Aðalheiður Margrét Guðmundsdóttir (1942-2011)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Aðalheiður Margrét Guðmundsdóttir (1942-2011)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

11.2.1942 - 24.9.2011

History

Aðalheiður Margrét Guðmundsdóttir fæddist 11. maí 1942, hún lést á líkanardeild Landakostspítala 24. september 2011.
Aðalheiður var dóttir hjónanna Guðmundar Kristjáns Kristjánssonar vélstjóra, f. 19. júlí 1904, d. 27. janúar 1958, og Aðalheiðar Klemensdóttur, f. 21. október 1910, d. 26. október 1995. Systkini Aðalheiðar eru: 1) Klemens, f. 10. nóvember 1934, kvæntur Astri Flaglien, 2) Aðalheiður Margrét, f. 7. október 1937, d. 10. maí 1942, 3) Hrefna, f. 9. september 1944, gift Óla Má Guðmundssyni, f. 24. júní 1940, d. 21. mars 1997, 4) Kristján, f. 4. október 1945, kvæntur Elsu Baldursdóttir, 5) Margrét, f. 28. ágúst 1948, gift Geoffrey Brabin. Guðmundur, faðir Aðalheiðar, átti tvær dætur frá fyrra hjónabandi. Þær voru Ingibjörg, f. 9. ágúst 1927, d. 27. janúar 1985, og Kristín, f. 16. apríl 1929, d. 22. júlí 1961, og var alltaf mjög gott samband á milli þeirra systra.
Eiginmaður Aðalheiðar er Jón Helgason, f. 12 desember 1932 á Akureyri. Hann starfaði sem vélstjóri. Foreldrar hans voru Helgi Thorberg Kristjánsson, f. 20. september 1904, d. 9. september 1976, og Kristín Jónsdóttir, f. 13. ágúst 1909, d. 22. mars 2002. Aðalheiður og Jón giftust 11. maí 1963, þau eignuðust þrjú börn: 1) Guðmundur tónlistarmaður, f. 11. október 1962, hans sonur er Sigurjón Thorberg, f. 5. ágúst 2010, uppeldissonur Guðmundar er Daníel Takefusa Þórisson, f. 8. janúar 1990, 2) Kristín tanntæknir, f. 22. janúar 1964, gift Ragnari Smára Ingvarssyni vélstjóra, f. 3. september 1954, börn þeirra eru: a) Jón Ingi, f. 26. desember 1984, b) Aðalheiður, f. 12. mars 1991, c) Alexander, f. 29. júní 1992. 3) Ægir Thorberg verkfræðingur, f. 27. júní 1971, hans dóttir er Ragna Birna, f. 15. júní 1998.
Aðalheiður ólst upp á Holtsgötu 31, stundaði nám í Melaskólanum og síðan í Hagaskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi og var í fyrsta árgangi sem útskrifaðist úr gagnfræðadeild skólans. Hún hóf að vinna eftir nám hjá O. Johnson og Kaaber og síðar í versluninni Baldri á Holtsgötunni.
Aðalheiður og Jón hófu búskap á Brekkustíg og fluttust síðan á Holtsgötu 31 í risíbúð hjá móður hennar. Þau keyptu svo íbúð á Hraunteig og bjuggu þar þangað til 1969. Þá fluttu þau til Skagastrandar og bjuggu þar í 18 ár. Allan þann tíma einbeitti Aðalheiður sér aðallega við barnauppeldi og heimilisstörf, en jafnframt því starfaði hún einnig í hlutastarfi á Pósthúsi Skagastrandar og í fiskvinnslu.
Aðalheiður hafði yndi af söng og tónlist og fór hún snemma að syngja í kirkjukór Hólaneskirkju á Skagaströnd. Þau hjón fluttu síðan aftur til Reykjavíkur 1987 og um haustið sama ár hóf hún störf sem ritari á Landakotsspítala, jafnframt lauk hún námi á læknaritarabraut frá Fjölbraut við Ármúla í maí 2005. Aðalheiður lauk starfi á Landakotsspítala sumarið 2009 og hóf hún að sinna áhugamálum sínum, m.a. sumarbústað fjöldskyldunar í Ketlubyggð við Hellu sem var alltaf hennar sælureitur. Aðalheiður fór aftur að syngja og var virk í tveimur kórum.
Útför Aðalheiðar fer fram frá Neskirkju, í dag, 3. október, og hefst athöfnin kl. 13.

Places

Reykjavík: Skagaströnd.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01007

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 12.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places