Finnur Kristjánsson (1916-1994) Halldórsstöðum, Kinn

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Finnur Kristjánsson (1916-1994) Halldórsstöðum, Kinn

Parallel form(s) of name

  • Finnur Frímann Kristjánsson (1916-1994) Halldórsstöðum, Kinn

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

20.6.1916 - 16.6.1994

History

Finnur Frímann Kristjánsson var fæddur á Halldórsstöðum í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu 20. júní 1916. Var á Halldórsstöðum, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1930. Kaupfélagsstjóri á Svalbarðseyri á Svalbarðsströnd og Húsavík, síðar forstöðumaður Safnahúss Þingeyinga á Húsavík. Síðast bús. á Húsavík.
Hann lést á Húsavík 16. júní 1994 tæplega 78 ára að aldri. Útför hans fór fram frá Húsavíkurkirkju 23.6.1994.

Places

Legal status

Finnur stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugum í tvo vetur, 1933-35, og brautskráðist frá Samvinnuskólanum 1938.

Functions, occupations and activities

Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Svalbarðseyrar frá 1. janúar 1939 til 1. júní 1953 og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík 1953 til ársloka 1979. Hann var bæjarfulltrúi á Húsavík 1962-74 og sat í stjórn Fiskiðjusamlags Húsavíkur 1953-62. Hann var í stjórn vélaverkstæðisins Foss á Húsavík 1953-78. Finnur var forstöðumaður Safnahúss Húsavíkur frá 1. mars 1980 til 1. ágúst 1992, en var þó eftir það viðloðandi við safnið. Hann sat í stjórn Garðræktarfélags Reykhverfinga.

Mandates/sources of authority

Meðritstjóri Árbókar Þingeyinga frá árinu 1980. Þá sá hann um ritstjórn Boðbera, rits Kaupfélags Þingeyinga. Hann var formaður UMF Gaman og alvara í Ljósavatnshreppi á sínum yngri árum, organisti og söngstjóri við Svalbarðskirkju og starfaði síðan í sóknarnefnd Húsavíkurkirkju. Fjölmörg önnur félagsstörf hafði Finnur með höndum.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans: Foreldrar hans voru Kristján Sigurðsson bóndi á Halldórsstöðum, Sigurðssonar bónda þar Þorsteinssonar bónda á Þóroddsstað, Grímssonar í Fremstafelli, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Draflastöðum í Fnjóskadal.

Hinn 9. september 1939 giftist Finnur Hjördísi Björgu Tryggvadóttur Kvaran, f. 27.8. 1920, d. 6. mars 1991, prests á Mælifelli í Skagafirði og konu hans Önnu Grímsdóttur Kvaran.

Finnur og Hjördís eignuðust þrjú börn. Þau eru:
1) Tryggvi Finnsson f. 1.1. 1942, giftur Áslaugu Þorgeirsdóttur og eiga þau þrjú börn;
2) Guðrún Finnsdóttir f. 12.2. 1945, gift Pálma Karlssyni og eiga þau þrjú börn;
3) Anna Finnsdóttir f. 16.9. 1949, gift Ólafi Gunnarssyni og eiga þau tvö börn.

General context

Relationships area

Related entity

Laugar í Reykjadal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00367

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1933-1935

Description of relationship

Nemandi þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH08765

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 26.8.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places