Raufarfell undir Eyjafjöllum, bær og fjall

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Raufarfell undir Eyjafjöllum, bær og fjall

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

874 -

History

Raufarfell 743 mys

Raufarfells er getið í Hauksbók, Njálu og einnig í máldaga Miðbæliskirkju sem talinn er frá 1179. Í Íslensku fornbréfasafni (I, 255) segir um Mið Arnarbæli: ,,Tíund heimamanna liggur til kirkju og af næsta bæ og frá Raufarfelli hinu vestra og syngja þangað 12 messur“. Á þessum tíma hefur verið hálfkirkja eða bænhús á Raufarfelli sem virðist hafa verið í notkun a.m.k. til loka 15. aldar en er ekki getið í máldaga Miðbæliskirkju frá um 1570.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Fimm þeirra landnámsmanna, sem nefndir eru í Landnámu, námu land undir Eyjafjöllum. Það voru þeir Þrasi Þórólfsson, Hrafn Valgarðsson, Ásgeir kneif, Þorgeir hörski Bárðarson og Ásgerður Asksdóttir. Þrasi kom frá Hörðalandi í Noregi og nam land milli Kaldaklofsár og Jökulsár. Hann bjó í Skógum. Hrafn Valgarðsson kom frá Þrándheimi í Noregi en ætt hans er rakin til Danakonunga. Hrafn nam land milli Kaldaklofsár og Lambafellsár. Samkvæmt Landnámu (Sturlubók) bjó hann að Rauðafelli hinu Eystra og var hið mesta göfugmenni. Oddaverjar voru niðjar Hrafns í beinan karllegg. Ásgeir kneif nam land milli Lambafellsár og Seljalandsár. Hann bjó að Auðnum. Þorgeir hörski Bárðarson kom frá Þrándheimi og keypti landið milli Lambafellsár og Írár af Ásgeiri kneif. Ásgerður Asksdóttir nam land milli Seljalandsmúla og Markarfljóts. Hún bjó norðan í Katanesi.

Raufarfell var í Miðbælissókn þar til Miðbæliskirkja var lögð niður árið 1765. Miðbælissókn sameinaðist þá Eyvindarhólasókn og hefur fólkið á Raufarfelli sótti kirkju að Eyvindarhólum síðan. Árið 1890 sameinuðust Skógasókn og Steinasókn einnig Eyvindarhólasókn. Einnig var kirkja í Stóru-Borg en hún var lögð niður 1698. Frá 1890 hefur Eyvindarhólakirkja verið eina sóknarkirkja Austur-Eyfellinga. Í Eyvindarhólum var bæði prestssetur og kirkjustaður og var það sérstakt prestakall til 1904 (Björk Ingimundardóttir 2019). Frá 1904-2011 tilheyrðu Eyvindarhólar Holtsprestakalli og frá 2011 hafa þeir heyrt undir Víkurprestakall. Árið 1961 var núverandi kirkja í Eyvindarhólum vígð af Sigurbirni Einarssyni biskupi. Árið 1998 var ný kirkja vígð á Byggðasafninu í Skógum af Karli Sigurbjörnssyni biskupi.

Eyjafjöllin hafa lengi verið þéttbýl sveit. Árið 1703 voru 63 býli undir Austurfjöllum og íbúafjöldinn tæplega 400 manns. Bændum fjölgaði á nítjándu öldinni og 1880 voru heimilin orðin 77. Mest alla nítjándu öldina bjuggu þarna hátt í fimm hundruð manns. Árið 1910 var fjöldi bænda aftur orðinn sá sami og 1703 en þeim fækkaði töluvert næstu árin og voru orðnir 43 árið 1920. Leið margra lá til Vestmannaeyja og fleiri sjávarplássa sem kölluðu á fleira fólk í vaxandi útgerð.

Eyjafjöll voru eitt sveitarfélag til ársins 1871 en þá var sveitinni skipt í tvo hreppa, Austur- og Vestur Eyjafjallahrepp. Árið 2002 sameinuðust þessi sveitarfélög aftur ásamt fjórum öðrum hreppum í sýslunni. Þá varð til sveitarfélagið Rangárþing eystra.

Bæirnir Raufarfell og Rauðafell liggja mjög nálægt hvor öðrum. Það eru einungis nokkur hundruð metrar á milli þeirra. Væntanlega hefur þetta verið ein jörð í upphafi, það er svo spurning hversu snemma jörðinni hefur verið skipt. Nöfn þessara bæja eru nokkuð á reiki í heimildum, ýmist skráðir Raufarfell eða Rauðafell ytra og eystra. Allt til þessa dags hefur það verið málvenja á Raufarfelli og Rauðafelli að nefna bæina Ytra (Raufarfell) og Eystra (Rauðafell). Menn tala um að fara út að Ytra og austur að Eystra. Hannes Þorsteinsson (1923) telur að bæirnir hafi upphaflega heitið Raufarfell ytra og eystra en Rauðafellsnafnið komið til síðar. Hann rökstyður það m.a. með því að hliðstæðar breytingar hafi orðið í málinu þar sem rauf breytist í rauð og svo sé Raufarfell yfirleitt notað í eldri heimildum. Nafnið Raufarfell tengist væntanlega skarðinu sem klýfur fjallið ofan við bæina í tvennt. Þessi dalur nefnist Bæjarskálir og er líklega til orðinn fyrir tilstilli jökuls.

Það hefur lengi verið margbýli á Raufarfelli eins og á mörgum bæjum í sveitinni. Í Manntalinu frá 1703 eru taldir upp sex ábúendur. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns um Rangárvallasýslu var líklega skrifuð 1709. Þá bjuggu á Raufarfelli fjórir bændur. Þrír þeirra, Bjarni Eiríksson, Jón Björnsson og Einar Ólafsson bjuggu á jarðarpörtum sem biskupinn, Jón Þorkelsson Vídalín átti. Fjórði bóndinn, Gamalíel Eyjólfsson bjó á parti sem var í eigu Guðríðar Pálsdóttur á Sólheimum í Mýrdal. Síðan þá virðast ábúendur yfirleitt hafa verið fjórir. Það kemur fyrir að fleiri séu nefndir en það stóð yfirleitt stutt. Íbúafjöldi á Raufarfelli var oft um 30 manns. Suðurbær, Miðbær og Austurbær voru 10 hundruð að fornu mati en Vesturbær 5 hundruð.

Raufarfell var á 17. öld í eigu Vigfúsar Gíslasonar sýslumanns á Stórólfshvoli og Katrínar Erlendsdóttur, konu hans. Sonur þeirra, Jón Vigfússon biskup á Hólum, erfði jörðina. Sigríður dóttir hans, kona Jóns Vídalíns biskups, fékk hana svo í arf. Af heimildum frá 17. öld má sjá að skjalasafn Katrínar hefur brunnið í Stórólfshvolsbrunanum 1648 og þar á meðal skjöl um Raufarfell. Heimildir eru til um það allt frá síðasta fjórðungi 15. aldar að jörðin hafi gengið kaupum og sölum (Úrskurður Óbyggðanefndar 2004).

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00391

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

19.3.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places