Showing 1 results

Authority record
Kirkjugarðar

Blönduóskirkjugarður (1900)

  • HAH-10117
  • Corporate body
  • 1900

Kirkjugarðinum var valinn staður ofan brekkunnar sem gamla kirkjan stendur undir. Fyrst í stað var hann einungis girtur af með vírneti á tréstólpum en þá þegar var gert ráð fyrir steingirðingu. Garðurinn var um 24 metrar á hvorn veg og tilbúinn til notkunar haustið 1900, fyrst var jarðað í honum 22. nóvember það ár. Garðurinn hefur verið stækkaður nokkrum sinnum í tímans rás og er nú girðing úr steinsteypu umhverfis hann með skrautflúri mótuðu í vegginn. Við sáluhliðið er steyptur rammi eða gluggi þar sem í hangir lítil klukka. Er sú klukka fengin frá Þjóðminjasafni Íslands árið 1939 í stað fornrar klukku, sem fyrr hékk í sáluhliði garðsins en kom þá til safnsins. Vafalítið er hún fengin notuð frá kirkju, en ekki verður séð hvaðan.