Arthur Charles Gook (1883-1959)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Arthur Charles Gook (1883-1959)

Parallel form(s) of name

  • Arthur Gook (1883-1959)
  • Arthur Charles Gook trúboði

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

11.6.883 - 18.6.1959

History

Arthúr Charles Gook 11. júní 1883 - 18. júní 1959 Trúboði á Akureyri og Englandi. Húsbóndi í Hafnarstræti 63 á Akureyri, Eyj. 1910. Trúboði og ritstjóri á Akureyri 1930. Vararæðismaður Breta á Akureyri.
Arthur Charles Gook fæddist í London 11. júní 1883. Faðir hans var kennari. Arthur, sem var þriðji í röð fimm bræðra, hóf nám í menntaskóla. Þar naut hann sín verulega, og komu þá skarpar gáfur hans vel í ljós. Hlaut hann verðlaun til háskólanáms, en fékk ekki notið vegna andstöðu föður síns. Urðu það honum sár vonbrigði. Horfinn frá námi hóf hann störf hjá einu stærsta bókaútgáfufélagi í London. Síðar varð hann einkaritari Mr. Scott, umsvifamikils bókaútgefanda í London. Þar lifði hann og hrærðist innan um bækur. Sú reynsla varð honum dýrmæt síðar meir.

Places

London: Akureyri:

Legal status

Hann var lærður hómópati og stundaði þær lækningar hér á landi í nær hálfa öld. Varð hann mjög lánsamur og vinsæll í því starfi. Öllum bréfum í því sambandi hélt hann rækilega til haga sem og sjúklingabókum sínum og skýrslum allt frá árinu 1907 og munu vera einstakar heimildir um smáskammtalækningar hér á landi.

Functions, occupations and activities

Hann einkaritari Mr. Scott, umsvifamikils bókaútgefanda í London.
Þegar til Íslands var komið blöstu hvarvetna við honum verkefni, sem skoruðu hann á hólm, ungan manninn með brennandi áhuga. Og áhugamálin urðu margþætt.
Fyrsta verk hans var að stofna kristinn söfnuð, Sjónarhæðarsöfnuð, sem enn starfar á Akureyri, en auk almenns safnaðarstarfs rekur hann barna- og unglingastarf það, sem kennt er við Ástjörn í Kelduhverfi eða Sumarheimilið Ástjörn, sem Arthur stofnaði 1946.

Mandates/sources of authority

Hann stofnaði tímaritið Norðurljósið árið 1912, birti hann þar reglulega um árabil fræðandi greinar um heilbrigðismál.
Bókaútgáfa var eitt áhugamála Arthurs. Gaf hann út fjölda kristilegra bóka og rita. Sjálfur varð hann þekktur rithöfundur, skrifaði bæði á ensku og íslenzku allmargar bækur, sem náðu mikilli útbreiðslu og þýddar voru á að minnsta kosti ellefu tungumál. Voru þetta aðallega trúvarnarrit. Á hnattreisu sinni 1950-51 sannreyndi hann, hve vel þær greiddu götu hans.

Árið 1955, eftir hálfrar aldar starf á Íslandi í þjónustu Guðs og manna, fluttist Arthur til Englands að læknisráði. En þótt líkamsþrekið hefði minnkað, var andlegur þróttur hans óskertur. Og aldrei féll honum verk úr hendi. Því tók hann að vinna að því, sem stóð honum hjarta næst, að þýða Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar á móðurmál sitt. Það er vönduð og fögur þýðing, enda var hann sjálfur ágætt skáld bæði á ensku og íslenzku. Honum tókst að ljúka þessu vandasama verki skömmu áður en hann dó 18. júní 1959, þá nýorðinn 76 ára. Að honum látnum var handrit og útgáfuréttur þýðingar hans ánafnað Hallgrímskirkju í Reykjavík.

Við ævilok hefði hann tæpast getað reist sér fegurri bautastein en þetta síðasta verk eftir hálfrar aldar óeigingjarnt starf og þjónustu við “fóstru sína” eins og hann gjarna kallaði Ísland.

Grein eftir Jón Hilmar Magnússon, Birt á Netinu.

Bækur eftir hann:
Can a young man find the path?, London: Pickering & Inglis, 1958.
Can a young man overcome?, London: Pickering & Inglis, [n.d].
Can a young man trust his God?, London: Pickering & Inglis, [n.d.].
Can a young man trust his Saviour?, London: Pickering & Inglis, [n.d.].
Fighting with beasts: a chat with young Christians, London: Pickering & Inglis, [n.d.].
Which has won: Modernism or the Bible?, London: Pickering & Inglis, 1937.

Internal structures/genealogy

Arthur Charles Gook fæddist í London 11. júní 1883. Faðir hans var kennari. Arthur, sem var þriðji í röð fimm bræðra.
Hann gekk til hlýðni við trúna á Jesúm Krist. Hann fékk köllun frá Guði til að þjóna honum á Íslandi. Um það land vissi hann sáralítið, helzt það, sem honum var sagt, að á Íslandi væri töluð danska! Hann hélt því til Danmerkur til að læra dönsku, sem kom honum raunar að góðu gagni. Hingað kom hann svo 1905 og settist að á Akureyri. Hann giftist Florence Ethel Gook 1. desember 1883 - 2. ágúst 1948, 1907. Húsfreyja í Hafnarstræti 63 á Akureyri, Eyj. 1910.

General context

Relationships area

Related entity

Guðrún Einarsdóttir (1852) frá Sauðá Skag. (7.10.1852 -)

Identifier of related entity

HAH04277

Category of relationship

family

Dates of relationship

29.3.1961

Description of relationship

Irene dóttir Arthurs var gift Guðvini Rúnmundi syni Gunnlaugs sinar Guðrúnar

Related entity

Gisle Johnson (1876-1946) (1876 -1946)

Identifier of related entity

HAH03743

Category of relationship

associative

Type of relationship

Gisle Johnson (1876-1946)

is the friend of

Arthur Charles Gook (1883-1959)

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02509

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 6.11.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places