Byggðasafnið á Reykjum

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Byggðasafnið á Reykjum

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1955 -

History

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Frumkvæði að stofnun Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna átti Húnvetningafélagið í Reykjavík, félag brottfluttra Húnvetninga sem búsettir voru í Reykjavík. Á aðalfundi félagsins þann 28. október 1955 var sett fram tillaga um að hefja söfnun menningarlegra muna sem tengingu höfðu við héraðið og var sett á fót nefnd til að sinna því máli með því lokatakmarki að stofnað yrði byggðasafn fyrir héraðið. Með stofnun byggðasafns vildi Húnvetningafélagið leggja sitt af mörkum við að sameina fólk héraðsins og reyna að skapa vitund um sameiginlega sögu og uppruna. Í nefndinni voru þau Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Jakob Þorsteinsson og Baldur Pálmason. Húnvetningafélagið sýndi heimahögunum mikinn áhuga og var í rauninni mjög ötult við að stuðla að menningar- og uppbyggingarstarfsemi í Húnaþingi. Ásamt því að standa fyrir stofnun Byggðasafns Húnvetninga og
Strandamanna stóð það meðal annars fyrir uppbyggingu Borgarvirkis, skógrækt í AusturHúnavatnssýslu og útgáfu tímarits þar sem saga og menning heimahaganna voru í brennidepli.
Félagsmenn höfðu mikinn áhuga á sögu þeirra heimahéraða og fékk Pál V.G. Kolka héraðslækni á Blönduósi til þess að skrifa sögu og ábúendatal héraðsins. Bók Páls, Föðurtún, kom út árið 1950 og er þar farið yfir sögu sýslnanna tveggja. Bókin kom út fyrir tilstuðlan Húnvetningafélagsins í Reykjavík og þakkar höfundur félaginu forgöngu þess við útgáfur bókarinnar. Eitthvað virðist þó hafa kastast í kekki á milli Páls og Húnvetningafélagsins. Páll ákvað að allur hagnaður bókarinnar skyldu ganga til nýbyggðs sjúkrahúss á Blönduósi. „Þess vegna hef ég ekki afhent Húnvetningafélaginu í Reykjavík handritið að þessari bók minni til eigna og umráða, þótt svo hafi lengst af verið ráð fyrir gert, og vona eg, að sá augnablikságreiningur, sem varð út af því milli stjórnar þess og mín, verði hjaðnaður áður en prentsvertan á bókinni er þornuð.

Héraðslæknirinn hefur haft mikinn áhuga á sögu héraðanna, bæði skrifaði hann fyrrnefnda bók en einnig átti hann sæti í fyrstu byggðasafnsnefnd Austur-Húnavatnssýslu ásamt því að veita Húnvetningafélagi Reykjavíkur tímabundna geymslu í Héraðshælinu á Blönduósi á meðan söfnun gripa stóð. Árið 1955, stuttu eftir aðalfund Húnvetningafélagsins, var kosið í byggðasafnsnefndir í Húnavatnssýslunum tveimur. Þær voru skipaðar vegna þess áhuga, frumkvæðis og stuðnings sem Húnvetningafélagið í Reykjavík sýndi safnamálum í heimahéraði sínu. Fengnar voru þrjár manneskjur úr hvorri sýslu til að sitja í nefndunum. Í byggðasafnsnefnd fyrir Austur-Húnavatnssýslu voru þau Páll Kolka, Hulda Á. Stefánsdóttir og Jón Ísberg. Þau þrjú voru áberandi máttarstólpar í sínu nærsamfélagi. Líkt og fyrr segir var Páll Kolka héraðslæknir Austur-Húnavatnssýslu, Hulda Á.
Stefánsdóttir var skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi á árunum 1953 til 1967 og Jón Ísberg var sýslumaður Húnvetninga frá 1960-1994. Fyrir Vestur-Húnavatnssýslu voru þau Jósefína Helgadóttir sem þá var formaður SKVH (Sambands kvenfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu), Kristín Gunnarsdóttir og Gísli Kolbeins. Byggðasafnsnefndirnar þrjár, þ.e. fyrir Húnavatnssýslurnar tvær og Húnvetningafélagið í Reykjavík, birtu árið 1955 ávarp til Húnvetninga í dagblaðinu Tímanum.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Baldur Pálmason (1919-2010) (17.12.1919 - 11.9.2010)

Identifier of related entity

HAH01101

Category of relationship

temporal

Dates of relationship

1955

Description of relationship

Var í framkvæmdanefnd um stofnun safnsins.

Related entity

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk (1.1.1897 - 25.3.1989)

Identifier of related entity

HAH01457

Category of relationship

temporal

Dates of relationship

1955

Description of relationship

Var í framkvæmdanefnd um stofnun safnsins.

Related entity

Gísli Kolbeins (1926-2017) (30.5.1926 - 10.6.2017)

Identifier of related entity

HAH03767

Category of relationship

temporal

Dates of relationship

1955

Description of relationship

Var í framkvæmdanefnd um stofnun safnsins.

Related entity

Guðrún Sveinbjörnsdóttir (1917-2016) Hnausum (5.11.1917 - 7.1.2016)

Identifier of related entity

HAH04471

Category of relationship

temporal

Dates of relationship

1955

Description of relationship

Var í framkvæmdanefnd um stofnun safnsins.

Related entity

Ófeigur frá Ófeigsfirði / hákarlaskip (1875) (1875 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00186

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 12.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places