Arngrímur Konráðsson (1929-2015) Litlu-Laugum, Reykjadal

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Arngrímur Konráðsson (1929-2015) Litlu-Laugum, Reykjadal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

21.8.1929 - 19.9.2015

History

Arngrímur Konráðsson, trésmiður á Laugum, fæddist 21. ágúst 1929 í Laugaskóla í Suður- Þingeyjarsýslu.
Stofnaði og starfrækti trésmíðaverkstæðið Norðurpól. Rak einnig bókaverslun ásamt eiginkonu sinni. Var í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930.
Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 19. september 2015. Útför Arngríms fór fram frá Einarsstaðakirkju 26. september 2015, og hófst athöfnin kl. 14.

Places

Legal status

Arngrímur ólst upp á Laugum þar sem hann gekk í barnaskóla og héraðsskólann á Laugum. Síðar lærði hann húsgagnasmíði.

Functions, occupations and activities

Árið 1946 stofnaði hann, ásamt Snæbirni Kristjánssyn, trésmíðaverkstæðið Norðurpól þar sem hann starfaði allan sinn starfsaldur. Hann rak einnig bókaverslun ásamt Rannveigu eiginkonu sinni. Arngrímur og Ransý bjuggu öll sín búskaparár á Laugum í Reykjadal, fyrst í Laugabrekku og síðar á Hólavegi 3.
Arngrímur tók virkan þátt í sönglífi héraðsins, hann var félagi í Karlakór Reykdæla og um skeið formaður hans. Hann söng einnig í Karlakórnum Hreim á síðari árum. Hann var félagi í Lionsklúbbnum Náttfara, og sá um kvikmyndasýningar ásamt Snæbirni Kristjánssyni fyrir klúbbinn og einnig fyrir Laugaskóla. Hann var einnig félagi í ungmennafélaginu Eflingu og vann þar m.a. að leiksýningum. Þá var hann einnig félagi í skógræktarfélagi Reykdæla.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Konráð Erlendsson 11.1.1885 - 2.7.1957. Kennari í Reykjavík 1905-06. Nam við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1908-09. Bóndi, húsmaður og kennari í Fremstafelli og víðar í Köldukinn 1912-25. Kennari á Laugum í Reykjadal 1924-49. Síðast bús. í Laugabrekku í Reykdælahreppi. Hagorður og málsnjall og kona hans; Helga Arngrímsdóttir 22.11.1890 - 20.11.1964. Með foreldrum í Torfunesi og á Ljósavatni. Við búskap eða í húsmennsku í Ljósavatnshreppi 1912-25. Síðar húsfreyja á Laugum í Reykjadal. Húsfreyja í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. í Reykdælahreppi.

Systkini hans voru:
1) Erlendur Konráðsson, f. 22. maí 1916, d. 5. des. 2001. Héraðslæknir á Kópaskeri 1949-1955, síðan heimilislæknir á Akureyri til 1986. Var í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. á Akureyri.
2) Jónína Konráðsdóttir, f. 4. september 1921, d. 21. maí 1932. Var í Alþýðuskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930.

Kona hans 4.5.1952; Rannveig Hulda Ólafsdóttir, bóksalaiá Laugum. Hún fæddist á Patreksfirði 23. apríl 1931, d. 15. desember 2009. Foreldrar hennar voru Ólafur Jósúa Jónsson sjómaður, f. 17. júlí 1906, Eyrarhúsum í Tálknafirði, d. 3. júní 1971, og Lárentsína Guðrún Guðmundsdóttir, f. 8. janúar 1909 í Keflavík, Neshr., Snæf., d. 7. júní 1973.

Börn Rannveigar og Arngríms eru:
1) Helga Arngrímsdóttir, f. 14. júlí 1953, viðskiptafræðingur í Reykjavík. Börn hennar eru a) Rannveig Björk, f. 11. október 1976, maki Arnar Már Einarsson, þau eiga einn dreng, og b) Níels, f. 18. janúar 1984, hann á eina dóttur.
2) Ólafur Arngrímsson, f. 10. maí 1957, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði, kona hans er Torfhildur Guðrún Sigurðardóttir, f. 27. nóvember 1957. Börn þeirra eru a) Rannveig Hulda, f. 4. september 1978, maki Ottó Freyr Jóhannsson, þau eiga tvö börn. b) Jónína, f. 14. ágúst 1984, maki Eggert Þröstur Þórarinsson, þau eiga tvö börn. c) Þórarna, f. 6. júní 1994, sambýlismaður Ívar Örn Clausen.

General context

Relationships area

Related entity

Konráð Erlendsson (1885-1957) Kennari á Laugum 1924-1949 (11.1.1885 - 2.7.1957)

Identifier of related entity

HAH08734

Category of relationship

family

Type of relationship

Konráð Erlendsson (1885-1957) Kennari á Laugum 1924-1949

is the parent of

Arngrímur Konráðsson (1929-2015) Litlu-Laugum, Reykjadal

Dates of relationship

21.8.1929

Description of relationship

Related entity

Helga Arngrímsdóttir (1890-1964) Litlulaugum, Reykjadal (22.11.1890 - 20.11.1964)

Identifier of related entity

HAH08733

Category of relationship

family

Type of relationship

Helga Arngrímsdóttir (1890-1964) Litlulaugum, Reykjadal

is the parent of

Arngrímur Konráðsson (1929-2015) Litlu-Laugum, Reykjadal

Dates of relationship

21.8.1929

Description of relationship

Related entity

Laugar í Reykjadal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00367

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Laugar í Reykjadal

is controlled by

Arngrímur Konráðsson (1929-2015) Litlu-Laugum, Reykjadal

Dates of relationship

21.8.1929 - 19.9.2015

Description of relationship

Fæddur þar og bjó þar alla ævi

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH08769

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 23.8.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places