Dýhóll Blönduósi og nokkur örnefni

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Dýhóll Blönduósi og nokkur örnefni

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1930)

History

Kleifatúnið nær nú upp með neðri Lyngmóum, en á milli hólanna voru merkin milli Hnjúka og Blönduóss og í hamar við ána sem heitir Fálkanöf. Þetta eru þá hin gömlu merki milli Hjaltabakka og Hnjúka. Síðan heitir Dýhóll þar sem heitavatnsleiðslan liggur niður og vatnsbólin eru undir. Þar ofar heitir Miðhorn og Efstahorn. Þarna voru útihús Agnars Braga Guðmundssonar.

Places

Örnefni á svæðinu;

Kópalagnir efri og neðri. Þær skaga nokkuð fram í ána.

Klöppin í miðri ánni heitir Kast-Jónsklöpp.

Klappirnar hjá Einarsnesi: Neðstaklöpp, Efstaköpp og Miðklöpp.

Upp með ánni voru svo Klifakot og Klifakotslækurinn.

Stór gjá er svo neðst í Klifinu og þar er sagt að hafi verið aftökustaður — farið fram hengingar.

Fyrsta rafstöðin á þessum slóðum var fyrir neðan bergið. Klifakotslækurinn sem var ekki notaður beint, heldur var farið með hann niður með veginum og sameinaður læk, sem kom úr Dýhólnum, og það var einmitt við þann læk, sem Thomsen var drepinn.

Þarna var vond kelda og ekki hægt að komast nema með ánni, eða þá niður melana og Miðholtið. Landinu hallaði inn frá ánni, og þar voru mógrafir og afleitt foræði, t.d. var mótekja þar sem nú er læknisbústaðurinn.

Þar ofar heitir Miðhorn og Efstahorn. Var það sjaldan nefnt og er nú horfið vegna malartöku. Þar á móti ofan við lækinn, sem beygir niður með Kleifatúninu og veginum, er lítill hóll strýtumyndaður, sem heitir Arnarhóll.

Ef við höldum í vestur frá Dýhólnum komum við á Miðholtið og Skógargata heitir slóð, sem liggur núna vestan við flugvöllinn. Móarnir hafa allir verið kjarri vaxnir og þetta var vegur í gegnum þá.

Önnur leið var austar og yfir Laxá rétt ofan við hitaveitustokkinn. Hún lá neðan frá Klaufunum.

Svo var lestavegurinn, en hann var mikið ofar, og bar þess merki að hafa verið mikið farinn, margar samhliða götur. Maður sá fyrir veginum upp með Hnjúkatjöminni að norðan og alla leið að Hrafnseyrarvaði við Blöndu (Neðan við Björnólfsstaði).

Reiðmannaklauf lá í gegnum melana austan við Hnjúkatjörnina. Þessi vegur er frá landnámstíð. Í Vatnsdælasögu er talað um að maður frá Hnjúkum hafi verið drepinn í nágrenni Hrafnseyrarvaðs. Þessi vegur lá alla leið neðan frá Húnsstaðahorni. [Þá virðast hafa verið tvær með þessu nafni, Hin lá þar sem neðribyggðarvegur liggur að Blönduósi. Aths mín GPJ]

Háabrekka fyrir ofan Miðholtið við gömlu ruslahaugana.

Litlidalur og Litlidalslækurinn, sem kemur úr Miðholtsmýrinni. Dalurinn hefði nú alveg eins mátt heita Ástadalur. Þetta var eina afdrepið hér til þess að hittast frá báðum áttum.

Draugagilið, en það urðu merkin á milli Blönduóss og Hjaltabakka.

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Mjög þægilegt að hrinda manni fram af og í gjá neðst í Klifinu og hann var dauður um leið. Sögn er til um það að ef mistókst að hengja mann á Svarthamri, sem er beint austur af Kagaðarhóli, þá hafi verið farið með hann þarna ofan á Klifið, í gjána.

Við Draugagil rak kvenmann frá Fremstagili, sem hafði fyrirfarið sér í Blöndu. Þetta mun hafa verið milli 1880-1890, og líkið var flutt heim að Hjaltabakka. Hannes nokkur var vetrarmaður á Hjaltabakka og hann fann stúlkuna. Stúlkan launaði Hannesi fyrir björgunina. Skömmu seinna vantaði hann fjórar kindur og það gerði stórhríð um nóttina. Hannes vaknaði við að stúlkan kallaði: „Hanni, Hanni, það er komin hríð". Hannes brá við, klæddi sig og fór til húsanna. Kindurnar voru þar þá.

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Agnar Bragi Guðmundsson (1919-1989) Sólheimum Blönduósi (17.8.1919 - 5.11.1989)

Identifier of related entity

HAH01012

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Var þar með fé

Related entity

Hnjúkar Blönduósi (1600) ((1800))

Identifier of related entity

HAH00107

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hjaltabakki ((950))

Identifier of related entity

HAH00643

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Kleifar Blönduósi (1952 -)

Identifier of related entity

HAH00112

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00095

Institution identifier

IS HAH-Blö

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 28.5.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places