Bólstaðarhlíð

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Bólstaðarhlíð

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[900]

History

Bólstaðarhlíð I.
Kirkjustaður og löngum stórbýli í Ævarsskarði hinu forna. Bærinn er byggður á sléttri grund norðan við kirkjuna með útsýn vestur skarðið allt til Svínadalsfjalls. Hlíðarfjall rís upp frá túninu með stílhreinum hnjúkum. Túnið er ræktað af valllendisgrundum og er harðlent. Í Hlíðarfjalli grær snemma ef vel vorar og landrými er til fjalls. Bólstaðarhlíðareigninni tilheyra gömul eyðibýli á Laxárdal og Skörðum. Eigandi og ábúandi stundar kennslu og símavörslu, en lánar nytjar af jörðinni.
Íbúðarhús byggt 1950, steinsteypt 355 m3. Tvíbýlishús með Bólstaðarhlíð III sem er í eyði. Tún 7 ha. Veiðiréttur í Svartá og Hlíðará.

Bólstaðarhlíð II.
Nýbýli stofnað 1954. Bærinn er við gamla þjóðveginn, nokkru ofar en Bólstaðarhlíð I. Ábúandi jarðarinnar og eigandi að hálfu fær lánaðar nytjar af hinum Bólstaðarhlíðarbýlunum, þar sem ekki er áhöfn. Bak Hlíðarfjalls er eyðibýlið Skyttudalur á Laxárdal fremri og fylgir það eigninni. Einnig er svokallaður Hlíðarpartur í Svartárdal, milli Botnastaða og Gils. Þar er nokkurt tún.
Íbúðarhús byggt 1954 steinsteypt 312 m3. Fjós yfir 12 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Hlöður 400 n3. Tún 12 ha. Veiðiréttur í Svartá og Hlíðará.

Bólstaðarhlíð III.
Skipt út úr Bólstaðarhlíðareigninni, jafnt að dýrleika og Bólstaðarhlíð I. Landi utan túns óskipt. Þar hefur ekki verið búið frá 1967, en nytjar lánaðar, Helmingur Hlíðarpartsins fylgir Bólstaðarhlíð III.
Íbúðarhús byggt 1950 355 m3 [Tvíbýlishús með Bólstaðarhlíð I] Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús fyrir 170 fjár. Hlöður 475 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur á Svartá og Hlíðará.

Places

Bólstaðarhlíðarhreppur; Æsustaðir; Skerpill; Blanda; Blóti; Skriðuhnjúkur [Rauðahnjúkur]; Skyttudalsdrög; Skyttudalur; Þórunnardæld; Þverárdalur; Þverárdalshöfði (Miðaptanshóll); Miðlækur; Votihvammur; Hlíðará; Botnastaðir; Svartá; Skeggstaðir; Finnstunga; Ytza-Tungukot; Tungunes; Ylfisgilslækur; Langabrekka; Þorgilslækur; Svínadalsfjall; Hlíðarfjall; Laxárdalur fremri; Skörð; Hlíðarpartur í Svartárdal; Gil; Ævarsskarð: Kálfadalur; Vatnshlíð; Bergstaðir í Svartárdal; Blöndugil; Hlíðará [Bólstaðarhlíðará]

Legal status

Boolstadarhlyd.
Kirkjustaður annecteraður með Bergstöðum í Svartárdal. Jarðardýrleiki lx € og so tíundast fjórum tíundum. Eigandi að hálfri jörðunni Halldóra Ellendsdóttir hjer búandi.
Eigendur að hinum belmíngnum tveir hennar synir Benedicht og Arni Þorsteinssynir.
Abúandinn áðurtalinn eigandi ekkjan Halldóra Ellendsdóttir. Landskuld fyri meir en þrjátíu árum iii € , en síðan hafa eigendur haldið og því landsskuld óviss. Leigukúgildi er óvíst hvað mörg verið hafa meðan leiguliðar hjeldu, en síðan engin nema kirkjunnar kúgildi x, og tekur presturinn á Bergstöðum hálfar leigur; hálfra leignanna njóta proprietarii fyri æfinlega ábyrgð kúgildanna.
Kvikfje viii kýr, ii kálfar, lxl ær, xvi sauðir tvævetrir og eldri, xv veturgamlir, lx lömb, xii hestar, vi hross, ii folar þrevetrir, i tvævetur, iiii únghryssur. Fóðrast kann vi kýr, i úngneyti,
i eldishestur, lx ær, xl lömb, öðru kvikfje vogað á útigáng einúngis. Afrjett ut supra. Torfrista og stúnga engin nýtandi, og er torf til flutt úr Botnastaðalandi, sem þó er mjög grýtt og sendið. Hrísrif hefur verið til eldíngar, nú gjöreytt. Sortulýng bjarglegt fyri heimilið. Laxveiðivon hefur verið góð í Svartá en nú brugðist í margt ár. Beit um vetur krossmessna á milium fyri hross, sem á jörðinni eru, fyri vestan Blöndu í Túngunesslandi, og hefur brúkast árlega átölulaust um lángan aldur. Skógarhögg á jörðin til kolgjörðar fyri tvo menn í mánuð á Blöndugili; það er nú að mestu gjöreytt og hefur því brúkast lítt í nokkur ár. Túninu grandar Bólstaðarhlíðará, sem ber á nokkurn part vallarins grjót og sand í vatnagángi.
Engjar öngvar nema hvað hent verður úr fjallshlíðum og hvammabrekkum, sem þó spillist af grjóti og leir árlega. Úthagar eru mjög uppblásnir og allvíða komnir í holt og sanda.
Hætt er kvikfje fyri snjóflóðum og uppgöngusvellum í snarbröttum fjallshlíðum, og verður oft mein að. Vatnsból er erfitt á vetur í Bólstaðarhlíðará, sem bólgnar upp og gjörir svell hvað yfír annað, hleypur síðan undir ísinn so þá er stórt erfiði að ná vatninu. Girðíngar sjást hjer í landinu þar sem nú er stekkur frá jörðunni, so sem mönnum þykir ei ólíkt að þar hafi ein hvörntíma túngarður verið, en enginn veit að þar hafi bygð verið að fornu eður nýju.
Kálfadalur.
Þetta býli hefur verið bygt upp á selstæði frá Bólstaðahlíð fyri manna minni, og hefur hvorki fyrr nje síðar verið haldin fyrirsvars- eður lögbýhsjörð, heldur talin með heimastaðnum.
Jarðardýrleiki óviss, því kotið tíundast öngvum. Eigandinn Halldóra Ellendsdóttir að Bólstaðahlíð. Ábúandinn ekkjan Soffía Steinsdóttir. Landskuld lx álnir. Betalast í landaurum heim til landsdrottins. Leigukúgildi iiii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar. Kvikfje ii kýr, xviii ær, ii sauðir veturgamlir, viii lömb, i hestur, i hross, i únghryssa.
Fóðrast kann i kýr, xx ær, xii lömb, i hestur. Afrjett ut supra. Torfrista og stúnga grýtt og sendin og lítt nýtandi. Hrísrif lítið og eyðist mjög, brúkast þó enn til kolgjörðar. Enginu grandar leir, sandur og grjót, sem smálækir bera úr brattlendi í slægjulandið. Hætt er kvikfje fyrir holgryfjulækjum. Kirkjuvegur bæði lángur og erfiður, yfir fjall að sækja, nokkuð skemra en frá Vatnshlíð ut supra.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Bólstaðarhlíð I.
1883-1916; Guðmundur Jónas Klemensson 26. sept. 1848 - 15. júlí 1931. Bóndi í Bólstaðarhlíð frá 1883 til æviloka. Kona hans; Ósk Ingiríður Erlendsdóttir 1859 - 24. feb. 1934. Húsfreyja í Bólstaðarhlíð.

1916-1944- Klemenz Guðmundsson 14. mars 1892 - 8. júní 1986. Bóndi í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi, póstafgreiðslumaður, símstöðvarstjóri og kennari í Bólstaðarhlíð. Var á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Kona hans; Elísabet Magnúsdóttir 27. apríl 1891 - 3. apríl 1964. Húsfreyja í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1922.

1954-1998- Guðmundur Magnús Klemenzson 18. feb. 1927 - 24. des. 1998. Var í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Kennari í Húnaveri í Bólstaðarhlíð og Varmahlíð í Skagafirði. Var í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi 1994.

Bólstaðarhlíð II.
1954-1967- Erlendur Klemens Klemensson 24. júní 1922 - 4. ágúst 1987. Var í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1922 og 1957. Bóndi í Bólstaðarhlíð. Kona hans; Þóranna Kristjánsdóttir 23. okt. 1926 - 14. jan. 2008. Var á Lýtingsstöðum, Mælifellssókn, Skag. 1930. Var í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Verkakona og sjúkrahússtarfsmaður á Sauðárkróki.

Eigandi að ½; Kjartan Erlendsson 9. sept. 1949. Var í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

1967- Kolbeinn Erlendsson 2. júlí 1948. Var í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957

Bólstaðarhlíð III.
1954- Magnús Ævar Klemensson 28. apríl 1930 - 13. feb. 2000. Var í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Dalvík. Kona hans; Jónína Jónsdóttir

  1. des. 1932. Var í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

General context

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Bólstaðarhlíð í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Milli Bólstaðarhlíðar og Æsustaða ræður merkjum hryggur sá, sem kallaður er Skerpill, upp skriðuna, frá hyl þeim í Blöndu, er nefnist Blóti, og þaðan rjettsýnis í þann litla hnjúk, er stendur norðan undir Skriðuhnjúk [Rauðahnjúk], þaðan bein stefna á há fjall fyrir vestan yztu Skyttudalsdrög. Milli Bólstaðarhlíðar og Skyttudals ræður bein stefna frá grindum merkjum eptir háfjalli, niður í svo kallaða Þórunnardæld, ræður hún síðan merkjum niður allt að Þverárdalslandi. Milli Bólstaðarhlíðar og Þverárdals ráða merkjum 3 steinar, er standa í röð, merktir L.M. yzt á Dældarbrúnum, þaðan rjett stefna í stóran stein, merktan L.M., vestar á Þverárdalshöfða (Miðaplanshól) og þaðan bein stefna eptir vörðum í Miðlæk þann, er fellur ofan í Votahvamm, og þaðan í Hlíðará. Milli Bólstaðarhlíðar og Botnastaða ræður Hlíðará merkjum til Svartár. Milli Bólstaðarhlíðar og jarðanna Skeggstaða, Finnstungu og Ytza-Tungukots ræður Svartá merkjum til Blöndu. Milli Bólstaðarhlíðar og Tunguness ræður Blanda merkjum útí fyr nefndan hyl Blóta.
Engin ítök hafa aðrar jarðir í landi Bólstaðarhlíðar, en í landi jarðarinnar Botnastaða hefur Bólstaðarhlíðar ítak til slægna frá Ylfisgilslæk að sunnan Löngubrekku að ofan, og út undir Þorgilslæk að utan, allt niður í Svartá

Bólstaðarhlíð 3. maí 1890.
Guðmundur Klemensson, eigandi Bólstaðarhlíðar.

Framangreindum merkjum, erum við undirskrifaðir eigendur aðliggjandi jarða, samþykkir.
Brynjólfur Bjarnason.
Guðmundur Erlendsson.
Jónas Jónsson.

Lesið upp á manntalsþingi að Bókstaðarhlíð, hinn 19. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 139, fol. 72b.

Relationships area

Related entity

Ingvi Guðnason (1914-1991) Valhöll, Skagaströnd (11.6.1914 - 31.12.1991)

Identifier of related entity

HAH09201

Category of relationship

associative

Dates of relationship

11.6.1914

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Blanda ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00073

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Hylurinn Blóti einnig Blótavað

Related entity

Pálmi Guðnason (1915-1994) Blönduósi, Ægissíðu á Skagastönd (8.11.1915 - 23.3.1994)

Identifier of related entity

HAH01830

Category of relationship

associative

Dates of relationship

8.11.1915

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Gunnlaugur Klemensson (1830) Auðólfsstöðum 1860 (10.3.1830 -)

Identifier of related entity

HAH04566

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

smaladrengur þar 1845

Related entity

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Bólstaðahlíð: …Engjar öngvar nema hvað hent verður úr fjallshlíðum og hvannabrekkum, sem þó spillist af grjóti og leir árlega. Hætt er kvikfé fyrir snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708).

Related entity

Herbert Sigurðsson (1921-2002) frá Bólstaðarhlíð (13.1.1921 - 5.2.2002)

Identifier of related entity

HAH01427

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1926

Description of relationship

ólst þar upp

Related entity

Erlendur Guðmundsson (1897) Bólstaðarhlíð (29.3.1897 -)

Identifier of related entity

HAH03341

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.3.1897

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Steindór Sigvaldason (1863-1917) Forsæludal (10.8.1863 - 15.5.1917)

Identifier of related entity

HAH04963

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

þar á framlagi 1880

Related entity

Svartá - Svartárdalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00493

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

í mynni Svartárdals, hafa ýmist verið taldir til Blöndudals eða Svartárdals

Related entity

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Mjóadalsrétt á Laxárdal fremri (1910 -)

Identifier of related entity

HAH00373

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Æsustaðir í Langadal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00180

Category of relationship

associative

Dates of relationship

20.5.1891

Description of relationship

Sameiginlega Landamörk. Eigandi þeir bræður Benedicht og Árni þorsteinssynir að Bólstaðahlíð að sínum helmíngi hvor þeirra, og hafa eignast hana að erfð eftir sinn bróður sál. Jón Þorsteinsson síðan 1702.

Related entity

Skeggstaðafjall í Blöndudal (874 -)

Identifier of related entity

HAH00170a

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hlíðarfjall / Hlíðará í Bólstaðarhlíðarhreppi (874 -)

Identifier of related entity

HAH00781

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Helga Pálsdóttir Vídalín (1895-1918) Laxnesi í Kjós (10.7.1895 - 24.11.1918)

Identifier of related entity

HAH09534

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

fósturbarn þar 1901

Related entity

Þverárdalur á Laxárdal fremri ([1300])

Identifier of related entity

HAH00179

Category of relationship

associative

Dates of relationship

19.5.1890

Description of relationship

sameiginleg landamörk

Related entity

Laxárdalur fremri (874 -)

Identifier of related entity

HAH00694

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ævarsskarð (um880 -)

Identifier of related entity

HAH00149

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Botnastaðir í Blöndudal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00693

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi ([1200])

Identifier of related entity

HAH00170

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þorleifur Klemensson (1839-1902) Botnastöðum ov Svartárdal (4.7.1839 - 11.5.1902)

Identifier of related entity

HAH06742

Category of relationship

associative

Type of relationship

Dates of relationship

4.6.1839

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Skyttudalur á Laxárdal fremri ([1500])

Identifier of related entity

HAH00915

Category of relationship

associative

Type of relationship

Skyttudalur á Laxárdal fremri

is the associate of

Bólstaðarhlíð

Dates of relationship

Description of relationship

Bærinn byggður í landi Bólstaðarhlíðar. Engin viss landamerki eru milli jarðanna. Eigendur þeir bræður Benedicht og Árni Þorsteinssynir að Bólstaðahlíð hjer í sveit í upphafi 18. aldar.

Related entity

Mjóidalur á Laxárdal fremri ([1300])

Identifier of related entity

HAH00158

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Mjóidalur á Laxárdal fremri

is owned by

Bólstaðarhlíð

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi að helmíngi jarðarinnar í byrjun 18.aldar; Halldóra Ellendsdóttir að Bólstaðahlíð.

Related entity

Hvammur á Laxárdal fremri ([1200])

Identifier of related entity

HAH00913

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hvammur á Laxárdal fremri

is owned by

Bólstaðarhlíð

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandinn jarðarinnar í upphafi 18. aldar Halldóra Ellendsdóttir að Bólstaðahlíð hjer í sveit,

Related entity

Fjósar í Svartárdal ([1500])

Identifier of related entity

HAH00160

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Fjósar í Svartárdal

is owned by

Bólstaðarhlíð

Dates of relationship

1700

Description of relationship

Eigandinn jarðarinnar 1708 Halldóra Ellendsdóttir að Bólstaðahlíð,

Related entity

Steiná í Bólstaðarhlíðarhreppi. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00174

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Steiná í Bólstaðarhlíðarhreppi.

is owned by

Bólstaðarhlíð

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandinn að 19 % jarðarinnar í upphafi 18. aldar er Halldóra Ellindsdóttir að Bólstaðahlíð í Lángadal,

Related entity

Barkarstaðir Svartárdal (1921)

Identifier of related entity

HAH00152

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Barkarstaðir Svartárdal

is owned by

Bólstaðarhlíð

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandinn jarðarinnar í upphafi 18. aldar; Halldóra Ellindsdóttir að Bólstaðahlíð í Lángadal,

Related entity

Torfustaðir í Svartárdal. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00176

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Torfustaðir í Svartárdal.

is owned by

Bólstaðarhlíð

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi jarðarinnar í upphafi 18. aldar; Halldóra Ellindsdóttir að Bólstaðahlíð í Lángadal,

Related entity

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00159

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

is owned by

Bólstaðarhlíð

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandinn jarðarinnar í upphafi 18. aldar; Halldóra Ellindsdóttir að Bólstaðahlíð í Lángadal

Related entity

Tungunes í Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00541

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Tungunes í Svínavatnshreppi

is owned by

Bólstaðarhlíð

Dates of relationship

Description of relationship

Halldóra Erlendsdóttir var eigandi jarðarinnar en hafði 1702 selt 14% hlut jarðarinnar

Related entity

Svínavatn bær og vatn ([900])

Identifier of related entity

HAH00523

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Svínavatn bær og vatn

is owned by

Bólstaðarhlíð

Dates of relationship

Description of relationship

Halldóra Erlendsdóttir sýslumannsekkja í Bólstaðarhlíð var eigandi hálfrarjarðarinnar í upphafi 18. aldar

Related entity

Ævar Klemenzson (1930-2000) Bólstaðarhlíð og Dalvík (28.4.1930 - 13.2.2000)

Identifier of related entity

HAH02192

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1954-1965

Description of relationship

frá 1954

Related entity

Þóranna Kristjánsdóttir (1926-2008) Bólstaðarhlíð (23.10.1926 - 14.1.2008)

Identifier of related entity

HAH02167

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1954

Description of relationship

1954-1967

Related entity

Erlendur Klemensson (1922-1987) Bólstaðarhlíð (24.6.1922 -4.8.1987)

Identifier of related entity

HAH01213

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1954

Description of relationship

1954-1967

Related entity

Guðmundur Klemenzson (1927-1998) Bólstaðarhlíð (27.2.1927 - 24.12.1998)

Identifier of related entity

HAH01288

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1954

Description of relationship

1954-1998

Related entity

Elísabet Magnúsdóttir (1891-1964) Bólstaðahlíð (27.4.1891 - 3.4.1964)

Identifier of related entity

HAH03264

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1916

Description of relationship

1916-1944

Related entity

Guðmundur Klemensson (1848-1931) Bólstaðahlíð (26.9.1848 - 15.7.1931)

Identifier of related entity

HAH04069

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1883

Description of relationship

1883-1916

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00148

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 25.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 382 [Kálfadalur] 389 [Bólstaðarhlíð]
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 139, fol. 72b.
Húnaþing II bls 179
Húnaþing II bls 180
Húnaþing II bls 181

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places