Auðkúluheiði

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Auðkúluheiði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1890

Saga

Takmörk Auðkúluheiðar.

Að austan ræður Blanda og Blöndukvísl fram og austur undir Hofsjökul, þaðan með Hofsjökli suður að Jökulfalli, en það ræðum merkjum vestur að Hvítá, og í Hvítárvatn, sem er fast við Langjökul, þá að vestan norður með Langjökli, og norður á Öldur, þar tekur við Dalskvíslaland
Auðkúlu, 4. sept. 1886
Stefán M. Jónsson (L.S.).

Auðkúluheiði er heiði í Austur-Húnavatnssýslu og er næstaustust húnvetnsku heiðanna, á milli Eyvindarstaðaheiðar og Grímstunguheiðar. Hún nær frá drögum Svínadals og Blöndudals og suður að Kili og Hveravöllum, milli Hofsjökuls og Langjökuls, en það er um 60 kílómetra vegalengd. Í austri eru mörk heiðarinnar við Blöndu en í vestri við Miðkvísl og Búrfjöll.
Kjalvegur liggur suður eftir heiðinni, sem fer smám saman hækkandi suður á bóginn en er víðast í 400-500 metra hæð yfir sjávarmáli. Hún einkennist af lágum ásum og fellum en á milli þeirra eru flóar og vötn. Hún er greiðfær og vatnsföll fá og er víða ágætlega gróin. Þegar Blönduvirkjun var reist um 1990 myndaðist stórt miðlunarlón, Blöndulón, á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, og fór þar mikið gróðurlendi undir vatn. Í staðinn hefur verið grætt upp töluvert land á heiðinni
Heiðin tilheyrði áður Auðkúlu í Svínadal og dregur nafn af bænum.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Lingur veitti eina enn,
er það góður siður,
gleðjum okkur gangnamenn,
Gísli ratar niður.


Sumar og friður, sól á bak við ský;
svali að norðan líður fram með Öldum.
Kveður við lækja sprikl og hopp og hí,
hlátrar og spaug og gleðimál f tjöldum.

Breiður af mosa, viðar-kló og -kló,
kápur af fjallagrösum fláka skreyta.
Jökulköld lind í lágri þúfna kró,
ljósgráar daggarslæður jörðu bleyta.

Beljandi niðar. Bylgjur velta um steín,
buldra og skvettast. Fjarskinn lægir kliðinn.
Branda í straumi vakir ein og ein,
óskar sér burt, í Þegjanda, í friðinn.

Ekkert er til er þrái ég sem þögn,
þögn yfir störfum, næði til að dreyma.
Þögnin á hljóðlát, hugljúf dularmögn.
Hjá henni á ég lengst og tíðast heima.

Auðkúluheiði, hljóða, kyrra land,
himinvítt norður, suður, austur, vestur.
Áttu ekki handa mér í svæfil sand
síðast, ef næði annars staðar brestur.

EFTIR SIGURÐ FRA BRÚN

Innri uppbygging/ættfræði

Blanda; Hofsjökull; Hvítárvatn; Langjökull; Auðkúla; Austur-Húnavatnssýsla; Kjalvegur; Eyvindarstaðaheiði; Grímstunguheiði:

Almennt samhengi

Auðkúluheiði í Húnaþingi nær frá daladrögum Svína- og Blöndudals fram til Hveravalla milli Langjökuls og Hofsjökuls. Telst sú leið um 60 km löng í beinni loftlínu. Austurmörk heiðarinnar fylgja Blöndu en í vestri nær hún að svonefndri Miðkvísl og Búrfjöllum og er víðast hvar ekki mjög breið. Heiðin smáhækkar fram, hálsarnir norðan til eru í 400 til 500 metra hæð en svo er talið að Breiðmelur við Hveravelli sé 600 metra yfir sjávarborði.
Eftir endilangri heiðinni, þó meir eftir henni austanverðri, liggur Kjalvegur, öllum farartækjum fær að sumarlagi því árnar hafa nú verið brúaðar. Utan vegar verða engar stórvægilegar hindranir í vegi fótgangandi manni því vatnsföll eru fá og væð víðast hvar en auðvitað þarf hvarvetna að viðhafa skylduga gætni. Annars einkennist landslagið af ásum, öldum, flóum og fellum.
Ef hugað er til ferðar yfir Auðkúluheiði eftir Kjalvegi, hvort sem farið er á fæti, bifreið, hestum eða hjóli, er sjálfsagt að byrja ferðina norðan frá, helst að kaupa kostinn í Kaupfélaginu á Blönduósi til að styrkja verslun í heimabyggð. Frá Blönduósi eru rösklega 100 km á Hveravelli þannig að engan asa þarf við að hafa ef bifreið er farkosturinn. Gangandi ferðalangur eða hjólandi getur auðveldlega fengið far fram í Blöndudal og á þá eftir 70-80 km að Hveravöllum sem væri hæfilegt að skipta í tvo áfanga eða þrjá eftir fararbúnaði og farkosti. Það má einnig minna á að Norðurleið hefur undanfarin ár skipulagt rútuferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar um hásumarið þannig að farið er norður Sprengisand og suður Kjalveg.

Frá Blönduósi er beinasta leiðin upp Svínvetningabraut. Þessi sveit kallast Ásar. Eins og nafnið bendir til eru hér ásar þvers og krus, vaxnir lyngi og grasi og gott land fyrir sauðfé. Þeim, sem vanir eru slíku landslagi, finnst ekki annað land fegurra, jafnvel ekki í súld og rigningu.

Þegar komið er fram hjá Ytri-Löngumýri er beygt til hægri og stefnt fram Blöndudalinn. Neðan vegar eru Höllustaðir þar sem núverandi félagsmálaráðherra á sínar rætur. Vegurinn liggur frekar upp á við og eftir að komið er yfir svonefnt Gilsárgil, hrikalegt klettagljúfur þar sem skyggnast má árþúsundir aftur í jarðsöguna, er snarbeygt til hægri og farið að potast upp heiðarbrekkurnar. Þar í hlíðinni er vélarhús Blönduvirkjunar en lítið ber á því frá veginum því það er allt neðanjarðar. Helstu ummerkin eru nokkrir starfsmannabústaðir í brekkunum vestur frá Eiðsstöðum.

Þramarhaugur er kenndur við harðvítuga kvensnift en bær hennar, Þröm, liggur nánast í norðaustur frá haugnum niður í Blöndudal. Þröm var harður húsbóndi því hún lét smalaþræl sinn bera strokkinn á bakinu allan daginn. Eitt sinn tók hana að lengja eftir smalanum, fór að leita hans og fann hann kúguppgefinn sofandi hjá svokallaðri Smalatjörn og réð honum bana þegar í stað. Það fer alltaf hrollur um mann þegar samtök atvinnurekenda eða ráðamenn í þjónustu þeirra taka að ráða til sín starfsfólk úr Blöndudal.
Vegurinn er nú heldur á fótinn en allur bratti er búinn svo auðvelt er bæði að ganga og hjóla og bílar fara náttúrlega með geysihraða. Nokkuð fyrir framan Þramarhaug er Vallgil á vinstri hönd og er þá orðið skammt í Blöndugil. Það er víða um 200 metra djúpt og hrikalegt en er ekki vatnsmikið lengur eftir að áin var virkjuð. Frá veginum eru að jafnaði 2-4 km að gilinu og víðast hvar hæg gönguleið. Þeir sem erfitt eiga um gang ættu að staðnæmast sunnan við vatnið Galtaból en þar er skammur spölur að gilinu. Þar heita Réttir og mótar þar fyrir gömlum rústum. Í Blöndugili er fjölbreytilegur gróður. Þótt það sé breitt átti Grettir Ásmundarson að hafa stokkið yfir það á einum stað og heitir þar Grettishlaup, en eitthvað mundi vefjast fyrir nútímamönnum að leika það eftir.

Nokkurn spöl framan Vallgils rís lágt fell, Arnarhöfði, og þar við eru Lómatjarnir. Á hægri hönd er hins vegar Friðmundarvatn austara sem er örgrunnt. Úr því rann Fiskilækur út í Gilsvatn en hann er nú horfinn undir rennslisskurði Blönduvirkjunar. Friðmundarvötnin eru tvö, það austara og vestara, og eru kennd við Friðmund sem nam land innst í Vatnsdal samkvæmt Landnámu. Vestan vatnanna er Friðmundarhöfði (509 m hár) talsvert áberandi, brattur sunnan í móti.

Þegar komið er framhjá Friðmundarvatninu er farið yfir svokallaða Vatnabungu. Þar er upplagt að staðnæmast til að glöggva sig á umhverfinu. Raunar einkennist þessi hluti Auðkúluheiðar af lágum bungum og ásum en milli þeirra liggja flár og vötn þar sem er gnægð af silungi, tilvalinn staður fyrir stangveiðimenn, þótt hyggnir menn veiði jafnan í net eins og Frelsarinn og postular hans. Nöfnin á vötnunum eru nokkuð föst en verra er með bungurnar því þeirra nöfn hafa breyst í aldanna rás eða færst til og eru mismunandi eftir því hvaðan er horft. Það kemur sér ekki illa í gangnaskálunum á kvöldin þegar búið er að ræða um veðrið og færð á vegunum því þrætur um örnefni eru nær ótæmandi umræðuefni.

Handan Vatnabungu er stefnt á Smalatjörn, sem áður er minnst á, en hún er raunar horfin undir Blönduvirkjunarskurðinn. Vinstra megin vegar er Fannlækjarbunga, allbrött. Framan við hana er Galtaból, mikið fiskivatn en á hægri hönd er allstórt vatn, óreglulegt í lögun, sem ber nafnið Þrístikla. Svo er sagt að hvergi sjái yfir það allt, það er að segja af jörðu niðri. Annað merkilegt við þetta vatn er það að í því er öfuguggi, sem er samkvæmt þjóðsögunum álíka hollur til átu og kampýlóbakterfylltur kjúklingur.

Áður en Blöndulónið varð til lá vegurinn fram með Blöndu nokkurn veginn í stefnu á Kjöl. Næst hefði verið komið að Sandárhöfða (rétt tæpir 500 m) sem nú rekur kollinn upp úr Blöndulóninu. Var þar víða fagurt í hvömmum og gróðri vöfðum bollum. Nú sveigir vegurinn hins vegar til hægri framan við Þrístiklu en utan við Blöndulónið. Þá er farið yfir skurðinn úr lóninu, þar sem Blanda beljar nú með boðaföllum og ekki fýsilegt að lenda í þeim svelg. Stuttu síðar er komið að stíflu vestan eða norðvestan við lónið og er rétt að staldra þar við um sinn.
Jón Torfason https://www.mbl.is/greinasafn/grein/553623/

Tengdar einingar

Tengd eining

Grettistak vestan undir Suðurmanna Sandfelli ((1900))

Identifier of related entity

HAH00275

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Grjótá á Kjalvegi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00279

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hveravellir á Kili ((1950))

Identifier of related entity

HAH00320

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hundavötn ((1950))

Identifier of related entity

HAH00309

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Blanda ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00073

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kjölur (874 -)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Rústir [jarðfræði] / Sífreri (874 -)

Identifier of related entity

HAH00800

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svínavatnshreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00228

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kolkuflói - Blöndulón ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00502

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sandá á Kili ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00605

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00045

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Forsæludalur í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00041

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00525

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Beinakelda Torfalækjarhreppi ((1300))

Identifier of related entity

HAH00550

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðlaugsstaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00079

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Auðkúla Kirkja og staður ([900])

Identifier of related entity

HAH00015

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Auðkúla Kirkja og staður

controls

Auðkúluheiði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00016

Kennimark stofnunar

IS HAH-óby

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 11.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

https://is.wikipedia.org/wiki/Auðkúluheiði
Jón Torfason https://www.mbl.is/greinasafn/grein/553623/
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 130, fol. 68.

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir