Aðalheiður Björnsdóttir (1904-1987) Kötlustöðum í Vatnsdal

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Aðalheiður Björnsdóttir (1904-1987) Kötlustöðum í Vatnsdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

19.9.1904 - 20.9.1987

History

Aðalheiður fæddist 19. september 1904 að Helgavatni í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Hannesdóttir og Björn Þorsteinsson, sem bæði voru húnvetnskrar ættar. Nokkurra vikna gamalli var henni komið í fóstur til sæmdarhjónanna Ingibjargar Kristmundsdóttur og Jóns Baldvinssonar að Kötlustöðum í Vatnsdal. Hjá þeim hjónum átti Aðalheiður sín bernskuog unglingsár og reyndust þau henni sem bestu foreldrar. Uppeld issystur sínar, þær Halldóru, Rósu, Guðrúnu og Jenný, leit hún ávallt á sem raunverulegar systur og var mikill kærleikur með þeim og börnum þeirra. Alla ævi bar hún mikla tryggð til átthaganna og var í nánu sambandi við tvær uppeldissystra sinna sem þar bjuggu. Jenný bjó á Eyjólfsstöðum með manni sínum, Bjarna Jónassyni, og er ein á lífi af þeim systrum og Rósa bjó á Marðarnúpi en hennar maður var Guðjón Hallgrímsson. Báðir þessirmenn voru landsþekktir bænda höfðingjar og bjuggu stórbúi í Vatnsdalnum. Foreldrar Aðalheiðar hófu aldrei sambúð, en giftust síðar hvort í sínu lagi. Tvö hálfsystkini á hún á lífi, Margréti Björnsdóttur húsfreyju að Köldukinn og Björn Björnsson fv. bónda í Miðhópi. Látin eru Jósefína Pálsdóttir póstmeistarafrú á Akureyri og Halldór Pálsson verkfræðingur. Aðalheiður hélt sambandi viðþau og foreldra sína eins og kostur var, einkum Halldór, en hann var búsettur í Reykjavík og er látinn fyrir allmörgum árum. Á unglingsárum sínum vann Aðalheiður hefðbundin sveitastörf í heimasveit sinni, var í kaupavinnu og við heimilisstörf á ýmsum bæjum, en 17 ára gömul fór hún í Húsmæðraskólann á Blönduósi og var þar í eitt ár. Liðlega tvítug fluttist hún til Reykjavíkur og fljótlega eftir komuna þangað hóf hún störf hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Þar urðu þáttaskil í lífi Aðalheiðar þegar hún kynntist Kristni Lýðssyni, sem síðar átti eftir að verða eiginmaður hennar, en þau gengu í hjónaband 10. október 1931. Kristinn var sonur Sigríðar Sigurðardóttur og Lýðs Árnasonar bónda á Hjallanesi í Landsveit. Á hjónaband þeirra Aðalheiðar og Kristins féll aldrei skuggi, gagnkvæm virðing og kærleikur ríkti ávallt á milli þeirra og þau voru samtaka í hjálpsemi við aðra. Það kom meðal annars fram í því að þau tóku aldraða foreldra Kristins inn á heimili sitt þar sem þau nutu umhyggju og ástúðar síðustu æviár sín. Gestkvæmt var á heimili þeirra og oft margt um manninn enda vina- og ættingjahópurinn stór. Mest allan sinn búskap bjugguþau á Hringbraut 52 í Reykjavík, þar sem þau eignuðust eigin íbúð í nýbyggðum svokölluðum verkamannabústöðum árið 1937. Áður höfðu þau búið í leiguhúsnæði. Húsakynnin voru ekki stór miðaðvið það sem nú gerist, en þótti gott á þeim árum og alltaf var til rúm fyrir gest sem að garði bar. Aðalheiður og Kristinn eignuðust fjögur börn. Elst er Unnur, gift Valgeiri J. Emilssyni prentara, Jón Ingi matsveinn, d. 28. júní 1981, hann var kvæntur Ástu Eyþórsdóttur, Sigurður Lýður rafvirki, kvæntur Soffíu Thoroddsen, og yngst er Ásdís, en hennar maður er Magnús Kjærnested stýrimaður. Kristinn starfaði alla tíð í Ölgerðinni eða þar til hann varð að láta af störfum sökum heilsubrests sem hann átti við að stríða síðustu ár ævi sinnar. Í veikindum hans sýndi Aðalheiður það sem fyrr hve sterk og umhyggjusöm kona hún var. Kristinn lést þann 19. desember 1981, en aðeins hálfu ári áður höfðu þau misst eldri son sinn, Jón Inga.

Places

Reykjavík: Kötlustaðir í Vatnsdal.

Legal status

Kvsk á Blönduósi 1921

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Hólmfríður Hannesdóttir og Björn Þorsteinsson, sem bæði voru húnvetnskrar ættar. Nokkurra vikna gamalli varhenni komið í fóstur til sæmdarhjónanna Ingibjargar Kristmundsdóttur og Jóns Baldvinssonar að Kötlustöðum í Vatnsdal.

Systkini hennar sammæðra;
Margrét Björnsdóttir húsfreyja að Köldukinn
Björn Björnsson fv. bónda í Miðhópi.
Jósefína Pálsdóttir póstmeistarafrú á Akureyri
Halldór Pálsson verkfræðingur.

Maður hennar 10.10.1931; Kristin Lýðsson Hjallanesi í Landsveit

Börn þeirra;
1) Unnur, gift Valgeiri J. Emilssyni prentara,
2) Jón Ingi matsveinn, d. 28. júní 1981, hann var kvæntur Ástu Eyþórsdóttur,
3) Sigurður Lýður rafvirki, kvæntur Soffíu Thoroddsen,
4) Ásdís, en hennar maður er Magnús Kjærnested stýrimaður.

General context

Relationships area

Related entity

Jón Kristjánsson (1923-2014) Köldukinn og Blönduósi (5.2.1923 - 20.6.2014)

Identifier of related entity

HAH01579

Category of relationship

family

Dates of relationship

25.5.1928

Description of relationship

Margrét kona Jóns var systir Aðalheiðar sammæðra

Related entity

Rósa Ívarsdóttir (1891-1982) Hvammi og Marðarnúpi (26.8.1891 - 11.9.1982)

Identifier of related entity

HAH06492

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

fóstursystir

Related entity

Páll Friðrik Halldórsson (1875-1941) frá Meðalheimi, verslunarstjóri á Akureyri (24.3.1875 - 10.11.1941)

Identifier of related entity

HAH06521

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

stjúpdóttir

Related entity

Helgavatn í Vatnsdal ((1000))

Identifier of related entity

HAH00287

Category of relationship

associative

Dates of relationship

19.9.1904

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Kötlustaðir í Vatnsdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00177

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1904

Description of relationship

gefin þangað nokkurra vikna

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1921-1930 (1921 - 1930)

Identifier of related entity

HAH00115 -21-30

Category of relationship

associative

Type of relationship

Kvennaskólinn á Blönduósi 1921-1930

is the associate of

Aðalheiður Björnsdóttir (1904-1987) Kötlustöðum í Vatnsdal

Dates of relationship

1920-1921

Description of relationship

nemandi þar 1920-1921

Related entity

Guðrún Jónsdóttir (1887-1968) frá Kötlustöðum (27.7.1887 - 7.7.1968)

Identifier of related entity

HAH04423

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Jónsdóttir (1887-1968) frá Kötlustöðum

is the sibling of

Aðalheiður Björnsdóttir (1904-1987) Kötlustöðum í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

fóstursystir

Related entity

Halldór Pálsson (1896-1962) verkfræðingur (3.6.1896 - 15.9.1962)

Identifier of related entity

HAH04683

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldór Pálsson (1896-1962) verkfræðingur

is the sibling of

Aðalheiður Björnsdóttir (1904-1987) Kötlustöðum í Vatnsdal

Dates of relationship

19.9.1904

Description of relationship

sammæðra

Related entity

Jenný Rebekka Jónsdóttir (1898-1991) Eyjólfsstöðum (26.7.1898 - 1.1.1991)

Identifier of related entity

HAH01537

Category of relationship

family

Type of relationship

Jenný Rebekka Jónsdóttir (1898-1991) Eyjólfsstöðum

is the sibling of

Aðalheiður Björnsdóttir (1904-1987) Kötlustöðum í Vatnsdal

Dates of relationship

1904

Description of relationship

uppeldissystur

Related entity

Halldóra Ívarsdóttir (1887-1967) Aralæk (12.3.1887 - 19.10.1967)

Identifier of related entity

HAH04709

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldóra Ívarsdóttir (1887-1967) Aralæk

is the sibling of

Aðalheiður Björnsdóttir (1904-1987) Kötlustöðum í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

fóstur systir

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01004

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 12.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places