Eyjafjallajökull

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Eyjafjallajökull

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

874-

History

Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull Íslands. Undir jöklinum er eldkeila sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst árið 920, þá 1612, 1821 og 2010. Öll þessi gos hafa verið frekar lítil. Þegar gaus árið 1821 stóð gosið til ársins 1823. Gos hófst svo á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 austan við Eyjafjallajökul. Þann 14. apríl 2010 hófst gos undir jökulhettunni.

Eyjafjallajökull er einn af hæstu tindum Íslands, fjallið er 1.651 m hátt og jökullinn 1.666 m hár.[1] Úr jöklinum renna 2 skriðjöklar sem heita Steinsholtsjökull og Gígjökull en þeir skríða báðir til norðurs í átt að Þórsmörk. Hafa þeir á síðustu árum hörfað mikið og er Gígjökull nánast að hverfa.

Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull eru næst hvor öðrum á Fimmvörðuhálsi. Þar reka Ferðafélag Íslands og Útivist 2 gistiskála sem heita Baldvinsskáli og Fimmvörðuskáli. Eyjafjallajökull er mjög varasamur til ferðalaga vegna jökulsprungna en jökullinn er mjög brattur og sprunginn.

Lítið eldgos varð 2010 á Fimmvörðuhálsi, austan Eyjafjallajökuls, og stóð frá 21. mars til 13. apríl það ár. Fyrstu merki um gosið sáust kl. 23:58 20. mars og voru talin vera í Eyjafjallajökli.[2] Síðar kom í ljós að gossprungan var á Fimmvörðuhálsi.

Places

Legal status

Eyjafjallajökull er eldkeila sem rís 1667 m yfir sjó. Á fjallinu er 80 km2 jökulhetta og út frá henni teygja sig nokkrir skriðjöklar og eru Gígjökull og Steinholtsjökull þeirra þekktastir. Í kolli Eyjafjallajökuls er lítil askja sem er um 2,5 km í þvermál, full af ís, og úr norðurenda hennar skríður Gígjökull (Haukur Jóhannesson, 1985). Hann hefur ýtt upp miklum jökulgörðum framan við jökulsporðinn en í dag er þar allstórt jökullón.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Á milli Seljalandsfoss og bæjarins Seljalands er Kverk. Þar uppi í hlíðinni er Kverkarhellir, gott skjól fyrir veðri og vindum.

Þórður Tómasson á Skógum er manna fróðastur um gamla tíma undir Eyjafjöllum. Kverkarhellir hýsti kindur fyrr á tíð en hann var líka þingstaður Vestur-Eyfellinga til 1895 þar sem sýslumaður tók manntal og þess háttar. „Það sjást hér í hellismunnanum ummerki eftir þil sem hafa verið hér fyrir hellinum, kannski tengt þingstaðnum, ég veit það ekki vel. Og innsti hluti af hellinum virðist gerður af mönnum og þar innst í hellingum eru mjög greinileg krossmörk höggvin í hellisbergið.“

Þetta krossmark innst í hellinum er þeirrar náttúru að þótt það sé á þurru bergi, þá er það alltaf rakt og grætur þegar komið er við það. Þetta hafa Eyfellingar sagt mann fram af manni en það hefur svo sem ekki verið vísindalega rannsakað. Meira þarf til að sýna fram á mannvist hér þar til fyrir landnám.

En hvernig á þá að aldursgreina hve fólk hefur búið lengi í þessum helli? Jú, það voru safnhaugar hérna fyrir utan hellinn sem komu Kristjáni Ahronson, fornleifafræðikennara við Bangor háskóla í Wales, á sporið því úr þeim var hægt að taka sýni til aldursgreiningar.

Kristján kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar og fleiri í Háskóla Íslands í dag en frá þeim er greint í bók hans Into the Ocean. Hann er Vestur-Íslendingur og skilur íslensku nokkuð vel. Gjóskulög ofan á og undir frákastinu úr hellinum segja til um aldurinn. „Við erum við það að bera kennsl á umtalsvert magn af efni sem gæti verið afgangsefni frá byggingarstarfi og virðist vera frá því um 800,“ segir hann.

Í Seljalandshelli eru glæsileg krossmörk. Kristján og aðrir vísindamenn hafa borið þau saman við krossmörk annars staðar. „Þótt Kverkarhellir ásamt Seljalandshelli séu einstakir eru þeir í hópi hella á Suðurlandi, manngerðra hella, sem eru einkenndir með krossmörkum,“ segir Kristján.

„Það er eitthvað mjög einstakt við krossana í hellunum á Suðurlandi en það eru samt augljós rök fyrir því að einhver tengsl séu við Vestur-Hálöndin á Írlandi og Skotland, Írland og Bretland,“ segir Kristján.

Ekki vill Kristján slá neinu föstu um að þetta hafi verið papar, það er kristnir menn frá Bretlandseyjum. En vissulega hefur Seljalandshellir verið ákjósanlegur bústaður á öldum áður þótt hann hafi látið mjög á sjá og brýnt sé að verja hann og rannsaka betur.

„Þetta er eitt af þeim verkefnum sem bíður í íslenskri þjóðminjavörslu,“ segir Þórður.

https://www.ruv.is/frett/manngerdur-hellir-fra-thvi-fyrir-landnam

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Skógar undir Eyjafjöllum, bær og safn ((874) -)

Identifier of related entity

HAH00849

Category of relationship

associative

Type of relationship

Skógar undir Eyjafjöllum, bær og safn

is the associate of

Eyjafjallajökull

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00850

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 6.5.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places