Bjarni Ingvi Einarsson (1897-1978) Sandgerði og Einarsnesi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Bjarni Ingvi Einarsson (1897-1978) Sandgerði og Einarsnesi

Parallel form(s) of name

  • Bjarni I Einarsson (1897-1978) Sandgerði og Einarsnesi
  • Bjarni Ingvi Einarsson Sandgerði og Einarsnesi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

3.8.1897 - 15.8.1978

History

Bjarni Ingvi Einarsson 3. ágúst 1897 - 15. ágúst 1978 Daglaunamaður á Blönduósi 1930. Var á Blöndubakka, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Járnsmiður á Blönduósi. Ókvæntur og barnlaus.

Places

Einarsnesi; Sandgerði Blönduósi:

Legal status

Járnsmiður:

Functions, occupations and activities

Leikari:

Mandates/sources of authority

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6346526

http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000547198

Leikfélag Blönduóss er stofnað 30. okt. 1944 og voru stofnfélagar 11 talsins. Þeir voru: Dúna Tómasdóttir, Jakobína Pálmadóttir kennslukona við Kvennaskólann, Jón Jónsson í Stóradal, Konráð Díomedesson kaupmaður, Guðrún Einarsdóttir, Stefán Þorkelsson, Margrét Jónsdóttir, Bjarni Einarsson, Sverrir Kristófersson, Helgi Helgason og Tómas R. Jónsson. Veturinn áður en félagið var stofnað var leikin Ráðskona Bakkabræðra og margt af þessu fólki hafði áður leikið sem ungmennafélagar og sumir með gamla leikfélaginu. Síðan bættust fljótlega í hópinn Snorri Arnfinnsson, Nanna Tómasdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Ari Guðmundsson og Kristín Finnsdóttir.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru; Einar Einarsson 6. júní 1867 - 16. ágúst 1923 Járnsmiður og bóndi á Geirastöðum í Þingi, var í húsmennsku víða. Einarsnesi á Blönduósi og kona hans 6.8.1892; Margrét Þorsteinsdóttir 8. ágúst 1865 - 16. febrúar 1958 Húsfreyja á Blönduósi 1930. Húsfreyja á Geirastöðum í Þingi og vinnukona víða. Var á Blöndubakka, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Systkini Bjarna;
1) Þorvaldur Einarsson 9. desember 1893
2) Þuríður Einarsdóttir 1. júní 1896 - 24. janúar 1979 Húsfreyja í Bræðraborg, Blönduóshr., A-Hún. Húsfreyja Sandgerði Blönduósi 1930, maður hennar 4.11.1918; Þorlákur Jakobsson 10. júní 1888 - 25. júlí 1975 Verslunarmaður á Blönduósi. Verslunarmaður þar 1930. Var í Bræðraborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
3) Ingibjörg Einarsdóttir 25. nóvember 1898 - 20. nóvember 1918 Var í Hjaltabakka, Blönduóssókn, Hún. 1901.
4) Margrét Einarsdóttir 16.9.1902 - 24. nóv. 1988 Fluttist til Svíþjóðar 1924 en sneri heim aftur 1965 og bjó þá í Reykjavík.

General context

Þann 15. ágúst 1978 andaðist Bjarni Ingvi Einarson, járnsmiður Blönduósi. Hann var fæddur 3. ágúst 1897 að Geirastöðum í Þingi. Foreldrar hans voru Einar Einarson járnsmiður Andréssonar skálds frá Bólu og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir Þórðarsonar vefara, var hún fædd í Ási í Kelduhverfi, fluttist um 12 ára aldur austur á Hérað og fluttist síðan með sr. Þorvarði Ásgeirssyni og konu hans í Húnaþing 1880. Önnur börn þeirra hjóna er upp komust voru Þuríður kona Þorláks Jakobssonar á Blönduósi og Margrét , er um árabil starfaði í Svíþjóð en er nú í Reykjavík. Bjarni Einarson mun við lok barnaskólagöngu sinnar hafa farið að vinna að smíðum með föður sínum og lært af honum handverkið. En smiðjan lagðist niður að föður hans látnum. Stundaði Bjarni þá sjó á vertíðum suður í Garði og á síldveiðum á sumrum. Bjarni Einarsson kvæntist ekki né eignaðist börn, en hann varð forsjá heimilis móður sinnar, er faðir hans féll frá, og alla tíð bjó hann með móður sinni uns hún andaðist 1957. Um áratugi bjuggu þau mæðginin í sama húsi og Þuríður með manni sínum Þorláki. Var Bjarni í nánum tengslum við börn þeirra alla tíð frá bernskuskeiði þeirra til síns endadægurs. Fór þetta í alla staði vel. Margrét var kærleiksrík og glaðsinna og Bjarni léttur í lund og barngóður. Var hann því aldrei einmana vegfarandi á torgi lífsins. Bjarni var og bóngóður og viljugur að gera öðrum greiða. Er hið fyrrnefnda ættfólk flutti úr Sandinum innan við ána, út fyrir Blöndu 1947 reisti Bjarni hús handa sér og móður sinni. Arið 1928 verða þáttaskil í lífi Bjarna Einarsonar en þá eru fengnir hingað tveir þýzkir menn til að setja niður frystivélar fyrir bændur og búalið í nafni S.A.H. Blönduósi. Höfðu menn þá augastað á Bjarna sem smið og laghentum manni þeim til aðstoðar í vélavísindunum. Bjarni sýndi þá hvað í honum bjó, reyndist hann næmur á þessa hluti, þó eigi væri hann skólagenginn í vélfræðum. Er það til frásagnar um Bjarna að hann gjörðist vélamaður við frystihúsið um fjölda ára og fór honum það vel úr hendi. Kom þar meðal annars til samviskusemi hans, þrifnaður og gott skyn á þessa hluti. Vann hann síðan hjá dótturfyrirtæki K.H. sem er Vélsmiðjan Vísir, sem eldsmiður, en þetta fyrirtæki eignuðust síðan frændur hans að fullu. En á síðari árum var hann aftur um árabil við vélgæslu hjá S.A.H. og var þá orðinn í tölu þeirra er lengst höfðu starfað í þjónustu þessarar merku stofnunar Húnvetninga. Þótt Bjarni Einarsson kæmi eigi mikið við mál manna, var hann öllum kunnur í Austur-Húnavatnssýslu. Hann tók mikinn þátt í ungmennafélagsskapnum og komst þá í kynni við leiklistina, er mátti segja að væri hans hugðarmál alla æfi. Var hún honum í blóð borin, og er þroskavegur fólki er hana iðka. Er það fólki góð menntun að glæða lífi persónur skáldverkanna sem oft eru raunveruleiki síns tíma eða aldarfars. Iðka menn þá utanað lærdóm hlutverkanna og skynja þann boðskap er þau skulu flytja áheyrendunum. Það hefur verið sagt um Islendinga að þeir væru hneigðir til þunglyndis og er þar að finna ef tii vill orsök þess að þeim falla betur í geð gleðileikir en sorgarleikir. Um Bjarna Einarson var sagt að hann væri jafnvígur á hvort tveggja í hlutverkum sínum. Var honum auðvelt að læra hlutverkin og móta þau svo vel færi. Var sá háttur hér og hjá Leikfélagi Reykjavikur að sá eða sú, er skóp með ágætum sitt hlutverk, hélt því ef leikritið var sýnt eftir árabil aftur. Var Bjarni enn í tölu þeirra er áttu slíkt kjörsvið. Var framburður hans skýr og hann sviðsvanur í framgöngu og dró að sér athygli manna með framkomu sinni. En eigi vildi hann vera leiðbeinandi þó hann ætti þess kost, en sá jafnan um leiksviðið að það væri í fullu lagi er hefja skyldi leikinn. Við þennan kvöldskóla menningarinnar er fólk starfaði eftir vinnu stritdagsins var Bjarni leikari í 40 ár. M.a. lék hann í: Manni og konu, Skugga-Sveini, Æfintýri á gönguför, Hallsteini og Dóru, Þremur skálkum og Þorláki þreytta. En þessi þáttur menningarinnar á Blönduósi er gamalgróinn og hefur staðið jafnan með miklum blóma.
Mátti segja að birti yfir Blönduóssborg mitt í skammdeginu og vetrarkvíðanum þegar leiklistin fór af stað og leikendurnir birtust á fjölunum. Það hefur verið sagt um leiklistina að hún sé þroskavegur leikenda tii skilnings á mannlífinu, hamingju þess og hverfulleika, ævi manna og hugsanalífi fólksins. Og víst er að meðal þessa fólks er iðkar þessa list er oft einlæg Guðstrú vakandi um æðra líf og lífsbaráttu hér í heimi. Vinur vor Bjarni Einarsson var í hópi þeirra er áttu lotningu andans fyrir Guðstrú hér í heimi og vænta sér eilífs lífs í tilveru handan við gröf og dauða. Og ég efa eigi að þetta hafi mótað lífsgöngu hans að ýmsu leyti. Bjarni Einarsson var í tölu þeirra er hafði hugsað sér að nema land í hinum nýja elhheimiliskastala sem nú rís á Blönduósi. Hafði hann selt hús sitt, og andvirði þess gaf hann elliheimilinu. Við Bjarni Einarsson vorum kunningjar og var ég um árabil sóknarprestur hans og húsvitjaði hjá honum. Eitt sinn varð mér að orði er hann hafði látið sér vaxa skegg af þeirri gerð er tíðkaðist fyrr á öldum, að hann væri líkastur presti frá 17. eða 18. öld. „Það getur vel verið prestur góður" sagði Bjarni, „ég hefi lika leikið prest skal ég segja þér." Hann var jarðsettur á BlÖnduósi 28. ágúst.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.

Relationships area

Related entity

Þorlákur Jakobsson (1888-1975) Sandgerði Blönduósi (10.6.1888 - 25.7.1975)

Identifier of related entity

HAH04981

Category of relationship

family

Dates of relationship

4.11.1918

Description of relationship

Þuríður kona Þorláks var systir Bjarna

Related entity

Leikfélagið á Blönduósi (1944) (1944-)

Identifier of related entity

HAH00118

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Leikari

Related entity

Bræðraborg - Árbraut - 1947 (desember 1946 -)

Identifier of related entity

HAH00647

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1947

Description of relationship

Related entity

Einarsnes Blönduósi (1898 - 1987)

Identifier of related entity

HAH00096

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1904

Description of relationship

barn þar

Related entity

Einar Einarsson (1867-1923) Einarsnesi (6.6.1867 - 16.8.1923)

Identifier of related entity

HAH03101

Category of relationship

family

Type of relationship

Einar Einarsson (1867-1923) Einarsnesi

is the parent of

Bjarni Ingvi Einarsson (1897-1978) Sandgerði og Einarsnesi

Dates of relationship

3.8.1897

Description of relationship

Related entity

Margrét Einarsdóttir (1902-1988) Svíþjóð (16.9.1902 - 24.11.1988)

Identifier of related entity

HAH06479

Category of relationship

family

Type of relationship

Margrét Einarsdóttir (1902-1988) Svíþjóð

is the sibling of

Bjarni Ingvi Einarsson (1897-1978) Sandgerði og Einarsnesi

Dates of relationship

16.9.1902

Description of relationship

Related entity

Þorvaldur Þorláksson (1919-1992) í Vísi (21.9.1919 - 17.12.1992)

Identifier of related entity

HAH02158

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorvaldur Þorláksson (1919-1992) í Vísi

is the cousin of

Bjarni Ingvi Einarsson (1897-1978) Sandgerði og Einarsnesi

Dates of relationship

1919

Description of relationship

Þorvaldur var sonur Þuríðar (1896-1979) systur Bjarna,

Related entity

Sandgerði Blönduósi (1907 -)

Identifier of related entity

HAH00131

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sandgerði Blönduósi

is controlled by

Bjarni Ingvi Einarsson (1897-1978) Sandgerði og Einarsnesi

Dates of relationship

1923

Description of relationship

1923 og 1947

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02677

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 4.12.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
ÆAHún, bls. 1383

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places