Auðkúla Kirkja og staður

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Auðkúla Kirkja og staður

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[900]

History

Auðkúla I. Stofnendur þess býlis eru Ásbjörn Jóhannesson og kona hans Halldóra Jónmundsdóttir. Í hlut þess féll miðhluti jarðarinnar, og þar með talsverður hluti gamla túnsins. Byggingar þess eru örskammt þaðan sem prestsseturshúsið var. það á landið norðan í Hálsinum sunnan þjóðvegarins. Einnig ræktunarland í „Veitunni“, sem liggur norðaustur frá bænum all niður að Svínavatni. Íbúðarhús byggt 1967, steinsteypt 337m3. Fjós fyrir 26 kýr á básum og 20 í lausagöngu. Mjólkurhús og kjarnfóðurgeymsla 65 m3. Fjaárhús fyrir 150 fjár, hlaða 612 m3. Tún 28 ha, veiðiréttur í Svínavatni.

Auðkúla II. Stofnendur þess býlis eru Jónmundur Eiríksson og kona hans Þorbjörg Þorsteinsdóttir. Þetta býli á landið að vestanvið gamla túnið frá þjóðveginum og allt norður að Svínavatni. Kúlunesið, sem er nyrst í þessu landi er mikið og gott ræktarland, en liggur alllangt frá bænum. Íbúðarhúsið er 100 m frá gamla bæjarstæðinu. ‚ibúðarhús byggt 1954, 316 m3. Fjós yfir 15 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 722 m3. Véla og verkfærageymsla 180 m3. Tún 26 ha. Veiðréttur í Svínavatni og Svínavatnsá.

Auðkúla III. Stofnandi Hannes Guðmundsson, en land þess liggur austan í ásnum og hálsinum allt frá „Veitunni“ og suður að Litlasalslandi og nær því yfir hinn svokallaða Kúluskóg. Byggingarnar er nokkurn spöl frá hinum Auðkúlubæjunum eða 600-800 m. nær Svínavatninu. Íbúðarhús byggt 1968 340 m3. Fjós yfir 20 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hlaða 700 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Places

Svínavatnshreppur; Auðkúlustaðir; Kúlukirkja; Bólstaðarhlíðarprestakall; Kúlunes; Svínavatn; Dældarendi; Auðkúluskógur [Kúluskógur]; Svínadalsá; Svínadalsárós; Grund; Langholt; Holt; Merkjalaut; Fornmannakol; Hrísbrún; Sljettárdalur; Hornás; Tjarnarborg; Kúla [Miðsmorgunsvarða]; Klaufarhæðir; Rútsstaðaklauf; Hvannlækjarbungu; Auðkúluheiði; Litlaland; Dældarhaus; Ingibjargarsel á Sljettárdal; Sljettá; Stóridalur; Bungnaás; Áshildartjörn: Áshildarlækur; Fiskilæk; Vallgil; Blanda; Háamöl fyrir Ásbúðarlandi á Skaga [Reki]; Guðlaugsstaðir; Rútsstaðir; Þröm; Auðkúluheiði; Veitan; Bólstaðarhlíðarfjall;

Legal status

Audkulustader. það er almennilega kallað Kúla en venjulega skrifað Auðkúla. Kirkjustaður og beneficium síðan Guðbrandur biskup lagði þessa jörð frá Hólastól til fátækra presta uppheldis, so síðan er staðurinn beneficium. Jarðardýrleiki er óviss, því jörðin tíundast öngvum síðan hún er beneficium orðin, en fyrir nokkrum árum ljet amtmaðurinn Christian Muller taxera þetta beneficium fyrir 1 € . Engin eru til þeirrar virðíngar rök leidd, so menn viti. Staðarhaldarinn er presturinn Sr. Illugi Thorláksson. Landskuld er hjer engin, og hefur aldrei verið síðan staðurinn varð beneficium, Leigukúgildi eru engin, en vi kúgildi fylgja staðnum. Leigur eftir þau öll falla í prestsins uppheldi, en presturinn, sem staðinn heldur, ábyrgist þau fyrir öllu, so sem á öðrum beneficiis. Kvikfje á staðnum ix kýr, af þeim er i annarstaðar í leiguburði, en önnur ráðin til bana, níutíu ær, sauðir tvævetrir og eldri xxviii, veturgamlir xvi, i naut tvævett, i veturgamalt, ii kvígur veturgamlar, i kálfur, vi hestar, v hross, i únghryssa, iii fyl; lömb vís og óvís hjer um xl. Fóðrast kann iiii kýr, iiii úngneyti, xl lömb, níutíu ær, i hestur alinn, iii til bjargar. Skóg hefur staðurinn átt til kolgjörðar nægan, sá skógur er þrotinn so valla er eftir rifhris, sem þó er enn brúkað til kolgjörðar.
Torfrista og stúnga tekur mjög að þverra. Rifhris er enn af nægð en fer þó til þurðar. Laxveiðivon, sem nokkur var í Svínadalsá, má teljast frá, síðan lögmaðurinn Lauritz Gottrup ljet setja þvergarð um báðar kvíslirnar á Laxá. Silúngsveiðivon í Svínavatni og á fjallvötnum er hin besta, en um það hvorutveggja verður mjög misært, eftir því sem guð gefur lukku til.
Eggversvon af álft hefur að fornu verið á fjalli, en um lángan tíma að öngvu gagni. Grasatekju á staðurinn á fjalli merkilega góða ef ei spiltu aðrir, sem margir gánga þó að í leyfislausri ofdirfð. Hvannatekju og róta á staðurinn á fjalli gagnvæna, sem margir brúka í orðlofslausri ofdirfð. Reka á staðurinn allan á Skaga austan frá Depli og vestin' að Máfatánga.
Beit eignar presturinn staðnum fyrir hálfa sauðahöfn í Bólstaðarhlíðarfjall. það hefur ekki brúkast um lánga tíma. Afrjett á staðurinn á Kúluheiði og toll fyrir þá rekstra, sem úr þessari sveit og af Asum mega þángað gánga. Lítt nýtur presturinn þessa, því mjög er afrjettin afrækt undir 20 ár. Engjum staðarins spillir Svínadalsá merkilega. Vatnsból er merkilega ilt og bregst oft um vetur til stórskaða bæði mönnum og fjenaði, sama hendir oft um sumar.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Eyvindur auðkúla nam allan Svínadal og bjó á Auðkúlustöðum.
Auðkúla er bær, kirkjustaður og áður prestssetur í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu, sunnan við Svínavatn. Samkvæmt Landnámabók hét bærinn upphaflega Auðkúlustaðir og þar bjó landnámsmaðurinn Eyvindur auðkúla, sem nam Svínadal. Síðar bjuggu þar ýmsir veraldlegir höfðingjar, þar á meðal Kolbeinn Bjarnason Auðkýlingur, sem hlaut jarlstign um 1300, og seinna Einar Þorleifsson hirðstjóri.
Á árunum 1575-1650 voru feðgarnir Eiríkur Magnússon og Magnús Eiríksson prestar á Auðkúlu. Á meðal barna Magnúsar voru þeir séra Jón Magnússon skáld í Laufási og séra Jón Magnússon þumlungur á Eyri í Skutulsfirði, höfundur Píslarsögu séra Jóns Magnússonar. Seinna var Jón Jónsson (1772-1817), tengdasonur séra Odds á Miklabæ, prestur á Auðkúlu. Hann drukknaði þegar hann féll í vök á Svínavatni og var sagður ganga aftur.
Kirkjan á Auðkúlu var helguð Jóhannesi skírara í kaþólskum sið. Núverandi kirkja, sem er áttstend að lögun, var vígð árið 1894. https://is.wikipedia.org/wiki/Auðkúla_(Svínadal)

Saga kirkjunnar
Auðkúlukirkja er í Bólstaðarhlíðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Kirkja var reist á Auðkúlu við Svínavatn þegar í öndverðri kristni. Getur hér veglegrar trékirkju og var að henni tveggja presta skyld. Var staðurinn auðugur og hefðarból, enda landflæmi mikið og afréttartekjur háar. Svo mikils háttar bújörð var Auðkúla, að Jón biskup Arason hélt staðinn um tíma í ágóðaskyni. einungis einn prestur sótti burt af staðnum á 17. öld og annar á 18. öld, en enginn síðan, uns brauðið var lagt niður 1951.

Kirkjuhúsið, sem nú stendur, var reist 1894. Yfirsmiður var Þorsteinn Sigurðsson á Sauðárkróki. Kirkjustæðið var flutt suður og upp fyrir garðinn og stóð gamla kirkjan til haustsins, er komið var að vígslu hinnar nýju. Séra Hjörleifur Einarsson prófastur á Undirfelli vígði kirkjuna og gat hann þess í bréfi til biskups, að þegar gamla Auðkúlukirkjan var tekin ofan, hefði síðasta torfkirkjan hrofið af sviðinu í Húnaþingi.
Auðkúlukirkja er, þegar grannt er skoðað, sporöskjulöguð, því að þilveggir, sem eru 2,3 m, hornaþilin 4 eru 2,1 m, en miðjuþil 3,63 m, innanmál. Kirkjubekkir eru skásettir og horfa við altari, en fram til 1930, er kirkjan var afhent söfnuðinum, var ekki predikunarstóll í henni. Var svo látið heita, að tæki 80 í sæti, en þröngt hefur verið setið. Fækkaði sætum, er stóllinn kom til og einnig, er ofn var settur að norðan við altari, þar sem nú er aðstaða fyrir kirkjusönginn og hljóðfærið.

Altarið er sneitt á hornum og snúa 3 spjaldahliðar fram, en gráturnar eru fimmstrendar, hvort tveggja í samræmi við stíl hússins. Klæði ásaumað eftir fyrirmynd á patínu, sem er gömul og góð við samstæðan kaleik, hnúðstóran og vænan, en yfir altarinu páskabjört tafla, málverk Andreas Tåstrups 1875, myndefnið: Kristur er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn. Önnur tafla, íslensk og máluð á tréspjöld í fyrra sið, er á þilvegg, dýrmætur forngripur eins og hin eldri kirkjuklukka, sem er þykk mjög og gefur tregan hljóm. Hin klukkan er frá 1755 og með hinu nýrra lagi og hljómfögur. http://kirkjukort.net/kirkjur/audkulukirkja_0281.html

Fyrsti prestur sem vitað er að hafi setið á Auðkúlu eftir siðaskipti er séra Finnbogi Gíslason, sonur séra Gísla sterka Finnbogasonar ábóta á Munkaþverá, Einarssonar. Séra Gísli var bróðir Guðrúnar, móður Einars skálds í Heydölum (Eydölum). Finnbogi kemur við skjöl 1544 eftir að hafa vegið Þórarin Steindórsson í Bólstaðarhlíð, föður Einars, lögsagnara í Húnavatnsþingi. Fékk hann uppreisn hjá Jóni biskupi Arasyni. Munu þeir Gísli hafa verið þremenningar að skyldleika og faðir Gísla einn hinna helstu stuðningsmannaJóns til biskupsdóms. Séra Finnbogi er orðinn prestur á Auðkúlu 1566. Kemur það fram í bréfi frá því ári þar sem Guðbrandur biskup Þorláksson ritar séra Brynjólfi Árnasyni á Bergsstöðum: „Sömuleiðis bið ég og bifala þér séra Brynjólfur Arnason að þú nú á næsta sunnudegi er kemur messir og embættir að Kúlukirkju og þar nefndan séra Finnboga afleysir publica absolution og sacramentum gefir að hjá verandi því þingfólki sem þar saman kemur. Líka einnig bið ég og bifala öllu þingfólki í greindri kirkjusókn að það hafi og haldi nefndan séra Finnboga fyrir sinn þingprest og sálusorgara svo lengi og þar til ég aðra skipun á gjöri svo sem greint bréf þar um áður útgefið hljóðar, og til sanninda hér um þrykki ég mínu signeti."

Brynjólfur þessi komst seinna í langvinnar landamerkjadeilur við Guðbrand og þá feðga, Einar Þórarinsson og son hans, Skúla á Eiríksstöðum, föður Þorláks síðar biskups á Hólum.

Skúli var kvæntur Steinunni, laundóttur Guðbrands biskups og Guðrúnar, systur séra Finnboga á Auðkúlu, og er af þeim ætt mikil. Séra Finnbogi fær svo sama ár kvittun fyrir brot sitt: „Eftir því að þessi persóna hefur að sínu embætti og sacramenti ekki eftir ordinatunni löglega verið afsettur nú langan tíma, þá upp á það að sú fátæka hjörð sé ekki lengur hirðulaus, sem hann var yfirskipaður, og með því hann hefur fyrir sitt brot kvittan fengið sem var einföld barnsekt, þá set ég hann aftur til síns kennimannlega embættis og curam anionarium að öllu jafnfullu sem hann áður haft hefur." Séra Finnbogi fer frá Auðkúlu 1575 að Hjaltabakka.

Nú er Auðkúlustaður ekki lengur hinn sami og áður var. Prestsetrið er lagt niður og Landnám ríkisins hefur yfirtekið jörðina. Á vegum þess eru risin þar þrjú nýbýli, blómleg á sinn hátt. Öll bera þau Auðkúlu nafn

Kúluprestar. – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1994), Bls. 72-98. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000586645

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

1967-1991- Ásbjörn Þór Jóhannesson 24. júní 1942 - 30. júní 1991. Bóndi á Auðkúlu, Svínavatnshr., Hún. Kona hans; Halldóra Elísabet Jónmundsdóttir 4. ágúst 1944 - 26. mars 2016. Var í Auðkúlu, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Auðkúlu í Svínavatnshreppi. Síðast bús. í Reykjavík.

1954-1967- Jónmundur Eiríksson 9. jan. 1914 - 13. nóv. 1993. Bóndi á Ljótshólum. Var á Ljótshólum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Auðkúlu, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík.

1967-1977- Eiríkur Ingi Jónmundsson 3. ágúst 1940 - 15. okt. 2004. Var á Auðkúlu, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Ólst þar upp. Starfsmaður Búnaðarsambands Austur-Húnvetninga á árunum 1961-67, bóndi á Auðkúlu 1967-77. Vörubifreiðarstjóri á Blönduósi 1977-88, flutti þá til Reykjavíkur og ók þar vörubifreiðum og almenningsvögnum í fyrstu en leigubifreið eftir 1994. Bús. í Reykjavík 1994. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans; Birna Steinunn Jónsdóttir 23. apríl 1945.

1954-1986- Hannes Guðmundsson 3. apríl 1925 - 10. sept. 2008. Var í Sléttárdal, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Auðkúlu, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Bóndi á Auðkúlu í Svínavatnshreppi.

General context

Landamerkjaskrá fyrir heimajörðinni Auðkúlu í Svínavatnshreppi.

Að norðan ræður Svínavatn, sunnan frá svonefndum Dældarenda í Auðkúluskógi út í Svínadalsárós, ræður síðan áin að vestan merkjum millum Grundar og Auðkúlu, þar til kemur á móts við graslaut vestantil í svonefndu langholti, er liggur millum Auðkúlu og Holts. Graslaut þessi, sem nefnd er Merkjalaut, er andspænis vörðu á vesturbakka Svínadalsár, og ræður hún merkjum milli Holts og Auðkúlu austur í Fornmannakol, er sjást í Langholti, þaðan í vörðu á Hrísbrún. Þaðan í vörðu á vestanverðri há Kúlunni, sem nefnd er Miðsmorgunsvarða frá Holti. Frá þessari vörðu liggur Auðkúlu land fram allan hálsinn, milli Svínadals og Sljettárdals, greinir þar Auðkúluland og Holtsland bein sjónhending frá áðurnefndri Miðsmorgunsvörðu fram á há Hornás, af Hornás sjónhending í vestanverða svo nefnda Tjarnarborg, þaðan beinleiðis í miðja Klaufarhæðir, fram í upptök lækjar í Rútsstaðaklauf, þaðan beinleiðis í há Hvannlækjarbungu, þar fyrir framan tekur við Auðkúluheiði. Þessi beina lína utanfrá Rútsstaðaklauf, fram á Hvannlækjarbungu greinir og Auðkúluland vestanvert frá Rútsstaða- og Hrafnabjargalöndum austanverðum. Að austan ræður merkjum Auðkúlulands áðurnefnd Dæld í Auðkúluskógi, liggur hún frá Svínavatni framanverðu, milli Litlalands og Auðkúlu, upp ú hálsbrúnina, þaðan frá svonefndum Dældarhaus, fram austurbrún hálsins, þar til kemur að vörðu á brúninni uppundan læk þeim, er rennur ofan af hálsi næst fyrir utan svo nefnt Ingibjargarsel á Sljettárdal, lækur þessi, sem er takmörk Litladals að sunnan, rennur ofan í Sljettá, og fylgir Auðkúluland honum til árinnar ofan frá vörðunni á hálsbrúninni upp undan læknum. Úr því að Sljettá er komið ræður hún merkjum um Auðkúlulands að austan og Stóradals að vestan til upptaka hennar, suður á vörðu á Bungnaás, þaðan suður í Áshildartjörn og Áshildarlæk, austur í Fiskilæk, þaðan í Vallgil, og að Blöndu, er síðar ræður merkjum heiðarlandsins að austan.
Auðkúla á rekapláss: Svo nefnda Háumöl fyrir Ásbúðarlandi á Skaga.
Auðkúla 17. maí 1890
Stefán M. Jónsson (beneficiarius)
Þessum merkjum erum við undirritaðir samþykkir:
I. Salome Þorleifsdóttir, vegna Stóradals.
Guðm. Þorsteinsson, vegna Holts.
Jón Guðmundsson, Elín Arnljótsdóttir, eigendur Guðlaugsstaða.
Sigurður Árnason, eigandi að Rútsstöðum,
Benedikt Helgason, eigandi að Hrafnabjörgum.
Þorsteinn Þorsteinsson, eigandi Grundar.
Jón Davíðsson, eigandi að Þröm.
Lesið upp á manntalsþingi að Svínavatni, hinn 17. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 129, fol. 67b og 68.

Relationships area

Related entity

Þóra Jónsdóttir (1872-1947) Auðkúlu (15.6.1872 - 4.12.1917)

Identifier of related entity

HAH09308

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

15.6.1872

Description of relationship

Fædd þar og síðar húsmóðir þar

Related entity

Hilmar Stefánsson (1891-1965) bankastjóri frá Auðkúlu (10.5.1891 - 17.8.1965)

Identifier of related entity

HAH09328

Category of relationship

associative

Dates of relationship

10.5.1891

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Lárus Stefánsson (1887-1974) Gautsdal (6.3.1887 - 3.1.1974)

Identifier of related entity

HAH09327

Category of relationship

associative

Dates of relationship

6.3.1887

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Vilborg Jónsdóttir (1863-1947) Stað (22.6.1863 - 28.1.1947)

Identifier of related entity

HAH09028

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.6.1863

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Svínadalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00517

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

önnur af aðal sóknarkirkjum Svínavatnshrepps

Related entity

Valdís Jónsdóttir (1886-1929) Gautsdal (1.9.1886 - 25.5.1929)

Identifier of related entity

HAH06773

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Lausakona þar 1910

Related entity

Guðrún Sigríður Björnsdóttir (1930-2009) frá Auðkúlu (30.7.1930 - 24.1.2009)

Identifier of related entity

HAH01337

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Pétur Pétursson (1850-1922) Gunnsteinsstöðum, kaupmaður Blönduósi (31.12.1850 - 26.4.1922)

Identifier of related entity

HAH07087

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

tökubarn þar 1855

Related entity

Þorvaldur Guðmundsson (1883-1961) hrstj Sauðárkróki frá Auðkúlu (13.10.1883 - 11.10.1961)

Identifier of related entity

HAH07096

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1890

Related entity

Guðrún Briem (1869-1943) Forstöðukona kvennaskólans á Ytri Ey. (11.5.1869 - 10.1.1943)

Identifier of related entity

HAH04377

Category of relationship

associative

Dates of relationship

11.5.1869

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Anna Sveinsdóttir Goodman (1873-1966) Point Roberts, Whatcom, Washington, USA (18.2.1873 - 17.7.1966)

Identifier of related entity

HAH02425

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Ólst upp hjá sr Stefáni

Related entity

Halldór Sæmundsson (1857-1941) Blaine Washington (12.9.1857 - 10.6.1941)

Identifier of related entity

HAH04884

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi í Kúluseli 1890

Related entity

Svínavatnshreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00228

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

önnur af 2 aðalsóknarkirkjum hreppsins

Related entity

Rútsstaðir Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00531

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Ljótshólar Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00519

Category of relationship

associative

Dates of relationship

10.5.1880

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Holt í Svínadal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00518

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Hrafnabjörg Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00527

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00525

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Ásbúðir á Skaga ((1950))

Identifier of related entity

HAH00035

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Auðkúla á rekaítak

Related entity

Sléttárdalur Svínavatnshreppi (1911-1944)

Identifier of related entity

HAH00532

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamerki

Related entity

Guðlaugsstaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00079

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landa mörk

Related entity

Stóridalur Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00483

Category of relationship

associative

Dates of relationship

17.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Sigurjón Þorláksson (1877-1943) Tindum (15.3.1877 - 24.4.1943)

Identifier of related entity

HAH09445

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var í Kúluseli 1901

Related entity

Kristín Jónsdóttir (1874-1945) Rvk frá Auðkúlu (6.9.1874 - 15.12.1945)

Identifier of related entity

HAH06569

Category of relationship

associative

Type of relationship

Kristín Jónsdóttir (1874-1945) Rvk frá Auðkúlu

is the associate of

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

6.9.1874

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Halldóra Sigurðardóttir (1863-1896) Æsustöðum. Kaupmannahöfn og Enni (18.9.1863 - 14.11.1896)

Identifier of related entity

HAH06704

Category of relationship

associative

Type of relationship

Halldóra Sigurðardóttir (1863-1896) Æsustöðum. Kaupmannahöfn og Enni

is the associate of

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

Description of relationship

vinnukona þar 1890

Related entity

Þorbjörg Halldórsdóttir (1851-1895) Auðkúlu (12.10.1851 - 18.8.1895)

Identifier of related entity

HAH07411

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þorbjörg Halldórsdóttir (1851-1895) Auðkúlu

controls

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

11.2.1905 - 1921

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Stefán M Jónsson (1852-1930) prestur Auðkúlu (18.1.1852 - 17.6.1930)

Identifier of related entity

HAH06612

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Stefán M Jónsson (1852-1930) prestur Auðkúlu

controls

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

1885 - 1920

Description of relationship

Prestur þar og húsbóndi

Related entity

Auðkúluheiði (1890)

Identifier of related entity

HAH00016

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Auðkúluheiði

is controlled by

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þorbjörg Þorsteinsdóttir (1914-2002) Auðkúlu; frá Geithömrum (9.1.1914 - 3.4.2002)

Identifier of related entity

HAH02136

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1953-1967

Description of relationship

Related entity

Halldóra Jónmundsdóttir (1944-2016) Auðkúlu (4.7.1944 - 26.3.2016)

Identifier of related entity

HAH04706

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Halldóra Jónmundsdóttir (1944-2016) Auðkúlu

controls

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

1952-1999

Description of relationship

Barn þar 1952, siðar húsfreyja til 1999

Related entity

Sigurður Jónsson (1877-1944) bóndi á Vöglum og Hamri (22.11.1877 - 15.10.1944)

Identifier of related entity

HAH06491

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigurður Jónsson (1877-1944) bóndi á Vöglum og Hamri

controls

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

Description of relationship

Húsmaður þar

Related entity

Hjörleifur Einarsson (1831-1910) prestur Undirfelli ov (25.5.1831 - 13.10.1910)

Identifier of related entity

HAH06532

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hjörleifur Einarsson (1831-1910) prestur Undirfelli ov

controls

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

1860-1869

Description of relationship

prestur þar

Related entity

Jón Þórðarson (1826-1885) Prestur í Auðkúlu, (3.10.1826 - 13.6.1885)

Identifier of related entity

HAH05767

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jón Þórðarson (1826-1885) Prestur í Auðkúlu,

controls

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

1856-1885

Description of relationship

Prestur þar og síðar prófastur 1862-1872 og 1880-1885

Related entity

Leifsstaðir í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00169

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Leifsstaðir í Svartárdal

is owned by

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandinn í upphafi 18. aldar; Sr. Gísli Einarsson á Auðkúlu

Related entity

Skottastaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi ([1500])

Identifier of related entity

HAH00171

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Skottastaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi

is owned by

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandinn 1708; Sr. Gísli Einarsson að Auðkúlu í Svínadal.

Related entity

Hóll í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00166

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hóll í Svartárdal

is owned by

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

1702

Description of relationship

Eigandinn jarðarinnar frá 1702; Sr. Gísli Einarsson að Auðkúlu

Related entity

Ásar í Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00698

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ásar í Svínavatnshreppi

is owned by

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

um 1703

Description of relationship

Illugi Þorleifsson prestur keypti jörðina um 1703

Related entity

Litlidalur Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00530

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Litlidalur Svínavatnshreppi

is owned by

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

Description of relationship

Kirkjan var eigandi staðarins í byrjun 18. aldar

Related entity

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00009

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

is the owner of

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

Description of relationship

Hóladómstóll átti jörðina fyrrum eða þar til um 1600 er Guðbrandur biskup

Related entity

Gafl á Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00536

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Gafl á Svínadal

is owned by

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

Description of relationship

Auðkúlukirkja taldi sig eiga jörðina 1705

Related entity

Björn Stefánsson (1881-1958) prestur Auðkúlu (13.3.1881 - 10.11.1958)

Identifier of related entity

HAH02897

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Björn Stefánsson (1881-1958) prestur Auðkúlu

controls

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

6.5.1921

Description of relationship

Prestur í Auðkúlu. 1921-1951

Related entity

Hannes Guðmundsson (1925-2008) (3.4.1925 - 10.9.2008)

Identifier of related entity

HAH01379

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hannes Guðmundsson (1925-2008)

controls

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

1954

Description of relationship

Bóndi og stofnandi nýbýlisins Auðkúla III 1954- 1986

Related entity

Birna Steinunn Jónsdóttir (1945) (23.4.1945)

Identifier of related entity

HAH02637

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Birna Steinunn Jónsdóttir (1945)

controls

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

1967

Description of relationship

Auðkúla II 1967-1977

Related entity

Eiríkur Jónmundsson (1940-2004) Ljótshólum (3.8.1940 - 15.10.2004)

Identifier of related entity

HAH01186

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Eiríkur Jónmundsson (1940-2004) Ljótshólum

controls

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

1967

Description of relationship

Bóndi Auðkúlu II 1967-1977

Related entity

Jónmundur Eiríksson (1914-1993) Ljótshólum (9.1.1914 - 13.11.1993)

Identifier of related entity

HAH01616

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jónmundur Eiríksson (1914-1993) Ljótshólum

controls

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

1954

Description of relationship

Stofnandi nýbýlisins Auðkúla II. 1954-1967

Related entity

Ásbjörn Jóhannesson (1942-1991) Auðkúlu (24.6.1942 - 30.6.1991)

Identifier of related entity

HAH01077

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ásbjörn Jóhannesson (1942-1991) Auðkúlu

controls

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

1967

Description of relationship

Stofnandi nýbýlisins Auðkúla I 1967-1991

Related entity

Bólstaðarhlíðarkirkja (1889 -)

Identifier of related entity

HAH00147

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Bólstaðarhlíðarkirkja

controls

Auðkúla Kirkja og staður

Dates of relationship

Description of relationship

Auðkúlakirkja er í Bólsstaðarhlíðar sókn

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00015

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 13.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1706. Bls 331
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 129, fol. 67b og 68. 17.5.1890 https://is.wikipedia.org/wiki/Auðkúla_(Svínadal) http://kirkjukort.net/kirkjur/audkulukirkja_0281.html
Kúluprestar. – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1994), Bls. 72-98. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000586645
Húnaþing II bls 240.
Húnaþing II bls 241
Húnaþing II bls 239

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places