Brekkukot í Þingi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Brekkukot í Þingi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Bærinn stendur á brekkubarði austan þjóðvegar vestnorðvestur af Axlaröxl skammt frá hlíðarrótum en engi er vestan vegar og mela, áveita. Beitiland er nokkuð til fjalls, austur með því og í norðurhlíð þess, til skamms tíma sameiginlegt með Brekku. Brekkukot var þjóðjörð til 1915, áðurfyrr klaustusjörð. Íbúðarhús byggt 1934, 440 m3. Fjós fyrir 7 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár. Tún 21,3 ha.

Places

Sveinsstaðahreppur; Axlaröxl; Brekka; Axlar- eða Brekku-kvísl; Grásteinn; Tjarnstæði; Hjallabrún; Öxlin; Vatnsdalsfjall; Hjálpargil; Gilá; Sellækjarós; Litlagiljá; Langadalsendi; Krossdalur; Skriðugil; Sortuvik; Brekkukvísl; Þingeyrarklaustur;

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

<1901-1918- Bjarni Jónsson 18. desember 1852 - 12. október 1919 Bóndi í Brekkukoti í Þingi, A-Hún. Þau hjón áttu engin börn en hann átti börn með fjórum konum utan hjónabands. Kona hans; Guðrún Jóhanna Helgadóttir 1837 Vinnukona í Höfðakaupstað 1854-59 og í Kambakoti á Skagaströnd 1859-61, þá ógift. Vinnukona á Hjallalandi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Húsfreyja í Brekkukoti í Þingi, A-Hún. Þau barnlaus.

1918-1954- Sigurður Bjarnason 24. jan. 1895 - 5. júlí 1953. Bóndi og bílstjóri í Brekkukoti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Brekkukoti. Kona hans; Anna Sigurðardóttir 6. apríl 1899 - 3. okt. 1976. Var í Brekkukoti, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.

1954- Sigþór Sigurðsson 12. júní 1922 - 27. nóv. 2010. Var í Brekkukoti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Brekkukoti, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.

General context

Landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðunum Brekku og Brekkukoti í Sveinsstaðahreppi.

Að sunnan úr stórum steini niður undir Axlar- eða Brekku-kvísl, er nefnist Grásteinn og merktur er L, til landnorðurs að vörðu, er á melnum vestanvert við grasbolla, sem nefndur er Tjarnstæði, frá henni í stóran stein upp á mýrinni, sem einnig er merktur L, og frá honum sömu stefnu í vörðu á Hjallabrúninni, þá aptur frá henni uppá norðvesturhorn Axlarinnar, sem er norðurendi Vatnsdalsfjalls, þaðan beina stefnu suðaustur að Hjálpargili, og sem það ræður, þá frá því þvert niður til Gilár, ræður hún þá merkjum niður að Sellækjarós. Milli Brekku og Litlugilár eru þessi merki: Fyrir sunnan Sellækjarós eru tveir stórir steinar, og er annar þeirra merktur L, frá honum beina leið í miðjan Langadalsenda austari, og þá eptir honum miðjum niður til Krossdals, þar sem lækurinn fellur yfir göturnar, þá þaðan niður til Skriðugils, og eptir því, sem það ræður, þá frá merkjasteini í miðjum Skriðugilsenda neðri, eptir stefnu þeirri, er merkjavörður benda til, að vörðu við landnorðurenda Sortuviks, þá sem það ræður til suðvesturs að vörðu, er stendur við suðvesturenda þess, frá henni þvert yfir hólmann að vörðu, sem er vestur við Brekkukvísl, og ræður hún þá merkjum fram til fyrnefnds Grásteins, er merktur er L.

Hvammi, 3. maí 1889
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyrarklaustursjarða.
Þorsteinn Jónsson, Gísli Jónsson, eigendur Litlugilár.
J. Einarsson fjárhaldsmaður ómyndugra eigenda ½ jarðarinnar Axlar.
Guðrún Einarsdóttir, eigandi ½ jarðarinnar Axlar.

Lesið upp á manntalsþingi að Sveinsstöðum, hinn 28.maí 1889, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 98, fol. 51b.

Relationships area

Related entity

Hnausar í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00294

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Öxl í Þingi ((1350))

Identifier of related entity

HAH00514

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

sameiginleg landamörk

Related entity

Pétur Tómasson (1859-1946) Meðalheimi (25.9.1859 - 11.8.1946)

Identifier of related entity

HAH04945

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1870

Related entity

Margrét Helgadóttir (1871-1955) Ráðskona á Beinakeldu (14.7.1871 - 9.4.1955)

Identifier of related entity

HAH09159

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnukona þar 1910

Related entity

Sveinsstaðahreppur 1000-2005 (1000-2005)

Identifier of related entity

HAH10031

Category of relationship

associative

Type of relationship

Sveinsstaðahreppur 1000-2005

is the associate of

Brekkukot í Þingi

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sigþór Sigurðsson (1922-2010) Brekkukoti (12.6.1922 - 27.11.2010)

Identifier of related entity

HAH09469

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigþór Sigurðsson (1922-2010) Brekkukoti

controls

Brekkukot í Þingi

Dates of relationship

12.6.1922

Description of relationship

Fæddur þar síðar bóndi

Related entity

Bjarni Jónsson (1852-1919) Brekkukoti í Þingi (18.12.1852 - 12.10.1919)

Identifier of related entity

HAH02686

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1901

Description of relationship

1901-1918

Related entity

Anna Sigurðardóttir (1899-1976) Brekkoti í Þingi (6.4.1899 - 3.10.1976)

Identifier of related entity

HAH02415

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1918

Description of relationship

1918-1976

Related entity

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þingeyrakirkja

controls

Brekkukot í Þingi

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00499

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 25.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 98, fol. 51b.
Húnaþing II bls 296

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places