Lagarfljót - Lögurinn

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Lagarfljót - Lögurinn

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Lagarfljót er jökulá sem fellur um Fljótsdalshérað. Frá upptökum þess undan Eyjabakkajökli og niður í Fljótsdal nefnist fljótið Jökulsá í Fljótsdal en þar tekur við stöðuvatn sem stundum er nefnt Lögurinn. Vatnið er 35 km langt, þekur 53 km², og er dýpi þess allt að 112 metrar. Vatnið telst þriðja stærsta og sjötta dýpsta stöðuvatn Íslands. Ósar Lagarfljóts eru við Héraðsflóa og hefur fljótið þar fallið um 140 km langa leið frá upptökum sínum. Lagarfljót er sjötta lengsta á Íslands. Helstu þverár Lagarfljóts eru Kelduá, Grímsá og Eyvindará. Samkvæmt þjóðsögum lifir vatnaskrímslið Lagarfljótsormurinn í fljótinu.
Við Lagarfljót standa meðal annars Egilsstaðir, Fellabær, Hallormsstaður og Eiðar. Hringvegurinn liggur yfir Lagarfljót við Egilsstaði um 301 metra langa brú. Var þessi brú sú lengsta á Íslandi frá því hún var byggð[1] árið 1958 og fram til ársins 1973.
Fljótið er stíflað á tveimur stöðum til raforkuframleiðslu. Fyrst neðan Eyjabakkafoss með 38 metra hárri stíflu sem nefnist Ufsarstífla og er hluti Kárahnjúkavirkjunar og einnig neðar við Lagarfossvirkjun. Með Kárahnjúkavirkjun var rennsli Jökulsár á Brú einnig að mestu veitt yfir í Jökulsá í Fljótsdal sem hefur haft mikil áhrif á rennsli, grugg og hitastig í Lagarfljóti.

Árni Böðvarsson, íslenskufræðingur, skrifaði í handbók sinni, Íslenskt málfar, um heitið Löginn, sem sumir nota yfir Lagarfljót. Í bókinni telur hann styttingu þessa vera verk aðkomufólks og einkum hafða um þann hluta þess sem mest líkist stöðuvatni. Hann vitnar þar í bréf Jóns Þórarinssonar tónskálds sem hann skrifar 23. júní 1987. Jón bætti við í bréfinu:
Þessi nafngift er alveg úr lausu lofti gripin og á sér að ég ætla enga stoð í rituðu máli fornu né í málvenju heimamanna.

Places

Egilsstaðir; Fellabær; Hallormsstaður; Eiðar; Fljótsdalshérað; Lagarfoss; Lagarfossvirkjun; Eyjabakkajökull; Fljótsdalur; Jökulsá í Fljótsdal; Héraðsflói; Kelduá; Grímsá; Eyvindará; Eyjabakkafoss; Ufsarstífla; Kárahnjúkavirkjun; Jökulsá á Brú [á Dal]

Legal status

Functions, occupations and activities

Ormurinn
Lagarfljótsormurinn er kunnastur allra vatnaskrímsla hérlendis. Hans er fyrst getið í annál frá miðri 14. öld, og síðan í fjölda heimilda á öllum öldum, einnig í erlendum ferðabókum, landlýsingum og í ritum um skrímslafræði, svo frægð hans nær langt út fyrir landsteina. Hann á margt sameiginlegt með frægustu vatnaskrímslum jarðar, svo sem Nessie í Loch Ness á Skotlandi. Þó hefur aldrei sést á honum haus né sporður, og því hafa sprottið upp sögur um að hann sé bundinn að framan og aftan, og áttu „Finnar“ að hafa unnið það afrek að koma á hann böndum. (Þjóðsögur Jóns Árnasonar o.fl.)
Orminum hafa verið tileinkuð ýmis náttúrufyrirbæri, eins og fyrr var getið í sambandi við gasið, og reynt hefur verið að skýra tilveru hans á þeim forsendum, eða sem blábera hjátrú. Það hefur þó enn ekki gengið af orminum dauðum. Miklu fremur virðist trúin á tilveru hans sem yfirnáttúrlegs fyrirbæris hafa vaxið síðustu árin. Hann er eins konar tákn Héraðsins og verndarvættur, og prýðir merki fjölda félaga og fyrirtækja, hefur jafnvel komist inn í skjaldarmerki ríkisins í formi dreka. Flestir Héraðsbúar vilja hafa sinn orm, og telja sig hafa ýmsar sannanir fyrir tilveru hans. Mikilvægt er talið að umgangast hann með virðingu. (Skyggnt fólk hefur séð orminn í drekalíki yfir fljótinu). Auk ormsins er getið um tvær aðrar furðuskepnur í fljótinu, skötuna undan bænum Straumi, og selinn undir Lagarfossi.

Mandates/sources of authority

Að áliti Einars Pálssonar var Lagarfljót í upphafi helgað gyðjunni Gefjuni, sem Snorri segir að Gylfi Svíakóngur gæfi „plógsland… að launum skemmtunar sinnar. Hún plægði þá upp landsvæði ekki lítið og flutti út á Eyrarsund, en það heitir nú Sjáland“. Einar telur að Gefjun samsvari hinni fornegypsku gyðju Isis, sem „fæddist“ í hinum miklu óshólmum (deltu) Nílar, og mikið var tignuð í Austurlöndum nær. Samkvæmt því hefur Gefjun verið snar þáttur í landnámi Fljótsdalshéraðs. Af nafni Isis telja sumir að nafnið Ísland sé dregið. (Einar Pálsson: Stefið. Rvík. 1980).

Internal structures/genealogy

General context

Efsti hluti Lagarfljóts er yfirleitt nefndur Lögurinn og er það lengsta stöðuvatn landsins, um 25-30 km á lengd, og jafnframt eitt það stærsta. Efstu upptök Lagarfljóts eru í Eyjabakkajökli, einum aðalskriðjökla Vatnajökuls, en ofan við Löginn nefnist vatnsfallið Jökulsá í Fljótsdal. Þar sem Lögurinn liggur rennur Lagarfljótið um jökulsorfna dæld sem grafin hefur verið ofan í berggrunn Austurlands af ísaldarjöklum. Í samræmi við þá myndun Lagarins er hann hyldjúpur, um 112 metrar á dýpt, og nær dýpsti punktur vatnsbotnsins um 90 metra undir sjávarmál.

Lögurinn er dæmigerður fyrir stöðuvatn sem verður til í jökulsorfinni dæld. Berggrunnur landsins undir Leginum er myndaður á tertíer, nokkrum milljónum ára áður en ísöldin gekk í garð. Landslagsmyndun svæðisins er hins vegar að mestu tilkomin af völdum jökulrofs ísaldarjökla sem gengið hafa hvað eftir annað yfir landið. Þannig hefur smám saman yfir 100 metra djúp dæld myndast í landið og í lok síðasta jökulskeiðs varð Lögurinn fyrst til í þessari dæld. Eftir hvarf jökulsins úr dældinni hafa árnar sem renna í Löginn borið með sér framburð út í vatnið en aurinn sest á botn vatnsins og myndar þar setlög.

Myndunarsaga og lega Lagarins gera hann því afar áhugaverðan fyrir jarðfræðina. Sem hluti af afrennsli Vatnajökuls hefur botnset Lagarins verið rannsakað til að athuga hvort mögulegt sé að greina fornar jökulbreytingar. Rannsóknir á botnseti Lagarins hófust fyrst um miðjan tíunda áratuginn en umfangsmikið rannsóknarverkefni undir forystu Ólafs Ingólfssonar, prófessors við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, hófst árið 2006. Sem hluti af því verkefni voru borkjarnar úr botni Lagarins rétt suður af Egilsstöðum teknir sumarið 2006. Setmyndun í Leginum er óvenjumikil, á milli einn og sex mm á ári, og gerir það greiningu á borkjörnunum auðveldari en ella.

Ef kjarnarnir eru skoðaðir má auðveldlega greina árlög í þeim. Þar sem árstíðamunur er á setinu, sem berst út í vatnið, er hægt að greina á milli sumar- og vetrarlaga. Með ýmiss konar greiningum á kjörnunum, svo sem efna-, frjókorna- og aldursgreiningum ásamt segulmælingum, má lesa í bæði veðurfars- og jöklunarsögu Austurlands á tímanum frá lokum síðasta jökulskeiðs.
Merkustu niðurstöður greiningarinnar á seti Lagarins eru þær að stuttu eftir að jökla leysti endanlega á landinu hafi jökulframburður hætt að berast út í vatnið. Lögurinn hefur því á löngu tímabili verið tær, án jökulgruggs, og hefur það staðið yfir í um fimm þúsund ár. Bendir það sterklega til þess að á þeim tíma hafi veðurfar verið mun hlýrra en nú og Vatnajökull vart verið nema brot af núverandi stærð.

Með kólnandi veðurfari fóru jöklar þó aftur stækkandi og fyrir rúmlega fjögur þúsund árum tók jökulvatn aftur að renna í Löginn. Úr botnsetslögunum má einnig greina framhlaupssögu Eyjabakkajökuls síðustu 1.700 árin. Á þessu tímabili virðist hann hafa hlaupið mjög reglulega fram en þó með aukinni tíðni á því kuldaskeiði sem nefnt hefur verið litla ísöldin.

Relationships area

Related entity

Gamla Lagarfljótsbrúin á Héraði (1905 -)

Identifier of related entity

HAH00905

Category of relationship

family

Dates of relationship

1905

Description of relationship

Fyrstabrúin var byggð 1905 og næsta og núverandi brú 1958-1961

Related entity

Egilsstaðir á Völlum ((1880))

Identifier of related entity

HAH00236

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jökla / Jökulsá á Dal / Jökulsá á Brú ((1950))

Identifier of related entity

HAH00244

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Árnar eru með sameiginlegan ós

Related entity

Hallormsstaður á Skógum (1903 -)

Identifier of related entity

HAH00238

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Eiðar á Eiðaþinghá ((1950))

Identifier of related entity

HAH00197

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00361

Institution identifier

IS HAH-Aust

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places