Cora Sofie Baldvinsen (1904-1986) Höfðatún Skagaströnd

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Cora Sofie Baldvinsen (1904-1986) Höfðatún Skagaströnd

Parallel form(s) of name

  • Cora Sofie Pettersen (1904-1986)

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

20.9.1904 - 31.8.1986

History

Hún lést að morgni sunnudags, 31. ágúst, og hafði þá átt við heilsuleysi að stríða um árabil. Cora Sofie fæddist í Gibostad í Senja í Noregi 20. september 1904 og hefði því orðið 82 ára í þessum mánuði. Foreldrar hennar voru Paul Pettersen útvegsbóndi og fyrri kona hans, Cecelie Martinsen, en hún lést 1908 þegar Cora var fjögurra ára. Þau systkinin voru þrjú, tvö eldri en Cora, Peder, sem lést 1985, en elsta systirin, Borghild, býr í Fauske í Noregi. Faðirinn kvæntist síðar Jensine Andreasen og með henni átti hann fimm börn. Kåre, hálfbróðir Coru, býr nú á bernskuheimili þeirra. Cora ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður. Er hún var um tvítugt fór hún til heimilisstarfa hjá ljósmóður í Kvefjord. Þar kynntist hún ungum Íslendingi og þar með voru örlög hennar ráðin. Eiginmaður hennar, Jóhann Daníel Baldvinsson vélstjóri, hafði þá átt heima í Noregi í nokkur ár. Þegar hann sá hina ungu stúlku í fyrsta sinn var hún að hengja út þvott til þerris. Hreifst hann svo mjög af léttleika hennar og þokka að ekki var um annað að ræða en stofna til kunningsskapar við hana. En það var ekki auðhlaupið að því, því að ljósmóðirin vakti yfir hverju spori ungu stúlkunnar og leist ekki meira en svo á útlendinginn.
Í stríðsbyrjun flutti fjölskyldan til Svalbarðseyrar. Jóhann var hræddur um að svo kynni að fara að loftárás yrði gerð á Akureyri og taldi hann að öryggi fjölskyldunnar væri betur borgið með því. Á þessum árum, og reyndar öll stríðsárin, sigldi Jóhann á togurum til Englands. Cora sagði mér eitt sinn að árin á Akureyri hefðu verið með bestu árum ævi sinnar. Hún eignaðist trygga og góða vini í Heimilissambandi Hjálpræðishersins. Þar var hún virkur starfsmaður meðan hún bjó á Akureyri. Hún var ákaflega söngelsk og söng oft og raulaði. Einnig var hún mikil handavinnukona og nutu þessir hæfileikar sín ekki hvað síst í Heimilissambandinu. Geta má nærri að mikið hefur hvílt á herðum hinnar ungu konu á þessum árum. Eiginmaðurinn langtímum saman að heiman á hafinu þar sem úði og grúði af kafbátum og tundurduflum. Hún útlendingur og börnunum fjölgaði. En Drottinn var henni hæli og styrkur og örugg hjálp í nauðum. Samfélagið í Heimilissambandinu veitti henni gleði og sál hennar næringu. Skömmu eftir að stríðinu lauk ákvað Jóhann að fara í land. Líklega er að Cora hafi haft þar áhrif á, búin að fá nóg af ótta, hræðslu og einmanaleika öll stríðsárin, þá á Svalbarðseyri. Fluttu þau þá til Skagastrandar, þar sem Jóhann tók að sér vélstjórn frystihúss þar.

Places

Gibostad í Senja í Noregi: Akureyri: Svalbarðseyri: Skagaströnd: Blönduós:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Cora Sofie fæddist í Gibostad í Senja í Noregi 20. september 1904 og hefði því orðið 82 ára í þessum mánuði. Foreldrar hennar voru Paul Pettersen útvegsbóndi og fyrri kona hans, Cecelie Martinsen, en hún lést 1908 þegar Cora var fjögurra ára. Þau systkinin voru þrjú, tvö eldri en Cora, Peder, sem lést 1985, en elsta systirin, Borghild, býr í Fauske í Noregi. Faðirinn kvæntist síðar Jensine Andreasen og með henni átti hann fimm börn. Kåre, hálfbróðir Coru, býr nú á bernskuheimili þeirra. Cora ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður.
Í Noregi fæddust fjögur elstu börn þeirra,
1) Gunda, f. 1928,
2) Paul, f. 1929,
3) Sigmund, f. 1931 og
4) Anne, f. 1933. En árið 1934 flutti fjölskyldan til Íslands, til Akureyrar, var yngsta barnið þá þriggja mánaða.
5) Kristine f 1936
6) Oddný f 1939
7) Torlef Kåre

General context

Relationships area

Related entity

Þorsteinn Húnfjörð (1933) bakari Blönduósi (3.2.1933 -)

Identifier of related entity

HAH04986

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Kristine kona Þorsteins var dóttir Cora

Related entity

Þórarinn Hafsteinn Björnsson (1926-1985) Höfðaborg Skagaströnd (29.6.1926 - 24.5.1985)

Identifier of related entity

HAH06829

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

tengdamóðir Þórarins

Related entity

Sigmund Jóhannsson (1931-2012) skopteiknari Vestmannaeyjum (22.4.1931 - 19.5.2012)

Identifier of related entity

HAH01886

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigmund Jóhannsson (1931-2012) skopteiknari Vestmannaeyjum

is the child of

Cora Sofie Baldvinsen (1904-1986) Höfðatún Skagaströnd

Dates of relationship

22.4.1931

Description of relationship

Related entity

Kristine Elfride Jóhannsdóttir (1936) Blönduósi (26.4.1936)

Identifier of related entity

HAH06917

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristine Elfride Jóhannsdóttir (1936) Blönduósi

is the child of

Cora Sofie Baldvinsen (1904-1986) Höfðatún Skagaströnd

Dates of relationship

26.4.1936

Description of relationship

Related entity

Anne Helene Evensen (1933) Blönduósi (10.12.1933 -)

Identifier of related entity

HAH02434

Category of relationship

family

Type of relationship

Anne Helene Evensen (1933) Blönduósi

is the child of

Cora Sofie Baldvinsen (1904-1986) Höfðatún Skagaströnd

Dates of relationship

10.12.1933

Description of relationship

Related entity

Jóhann Baldvinsson (1903-1990) Höfðatúni Skagaströnd (22.7.1903 - 9.4.1990)

Identifier of related entity

HAH01546a

Category of relationship

family

Type of relationship

Jóhann Baldvinsson (1903-1990) Höfðatúni Skagaströnd

is the spouse of

Cora Sofie Baldvinsen (1904-1986) Höfðatún Skagaströnd

Dates of relationship

1927

Description of relationship

Related entity

Guðrún Paulsdóttir (1958) (10.4.1958 -)

Identifier of related entity

HAH04273

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Paulsdóttir (1958)

is the grandchild of

Cora Sofie Baldvinsen (1904-1986) Höfðatún Skagaströnd

Dates of relationship

10.4.1958

Description of relationship

Cora var móðir Paul föður Guðrúnar

Related entity

Höfðatún Skagaströnd

Identifier of related entity

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Höfðatún Skagaströnd

is controlled by

Cora Sofie Baldvinsen (1904-1986) Höfðatún Skagaströnd

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01546b

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 25.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places