Sigurlaug Sveinsdóttir (1919-2008) frá Vinaminni Blönduósi

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigurlaug Sveinsdóttir (1919-2008) frá Vinaminni Blönduósi

Hliðstæð nafnaform

  • Sigurlaug Ingunn Sveinsdóttir (1919-2008) Vinaminni Blönduósi

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

18.1.1919 - 21.12.2008

Saga

Sigurlaug Ingunn Sveinsdóttir fæddist í Vinaminni á Blönduósi 18. jan. 1919. Hún lést í Kjarnalundi á Akureyri 21. desember síðastliðinn. Sigurlaug ólst upp í foreldrahúsum á Blönduósi, hún fór snemma að vinna fyrir sér í vist og kaupavinnu. Hún fluttist norður í Glerárþorp 1938, þar sem hún settist síðan að til frambúðar.
Eftir að Sigurlaug og Sigurður kynntust hófu þau búskap í Glerárþorpinu og bjuggu í Ási um nokkurra ára bil en byggðu þá upp býlið Hraun og bjuggu þar um áratugaskeið. Í Hrauni stunduðu þau hefðbundinn búskap eins og þá tíðkaðist auk þess sem Sigurður sinnti vörslu sauðfjárvarna á Glerárdal og stundaði sjósókn og skotveiðar meðfram búskapnum. Sigurlaug sinnti þá verkunum heimafyrir og stundaði einnig saumaskap í talsverðum mæli auk venjulegra snúninga innanhúss. Sigurlaug og Sigurður dvöldu nokkur ár á dvalarheimilum Akureyrar í Skjaldarvík og Hlíð. Eftir lát Sigurðar árið 2004 flutti Sigurlaug út úr Hlíð og dvaldi í eigin íbúð um tíma, þar til hún fluttist í dvalarheimilið Kjarnalund.
Útför Sigurlaugar verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Vinaminn á Blönduósi: Ás í Glerárþorpi 1938 og Hraun:

Réttindi

Starfssvið

Einnig vann hún um árabil á saumastofunni Heklu og hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Benjamínsson, f. á Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu 14. okt. 1874, d. á Akureyri 27. nóv. 1947, og kona hans Lilja Þuríður Lárusdóttir, f. á Ökrum í Fljótum 21. júní 1883, d. 30. maí 1956 á Akureyri.
Þau eignuðust níu börn sem öll eru nú látin. Þau voru í aldursröð: a) Gunnlaugur, f. 18. apríl 1908, b) Petrína Guðrún, f. 27. des. 1909, c) Sigurður Ingi, f. 2. nóv. 1912, d) Lárus Finnbogi, f. 22. des. 1913, e) Gunnbjörn, f. 9. ágúst 1915, f) Ingibjörg Oktovía, f. 18. okt. 1916, g) Sigurlaug Ingunn, f. 18. jan. 1919, h) Jónas, f. 22. júní 1921, og i) Júdith Matthildur, f. 13. maí 1924.
Sigurlaug giftist 26. desember 1941 Ingimar Benediktssyni, f. í Barnafelli í Þingeyjarsýslu 11. maí 1913. Þau skildu. Foreldrar hans voru Benedikt Sigurðsson og Kristín Kristinsdóttir. Sonur þeirra:
1) Sævar Reynir, f. í Ási í Glerárþorpi 6. júní 1942, d. 1. febr. 1973, kvæntur Guðmundínu Ingadóttur, f. 15. jan. 1943, börn þeirra eru Ingimar Skúli, f. 13. sept. 1962, og Sigurlaug Kristín, f. 11. nóv. 1963.
Sigurlaug giftist 28. desember 1947 Sigurði Kristni Kristjánssyni, f. á Uppsölum í Svarfaðardal 2. mars 1913, d. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 21. maí 2004. Foreldrar hans voru Kristján Loftur Jónsson og kona hans Helga Solveig Guðjónsdóttir.
Sigurlaug og Sigurður eignuðust sex börn auk þess sem Sigurður gekk Sævari í föðurstað. Börnin eru:
2) Jóna, f. í Ási í Glerárþorpi 15. maí 1947, giftist Guðbirni Albert Tryggvasyni, f. 5. nóv. 1947, d. 4. apríl 1976, börn þeirra eru Ólöf Ragnheiður, f. 18. apríl 1967, og Kristján Albert, f. 9. maí 1970. Sambýlismaður Jónu er Benedikt Valtýsson, f. 20. júní 1946, dóttir þeirra er Karen Edda, f. 17. des. 1982.
3) Helga Sæunn, f. í Ási í Glerárþorpi 31. maí 1948. Dóttir hennar er Sigríður Ingunn Helgadóttir, f. 7. febr. 1967. Eiginmaður Helgu Sæunnar er Sigvaldi Einarsson, f. 27. júní 1944. Börn þeirra eru Matthías Einar, f. 7. des. 1970, Þröstur Gunnar, f. 12. júní 1972, og Sævar Reynir, f. 20. jan. 1974.
4) Kristján Sveinn, f. í Ási í Glerárþorpi 27. júlí 1949, kvæntur Ingunni Pálsdóttur, f. 24. ágúst 1950, börn þeirra eru stúlka, f. 13. maí 1973, d. 13. maí 1973, Grímur Sævar, f. 15. maí 1974, Fjóla, f. 2. maí 1975, og Sigurður Örn, f. 12. febr. 1983.
5) Sigrún Klara, f. í Hrauni í Glerárþorpi 4. sept. 1952. Dóttir hennar er Guðrún Ágústa Gústafsdóttir, f. 7. jan. 1970. Eiginmaður Sigrúnar Klöru er Ólafur Helgi Helgason, f. 16. nóv. 1949, börn þeirra eru Sigurður Helgi, f. 10. des. 1971, og Stella Sigríður, f. 30. nóv. 1973.
6) Kolbrún, f. í Hrauni í Glerárþorpi 27. nóv. 1955, gift Sveini Friðrikssyni, f. 3. apríl 1953. Börn þeirra eru Sigurlaug Ingunn, f. 16. sept. 1973, Valgerður Elsa, f. 23. júlí 1978, og Harpa, f. 19. júlí 1982.
7) Heiða Rósa, f. á Akureyri 10. febr. 1959.
Afkomendur Sigurlaugar eru nú 56.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Árni Melstað Sigurðsson (1925-2013) bifreiðastjóri Blönduósi (18.8.1925 - 4.10.2013)

Identifier of related entity

HAH01068

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1960 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum (10.6.1880 - 3.10.1970)

Identifier of related entity

HAH01691

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Erlendarbær 1908 - Hreppshús 1920 - Sveinsbær 1933 (1908 -)

Identifier of related entity

HAH00649

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sveinn Benjamínsson (1875-1947) Sveinshúsi (Vinaminni) (14.10.1875 - 27.11.1947)

Identifier of related entity

HAH04968

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sveinn Benjamínsson (1875-1947) Sveinshúsi (Vinaminni)

er foreldri

Sigurlaug Sveinsdóttir (1919-2008) frá Vinaminni Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01975

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 24.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir