Ólafía Guðrún Blöndal (1935-2009) Akureyri

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ólafía Guðrún Blöndal (1935-2009) Akureyri

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Lóa.

Description area

Dates of existence

11.11.1935 - 1.10.2009

History

Ólafía Guðrún Blöndal (Lóa) fæddist á Melum á Skarðsströnd í Dalasýslu 11. nóvember 1935. Hún lést 1. október síðastliðinn. Æskuárunum eyddi Ólafía á bænum Litla-Holti í Saurbæ í Dalasýslu. Ellefu ára fluttist hún svo með foreldrum sínum til Akureyrar, en þar voru eldri systkinin tvö búin að koma sér fyrir. Dalirnir áttu alltaf sterk ítök í huga Ólafíu og dvaldi hún þar oft á sumrum hjá ættingjum og vinum eftir flutninginn norður. Veturinn 1955-1956 settist Ólafía á kvennaskólabekk. Var það húsmæðraskólinn að Löngumýri í Skagafirði. Þaðan átti hún ótal góðar minningar og þar mynduðust vináttubönd sem mörg hver halda enn í dag. Á sínum yngri árum vann Ólafía hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn, allt þar til einkadóttirin Anna María kom í heiminn, en það var 23. desember 1965. Ólafía giftist aldrei. Hún bjó á heimili foreldra sinna á Akureyri og var þeirra stoð og stytta á efri árum. Um nokkurra ára skeið hélt hún heimili með Braga Guðjónssyni sem er látinn. Ólafía hafði mikið yndi af tónlist og ófáir voru tónleikarnir sem þær mæðgur sóttu saman, að ógleymdum öllum leikhúsferðunum. Ólafía var liðtæk á dansgólfinu á sínum yngri árum, enda lítil og nett. Hún átti gítar og spilaði af hjartans list eftir eyranu bæði á píanó og orgel. Árið 1993 fluttu þær mæðgur Ólafía og Anna María til Reykjavíkur. Áttu þær saman 10 góð ár, þar sem Ólafía hugsaði um heimilið á meðan dóttirin dró björg í bú. Sumarið 2003 kom reiðarslagið. Ólafía fékk áfall sem eyðilagði allt jafnvægisskyn og orsakaði lömun í vinstri helming líkamans. Var hún bundin við hjólastól það sem eftir var ævinnar. Fyrstu sex mánuðina eftir áfallið dvaldi hún á taugalækningadeild Landspítalans, síðan fékk hún pláss á Hjúkrunaheimilinu Eir, þar sem hún hefur dvalið síðan. 1. október síðastliðinn fékk Ólafía annað áfall sem hún lifði ekki af.
Útför Ólafíu Guðrúnar fer fram frá Grafarvogkirkju í dag, 12. október, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.

Places

Melar á Skarðsströnd: Akureyri: Reykjavík 1993:

Legal status

Húsmæðraskólinn að Löngumýri:

Functions, occupations and activities

Á sínum yngri árum vann Ólafía hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Anna Jakobína Ólafsdóttir, f. 21. október 1903, d. 6. apríl 1998, og Guðmundur Ágústsson Blöndal, f. 10. desember 1902, d. 17. mars 1986.
Systkinin eru þrjú, Guðborg, f. 7. október 1926, d. 1. desember 1992, Friðrik Theódór, f. 10. mars 1928, og svo var Ólafía yngst.
Einkadóttir hennar er Anna María Hákonardóttir (1965), faðir hennar var Hákon Eiríksson 13. október 1942 - 26. júlí 1982 Síðast bús. á Akureyri. Kjörforeldrar: Jónína Kristín Steinþórsdóttir f. 20.7.1906 og Eiríkur Sigurðsson f. 16.10.1903.
Um nokkurra ára skeið hélt hún heimili með Braga Guðjónssyni (1917-1984) Klæðskeri, verslunarmaður og sýningarstjóri á Akureyri. Var á Skáldalæk, Vallasókn, Eyj. 1930.

General context

Relationships area

Related entity

Anna Jakobína Ólafsdóttir Blöndal (1903-1998) Litla-Holti, Staðarhólssókn, Dal (21.10.1903 - 6.4.1998)

Identifier of related entity

HAH02355

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Jakobína Ólafsdóttir Blöndal (1903-1998) Litla-Holti, Staðarhólssókn, Dal

is the parent of

Ólafía Guðrún Blöndal (1935-2009) Akureyri

Dates of relationship

11.11.1935

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Blöndal (1902-1986) Litlaholti í Saurbæ, Dal. (10.12.1902 - 17.3.1986)

Identifier of related entity

HAH03967

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Blöndal (1902-1986) Litlaholti í Saurbæ, Dal.

is the parent of

Ólafía Guðrún Blöndal (1935-2009) Akureyri

Dates of relationship

11.11.1935

Description of relationship

Related entity

Guðborg Guðmundsdóttir Blöndal (1926-1992) Akureyri (7.10.1926 - 1.12.1992)

Identifier of related entity

HAH01263

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðborg Guðmundsdóttir Blöndal (1926-1992) Akureyri

is the sibling of

Ólafía Guðrún Blöndal (1935-2009) Akureyri

Dates of relationship

11.11.1935

Description of relationship

Related entity

Friðrik Theódór Blöndal (1928-2015) Litla-Holt Staðarhólssókn Dölum (10.3.1928 - 20.12.2015)

Identifier of related entity

HAH03467

Category of relationship

family

Type of relationship

Friðrik Theódór Blöndal (1928-2015) Litla-Holt Staðarhólssókn Dölum

is the sibling of

Ólafía Guðrún Blöndal (1935-2009) Akureyri

Dates of relationship

11.11.1935

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01786

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 8.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places