Lagarfoss e/s

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Lagarfoss e/s

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1904-1949

History

Sjö skip Eimskipafélagsins hafa borið þetta nafn frá upphafi.
Lagarfoss var smíðaður í Noregi 1904. Það var í eigu Eimskipafélags Íslands frá 1917 til 1949 þegar það var rifið í Danmörku.

Svo er það síðasti "bróðirinn" Mercandia Importer byggt 1974 Eimskip kaupir 1977 og skírir Lagarfoss nr þrjú með því nafni Skipið selt úr landi 1982 og fær nafnið Rio Tejo. Það varð sprenging og eldsvoði í því út af Máritaníu 28-02-1987 og var það svo rifið upp úr því í Belgíu

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Eimskip tók 24.6.2014 við nýju skipi, Lagarfossi, í Kína. Samningur var gerður um smíði tveggja skipa í júní 2011. Í ljósi þess að verkinu seinkaði var samið um tæplega 11 milljóna dala afslátt frá upphaflegu samningsverði skipanna.

Viðræður eru í gangi um afhendingartíma seinna skipsins sem mun skýrast á þriðja ársfjórðungi.

Við skipinu tók skipstjóri þess, Guðmundur Haraldsson, ásamt 11 manna íslenskri áhöfn.

Mandates/sources of authority

Arnfinnur Bertelsson var sjö ára gamall þegar faðir hans, Bertel Andrésson, fór sína fyrstu ferð sem skipstjóri 21. nóvember 1944. Leiðin lá á Lagarfossi með skipalest til Skotlands og þaðan vestur til Halifax í Kanada. Þetta voru viðsjárverðir tímar og einungis 10 dögum áður sökkti þýskur kafbátur Goðafossi í Faxaflóa en þar hafði Bertel verið 2. stýrimaður í sjö ár. Bertel sigldi öll stríðsárin hjá Eimskip. Hann var 2. stýrimaður á e.s. Goðafossi til 1942 og síðan 1. stýrimaður á e.s. Lagarfossi áður en hann varð skipstjóri á sama skipi.

En gefum Arnfinni orðið:

„Lagarfoss fór úr höfn í Reykjavík 21. nóvember. Eftir að hafa lestað 400 tonn, ballest (möl og grjót) var siglt í skipalest (RU 143) til Lock Ewe fjarðar í Skotlandi og komið þangað 25. nóvember. Þar var lagst við akkeri og tekin kol og vatn. Þarna voru, eins og venjulega, allir skipstjórar ásamt loftskeytamönnum boðaðir á fund yfirstjórnar herskipaflotans. Þeir fengu, eins og venja var, stórt innsiglað umslag sem sýndi fyrirhugaða leið skipalestarinnar. Pabbi uppgötvaði sér til skelfingar að þetta var hraðgeng skipalest, 12 hnúta, en gamli Laggi gekk 9 hnúta og sigldi alltaf á 7,5 hnútum. Pabbi fór til yfirmanns herskipaflotans sem var bandarískur undiraðmíráll og sagði honum sín vandræði. „Þú verður bara að gera þitt besta,“ sagði undiraðmírállinn og benti honum á að hann hefði heimild til að rjúfa innsiglið af umslaginu um leið og þeir létu úr höfn.

Skipalestin (ONS 37) lét af stað til Halifax 29. nóvember og nú skipti ekki máli hvort ganghraðinn var 9 eða 12 hnútar, því þeir sigldu í ofsaveðri mestalla leið. Meðalganghraðinn er 4,3 hnútar alla leið til Halifax. 3. desember er ganghraðinn 1 hnútur að meðaltali. Þá skrifar Eyjólfur Þorvaldsson 1. stýrimaður í leiðarbókina: "Sjór yfir þilför. Skipið slær mjög fast niður í öldudali. Hristist mikið stafna á milli."

Ég fór sömuleiðis inn á Google og þar segir að 7 af 42 kaupskipum í lestinni hafi snúið við. Það fylgdi ekki sögunni hvort þau hefðu laskast eða bara gefist upp.

Horfa á skipalestina hverfa

Rúmum sólarhring áður en komið var til Halifax brast á dúnalogn. Nú vandaðist málið fyrir gamla Lagga. Hann dregst aftur úr og nokkrum stundum síðar er skipalestin horfin. En nú bregður svo við að það fór að anda á móti með dálítilli öldu. Innan skamms sáu þeir reykinn frá skipalestinni.

Gamli góði Laggi hélt þá ferðinni svona miklu betur og var kominn á sinn stað í skipalestinni nokkrum klukkustundum síðar. Meðalganghraðinn í 20 klukkustundir þennan dag var 9,3 hnútar.

Komið var til Halifax 20. desember. Ballestin var losuð á ytri höfninni, skipið fulllestað og haldið frá Halifax 1. janúar 1945, nú í réttri hægengri lest (SC 164). Farmurinn var stykkjavara og kornvara til Sambandsins. Vitlaust veður var alla leiðina og kom meðal annars brotsjór á skipið. Komið var til Lock Ewe 17. janúar. Daginn eftir var haldið frá Lock Ewe í skipalest (lítil, UR 151). Nú varð pabbi nokkuð stoltur því hann var skipaður Commodore lestarinnar (fremsta skip í miðröð). Vont veður var alla leið heim. 18. janúar fékk skipið á sig annan brotsjó og brotnuðu það tvær rúður og skyggni. Komið til Reykjavíkur 23. janúar. Þá kom í ljós að megnið af korninu var ónýtt því leki hafði komið að lestinni.

Mínar hugleiðingar í lokin. Goðafossi var sökkt 10 dögum áður en Lagarfoss fór frá Reykjavík. Ugglaust hefur það verið talsvert sjokk fyrir pabba enda búinn að vera þar 2. stýrimaður í sjö ár og þarna fórust góðir vinir hans. Þótt ég hafi aldrei fært það í tal við pabba hlýtur það að hafa valdið talsverðri taugaspennu þegar þeir misstu af skipalestinni til Halifax. Kafbátarnir eiga það nefnilega til að laumast einir eftir að úlfahóparnir voru úr sögunni."

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00876

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 13.5.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places