Guðmundur Ingi Jónatansson (1950-2015) Sauðárkróki

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðmundur Ingi Jónatansson (1950-2015) Sauðárkróki

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

  1. maí 1950 - 4. des. 2015

History

Guðmundur Ingi Jónatansson fæddist 17. maí 1950 á Sauðárkróki. Hann lést 4. desember 2015. Foreldrar hans voru Jónatan Jónsson og Þorgerður Guðmundsdóttir. Seinni maður Þorgerðar var Björgvin Theodór Jónsson. Bræður Guðmundar Inga eru Helgi, Örn Berg og Jón Geir.

Guðmundur Ingi sleit barnsskónum á Sauðárkróki og í Reykjavík. Hann flutti með móður sinni, systkinum og fósturföður 11 ára gamall til Skagastrandar, þar sem hann bjó til tvítugs.

Guðmundur giftist þann 17. júní 1972 Guðrúnu Katrínu Konráðsdóttur, dóttur hjónanna Lilju Halldórsdóttur Steinsen og Konráðs Más Eggertssonar sem bjuggu á Haukagili í Vatnsdal. Guðmundur og Guðrún eiga þrjú börn: Evu Björgu, Þorgerði Kristínu og Hannes Inga.

Eva Björg giftist Erni Heiðari Sveinssyni, sem lést árið 2001. Börn þeirra eru tvö; Alexandra og Björgvin Theodór. Sambýlismaður Alexöndru er Aðalsteinn Hugi Gíslason. Sambýliskona Björgvins er Karen Júlía Fossberg.

Sambýlismaður Evu Bjargar er Sigurður Páll Gunnarsson og eiga þau Vigdísi Önnu, Vigni og Hannes Inga.

Þorgerður Kristín er gift Garðari Guðmundssyni og eru börn þeirra þrjú; Salka Björk, Guðmundur Orri og Þuríður Lilja.

Hannes Ingi er giftur Þóru Björk Eiríksdóttir og eiga þau þrjú börn, Önnu Isabellu, Sebastian Víking og Amelíu Arneyju.

Guðmundur útskrifaðist úr MA 1972. Hann lauk kennaraháskólaprófi 1976 og húsasmíðanámi 1977. Guðmundur kenndi á Húnavöllum einn vetur en flutti með fjölskyldu sinni til Dalvíkur árið 1977 þar sem hann starfaði sem kennari við Dalvíkurskóla í átta ár. Árið 1985 stofnaði hann með Sigmari Sævaldssyni prentsmiðjuna Fjölrita, sem seinna varð Víkurprent. Þar starfaði hann til síðasta dags. Árið 2008 tók Guðmundur til við kennslu á ný, nú við Grunnskóla Fjallabyggðar, þar sem hann var smíðakennari þar til í sumar er barátta við krabbamein hófst.

Guðmundur Ingi vann ötult starf í félagsstörfum, var lengst af í Kiwanisklúbbnum á Dalvík og JC hreyfingunni.

Guðmundur Ingi var einn af stofnendum Golfklúbbsins Hamars Dalvík og var þar í stjórn og sjálfboðaliðastörfum.

Guðmundur Ingi tók þátt í Bjarmanum, félagsskap um andleg málefni, og starfaði sem miðill síðustu ár.

Places

Sauðárkrókur; Reykjavík; Skagaströnd; Dalvík

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH09543

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

MÞ 26.09.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places