Guðrúnar til Blönduós, á kvennaskóla Húnvetninga. Þar kynntist hún tilvonandi manni sínum, Óskari Jóhannessyni frá Móbergi. Reistu þau sér bæ í landi Holtastaða og gáfu honum nafnið Fagranes. Bjuggu þau þar uns þau fluttust til Blönduóss. Síðustu árin áttu þau heimili í Hnitbjörgum, heimili aldraðra. Þar var gott að dveljast í góðum félagsskap við aðra íbúa hússins þar sem allir voru boðnir og búnir að rétta hver öðrum hjálparhönd.
Guðrún og Óskar voru bæði viðmótsgóð og létt í lund, góð heim að sækja. Það var gaman að sjá hve samstillt þau voru og tóku þátt í öllu félagsstarfi aldraðra sem fór fram í húsinu. Eftir að heilsu Óskars hrakaði rétti Guðrún honum hjálparhönd við það sem hann var að vinna að.

Guðrún María Teitsdóttir (1900-1992) Geitafelli Vatnsnesi

  • HAH01336
  • Einstaklingur
  • 12.12.1900 - 17.7.1992

Sú aldraða kona, hét Guðrún María Teitsdóttir og var frá Bergsstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Þar fæddist hún á aldamótaárinu og ólst upp í stórum systkinahópi við harða lífsbaráttu og þau kröppu kjör sem tíðkuðust hjá smábændum þeirra tíma. Hún var komin af harðduglegu og vinnusömu fólki sem lét ekki deigan síga fyrr en fullreynt var. Alla sína löngu æfi var það siður hennar sjálfrar að skila sínu dagsverki þannig að sómi væri að. Náið sambýli við húsdýrin og náttúruna hefur án efa mótað skapferli hennar þegar í æsku og skerpt athyglisgáfuna. Ung taldi hún sig sjá og heyra hluti, sem öðrum var ekki gefið að nema, og sambýli við álfa og huldufólk var henni ekki síðri veruleiki en það sem gaf að líta í þessum heimi. Skömmu eftir tvítugt fór Guðrún úr foreldrahúsum og dvaldi síðan í nokkur ár hjá vinafólki sínu í Saurbæ á Vatnsnesi. Þar vann hún við almenn sveitastörf, en flutti síðar að Geitafelli í sömu sveit og þar mun hún hafa verið einyrki um nokkurra ára skeið. Breyting varð í fábreyttu lífi hennar þegar hún fluttist til Hvammstanga og tengdist fjölskyldu Björns Sigurðssonar, læknis, og konu hans Sólveigar Sigurbjörnsdóttur. Í skjóli þeirra og síðan barna þeirra hefur hún síðan verið. Sagan segir að Björn læknir hafi sótt Guðrúnu fárveika um miðja nótt út að Geitafelli og flutt í sjúkraskýlið á Hvammstanga til meðferðar. Meðan á sjúkralegunni stóð tókst mikil vinátta með henni og eldri börnum Björns. Eftir þessi veikindi gat Guðrún ekki búið ein lengur og fluttist hún þá að Höfða við Hvammstanga til Jakobínu systur sinnar. Sambandið við fjölskyldu Björns treystist, hún tók að sér ýmis verk fyrir heimilið og fluttist loks í læknisbústaðinn sem heimilismaður haustið 1942. Þegar Björn flutti svo til Keflavíkur árið 1945 fylgdi Guðrún með fjölskyldunni og bjó þar til ársins 1960 er hún fylgdi augasteininum sínum, yngri dóttur Björns, í skóla til Reykjavíkur árið 1960. Þá keypti hún sér lítið hús á Njálsgötunni og varð þá aftur einbúi. Síðustu árin bjó hún svo í lítilli íbúð við Efstaland í Reykjavík. Alveg ein var Guðrún þó aldrei, því að litla heimilið hennar varð fljótt vinsæll áningarstaður vina og vandamanna, sem leið áttu um.

Í Keflavík vann Guðrún fyrst á heimili Björns, en tók brátt að sér ýmis trúnaðarstörf á lækningastofu hans og í litlu apóteki sem læknirinn rak þar. Hún sá meðal annars um ljósböð fyrir börn, annaðist nudd, stuttbylgjumeðferð og fleira þess háttar og gaf einnig sprautur þegar á þurfti að halda. Komin um sextugt hóf hún störf í sláturhúsi hjá Sláturfélagi Suðurlands í Reykjavík og síðar vann hún við ullariðnað hjá félaginu Framtíðinni. Starfsþrekið var ekki aldeilis á þrotum þegar komið var að sjötugu, því að þá tók hún að sér að sjá um kaffi og hreingerningar í litlu fyrirtæki og sinnti því fram undir áttrætt. Kappsemi hennar og vinnuharka varð að sögn ekki alltaf til að afla henni vinsælda meðal samstarfsmanna, en réttlætistilfinning hennar var svo rík að allt annað en að leggja sig af alhug í starfið varð að skoða sem vinnusvik.
Foreldrar Guðrúnar bjuggu við mikla fátækt og oft var mjög þröngt í búi þótt heldur væri farið að rætast úr eftir að þau fluttust að Bergsstöðum árið 1897. Þegar Guðrún fæddist voru ekki aðrir fullorðnir á heimilinu en móðir hennar og 17 ára dóttir og tók hún á móti Guðrúnu með tilsögn móður sinnar. Guðrún var snemma tápmikil og þegar árin og getan leyfðu fór hún að hjálpa til við heimilisstörfin og þá einkum utanhúss en Guðrúnu féll alltaf vel að vinna útistörf enda harðdugleg og sterk svo að hún gaf karlmönnum ekki eftir. Gekk hún hiklaust í hin erfiðustu karlmannsverk og leysti þau vel af hendi. Guðrún sá að klæðnaður karla hentaði betur við útiverkin og það var því snemma sem hún braut allar hefðir í klæðaburði og klæddist karlmannsfötum við störf sín. Guðrún var á Bergsstöðum til ársins 1923 en þá réðist hún til starfa að Saurbæ á Vatnsensi og var þar til ársins 1930 er hún fluttist að Geitafelli í sömu sveit og hóf þá búskap sjálfstætt. Árið 1941 hætti hún búskap og flutti að Höfða við Hvammstanga og byggði þar hús yfir nokkrar kindur. Um þessar mundir varð Gurðún fyrir því að veikjast og þurfti að fara á sjúkrahúsið á Hvammstanga. Þá kynntist hún læknishjónunum Birni Sigurðssyni og Sólveigu Sigurbjörnsdóttur.

Guðrún Sigurlaug Stefánsdóttir (1887 -1970) Sigríðarstöðum

  • HAH01340
  • Einstaklingur
  • 5.1.1887 - 23.5.1970

Guðrún Sigurlaug Stefánsdóttir 5. janúar 1887 að Galtarnesi í Víðidal: - 23. maí 1970. Húsfreyja í Kistu, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfeyja á Sigríðarstöðum í Vesturhópi, V-Hún., síðast bús. í Reykjavík. Þegar foreldrar hennar brugðu búi var henni komið í fóstur að Refsteinsstöðum í Víðidal til hjónanna Helgu Þórarinsdóttar og Guðmundar Guðmundssonar og reyndust þau henni sem beztu foreldrar. Einnig var þremur af eldri systkinum hennar komið niður, en tvö þau yngstu fylgdu foreldrum sínum eftir. Voru þau 6 systkinin sem upp komust. Fótur vor er fastur en fljúga vill önd". Þessi orð koma mér í hug nú, þegar ég minnist Guðrúnar og eru þau sannmæli. Hún átti lengi við vanheilsu að stríða og gat ekki borið sig yfir hin síðari ár nema með hækjum. Sálarstyrkur hennar var þeim mun meiri. Hann virtist alltaf óskertur, enda þótt hún gengi sjaldan heil til skógar.

Í frumbýli sínu bjó hún við litil efni. Var það algengt í þá daga. Hún lét alltaf lítið yfir sér, en var því traustari, þegar á reyndi. Heilsuleysi það, sem hún átti við að stríða, var henni ekki eins mikill fjötur um fót og ætla mætti. Kjarkur hennar og trúin á lífið og framhald þess gaf henni þann styrk, er hún gladdi sig við. Enginn sá henni bregða. Guðstrú hennar var henni mikill styrkur í lífsbaráttunni. Ekki skemmdi það heldur að maður hennar, Ólafur Dýrmundsson, stóð fast við hlið hennar og var henni ómetanleg stoð, sem aldrei brást, á hverju sem gekk.

Hún andaðist að Hrafnistu 23. maí eftir langvarandi heilsuleysi.

Guðrún Vilmundardóttir (1925-2005) Steinnesi

  • HAH01344
  • Einstaklingur
  • 20.2.1925 - 17.5.2005

Guðrún Vilmundardóttir fæddist á Nýlendugötu 12 í Reykjavík 20. febrúar 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki 17. maí síðastliðinn.
Guðrún ólst upp í foreldrahúsum á Nýlendugötu 12 í Reykjavík og fluttist síðan með eiginmanni sínum í Austur- Húnavatnssýslu. Bjuggu þau á Þingeyrum og síðar í Steinnesi. Meðfram húsmóðurstörfum var Guðrún virkur meðlimur í Kvenfélagi Sveinsstaðahrepps og sat um tíma í sóknarnefnd Þingeyrasóknar. Hún var jafnframt kirkjuvörður í Þingeyrakirkju um áratugaskeið, þar sem hún sýndi innlendum og erlendum ferðamönnum kirkjuna og kynnti þeim sögu hennar.

Útför Guðrúnar fer fram frá Þingeyrakirkju í Austur-Húnavatnssýslu í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Gunnar Gíslason (1914-2008) prestur Glaumbæ

  • HAH01346
  • Einstaklingur
  • 5.4.1914 - 31.3.2008

Gunnar Gíslason var fæddur á Seyðisfirði 5. apríl 1914. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 31. mars 2008.
Frá sex ára aldri ólst Gunnar upp hjá afa sínum sr. Arnóri Árnasyni í Hvammi í Laxárdal og seinni konu hans Ragnheiði Eggertsdóttur.
Árið 1983 fluttu Gunnar og Ragnheiður frá Glaumbæ og bjuggu þau í Varmahlíð síðustu árin.
Sr. Gunnar stundaði búrekstur í Glaumbæ samhliða prestsskap og hafði af því mikla ánægju.
Útför sr. Gunnars fór fram frá Glaumbæjarkirkju5.4.2008 og hófst athöfnin klukkan 11.

Gunnar Óskarsson (1933-2000)

  • HAH01351
  • Einstaklingur
  • 15.6.1933 - 6.10.2000

Gunnar Óskarsson fæddist í Búðardal í Laxárdal 15. júní 1933. Hann lést í Landsspítalanum við Hringbraut 6. október síðastliðinn.
Gunnar starfaði lengst af hjá Pósti og síma, síðar Landssímanum sem tæknimaður við Loran-kerfið og síðar GSM-kerfið.

Útför Gunnars fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Gunnlaugur Gunnlaugsson (1915-1991). Heiðarseli í Jökulsárhlíð

  • HAH01355
  • Einstaklingur
  • 2.11.1915 - 11.3.1991

Gunnlaugur V. Gunnlaugsson, Heiðarseli Gunnlaugur Vilhjálmur Gunnlaugsson, bóndi í Heiðarseli, er látinn, 75 ára að aldri. Hann andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík mánud. 11. mars sl. af völdum blóðtappa sem hannhafði fengið tveimur dögum áður. Hann komst lítt til meðvitundar þann stutta tíma sem hann lá banaleguna.
Þó höggið kæmi snöggt og óvænt, má það teljast mikil blessun að hann þurfti ekki að heyja langa baráttu hins lamaða og ósjálfbjarga, sem óhjákvæmilega hefði fylgt í kjölfar þessa sjúkdóms. Gunnlaugur fæddist í Heiðarseli í Norður-Múlasýslu 2. nóvember árið 1915 og þar eyddi hann mestum hluta ævinnar.
Árið 1947 hóf hann eigin búskap í Heiðarseli ásamt Gunnhildi Björnsdóttur eftirlifandi eiginkonu sinni sem hann hafði kynnst í æsku.
Gunnlaugur átti við mikil veikindi að stríða á árunum 1954 til 1964 og var þá oft langdvölum að heiman til að leita sér lækninga. Mæddi þá mikið á Gunnhildi og börnunum, en Gunnhildur bjó einnig við vanheilsu.
Með ótrúlegum dugnaði tókst þeim hjónum að halda búinu gangandi og koma upp börnunum jafnframt því sem Gunnlaugur vann bug á veikindum sínum. Bjó hann við nokkuð góða heilsu eftir það.

Halldóra Kristinsdóttir (1930-2013) Ánastöðum

  • HAH01365
  • Einstaklingur
  • 9.1.1930 - 31.1.31.2013

Halldóra Sigríður Kristinsdóttir fæddist í Helguhvammi á Vatnsnesi 9. janúar 1930. Hún lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 31. janúar 2013.
Halldóra ólst upp hjá fósturforeldrum sínum í Helguhvammi og gekk í barnaskóla sveitarinnar. Veturinn 1947-1948 stundaði hún nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Halldóra og Ólafur hófu búskap á Syðri-Ánastöðum á Vatnsnesi árið 1951 og bjuggu þar í tvíbýli við foreldra Ólafs til ársins 1983, en þá fluttust Halldóra og Ólafur suður til Reykjavíkur og bjuggu á Neshaga 14 eftir það. Í Reykjavík starfaði Halldóra við heimilishjálp. Halldóra hafði mikinn áhuga á tónlist og söng í Litla kór Neskirkju. Einnig hafði hún unun af listsköpun og handverki.
Halldóra verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 8. febrúar 2013 kl. 13.

Hallgrímur Eðvarðsson (1913-2000) Helgavatni

  • HAH01369
  • Einstaklingur
  • 14.3.2013 - 18.11.2000

Hallgrímur Eðvarðsson fæddist á Helgavatni í Vatnsdal 14. mars 1913. Hann lést á sjúkrahúsi Blönduóss 18. nóvember síðastliðinn. Hallgrímur var bóndi á Helgavatni og bjó þar alla sína búskapartíð. Árið 1934 fór hann á Héraðsskólann á Laugarvatni og dvaldist þar við nám í tvo vetur. Frá árinu 1987 bjuggu þau hjónin á Hnitbjörgum á Blönduósi.
Útför Hallgríms fer fram frá Þingeyrakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Heiðar Steingrímsson (1924-2000) frá Hvammi í Vatnsdal

  • HAH01372
  • Einstaklingur
  • 13.6.1924 - 28.2.2000

Hallgrímur Heiðar Steingrímsson fæddist í Hvammi, Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, 13. júní 1924. Hann lést á heimili sínu hinn 28. febrúar síðastliðinn. Heiðar var ókvæntur og barnlaus. Hann starfaði lengst af á ævi sinni sem langferðabifreiðastjóri hjá Guðmundi Jónassyni og leigubifreiðastjóri hjá BSR.
Útför Heiðars hefur farið fram í kyrrþey.

Holti Líndal (1939-2013) Holtastöðum

  • HAH01384
  • Einstaklingur
  • 20.11.1939 - 27.5.2013

Haraldur Holti Líndal fæddist á Holtastöðum í Langadal, Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu, 20. nóvember 1939. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi 27. maí 2013.
Holti ólst upp og vann á búi foreldra sinna þar til hann keypti jörð og bú 1964, hann helgaði Holtastöðum allt sitt ævistarf. Holti stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri 1957-1958. Holti tók virkan þátt í ungmennafélagsstarfi USAH á yngri árum. Holti var virkur þátttakandi í skógræktarstarfi A-Hún. og var hann um árabil í stjórn Skógræktarfélags A-Hún. Einnig var Holti í Áfengisvarnarnefnd A-Hún. til margra ára. Auk þess tók hann við af föður sínum sem meðhjálpari við Holtastaðakirkju og var meðhjálpari fram til þessa dags. Útför Holta fer fram frá Holtastaðakirkju í dag, 1. júní 2013, og hefst athöfnin klukkan 14.

Haukur Árnason Hafstað (1920-2008) Hafnarfirði

  • HAH01389
  • Einstaklingur
  • 23.12.1920 - 29.1.2008

Jón Haukur Hafstað fæddist í Vík í Skagafirði hinn 23. desember 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 29. janúar síðastliðinn.
Haukur og Áslaug bjuggu í Vík til ársins 1972 en þá fluttu þau til Reykjavíkur þegar Haukur gerðist framkvæmdastjóri Landverndar, en því starfi gegndi hann rúman áratug. Þau fluttu norður aftur árið 1986, í hús sem þau reistu í Víkurlandi og nefndu Hávík. Nyrðra vann hann ýmis störf og var meðal annars eftirlitsmaður Náttúruverndarráðs við byggingu Blönduvirkjunar. Í Hávík bjuggu þau uns þau fluttust á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks árið 2004. Haukur sinnti margvíslegum félagsmálum.Hann starfaði fyrir Sósíalistaflokkinn og sat í flokksstjórn Sósíalistaflokksins og í miðstjórn Alþýðubandalagsins. Hann var í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið í Skagafirði og Norðurlandskjördæmi vestra. Sat á Alþingi sem varamaður árið 1972. Hann var formaður Karlakórsins Heimis um árabil og í stjórn Leikfélags Skagafjarðar. Þá var hann áhugamaður um skógrækt og náttúruvernd almennt og starfaði í ýmsum félögum því tengdum.
Útför Hauks í Vík verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Reynistaðarkirkjugarði.

Gerður Hallgrímsdóttir (1935-2021) frá Kringlu

  • HAH10022
  • Einstaklingur
  • 4.4.1935 - 26.1.2021

Var á Kringlu í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Nefnd Jóninna skv. Æ.A-Hún. Kjörbarn skv. Thorarens.: Sigurður Pétur Hilmarsson, f. 4.9.1960.

Lionsklúbbur Blönduóss (1959-)

  • HAH10015
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1959-)

Lionsklúbbur Blönduóss var stofnaður 3. maí 1959 Stofnfélagar voru 11 menn.
Fyrsta stjórn klúbbsins skipuðu:
Hermann Þórarinsson, formaður
Haraldur Jónsson, ritari
Ólafur Sverrisson, gjaldkeri
Stofnendur urðu 21
Laugardaginn 10. október 1959 var svokallaður stofnskrárfundur klúbbsins. Í fundagerð segir orðrétt ,,Var þá slegið upp veislu mikilli á Hótelinu og kom margt gesta, flutt voru mörg ávörp og gjafir færðar klúbbnum, svo sem fánaborg, fundarhamar, fundarbjalla og gestabók. Síðan var farið út í Samkomuhús. Þar söng Árni Jónsson tenórsöngvari við undirleik Frits Weisshappels og Guðmundur Frímann las frumsamin ljóð, hvort tveggja við góðar undirtektir áheyrenda. Síðan var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu.“
Starfsemi Lionsklúbbs Blönduóss má skipta í fjóra þætti. Fyrst má telja regluleg funda- og nefndastörf. Í annan stað eru fjölþætt verkefni sem klúbburinn vinnur að á ári hverju ásamt nokkrum föstum verkefnum frá ári til árs. Þriðji þátturinn er fjáröflun til verkefnanna. Og sá fjórði er þátttaka í sameiginlegu starfi lionsumdæmisins á Íslandi, árlegum þingum þess og alþjóðlegri starfsemi lionshreyfingarinnar.
Helstu verkefni klúbbsins hafa verið:
• Gróðursetning trjáplantna í Hrútey 1960
• Veittur styrkur til byggingar sundlaugar.
• Hringsjá eða útsýnisskífa teiknuð af Jóni Víðis, sett upp á Háubrekku 1963
• Héraðshælið, kaup á ýmsum lækninga- og rannsóknatæki. Einnig sjónvörp og hljómflutningstæki.
• Sjúklingar styrktir til utanlandsferða vegna lækninga, en þá tóku tryggingar lítinn þátt í slíkum kostnaði. Stofnaður var styrktarsjóður til þessa 1967
• Tæki og vinnuaðstaða í kjallara Hnitbjarga að upphæð 2.5 milljónir, fyrir vistmenn 1979
• Gefinn vélsleði ásamt labb-rabb tæki til Hjálparsveitar Skáta.
• Kirkjan skreytt fyrir jólin, henni færðir kertastjakar úr silfri og máluð að utan,
• Félagsheimilið stutt í kaupum á konsertflygli, standsett fundarherbergi og húsið málað að utan.
• Á 100 ára afmæli Blönduóss, færði klúbburinn hreppnum málverk eftir Sveinbjörn Blöndal, málað af kauptúninu í tilefni þessara tímamóta.
• Dagheimilið fékk 1 milljón til leiktækjakaupa, þegar það var tekið í notkun.
• Ungmennafélagið á Blönduósi og Ungmennasamband Austur Húnvetninga hafa hlotið fjárupphæðir til styrktar íþrótta- og félagsstarfsemi.
• Þá hafa Lionsmenn sett upp hreppamerki um alla sýsluna, en sjálf merkin voru greidd af hreppunum.
• Í tilefni 25 ára afmælis klúbbsins hafa grunnskóli Blönduóss og á Húnavöllum fengið vonduð myndbandstæki og myndatökutæki.
• Árlegur viðburður að fara eins dags skemmtiferð á hverju sumri með vistmenn ellideildar Héraðshælisins og fleira aldrað fólk.
• Fjárlög til framangreindra verkefna og annarra smærri hefur klúbburinn aflað með ýmsum hætti.
Helst er að nefna:
• Árlega ljósaperusölu, blómasölu, stundum fisksölu, jólakortasölu ofl.
• Einnig hefur rækjuveiði og vinnsla gefið drýgstar tekjur frá árinu 1976
• Það hefur byggst á velvild og skilningi eigenda Rækjuvinnslunnar Særúnar og rækjubátanna og áhafna þeirra að þessi fjáröflunarleið hefur verið möguleg. (Húnavaka 1985, bls. 191-196)

Helga Stefánsdóttir (1910-2008) frá Smyrlabergi

  • HAH01412
  • Einstaklingur
  • 23.5.1910 - 23.7.2008

Helga Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist á Smyrlabergi í Torfalækjarhreppi í A-Húnavatnssýslu 23. maí 1910.
Helga missti föður sinn 13 ára gömul og fór ung að vinna fyrir sér. Hún var 17 ára gömul einn vetur í Kvennaskólanum á Blönduósi en fór tvítug til Reykjavíkur og átti þar heima upp frá því. Hún vann í fiskvinnu og við saumaskap og var síðan í um eitt ár skipsþerna á strandferðaskipinu Esju þar sem hún kynntist manni sínum. Ungu hjónin réðust í að byggja sér hús á Vífilsgötu 23 í Norðurmýri og þar bjó Helga alla tíð síðan, allt til vorsins 2007 eða í tæplega 71 ár. Eftir skyndilegt fráfall Friðriks í nóvember 1944 tókst Helgu með fádæma dugnaði og þrautseigju að halda húsi sínu og koma ungum dætrum þeirra hjóna til mennta. Helga vann heima meðan dætur hennar voru ungar. Hún var mikil hannyrða- og saumakona og vann heima árum saman og sá fyrir heimili sínu með saumaskap. Eftir að dæturnar komust á legg vann Helga um árabil utan heimilisins. Hún vann í tæp 20 ár eða allt til 73 ára aldurs á rannsóknardeild Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg og síðar á Borgarspítalanum eftir að deildin fluttist þangað. Helga var mikil húsmóðir, útsjónarsöm og með afburðum flink í matreiðslu og bakstri. Ættingjar hennar, vinir og fjölskylda munu lengi minnast gestrisni og veitinga hennar.
Helga hélt andlegum styrk og andlegri heilsu allt fram á síðasta æviár sitt, létt í lund, jákvæð og brosmild. Útför Helgu fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Helga Lárusdóttir (1922-2016) Helgafell Blönduósi

  • HAH01416
  • Einstaklingur
  • 14.4.1922 - 26.9.2016

Helga Sigríður fæddist 14. apríl 1922 á Hvammstanga. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 26. september 2016.
Helga ólst upp í Grímstungu og fór í Kvennaskólann á Blönduósi. Flutti síðan suður til Reykjavíkur og kynntist Jóni Helga, manni sínum. Þau byrjuðu sinn búskap á Blönduósi og byggðu þar hús. Vorið 1950 fluttu þau að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi með tvö elstu börnin og það þriðja rétt ófætt. Þar bættist fjórða barnið einnig við. Árið 1952 fluttu þau að Meðalheimi í torfbæ, eignuðust þar tvö börn og byggðu íbúðarhús, fjárhús, fjós og hlöðu. 1958 veikjast þau bæði og fluttu í Garðahrepp. Vorið 1964 tóku þau sig upp og leigðu jörðina Þórormstungu í Vatnsdal, bjuggu þar fyrst í torfbæ en síðar var byggt nýtt íbúðarhús. 1976 hætta þau búskap og byggja sér hús á Blönduósi. Helga vann hjá Pólarprjóni og síðar við Heilbrigðisstofnunina. 2008 flutti Helga á Heilbrigðisstofnunina.
Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 11. október 2016, kl. 14.

Helga Vilhjálmsdóttir (1902-1992) Blönduósi

  • HAH01419
  • Einstaklingur
  • 11.2.1902 - 9.12.1992

Helga Vilhjálmsdóttir var fædd 11. febrúar 1902 að Ölduhrygg í Svarfaðardal. Dáin 9. desember 1992.
Helga braust ung til mennta og sýndi dugnað og áræði sem á þeirri tíð var óvenjulegur hjá ungum sveitastúlkum. Á þeim tíma var mjög fátítt að stúlkur færu utan til náms.
Kennsla varð hennar lífsstarf. Við heimkomuna var hún fyrst kennari á Ólafsfirði og síðan í dalnum. Hún hélt námskeið vítt og breitt um héraðið, m.a. í kjólasaum og saumuðu margar konurnar fyrsta kjólinn undir leiðsögn Helgu. Þá hafði Helga sérstaka unun af að sauma barnaföt og nutu margir góðs af. Hún sendi marga kassana til Noregs eftir stríð af barnafatnaði sem hún saumaði.
Helga bjó á Bakka þar til hún varð handavinnukennari við Kvennaskólann á Blönduósi haustið 1942, gegndi hún því starfi til 1947 er hún gerðist kennari við Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði.
Á Varmalandi var hún kennari í tæp 20 ár eða til 1966. Helga var afar mikilhæfur kennari en gerði jafnframt kröfur til nemenda sinna, ekki síst til systkinadætra sinna sem allflestar fóru í skóla til frænku. Hún þótti e.t.v. full ströng við þær en hún vildi ekki að hægt væri að segja að hún hyglaði þeim umfram aðra nemendur. Eflaust hefur hún með þessu einnig viljað byggja upp í þeim áræði, þor og dugnað sem hún sjálf hafði svo mikið af, þetta tókst henni. Já, Helga var einstakur dugnaðarforkur og einng listamaður. Stundum var henni strítt á því að hún væri viðutan, en þá var hún e.t.v. djúpt hugsi yfir nýju handavinnumunstri eða kjólasniði.
Helga sleppti ekki hendi af námsmeyjum sínum að skólanámi loknu, hún fylgdist með þeim flestum alla tíð.
Það er alveg ógleymanlegur tími sem hún var gestur minn á Bíldudal, sumarið 1970. Hún tók stjórnina í sínar hendur. Við m.a. heimsóttum fyrrverandi námsmeyjar hennar þar, fórum á sjó og einnig var mikið saumað.
Það sýnir dugnað Helgu að árin 1960 og 1961 sækir hún námskeið í Noregi, Svíþjóð og Danmörku m.a. í föndri. Á þessum árum byrjar að örla á breyttu hugarfari gagnvart húsmæðraskólum og stúlkur vildu vinna annað en hvítsaumsdúka. E.t.v. var Helga einnig farin að huga að starfslokum, því að 1966 hættir hún á Varmalandi og flytur til Sauðárkróks. Hún keypti sér þar lítið hús á Hólavegi 7. Þar kenndi hún við Unglingaskólann einn vetur og var síðan með föndur- og handavinnukennslu á vegum Sauðárkrókskirkju í Safnaðarheimilinu svo og á Sjúkrahúsi Skagfirðinga fyrir eldra fólkið.
Helga var lengst af heilsugóð og sá um sig sjálf í húsi sínu á Króknum, en hún naut einnig góðra granna þar.
Árið 1990 fór hún á öldrunardeild Sjúkrahússins á Sauðárkróki. Tryggð Helgu við sína fögru heimabyggð var mjög sterk og síðastliðið vor flutti hún aftur heim í dalinn sinn. Hún lifði síðustu mánuði á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík og hafði herbergi er sneri mót dalnum.
Um svipað leyti og hún hefur kennslu á Blönduósi flytur hún lögheimili sitt að fæðingarbæ sínum Ölduhrygg til Þorbjargar systur sinnar og Björns manns hennar. Mynduðust sérstaklega sterk tengsl milli Helgu og barna þeirra hjóna.
Helga giftist ekki né eignaðist börn. Þó mátti með sanni segja að fáar konur væru barnfleiri. Hún lét sér ákaflega annt um börn systkina sinna og barnabörn og frændfólk. Ég átti því láni að fagna að vera systurdóttir hennar og reyndi umhyggju hennar. Öll kölluðum við hana frænku og allir í ættinni vissu við hverja var átt þegar talað var um "frænku" og segir það sína sögu.

Helgi Sveinbjörnsson (1917-1995) Helgafelli Blönduósi

  • HAH01424
  • Einstaklingur
  • 26.5.1917 - 11.10.1995

Jón Helgi Sveinbjörnsson fæddist á Skíðastöðum í Ytri-Laxárdal 26. maí 1917. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 11. október síðastliðinn. Útför Jóns Helga fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Herbert Sigurðsson (1921-2002) frá Bólstaðarhlíð

  • HAH01427
  • Einstaklingur
  • 13.1.1921 - 5.2.2002

Herbert Sigurðsson fæddist á Hvammstanga 13. janúar 1921. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 5. febrúar 2002.
Herbert ólst upp frá fimm ára aldri í Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu, hjá föðursystur sinni, Elísabetu Magnúsdóttur, og Klemenzi Guðmundssyni. Þar gekk hann í barna- og unglingaskóla og sótti svo nám í Reykjaskóla í Hrútafirði. Hann lauk námi í trésmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1947 og varð húsasmíðameistari. Hann vann allan sinn starfsaldur við sína iðn og rak jafnframt eigið verkstæði í Reykjavík.
Útför Herberts fór fram frá Fossvogskapellu 15.2.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hilmar Árnason (1910-1988) Hofi og Víkum

  • HAH01438
  • Einstaklingur
  • 2.10.1910 - 16.3.1988

Hilmar Árnason bóndi á Hofi Fæddur 2. október 1910 Dáinn 16. mars 1988. Miðvikudaginn 16. þ.m. andaðist í Héraðshælinu á Blönduósi Hilmar Árnason bóndi á Hofi. Útför hans verður gerð frá Hofskirkju. Árið 1944 keyptu þau hjónin Hof og fluttu þangað á fardögum sama ár. Hof er stór og góð jörð, en mun hafa þótt nokkuð dýr á þeirri tíð og það heyrði ég haft eftir öðrum seljandanum að þessi kaup myndu klæða Hilmar úr skyrtunni. Það fór á annan veg. Nú var hann búinn a fá gott olnbogarými fyrir meðfæddan stórhug og athafnasemi. Tók hann fljótt til að endurbæta jörðina bæði með ræktun og húsagerð, ennfremur stórjók hann áhöfn hennar. Þegar á árinu 1946 reisti hann íbúðarhús úr steinsteypu, síðan rak hver framkvæmdin aðra og áður en 10 ár voru liðin hafði hann endurbyggt öll hús á jörðinni úr steinsteypu. Það fannst mér staðfesta vel stórhug Hilmars og framfaravilja þegar hann árið 1972, þá kominn af léttasta skeiði, braut niður fjárhús, sem hannhafði byggt, og ekki þóttu lengur svara kröfum tímans og byggði önnur með vélgengum kjallara og öðru því er nútíminn krefst.
Meðan farskóli starfaði léðu þau hjón skólanum húsnæði um árabil og tóku kennarann í fæði og húsnæði. Á meðan ferðast var á hestum var það venja okkar utan Króksbjargs, er við áttum leið í kaupstað, að koma við á Hofi. Varþá þeginn beini fyrir menn og skepnur og oft notið gistingar. Veittu þau hjón þetta allt af mestu rausn og alúð.

Hjörtur Friðrik Eldjárn Þórarinsson (1920-1996)

  • HAH01443
  • Einstaklingur
  • 24.2.1920 - 1.4.1996

Hjörtur E. Þórarinsson fæddist á Tjörn í Svarfaðardal 24. febrúar 1920. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúinu á Akureyri 1. apríl síðastliðinn. Hjörtur varð stúdent frá MA 1940, búfræðikandídat frá Edinborgarháskóla 1944. Hann starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands og Sambandi nautgriparæktenda í Eyjafirði árin 1946-1949 og var kennari við MA 1948 og 1949. Hjörtur var bóndi á Tjörn frá árinu 1950. Hann var kennari, oddviti og hreppstjóri í Svarfaðardalshreppi, varamaður á Alþingi 1963-67, sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands frá 1971, og var fulltrúi á Búnaðarþingi og formaður Búnaðarfélags Íslands og heiðursfélagi þess. Þá sat Hjörtur í Náttúruverndarráði 1972-79 og var formaður í stjórn KEA 1972-1988. Hjörtur ritaði greinar í Árbók Ferðafélags Íslands, svo og í afmælisrit Sparisjóðs Svarfdæla og var útgefandi og ritstjóri mánaðarritsins Norðurslóðar sem hefur komið út frá 1977. Hann ritaði afmælisrit Kaupfélags Eyfirðinga og sögu sýslunefnda Eyjafjarðarsýslu sem kom út í tveimur bindum. Hjörtur hlaut Fálkaorðuna fyrir störf að félags- og samvinnumálum. Útför Hjartar var gerð frá Dalvíkurkirkju 6. apríl.

Hólmfríður Jónasdóttir Pétursson (1879-1971)

  • HAH01451
  • Einstaklingur
  • 10.6.1879 - 10.3.1971

Með foreldrum á Hraunkoti, Aðaldal, S-Þing. 1879-93. Fór þaðan til Vesturheims 1893. Prestfrú. Barn í Vesturheimi: Thorvaldur Pétursson, f. 1904, d. 1960. Frú Hólmfríður Pétursson, ekkja drs. Rögnvalds Péturssonar, lézt í Winnipeg 10. marz 91 árs að aldri. Hún fluttist vestur um haf með foreldrum sínum frá Hraunkoti í Aðaldal 1893 og giftist Rögnvaldi Péturssyni 1898. En hann varð síðar prestur Unitara í Winnipeg, ritstjóri Heimis, Heimskringlu og síðar Tímarits þjóðræknisfélagsins og fyrsti forseti þess, í stuttu máli sagt einn allra fremsti leiðtogi íslendinga vestan hafs,og studdi frú Hólmfríður hann jafnan með ráðum og dáð. Dr. Rögnvaldur lézt í Winnipeg 30.janúar 1940. Auk drjúgs framlags til íslenzkra menningarmála vestan hafs gaf frú Hólmfríður og börn hennar, Landsbókasafni íslands merka handrita- og bókagjöf árið 1941, sem skýrt er frá í Árbók safnsins það ár. Síðar — eða um 1960 — stofnaði frú Hólmfríður minningarsjóð Rögnvalds Péturssonar við Háskóla íslands, og hafa þegar margir ríflegir styrkir verið veittir úr honum til rannsókna í íslenzkum fræðum, þeim fræðum, er dr. Rögnvaldur unni um önnur fræði fram.

Hulda Bjarnadóttir (1921-2000)

  • HAH01460
  • Einstaklingur
  • 14.11.1921 - 8.2.2000

Hulda Bjarnadóttir fæddist á Blönduósi 14. nóvember 1921.Hún lést á héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 8. febrúar síðastliðinn. Útför Huldu fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Hulda Gísladóttir (1913-1993)

  • HAH01462
  • Einstaklingur
  • 8.8.1913 - 14.8.1993

Hulda Gísladóttir, andaðist á heimili sínu á Sauðárkróki að morgni 14. ágúst, þá nýorðin áttræð. Þótt búast megi við því að maðurinn með ljáinn sé ekki langt undan þegar aldrað fólk á í hlut, þá kom andlát hennar á óvart eins og svo oft vill verða. Helgina áður hafði hún haldið upp á afmæli sitt í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju af skörungsskap og þangað sóttu hana heim margir ættingjar og vinir. Hulda var fædd á Bólstað í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Um tvítugt fluttist Hulda búferlum til Siglufjarðar. Þar giftist hún og stofnaði heimili.

Hulda Pétursdóttir (1929-2006) frá Kötlustöðum

  • HAH01463
  • Einstaklingur
  • 23.6.1929 - 27.9.2006

Hulda Pétursdóttir fæddist á Kötlustöðum í Vatnsdal í A-Hún. 23. júní 1929. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 27. september síðastliðinn. Hulda bjó á Kötlustöðum í Vatnsdal fyrstu fimm ár ævi sinnar, var á Guðrúnarstöðum og víðar í Vatnsdalnum uns hún fór níu ára að Hofi. Hulda lauk barnaskólaprófi norður í Vatnsdal fermingarárið sitt 1943, flutti á Akranesi 1945, var þrjá vetur í Gagnfræðaskólanum og útskrifaðist 1948. Þótti hún dugleg til náms og þá sérstaklega hvað varðaði íslensku. Hún vann á matsölu hjá Halldóru Hallsteins frá Skorholti og í bakaríi hjá Guðna. Hulda flutti inn að Akralæk í Skilmannahreppi í maí 1950 til Guðjóns og þau bjuggu þar til 1968 að þau fluttu á Akranes, fyrst á Akurgerði 5 og frá 1990 á Grenigrund 32. Hulda var lengst af húsmóðir og annaðist heimili og börn auk þess sem hún prjónaði til margra ára lopapeysur fyrir Handprjónasambandið en síðustu starfsár sín vann hún við heimilishjálp á Akranesi, eða fram til 1988 að hún hætti af heilsufarsástæðum.
Útför Huldu var gerð í kyrrþey að hennar ósk.

Hulda Sigurrós Pálsdóttir (1908-1995)

  • HAH01465
  • Einstaklingur
  • 21.8.1908 - 9.1.1995

Hulda Pálsdóttir fæddist á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 21. ágúst 1908. Hún lést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 9. janúar 1995. Þau reistu bú á Höllustöðum í Blöndudal og bjuggu þar upp frá því. Pétur lést 1977. Börn þeirra eru: Páll, alþingismaður og bóndi á Höllustöðum, Már, dómari í Hafnarfirði, Hanna Dóra, kennari í Kópavogi og Pétur, læknir á Akureyri. Útför hennar verður gerð frá Svínavatnskirkju í dag.

Inga Ólafsdóttir (1921-2006)

  • HAH01470
  • Einstaklingur
  • 1.12.1921 - 11.11.2006

Inga Ólafsdóttir fæddist í Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu, 1. desember 1921. Hún lést á Vífilsstöðum 11. nóvember síðastliðinn. Inga ólst upp í Eystra-Geldingaholti þar sem hún stundaði skógrækt sem var mikið áhugamál hennar. Hún var við nám í Húsmæðraskólanum á Blönduósi, starfaði um skeið á skrifstofu Mjólkurbús Flóamanna og var síðan húsmóðir í Reykjavík. Um langt árabil tók hún virkan þátt í störfum Rauða kross Íslands í sjúklingabókasafninu á Landsspítalanum. Inga verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Ingibjörg Daníelsdóttir (1879-1970)

  • HAH01474
  • Einstaklingur
  • 20.11.1879 - 11.10.1970

Ingibjörg Daníelsdóttir 20. nóvember 1879 - 11. október 1970 Húsfreyja á Vigdísarstöðum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Var í Hnausakoti, Efranúpssókn, Hún. 1880. Var á Vigdísarstöðum, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Kirkjuhvammshreppi. Andaðist í sjúkrahúsinu á Hvammstanga sunnudaginn 11. október 1970, eftir stutta sjúkralegu, og var lögð til hinztu hvílu að Melstað, laugardaginn 17. október.

Ingibjörg Jóna Jónsdóttir (1923-2000) kjólameistari frá Bolungarvík

  • HAH01486
  • Einstaklingur
  • 14.4.1923 - 29.12.2000

Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, kjólameistari, fæddist í Bolungarvík 14. apríl 1923. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss í Fossvogi 29. desember síðastliðinn.
Ingibjörg stundaði barna- og unglingaskólanám í Bolungarvík. Hún var í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1942 til 1943 og lauk síðar iðnnámi í Reykjavík. Hún tók sveinspróf í kjólasaum og varð meistari í þeirri grein. Síðar sigldi hún til Svíþjóðar og stundaði þar nám í handavinnukennslu. Þegar heim kom tók hún að sér að kenna saumaskap og handavinnu á námskeiðum víða um land, aðallega þó á Vestfjörðum. Þá varð hún handavinnukennari Húsmæðraskólans á Blönduósi í fjóra vetur árin 1946 til 1950 og munu hinir fjölmörgu nemendur hennar minnast hennar með þökk og virðingu. Hún var áhugasamur kennari, iðin, dugleg og drífandi.

Eftir að Ingibjörg Jóna flutti suður og hætti kennslu setti hún upp saumastofu í Reykjavík. Síðar sameinuðu þau stofur sínar, hún og Guðmundur Ísfjörð Bjarnason klæðskeri, og fengu þau brátt húsnæði í Kirkjuhvoli bak við Dómkirkjuna í Reykjavík. Sameiginlega stofnuðu þau svo fataverslunina Pandóru og ráku hana í Kirkjuhvoli þar til 1985 er þau seldu, höfðu þá verslað í yfir 30 ár. Guðmundur Kr. sem varð eiginmaður Ingibjargar, eins og fram kemur hér á eftir, átti ásamt öðrum heildverslunina J. Ásgeirsson og Jónsson og flutti það fyrirtæki m.a. inn fatnað til sölu í Pandóru.
Útför Ingibjargar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30.

Ingibjörg Júlíusdóttir (1919-2012) frá Hólskoti í Vatnsdal

  • HAH01493
  • Einstaklingur
  • 13.8.1919 - 23.2.2012

Ingibjörg Júlíusdóttir fæddist í Hólskoti í Vatnsdal í A.-Hún. 13. ágúst 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 23. febrúar síðastliðinn. Ingibjörg fór tæplega þriggja ára í fóstur til móðursystur sinnar, Þórunnar Björnsdóttur f. 1891, d. 1979 og eiginmanns hennar Björns Þorsteinssonar f. 1877, d. 1953 að Miðhópi í Vatnsdal. Ingibjörg stundaði nám við Kvennaskólann 1934-7 og fór í læri í kjólasaum hjá Guðlaugu Jónsdóttur, sem rak Saumastofu Guðlaugar að Lækjargötu 4. Starfaði hún lengst af við kjólasaum á heimili sínu.
Útför Ingibjargar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 2. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13.

Ingibjörg Pálsdóttir (1928-2004)

  • HAH01498
  • Einstaklingur
  • 7.8.1928 - 24.2.2004

Ingibjörg Pálsdóttir fæddist á Blönduósi 7. ágúst 1928. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. febrúar síðastliðinn. Ingibjörg ólst upp á Blönduósi og bjó þar nær allan sinn aldur. Hún vann margvísleg störf um ævina bæði á Blönduósi og í sveitunum í kring. Hún var Blöndósingur í húð og hár, fædd þar og uppalin, og bjó þar nær allan sinn aldur. Móðurforeldrar Ingibjargar, Ólafur Ólafsson og Ingibjörg Lárusdóttir, fluttu til Blönduóss rétt fyrir aldamótin 1900, og þar fæddist móðir hennar Jóhanna. Faðir Ingibjargar var Páll Bjarnason ættaður frá Stokkseyri. Páll var atvinnubílstjóri, og Budda, eins og Ingibjörg var kölluð, sagði mér frá því með stolti að Páll faðir hennar hefði komið með fyrsta bílinn á Blönduós árið 1923. Ingibjörg átti einn bróður, Bjarna, sem er fæddur 1927. Fjölskyldan bjó alla tíð í Ólafshúsi á Blönduósi. Ingibjörg og Bjarni sitt á hvorri hæðinni eftir lát foreldra sinna.
Strax á unglingsaldri fór Ingibjörg að vinna á sveitabæjum í nágrenni Blönduóss.
Rúmlega tvítug fór Ingibjörg til Eyjafjarðar í Tóvinnuskóla. Þar nam hún prjóna- og saumaskap og meðferð ullar einn vetur. Budda var alla tíð mikil prjónakona. Hún starfaði á prjóna- og saumastofu um tíma, en alla tíð prjónaði hún mikið fyrir vini sína og sveitunga. Einkenni á prjóni Buddu var hvað flíkurnar voru hlýjar, og fræg er lambhúshetta hennar, sem margir Blönduósingar eiga eflaust enn í dag. Annars vann Ingibjörg fjölmörg störf á Blönduósi, eins og í bakaríi, á sjúkrahúsinu og a.m.k. tuttugu og fimm haust vann hún í Sláturhúsi Sölufélagsins. Í Sláturhúsinu vann hún undir verkstjórn Gísla Garðarssonar, sem hún mat mikils. Ingibjörg hafði mjög gaman af trjárækt og garðrækt. Hún byggði sér skjól á túni sínu við Blöndu, og skírði Geitaból. Þar dvaldi Budda sumrin löng þegar hún var hætt að vinna. Þar plantaði hún trjám, ræktaði kartöflur og grænmeti, og leit eftir folaldsmerum á vorin. Í Geitabóli leið henni vel, þar var Budda í sínu ríki. Ingibjörg var praktísk og mjög nýtin eins og hennar kynslóð. Frægt er farartæki hennar, barnavagninn, sem hún notaði til ýmissa flutninga. Budda sagði oft að barnavagn rúmaði margt fleira en börn.
Ingibjörg var mikill dýravinur. Hún hafði kindur í mörg ár heima við Ólafshús, og kunnugir hafa sagt mér að hún hafi verið einstaklega natin við féð.
Ingibjörg hafði mjög gaman af því að spjalla við fólk. Hún gat verið stríðin við þá sem hún taldi hafa efni á að taka stríðni, og oft var stutt í háan og hvellan hlátur hennar. En Buddu var einnig mjög umhugað um þá sem minna máttu sín. Hún gat átt það til að færa fólki eða stofnunum eitthvað sem hún taldi vanta.
Ingibjörg var litríkur persónuleiki, sem ekki fór troðnar slóðir. Það verður sjónarsviptir að henni úr mannlífinu á Blönduósi.
Útför Ingibjargar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag 7. mars 2004 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ingibjörg Stefánsdóttir (1907-1997) Fornastöðum

  • HAH01504
  • Einstaklingur
  • 8.5.1907 - 11.4.1997

Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist í Mjóadal í Laxárdal, Austur-Húnavatnssýslu, 8. maí 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 11. apríl síðastliðinn. Ingibjörg stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1926¬-1927, Laugaskóla í Þingeyjarsýslu 1929¬-1931 og lauk ljósmæðraprófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 30.9. 1935. Hún var ljósmóðir í Austur-Húnavatnssýslu frá 1935¬-1968, starfaði á heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði 1969¬-1976 og vann síðan í fimm ár hjá Áklæðum og gluggatjöldum í Reykjavík. Ingibjörg er komin af traustum og góðum húnvetnskum og skagfirskum ættum. Móðir hennar, Elísabet, var systir Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara. Ingibjörg aflaði sér góðrar menntunar á þeirra tíma mælikvarða. Var einn vetur á kvennaskólanum á Blönduósi og tvo vetur á Laugaskóla í Þingeyjarsýslu. Síðar fór hún í ljósmæðraskólann og útskrifaðist sem ljósmóðir haustið 1935.

Þá voru mörg og smá ljósmæðraumdæmi í landinu og var hún ráðin ljósmóðir í Bólstaðarhlíðarumdæmi um leið og hún kom heim 1. október 1935. Þar kynntist hún misjöfnum kjörum og aðstæðum sængurkvenna því allar fæddu þær börn sín heima. En það voru umbrotatímar í þjóðfélaginu. Samgöngur bötnuðu og þá gat sama ljósmóðirin sinnt stærra svæði og svo fór, að hún þjónaði öllu innhéraðinu og tók þannig á móti flestum Austur-Húnvetningum er litu dagsins ljós fram á árið 1968 er hún flutti suður.

Þegar nýr og fullkominn spítali leysti gamla sjúkraskýlið af hólmi í janúar 1955 vann Ingibjörg að því öllum árum, að allar konur kæmu á spítalann og ættu þar börn sín. Hún þekkti vel aðstæðurnar og líka hvar hættan gat leynst. Og það tók mjög stuttan tíma að fá konur til þess að breyta til og nýta sér þessa þjónustu.

Ingibjörg var gift Þorsteini Jónssyni frá Eyvindarstöðum í Blöndudal. Þau bjuggu fyrstu árin hjá foreldrum hennar að Gili í Svartárdal, en brugðu búi og fluttu í stríðslokin til Blönduóss. Þorsteinn gerðist þá sýsluskrifari hjá sýslumanni Húnvetninga. Hann var sérstaklega söngnæmur og söngmaður mikill, gleðimaður og kappsamur.
Hjónaband þeirra var einstaklega ástúðlegt og var oft sagt að þau væru ávallt eins og nýtrúlofað par. Frá árinu 1992 dvaldist hún á Laugaskjóli og síðar á hjúkrunarheimilinu Eir, þar sem hún lést 11. apríl sl. Útför Ingibjargar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Ingibjörg Guðmundsdóttir (1952-2001) frá Brúarhlíð

  • HAH01506
  • Einstaklingur
  • 8.6.1952 - 10.6.2001

Ingibjörg Steinunn Guðmundsdóttir frá Brúarhlíð, Blöndudal Austur-Húnavatnssýslu, fæddist á Blönduósi 8.6.1952 og lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 10. júní síðastliðinn. Steina gekk ekki heil til skógar allt sitt líf vegna andlegrar fötlunar. Hún varð snemma dugleg, sterk og góður vinnukraftur og var heima í foreldrahúsum allt til ársins 1997 er hún seldi afkomendum sínum jörðina og flutti til Blönduóss ásamt frænda sínum Haraldi Eyþórssyni, f. 06.08.1927, sem annaðist hana frá því er hún missti foreldra sína til dauðadags. Seinustu árin er hún var á Blönduósi rækti hún vinnu og félagsstarf hjá Iðju fatlaðra á Blönduósi og einnig vinnu í þvottahúsi sjúkrahússins á Blönduósi.
Útför Steinunnar fer fram frá Bólstaðarhlíðarkirkju fimmtudaginn 21. júní og hefst athöfnin kl. 14.00.

Ingibjörg Þorsteinsdóttir (1917-2008)

  • HAH01512
  • Einstaklingur
  • 23.4.1917 - 25.3.2008

Ingibjörg Þorsteinsdóttir fæddist á Þverhamri í Breiðdal 23. apríl 1917. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 25. mars síðastliðinn. Ingibjörg verður jarðsungin í dag frá Laugarneskirkju og hefst athöfnin klukkan 15.

Gunnar Halldórsson (1928-1996) skólastjóri Tónlistarskolans á Blönduósi

  • HAH01550
  • Einstaklingur
  • 28.6.1928 - 2.6.1996

Jóhann Gunnar Halldórsson fæddist í Reykjavík 28. júní 1928. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 2. júní síðastliðinn. Útför Jóhanns Gunnars fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Jóhann Gunnar hóf ungur tónlistarnám og helgaði hann þeirri listgrein alla krafta sína. Árið 1978 hóf hann kennslu við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga og varð síðan skólstjóri við skólann og gegndi því starfi til dauðadags

Jóhann Sigurðsson Hlíðar (1918-1997)

  • HAH01554
  • Einstaklingur
  • 28.8.1918 - 1.5.1997

Séra Jóhann Hlíðar fæddist á Akureyri 25. ágúst 1918. Hann lést í Landspítalanum aðfaranótt 1. maí síðastliðinn á sjötugasta og níunda aldursári. Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson dýralæknir og alþingismaður og Louisa Guðbrandsdóttir húsfreyja. Séra Jóhann var ókvæntur. Jóhann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, cand. theol. frá Háskóla Íslands 1946 og stundaði framhaldsnám í kennimannlegri guðfræði og samstæðilegri guðfræði við Menighedsfakultetet í Ósló 1946¬47. Hann var vígður prestvíslu 1948. Jóhann var ráðinn til predikunarstarfa hjá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga 1947¬53, settur sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli í Siglufirði um tveggja mánaða skeið 1951, settur aðstoðarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli 1954¬56 og skipaður sóknarprestur þar árið 1956 og gegndi því starfi til 1972. Hann var sóknarprestur í Nesprestakalli í Reykajvík 1972¬75, þegar hann var ráðinn prestur Íslendinga í Kaupmannahöfn og starfaði þar til 1983. Auk preststarfa sinnti hann stundakennslu við Menntaskólann á Akureyri 1949¬52, Gagnfræðaskóla Vestmanneyja 1954¬72 og Stýrimannaskólann þar 1967¬69. Eftir að hann lét af störfum bjó hann um skeið á Spáni. Hann var útnefndur riddari Dannebrogsorðunnar. Útför séra Jóhanns fer fram frá Fossvogkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Jóhanna Ásta Björnsdóttir (1909-1989) Stóru-Giljá

  • HAH01556
  • Einstaklingur
  • 22.4.1909 - 28.10.1989

Jóhanna Ásta Björnsdóttir var fædd á Kornsá í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu, Austurbrún 2 í Reykjavík, 28. október. Hún var listræn í eðli sínu. Þeir hæfileikar nutu sín sannarlega í gerð veislu borða. Hún hafði yndi af góðri tónlist og naut vel fegurðar í tilverunni, fegurðar sem fáir veita ef til vill athygli. Hún var höfðingi í lund og oft gjöful um efni fram. Jóhanna lærði hússtjórn og matreiðslu bæði við Kvennaskólann á Blönduósi og í Húsmæðra kennaraskólanum í Reykjavík. Hún stundaði kennslu í matreiðslu um árabil, fyrst á Kvennaskólanum á Blönduósi og síðar á Húsmæðraskólanum á Löngumýri. Einnig vann hún á hótelum að sumrinu. Jóhanna var ein af þeim fáu sem ætíð veitti öðrum margskonar stuðning og gjafir. Hún veitti meira en hún þáði.
Að loknu ævistarfi mun Jóhanna hvílast við hlið Ástríðar í Beinakeldu, sem var henni bæði móðir og faðir. Þær munu sofa saman í kirkjugarðinum á Þingeyrum í Húnavatnssýslu.

Jóhanna Guðbjörg Albertsdóttir (1897-1996) Syðra-Hóli

  • HAH01557
  • Einstaklingur
  • 11.3.1887 - 3.3.1996

Jóhanna Guðbjörg Albertsdóttir fæddist á Vindheimum í Skagafirði 11. mars 1897. Hún andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 3. mars síðastliðinn. Er Magnús andaðist tók Björn sonur þeirra við búi á Syðra-Hóli. Nokkrum árum síðar flutti Jóhanna til Skagastrandar. Er kraftar þrutu fór hún á Héraðshælið á Blönduósi þar sem hún naut góðrar aðhlynningar þar til yfir lauk. Útför Jóhönnu fer fram frá Höskuldsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Jóhanna Guðbjörg Albertsdóttir fæddist á Vindheimum í Skagafirði 11. mars 1897. Hún andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 3. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Höskuldsstaðakirkju 9. mars. Magnús Björnsson, bóndi og fræðimaður, fæddist á Syðra-Hóli í Vindhælishreppi 30. júlí 1889. Hann lést 20. júlí 1963. Jóhanna og Magnús gengu í hjónaband 12. júní 1917 og bjuggu allan sinn búskap á Syðra-Hóli eða í 46 ár. Þau eignuðust sex börn. Nokkrum árum síðar flutti Jóhanna til Skagastrandar. Er kraftar þrutu fór hún á Héraðshælið á Blönduósi þar sem hún naut góðrar aðhlynningar þar til yfir lauk. Útför Jóhönnu fer fram frá Höskuldsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Jóhannes Magnússon (1919-2002) Ægissíðu

  • HAH01563
  • Einstaklingur
  • 9.1.1919 - 14.8.2002

Jóhannes Magnússon fæddist í Vatnsdalshólum í A-Hún. 9. janúar 1919. Hann hóf búskap 1944 á hálfu Undirfelli, sem nú heitir Nautabú í Vatnsdal og bjó þar í þrjú ár. Á Hnjúki í fjögur ár. 1951 flutti hann að Litlu-Borg í Þverárhreppi, en 1955 keypti hann jörðina Ægissíðu á Vatnsnesi og bjó þar til dauðadags. Jóhannes tók þátt í ýmsum félags- og trúnaðarstörfum sveitarinnar. Hann sat í hreppsnefnd Þverárhrepps til margra ára og var varaoddviti í átta ár. Hann var gagnastjóri á Vatnsnesfjalli til fjölda ára og sláturhússtjóri í 14 ár hjá KVH.
Útför Jóhannesar verður gerð frá Breiðabólstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

"Fyrir hádegi einn góðviðrisdag að áliðnum slætti í ágúst tekur Jóhannes Magnússon hest sinn, leggur við hann og ríður út í hagann, til að sinna búfé. Skammt hefur hann farið er kallið kemur og hann hnígur af baki ofan í skaut þeirrar jarðar sem hann hafði búið á í hartnær 50 ár.
Slíkur dauðdagi fyrir gamlan bónda, sem alla sína löngu ævi hefur verið við búskap hér í héraðinu, verður í raun að teljast æskilegur. Um hádegi þennan sama dag koma ferðamenn á bíl hingað heim og segjast hafa tekið eftir hesti með hnakk út á hlið og taumana uppi. Hafi þeim fundist þetta skrítið og gert hlé á sinni ferð til þess að athuga nánar, því að svo leit út sem einhver hefði fallið af baki, en engan fundið. Þetta var ungt fólk með athyglisgáfuna í lagi því að þau tóku m.a. eftir því að allt benti til þess að um gamlan mann væri að ræða sem þau réðu af umbúnaði reiðtygja. Brugðið var strax við og farið að athuga málið og varð þegar ljóst hvers kyns var. Var án tafar haft samband við nágrannana og hafin leit í norðurgirðingunni þar sem þetta hafði gerst.
Fljótlega dreif að fjölda fólks sem leitaði svæðið, kafgrösuga móa og mýrlendi og undir lokin kom björgunarsveit líka til leitar. Um kl. 5 finnst upp undir vegi, það sem að var leitað. Gamli bóndinn liggur örendur í grasinu og horfir mót himni."

Jón Emil Benediktsson (1895-1970)

  • HAH01569
  • Einstaklingur
  • 6.6.1895 - 2.3.1970

Jón Emil Benediktsson 6. júní 1895 - 2. mars 1970 Var á Ytri-Völlum, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Kirkjuhvammshreppi. Jón Benediktsson fæddist að Neðri-Torfustöðum í Miðfirði, 6. júní 1895,og var hann því næstum 75 ára, er hann lézt i marz s.l. Hann var elztur af sex systkinum. Á unga aldri misstu þau systkin föður sinn. Kom það því í hlut Jóns, elzta sonarins, að vera forsjá heimilisins við hlið móður sinnar, og var svo alla tið síðan, meðan hún fékkst við búskap. Efni voru framan af fremur lítil og ómegð þung, meðan börnin voru að vaxa, en heimilið var friðsælt, alúð og nægiusemi hélt hópnum saman. Eftir að börnin voru öll uppkomin og höfðu stofnað sín eigin heimili bjó Jón enn í nokkur ár með móður sinni á Torfustöðum, unz hún, farin að heilsu og kröftum, dvaldist síðustu æviár sín hiá dætrum sínum. en hún andaðist fyrir nokkrum árum á heimili Ingibiarg ar. dóttur sinnar, að Ytrivöllum, fórnfús og mæt kona, en þreytt eftir langt dagsverk. Einnig eru nú fjögur af börnum hennar látin, , þau Jóhann, Björn, Ingibjörg og Jón, en eftirlifandi eru aðeins tvö, þau Steindór og Guðrún öll voru þessi systkin vel gefin og mikið mannkosta fólk, svo sem þau áttu kyn til. Eftir að Jón var orðinn einn á Torfustöðum og móðir hans gat eigi að staðið lengur, dvaldist hann löngum á Ytrivöllum hjá Ingibjörgu, systur sinni, meðan hennar naut við, en hún andaðist 1965. Var honum nokkurt áfall að sjá á bak systur sinni, því alla tíð var hlýtt kærleiksþel á milli þeirra, enda voru þau mestan hluta ævinnar samvistum. lík að eðlisfari og áttu því margt sameiginlegt. Löngum var Jón fremur heilsuveill, en þrátt fyrir það, var hann alla jafna léttur í lund og glaður í viðmóti.

Jón Benediktsson (1921-2002) Höfnum á Skaga

  • HAH01572
  • Einstaklingur
  • 23.5.1921 - 30.12.2002

Jón G. Benediktsson var fæddur á Aðalbóli í Miðfirði 23. maí 1921.
Jón fór ungur í íþróttaskólann í Haukadal sem Sigurður Greipsson rak og veitti forstöðu á þeim tíma. Haustið 1939 sest Jón í bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan búfræðingur vorið 1941.
Vorið 1942 kaupir Jón jörðina Hafnir á Skaga og byrjar þar búskap sama vor. Á árunum 1954-1960 byggir hann öll hús á jörðinni, fyrst íbúðarhús og nokkru síðar peningshús. Á sama tíma gerir hann miklar jarðabætur þar. Jón gegndi fjölda trúnaðarstarfa í sinni sveit. Hann var m.a. oddviti hreppsnefndar um tíma og sýslunefndarmaður í fjöldamörg ár. Jón bar hag hlunnindabænda mjög fyrir brjósti og lagði mikið af mörkum til að bæta hag þeirra, hann var einn af stofnendum Æðarræktarfélags Íslands 1969 og sat lengi í stjórn þess, hvatamaður að stofnun Félags selabænda 1986 og formaður þess fyrstu tíu árin.

Á seinni árum nytjaði hann einkum hlunnindi jarðarinnar og hafði þá vetursetu í Reykjavík, átti þó alltaf nokkuð af hrossum enda hafði hann ávallt mikið yndi af þeim. Þegar hann fór að hafa vetursetu í Reykjavík vann hann hjá afurðadeild SÍS, síðar Goða. Þar veitti hann forstöðu dúnhreinsunarstöð, sá um dúnmat o.fl. tengt landbúnaði.
Hann lést á LSH í Fossvogi 30. des. 2002.
Útför Jóns var gerð frá Hallgrímskirkju 9.1.2003 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi

  • HAH01577
  • Einstaklingur
  • 18.18.1912 - 20.4.1997

Jón Karlsson var fæddur á Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi 18. ágúst 1912. Hann lést á Blönduósi 20. apríl síðastliðinn. Jón sat í hreppsnefnd Engihlíðarhrepps um árabil, var bókari KH og afurðasölunnar, hann var bókari og gjaldkeri Vegagerðar ríkisins til 1988 að hann lét af störfum vegna aldurs. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Húnvetninga. "Var alls 8 mánuði í farskóla á 4 árum að Grund, Ljótshólum og Stóradal. Var á Gunnfríðarstöðum til ársins 1921, að Mosfelli frá 1921¬-1926, að Kirkjuskarði 1926¬-1931, að Refsstöðum 1931¬ 1934, að Holtastaðakoti 1934¬ 1946 og var heimilisfastur á Holtastöðum frá 1946¬-1960. Veiktist af svokallaðri lömunarveiki 15. ágúst 1935 og var það örlagavaldur í lífi hans og starfi upp frá því. Fékk berkla í vinstra lunga árið 1938 og dvaldi á Vífilsstöðum um nokkurra mánaða skeið. Fékk berkla í hægra lungað 1948 og dvaldi þá á Vífilsstöðum í tæpt ár. Vann almenn sveitastörf meðan geta leyfði og auk þeirra á vertíð í Grindavík árin 1933-¬1935. Sem unglingur fór hann að vinna í sláturhúsi SAH að haustinu og eftir 1936 við ýmiss konar störf er reyndust honum meðfærileg, m.a. við vigtun á gærum og innmat. Var vörður við Blöndu í Langadal sumrin 1937-38. Eftirlitsmaður nautgripa- og fóðurbirgðafélags Engihlíðarhrepps árin 1939-46 og annaðist aldursmerkingar á sauðfé í hreppnum á mæðiveikisárunum. Í hreppsnefnd og skattanefnd Engihlíðarhrepps á annan áratug. Gjaldkeri Sjúkrasamlags Engihlíðarhrepps frá árinu 1949¬-1969, eða allan starfstíma samlagsins. Fór á árunum 1940¬ 1944 söluferðir með hesta allt austur í Hjaltastaðaþinghá. Hóf störf fyrir Vegagerð ríkisins árið 1946. Sá fyrst um aðdrætti og uppgjör mötuneytis, um fimm ára skeið, auk almenns reikningsuppgjörs til ársins 1959, en eftir það gjaldkeri til 1988 er starfstíma lauk. Árið 1951 gerðist hann skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Húnvetninga. Varð það eftir það hans aðalstarf, en önnur störf s.s. fyrir Vegagerðina, unnin í aukavinnu. Varð því starfsdagur æði oft nokkuð langur. Honum lauk með öllu er hann vegna sjúkleika, varð að fara á Héraðshælið á Blöndósi 17. apríl 1988, fyrstu þrjá mánuðina á sjúkradeild, en síðan á ellideildina þar sem hann er nú. Hann er ógiftur og barnlaus." Andlát Jóns bar að, án sýnilegs fyrirvara, að morgni sunnudagsins 20. apríl. Rúmlega sex áratuga baráttu við lömun og allt sem henni var samfara var lokið.
Útför Jóns fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Jón Ísberg (1924-2009) sýslumaður Blönduósi

  • HAH01583
  • Einstaklingur
  • 24.4.1924 - 24.6.2009

Jón Ísberg fæddist í Möðrufelli í Eyjafirði 24. apríl 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. júní síðastliðinn. Jón varð stúdent frá M.A. 1946, Cand. juris frá Háskóla Íslands árið 1950 og stundaði framhaldsnám í alþjóðarétti við University College í London 1950-1951. Hann var fulltrúi sýslumannsins á Blönduósi 1951-1960 og sýslumaður Húnavatnssýslu 1960-1994. Jón var virkur í fjölmörgum félagasamtökum í sinni heimabyggð, þ.ám. skátafélaginu, skógræktarfélaginu og Lions, og sat nær samfellt í hreppsnefnd Blönduóshrepps frá árinu 1958 til 1982. Hann var gerður að heiðursborgara Blönduósbæjar árið 2004.
Útför Jóns fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 3. júlí, kl. 14.

Jón Stefnir Hilmarsson (1949-2004) hárgreiðslumeistari

  • HAH01591
  • Einstaklingur
  • 15.5.1949 - 2.3.2004

Jón Stefnir Hilmarsson hárgreiðslumeistari fæddist á Blönduósi 15. maí 1949. Hann lést á heimili dóttur sinnar 2. mars síðastliðinn. Útför Jóns Stefnis verður gerð frá Fossvogskirkju í dag 11. mars 2004 og hefst athöfnin klukkan 15.

Jón Tryggvason (1917-2007) Ártúnum

  • HAH01593
  • Einstaklingur
  • 28.3.1917 - 7.3.2007

Jón Tryggvason, Ártúnum, var fæddur í Finnstungu 28. mars 1917. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hinn 7. mars 2007. Útför Jóns Tryggvasonar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag, laugardaginn 17. mars, kl. 13.30. Jón átti sæti í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps frá 1946, var oddviti hreppsins 1961–82 og sat í sýslunefnd 1961–88. Hann var mikill áhugamaður um söng og tónlistarmál, var söngstjóri Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps 1952–87 og organisti í Bólstaðarhlíðarkirkju 1945–91. Þá sat Jón í ýmsum stjórnum og nefndum og hlaut viðurkenningar fyrir þátt sinn að söng- og félagsmálum þ.ám. hina íslensku fálkaorðu. Í framhaldi af hefðbundnu skólanámi þeirra tíma fór Jón vetrarlangt til náms í Íþróttaskólanum í Haukadal 1935–36 og 1937 lauk hann búfræðinámi frá Hólaskóla.
Jarðsett verður í Bólstaðarhlíðarkirkjugarði.

Jón Þorsteinsson (1924-1994)

  • HAH01595
  • Einstaklingur
  • 21.2.1924 - 7.9.1994

Jón Þorsteinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður, fæddist á Akureyri 21. febrúar 1924. Hann varð bráðkvaddur 17. september síðastliðinn, sjötugur að aldri, og fór útför hans fram frá Seltjarnarneskirkju 26. september.
Hann var fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum sumarið 1949, fluttist um haustið til Akureyrar og rak þar málaflutningsskrifstofu til 1955. Starfsmaður Alþýðusambands Íslands í Reykjavík var hann 1955--1960, rak málaflutningsskrifstofu í Reykjavík 1960--1963 og aftur frá 1973 til æviloka.
Jón Þorsteinsson var valinn til ýmissa nefndar- og stjórnarstarfa. Árið 1959 var hann skipaður í nefnd til að undirbúa lög um samningsrétt opinberra starfsmanna og 1960 í endurskoðunarnefnd skattalaga. Hann var í stjórn Íslenskrar endurtryggingar 1961--1972, í kjaranefnd 1962--1973 og í samninganefnd ríkisins um launakjör ríkisstarfsmanna 1962--1966. Málflytjandi ríkisins fyrir Kjaradómi var hann 1963--1972. Árið 1964 var hann skipaður í nefnd til athugunar á menntunarkröfum og atvinnuréttindum vélstjóra og á sama ári kosinn í áfengismálanefnd. Hann var formaður framkvæmdanefndar byggingaráætlunar 1965--1969. Árið 1966 var hann skipaður í nefnd til að semja frumvarp um framleiðnisjóð landbúnaðarins og var síðan í stjórn sjóðsins 1966--1974. Hann var skipaður árið 1968 í nefnd til að athuga ýmsa þætti landbúnaðarmála og var í yfirnefnd um verðlagsgrundvöll landbúnaðarins 1968--1975. Á árunum 1975--1980 átti hann sæti í mörgum sáttanefndum í kjaradeilum. Hann var formaður nefndar sem skipuð var af Hæstarétti á árinu 1986 til að rannsaka viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips. Í Félagsdómi átti hann sæti frá 1986 og í Kjaradómi 1991--1993. Formaður umsjónarnefndar fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu var hann frá 1989.
Jón Þorsteinsson var alþýðuflokksmaður, sat í miðstjórn flokksins 1958--1972. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 skipaði hann efsta sæti á lista flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra í þrennum kosningum til Alþingis og var landskjörinn þingmaður 1959--1971, sat á 12 þingum alls.
Jón Þorsteinsson var skákmeistari Norðurlands 1942--1944 og 1952--1953, eða fimm sinnum alls. Hann var sigurvegari í meistaraflokki á skákþingi Norðurlanda í Svíþjóð 1959 og hlaut sigur í áskorendaflokki á skákþingi Íslands 1976.

Jóna Kristófersdóttir (1918-2003) iðjuþjálfi á Kleppi

  • HAH01600
  • Einstaklingur
  • 20.4.1918 - 7.9.2003

Jóna Kristófersdóttir iðjuþjálfi fæddist á Blönduósi 20. apríl 1918. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 7. september 2003. Jóna nam í Kvennaskólanum á Blönduósi 1936-1937 og stundaði framhaldsnám í vefnaði á sama stað. Jóna fór til náms í iðjuþjálfun til Danmerkur 1939. Hún kom heim til Íslands fullnuma í iðjuþjálfun árið 1946. Hún hóf þá þegar störf á Kleppsspítala þar sem hún starfaði samfellt til ársins 1986, eða í 40 ár, er hún hætti störfum vegna veikinda.
Útför hennar fór fram í kyrrþey.

Jónas Bergmann Jónsson (1908-2005) fræðslustjóri, frá Torfalæk

  • HAH01605
  • Einstaklingur
  • 8.4.1908 - 1.4.2005

Jónas Bergmann Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík, fæddist á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu hinn 8. apríl 1908. Hann lést á Landakotsspítala aðfaranótt 1. apríl síðastliðins, tæplega 97 ára að aldri. Jónas B. var formaður Kennarafélags Laugarnesskóla 1935-43, sat í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík 1939-42 og í stjórn Sambands íslenskra barnakennara 1942-50. Hann var formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1946-50, formaður forstöðunefndar Námsflokka Reykjavíkur frá 1946-54. Einnig samdi hann kennslubækur og skrifaði greinar um uppeldismál og fræðslumál í blöð og tímarit. Jónas B. tók mikinn þátt í félagsmálum. Hann var formaður Barnaverndarráðs Íslands 1953-57 og framkvæmdastjóri Íþróttaráðs Reykjavíkur frá stofnun þess 1962 og til 1973. Hann sat í stjórn Bandalags íslenskra skáta frá 1950 og var skátahöfðingi Íslands 1958-71. Hann var alla tíð mjög virkur í uppbyggingu aðstöðu skáta að Úlfljótsvatni. Jónas B. sat í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands frá stofnun 1949-79 og var ritari í stjórn Rauða kross Íslands 1975-79. Hann sat í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins um áratugaskeið og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Jónas var virkur félagi í Oddfellow-reglunni og sat þar í stjórn.
Jónas B. var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1961 og stórriddarakrossi 1972. Þá var hann kjörinn heiðursdoktor við Kennaraháskóla Íslands 2001.
Útför Jónasar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag 8. apríl 2005 og hefst athöfnin klukkan 15.

Jónína Jónsdóttir (1910-2009) frá Söndum í Miðfirði

  • HAH01611
  • Einstaklingur
  • 19.8.1910 - 21.10.2009

Jónína Steinunn Jónsdóttir (Junna) fæddist á Söndum í Miðfirði 19. ágúst 1910. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 21. október síðastliðinn. Jónína Steinunn bjó til 25 ára aldurs í heimahúsum á Söndum. Árið 1929 fór hún í vist til Reykjavíkur í einn vetur og árið eftir á Kvennaskólann á Blönduósi. Þau Guðmundur giftu sig og hófu búskap í Reykjavík 1935 og bjuggu lengst af á Ránargötu 14, í Bröttugötu 3b og í Skaftahlíð 10. Jónína Steinunn var heimavinnandi húsmóðir og Guðmundur starfaði sem póstfulltrúi í Reykjavík, lengst af á Bögglapóststofunni, uns hann lét af störfum 1970. Frá 1975 til 1982 tóku hjónin að sér umsjón með Sumarbúðum símamanna við Apavatn. Gestkvæmt var á heimili þeirra alla tíð enda voru þau félagslynd og afar gestrisin. Jónína Steinunn var félagi í kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar í Reykjavík og starfaði með félaginu svo lengi sem kraftar leyfðu. Nokkrum árum eftir andlát Guðmundar flutti hún á Kleppsveg 62 og bjó þar í 10 ár. Hún dvaldi síðustu tæp 5 árin á Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Útför Jónínu Steinunnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 30. október, og hefst athöfnin kl. 15.

Jórunn Anna Sigurvaldadóttir (1920-2009) frá Gafli í Svínadal

  • HAH01617
  • Einstaklingur
  • 16.12.1920 - 9.2.2009

Jórunn A. Sigurvaldadóttir fæddist í Gafli í Svínadal 16. desember 1920. Hún lést á Landakoti 9. febrúar síðastliðinn. Útför Jórunnar fer fram frá Kapellunni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Jósef Sigfússon (1921-2012) Fjósum

  • HAH01623
  • Einstaklingur
  • 28.11.1921 - 21.12.2012

Jósef Stefán Sigfússon fæddist í Blöndudalshólum í Bólstaðarhlíðarhreppi 28.11. 1921. Hann lést 21. desember síðastliðinn á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Jósef og Fjóla hófu búskap á Fjósum í Svartárdal 1944, fluttu til Akureyrar haustið 1947. Vorið 1950 kaupa þau Torfustaði í Svartárdal og búa þar til 1970 , en þá flytja þau hjón á Sauðárkrók að Knarrarstíg 4 og héldu sitt heimili þar uns þau fóru á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki í febrúar síðastliðinn.
Útför Jósefs fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 5. janúar 2013, og hefst athöfnin kl 14.

Karl Hinrik Árnason (1902-1995) Víkum á Skaga

  • HAH01633
  • Einstaklingur
  • 15.3.1902 - 25.12.1995

Karl Hinrik Árnason var fæddur í Víkum á Skaga hinn 15. mars 1902. Hann andaðist í sjúkrahúsinu á Blönduósi 25. des. 1995. Kalli ólst upp í foreldrahúsum í Víkum á umsvifamiklu myndarheimili í stórum systkinahópi þar sem reglusemi og festa einkenndu heimilisbraginn. Þar þekktist ekki annað en að börn færu að vinna gagnleg störf jafnskjótt og kraftar þeirra leyfðu. Af því lærðist iðjusemi og ungviðið fékk á tilfinninguna að framlag þess skipti nokkru. Víknabúið var stórt en jörðin fremur erfið, fénaðarferð mikil og engjaheyskapur langt sóttur. Vinnudagurinn mun því oft hafa orðið langur. Árni faðir Karls var trésmíðameistari að iðn og stundaði hana jafnan ásamt búskapnum. Hann mun ætíð hafa leitast við að verða við bónum manna um smíðavinnu eftir því sem kostur var og gekk jafnvel úr verki sínu til að liðsinna aðvífandi mönnum. Anna móðir hans var einnig einstök að greiðvikni og góðsemi, ekki síst við þá sem minna máttu sín. Karl nam því hjálpsemi og greiðasemi í ríkum mæli í uppvextinum og gerði að hætti sínum. Kalli var einstakur hagleiksmaður, jafnvígur á smíðar úr tré og járni, og munu þeir hæfileikar hans hafa komið snemma í ljós. Hann naut leiðsagnar föður síns við smíðar í æsku og minntist þess oft hversu vel það veganesti hefði enst sér. Á yngri árum vann Kalli við smíðar á Akureyri og víðar um árabil. Þá fór hann einnig að fást við að leggja miðstöðvarlagnir í hús og aflaði sér nauðsynlegra verkfæra til þess sem hann pantaði sum beint frá útlöndum. Varð hann fljótlega eftirsóttur til þessara starfa svo þeir urðu æði margir bæirnir sem hann lagði miðstöðvar í og rak með því á braut híbýlakuldann, versta óvin íbúanna í torf- og timburhúsunum. Þá voru þeir ófáir bæirnir sem Kalli lagði vatnsleiðslur í og oft var þá settur vaskur og frárennsli út úr bænum um leið
Þau Karl og Margrét í Víkum urðu fyrir þeirri þungbæru reynslu að horfa á bæ sinn brenna ásamt nær öllum innanstokksmunum.
Karl var jarðsettur í heimagrafreit í Víkum hinn 6. janúar 1996.

Katla Pálsdóttir (1914-2000)

  • HAH01639
  • Einstaklingur
  • 17.12.1914 - 18.11.2000

Frú Katla Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 17. des. 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 18. nóvember síðastliðinn. Katla var ekki langskólagengin, enda fengu stúlkur þeirra tíma ekki mörg tækifæri til slíks. Hún var samt mjög vel menntuð úr skóla lífsins, talaði nokkur tungumál, las mikið, fylgdist grannt með umræðu dagsins og hafði fastmótaðar skoðanir á lífinu og tilverunni. Væri hún að stíga sín fyrstu spor á menntabrautinni nú hefði hún stefnt hátt og ekki hætt fyrr en hún væri komin til metorða á sviði lífsins.
Leiklist var henni mjög kær, enda átti hún ekki langt að sækja áhugann, en móðir hennar, Guðrún Indriðadóttir, var ein besta leikkona landsins á árum áður. Faðir Guðrúnar var Indriði Einarsson, rithöfundur og leikritaskáld, og hann sá til þess að Þjóðleikhúsið varð mekka leiklistargyðjunnar í augum Kötlu.
Útför Kötlu fer fram í dag frá Hallgrímskirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Katrín Jónsdóttir (1941-2012)

  • HAH01641
  • Einstaklingur
  • 9.12.1941 - 28.1.2012

Katrín Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. september 1941. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans Landakoti 28. janúar 2012. Katrín ólst upp í Reykjavík, gekk í Landakotsskóla og fór þaðan í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Að grunnskólanámi loknu lagði hún stund á nám við Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1962 með góðum vitnisburði. Síðar lauk hún BA námi í þýsku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og aflaði sér jafnframt kennsluréttinda. Katrín starfaði um hríð hjá fyrirtæki föður síns Jóni Loftssyni hf., þá hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum. Um nokkurt árabil starfaði hún hjá Skeljungi. Hún var mikil tungumálamanneksja og eftir að hún lét af venjulegri dagvinnu vann hún lengi heimavið við þýðingar, hvort tveggja úr ensku og þýsku. Katrín las mjög mikið alla sína tíð og var lestur góðra bóka hennar helsta tómstundaiðja. Samvera með hennar nánustu var henni mikilvæg og naut hún sín hvergi betur en umvafin fjölskyldu sinni.
Útför Katrínar fer fram frá Garðakirkju í dag, 7. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13.

Knútur Berndsen (1925-2013) verkstjóri Blönduósi

  • HAH01647
  • Einstaklingur
  • 25.10.1925 - 31.8.2013

Knútur Valgarð Berndsen fæddist í Syðri-Ey á Skagaströnd 25. október 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 31. ágúst 2013. Útför Knúts verður gerð frá Blönduóskirkju í dag, 6. september 2013, og hefst athöfnin kl. 14.

Kolbeinn Gíslason (1928-1995)

  • HAH01648
  • Einstaklingur
  • 17.12.1928 - 15.1.1995

Kolbeinn Gíslason andaðist á heimili sínu, Eyhildarholti, Skagafirði, aðfaranótt 15. janúar sl. Kolli var söngmaður góður, hafði háa og bjarta tenórrödd, sem að auki var gullfalleg. Hann söng fyrsta tenór með Karlakórnum Heimi í mörg ár, en hætti vegna þess hve heyrnin stríddi honum mikið. Í göngur á Eyvindarstaðaheiði fór hann í mörg ár, og þegar gangnamenn tóku lagið, söng Kolli alltaf yfirrödd.
Já, Kolla gleymum við aldrei og það gerir enginn, sem kynntist honum. Við getum talið upp svo margt sem við minnumst, en það yrði efni í heila bók.

Kolbrún Harpa Matthildardóttir (1956-2012)

  • HAH01650
  • Einstaklingur
  • 9.11.1956 - 6.3.2012

Kolbrún Harpa Matthildardóttir fæddist á Blönduósi 9. nóvember 1956. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 6. mars 2012. Kolbrún ólst upp á Blönduósi, flutti síðan til Vestmannaeyja þar sem hún vann í fiskvinnslu í nokkur ár, þaðan flutti hún til Reykjavíkur en síðustu árin bjó hún á Akranesi.

Útför Kolbrúnar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 14. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 14.

Kristín Guðlaugsdóttir (1919-2008)

  • HAH01662
  • Einstaklingur
  • 15.10.1919 - 28.7.2008

Kristín Guðlaugsdóttir, fyrrverandi kaupmaður, fæddist í Reykjavík 15. október 1919. Hún andaðist á Borgarspítalanum hinn 28. júlí síðastliðinn. Útför Kristínar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kristín bjó alla tíð í Reykjavík og vann aðallega við verslunarstörf . Útför Kristínar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Kristín Guðlaugsdóttir (1920-2005)

  • HAH01663
  • Einstaklingur
  • 3.11.1920 - 25.8.2005

Kristín Guðlaugsdóttir fæddist á Bárðartjörn í Höfðahverfi 3. nóvember 1920. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 25. ágúst síðastliðinn. Kristín ólst upp á Bárðartjörn en hélt um tvítugt til Akureyrar þar sem hún vann ýmis störf uns hún fluttist til Hríseyjar haustið 1944, þar sem maður hennar starfaði við Kaupfélag Eyfirðinga. Árið 1961 fluttu þau hjón til Akureyrar og bjuggu alla tíð síðan í Munkaþverárstræti 15. Eftir lát manns síns fluttist Kristín í dvalarheimilið Hlíð á Akureyri og bjó þar í áratug.
Kristín var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 2. september.

Kristín Helgadóttir (1921-2009) Lágafelli

  • HAH01665
  • Einstaklingur
  • 20.11.1921 - 2.3.2009

Kristín Helgadóttir fæddist að Hvarfi, Víðidal, V-Hún. 20.11. 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, 2.3. 2009. Kristín ólst upp í Víðidalnum. Hún missti föður sinn úr berklum, tæplega níu ára gömul og var henni og Helgu systur hennar komið fyrir hjá vinum og vandamönnum yfir vetrartímann, en á sumrin voru þær heima í Hvarfi, hjá móður sinni. Kristín var mest í Þórukoti hjá Þórði Líndal og Guðnýju Benediktsdóttur (bróðurdóttur Hansínu). Tíu ára hóf hún skólagöngu í farskóla. Eftir fermingu fór hún að vinna við barnagæslu í sveitinni en síðar í vinnumennsku bæði á Norður- og Suðurlandi. Hjá Birni á Löngumýri var hún í þrjú ár og þar kynntist hún manni sínum, Hjálmari. Hún fór á Kvennaskólann á Blönduósi árið 1942-3. Haustið 1943 hófu þau Hjálmar sambúð í Garðabæ. Síðar fóru þau að Eyri við Ingólfsfjörð og unnu við síldarverksmiðjuna. Í maí 1944 hófust þau handa við byggingu Lágafells á Blönduósi, þar sem þau bjuggu í 23 ár. Þar ólu þau upp börn sín, en móðir Kristínar og amma bjuggu hjá þeim um tíma. 1969 fluttu þau í nýtt hús, að Brekkubyggð 12, sem þau byggðu einnig. Kristín vann á Hótel Blönduósi lengst af. Árið 1991 fluttu þau hjón til Keflavíkur. Kristín eyddi síðustu ævidögum sínum á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þar sem hún lést.
Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 17. mars, kl. 13.

Kristín Hjálmsdóttir (1925-1988)

  • HAH01666
  • Einstaklingur
  • 5.10.1925 - 4.5.1988

Húsfreyja á Kornsá í Vatnsdal, Áshreppi, A-Hún. Hún varfædd að Hofsstöðum í Stafholtstungum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur vegna heilsubrests foreldra hennar, sem var svo alvarlegur að þau voru bæði látin innan tveggja ára. Kristín var elst af systrunum og kom þá í hennar hlut að taka á sig ábyrgðina og annast systkini sín sem voru sex. Við þetta bættist að ein systirin veiktist af mænuveiki og lamaðist. Segir sig sjálft þvílík þrekraun þetta var fyrir Kristínu sem var þá rétt um tvítugt. Hún starfaði lengi í Kvenfélagi Vatnsdæla. Þar sem annars staðar kom fram dugnaður og ósérhlífni Kristínar. Oft mætti hún ein snemma morguns í kaffi skúrinn okkar við Undirfellsrétt, þó heima væri fjöldi gesta. Þegar safnið af vesturheiðinni var komið í rétt stóð hún við hlið bónda síns og dró fé í dilk. Þannig var Kristín, hún hljóp í verkin þar sem mest lá á, hvort sem það var úti eða inni. Hún hlífði sér ekki hvar sem húnvar. Heimili hennar bar göggt vitni um myndarskap, reglusemi og gestrisni. Kristín og Gestur giftu sig í Sunnuhlíð árið 1954. Þau bjuggu þar í nokkur ár eða þar til þau keyptu hluta Kornsár, sem er ein af bestu og fallegustu jörðum í Vatnsdal. Kornsá byggðu þau upp. Fyrst peningshús og síðan vandað tveggja íbúða einbýlishús, en Birgir sonur þeirra og Þórunn kona hans eiga stærri íbúðina. Þau hafa búið þar stækkandi búi síðustuárin, en Kristín og Gestur drógu saman seglin.

Kristín Björnsdóttir (1901-1997) frá Gauksmýri

  • HAH01670
  • Einstaklingur
  • 16.4.1901 - 9.10.1997

Kristín M.J. Björnson fæddist á Gauksmýri, V- Húnavatnssýslu, 16. apríl 1901. Hún lést á dvalarheimilinu Grund 9. október síðastliðinn. Kristín og Einar hófu búskap á Gauksmýri, ræktuðu og byggðu upp jörðina og voru þar í 13 ár uns aldur og heilsa fóru að segja til sín. Kristín fór til Bandaríkjanna í lok fyrri heimsstyrjaldar til að læra hjúkrun og var þar fyrst í skjóli föðursystra sinna, Kristínar og Margrétar Benedictsson, sem var þekkt kvenréttindakona og gaf út tímaritið Freyju. Margréti var boðið á Alþingishátíðina 1930 af íslenskum almenningi í Vesturheimi. Kristín var í Bandaríkjunum sín mestu mótunarár og hreifst mjög af hugmyndum eftirstríðsáranna fyrri um bræðralag þjóða, mannréttindi, sér í lagi kvenréttindi og bindindi á áfengi og tóbak. Hún útskrifaðist frá Ripley Memorial Hospital School of Nursing 1924. Útför Kristínar fer fram í dag frá Kapellunni í Fossvogi og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún verður jarðsett við hlið Einars, seinni manns síns, í Grafarvogskirkjugarði.

Kristín Ólína Thoroddsen (1940-2013) matráðskona Blönduósi

  • HAH01671
  • Einstaklingur
  • 2.9.1940 - 18.9.2013

Kristín Ólína Thoroddsen fæddist í Reykjavík 2. september 1940. Hún lést 18. september 2013 á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað.

Kristín var lífskúnstner, fagurkeri og mikil áhugamanneskja um öll svið mannlegrar tilveru. Hún var ung í anda og lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Fjölskyldan var henni dýrmæt og ræktaði hún og treysti vináttuböndin vel í gegnum árin.
Útför Kristínar fór fram frá Eskifjarðarkirkju 28. september 2013, og hófst athöfnin kl. 13.

Kristín Þorsteinsdóttir (1924-2004) frá Eyjólfsstöðum

  • HAH01676
  • Einstaklingur
  • 22.9.1924 - 14.1.2004

Kristín Þorsteinsdóttir fæddist á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal 22. september 1924. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 14. janúar síðastliðinn. Þau Guðlaugur og Kristín ráku matvöruverslun í Reykjavík um langt árabil, fyrst á Hofsvallagötu 16 og síðan í Tindaseli 3. Eftir að þau hættu sjálf verslunarrekstri um 1986 vann Kristín áfram við verslunarstörf.
Kristín hafði yndi af ferðalögum innanlands og utan. Útför Kristínar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Kristín Þórhildur Guðbrandsdóttir (1922-2010) frá Lækjarskógi

  • HAH01679
  • Einstaklingur
  • 15.5.1922 - 30.10.2010

Kristín Þórhildur fæddist í Lækjarskógi, Laxárdal í Dalasýslu 15. maí 1922. Hún lést á Landakotsspítala 30. október sl. Kristín fluttist til Reykjavíkur 1940. Kristín og Jósef fluttu í Mosgerði 14 árið 1954 og Kristín bjó þar til æviloka.
Útför Kristínar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 8. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Kristján Sigfússon (1934-2013) Húnsstöðum

  • HAH01689
  • Einstaklingur
  • 30.9.1934 - 12.6.2013

Kristján Sigfússon á Húnsstöðum fæddist á Grýtubakka í Höfðahverfi 30. september 1934. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. júní 2013. Kristján flutti frá Grýtubakka að Breiðavaði í Langadal með foreldrum sínum og systkinum árið 1949. Á Breiðavaði vann hann að búskap með foreldrum sínum, var á vertíðum í Sandgerði og vann við tamningar á Blönduósi en hestamennska var alla tíð eitt helsta áhugamál hans. Árið 1963 flutti Kristján að Húnsstöðum þar sem hann bjó til æviloka. Útför Kristjáns fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 21. júní 2013, og hefst athöfnin kl. 14.

Niðurstöður 301 to 400 of 10346