Guðrún Rebekka Runólfsdóttir (1917-1985) Kvsk á Blönduósi 1942-1943.

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðrún Rebekka Runólfsdóttir (1917-1985) Kvsk á Blönduósi 1942-1943.

Hliðstæð nafnaform

  • Guðrún Runólfsdóttir (1917-1985) Kvsk á Blönduósi 1942-1943.
  • Guðrún Rebekka Runólfsdóttir Kvsk á Blönduósi 1942-1943.

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

27.2.1917 - 15.8.1985

Saga

Guðrún Rebekka Runólfsdóttir 27.2. 1917, d. 15.8. 1985. Var í Ingólfsstræti 21 b, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Sjúkraþjálfari.

Staðir

Reykjavík:

Réttindi

Kvsk á Blönduósi 1942-1943.

Starfssvið

Sjúkraþjálfari:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Elka Jónsdóttir, f. 10.4. 1888, d. 14.11. 1982. Húsfreyja í Ingólfsstræti 21 b, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Ljósmóðir og saumakona. Síðast bús. í Reykjavík. og Runólfur Jónsson f. 6.1. 1870, d. 11.10. 1932. Var í Strympu, Oddasókn, Rang. 1870 og sjómaður í Keflavík 1910. Fyrrverandi háseti í Ingólfsstræti 21 b, Reykjavík 1930. Sjómaður í Reykjavík.
Systkini hennar;
1) Fanney Á. Greene (Runólfsdóttir) fæddist í Reykjavík 26. mars 1924. Hún lést á sjúkrahúsi í Georgíufylki í Bandaríkjunum hinn 8. febrúar 2009. Maður hennar 1946; Dr. Mark R. Greene Prófessor við University of Georgia í áhættustýringu og tryggingafræðum. Eugene Oregon og Athens, Georgíu
2) Guðmundur Geir Runólfsson, 2. okt. 1926 - 2. ágúst 2014. Nemi í Reykjavík 1945. Bankastarfsmaður og bókhaldari í Reykjavík. Gegndi ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum.
Maður hennar 25.12.1941; Ármann Kristján Einarsson 30. janúar 1915 - 15.12.1999. Rithöfundur og skólastjóri.
Sambýliskona Ármanns hin síðari ár var Aðalheiður Þorsteinsdóttir 2. nóv. 1917 - 7. mars 2008. Var í Efri-Hreppi, Fitjasókn, Borg. 1930. Húsfreyja og skólastarfsmaður í Reykjavík.

Börn Guðrúnar og Ármanns:
1) Ásdís Hrefna Ármannsdóttir, f. 4.5. 1943, maki hennar er Peter Feifer.
2) Hrafnhildur Elka Ármannsdóttir, f. 17.9. 1947, börn hennar eru: a) Guðrún Eva, gift Bjarka Elíassyni; b) Ásdís Birta.
3) Kristín Guðrún Ármannsdóttir, f. 24.12. 1952, maki hennar er Hannes Guðmundsson, börn þeirra eru: a) Ármann Kristján, kvæntur Sanne Stefánsson. Þau eiga tvo syni; b) Dagmar Kristín; c) Hannes Kristján.

Almennt samhengi

Ármann Kristján Einarsson fæddist 30. janúar 1915 að Neðradal í Biskupstungum. Foreldrar hans voru Einar Grímsson bóndi þar og kona hans Kristjana Kristjánsdóttir. Ármann fór í íþróttaskólann á Haukadal og síðan í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi 1937. Árið 1938 fór hann á kennaranámskeið í Askov í Danmörku. í Danmörku var hann líka 1962, þá í Kennaraháskóla í Kaupmannahöfn og í Lýðháskóla á dönskunámskeiði 1974. Hann fór á lögreglunámskeið í Reykjavík fyrri hluta ársins 1942 og starfaði sem lögregluþjónn 1942-46. Hann var leigubílstjóri 1947 og nokkur sumur eftir það í sumarleyfum. Hann var skólastjóri barnaskólans á Álftanesi 1948-1950. Kennari við Austurbæjarbarnaskólann 1954-55 og við Eskihlíðarskólann frá stofnun hans 1955 til 1979 en á þeim tíma hafði skólinn flutt í nýtt húsnæði og hét Hlíðaskóli. Þar var hann einnig bókavörður frá 1960. Á þessum árum vann hann að ritstörfum í hjáverkum. Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra rithöfunda 1947 og var í stjórn félagsins frá 1959-72 og formaður þess frá 1979. Hann var varaformaður Rithöfundasambands íslands 1972-74. Mjög mikið af bókum Ármanns hefur verið þýtt á hin norðurlandamálin einkum dönsku og nýnorsku en einnig hafa bækur eftir hann verið þýddar á þýsku og rússnesku. Ármann hlaut Sólfuglsverðlaunin í Noregi 1964 fyrir bókina Víkingaferð til Surtseyjar og verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bestu barnabókina 1977, sem var Ömmustelpa. Eiginkona Ármanns var Guðrún Rebekka Runólfsdóttir. Hún lést árið 1985.
Börn og bækur, 2. blað (01.11.1985), Blaðsíða 2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5719966
ARMANN Kr. Einarsson, rithöfundur og kennari, lést á Landakotsspítala í gær, miðyikudag, 84 ára að aldri. Armann var um árabil einn afkastamesti og kunnasti barnabókahöfundur þjóðarinnar. Foreldrar Armanns voru þau Einar Grímsson bóndi og Kristjana Kristjánsdóttir, en Ármann fæddist 30. janúar 1915 í Neðradal í Biskupstungum. Hann stundaði nám í íþróttaskólanum í Haukadal 1929-1931 ogtókkennarapróf 1937, sama ár og fyrsta bók hans Margt býr í fjöllunum var gefin út. Ármann sótti kennaranámskeið í Askov í Danmörku 1938 og fór á lögreglunámskeið 1942 og starfaði sem lögregluþjónn árin 1942-46. Ármann var skólasljóri Barnaskólans á Álftanesi árin 1948-1954 og starfaði sem kennari við Austurbæjarskóla 1954-1955 og síðan Hlíðaskóla frá stofnun skólans 1955 til 1979. Hann stundaði nám í bókmenntum og skólasafnsfræði við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1962-63. Ármann skrifaði fjölda barna- og unglingabóka, m.a. sagnaflokka um Árna í Hraunkoti og Magga og Óla.
35 leikþættir úr Árna-bókunum voru fluttir í útvarpi á árunum 1965-1976. Margar af bókum Ármanns hafa verið þýddar á dönsku, norsku, færeysku, rússnesku og þýsku og tíu þættir framhaldsleikritsins um Árna í Hraunkoti voru fluttir í sænska útvarpinu 1973. Solfugls-verðlaunin norsku hlaut Ármann 1964 fyrir bókina Víkingaferð til Surtseyjar og Barnabókarverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 1978 fyrir bókina Ömmustelpa. Ármann tók þátt í félagsstörfum rithöfunda og var gerður að heiðursfélaga Félags íslenskra rithöfunda 1982. Hann samdi auk barnabókanna þrjár skáldsögur og nokkrar smásögur fyrir fullorðna. Árið 1980 hlaut Ármann riddarakross Fálkaorðunnar. Hann stofnaði Verðlaunasjóð íslenskra barnabóka 1985 ásamt fjölskyldu sinni og bókaútgáfunni Vöku-Helgafelli. Eiginkona Armanns, Guðrún Rebekka Runólfsdóttir, lést 1985 og láta þau eftir sig þrjú uppkomin börn. Sambýliskona Ármanns hin síðari ár var Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Morgunblaðið, 287. tölublað (16.12.1999), Blaðsíða 4. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1954373

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04424

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 18.12.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir