Félagsheimilið Blönduósi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Félagsheimilið Blönduósi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1960)

History

„Það er áreiðanlega ósk og von okkar allra að leikstarfsemi megi eflast og þroskast hér í framtíðinni til skemmtunar og menningarauka fyrir héraðsbúa. Til þess að það megi verða er fyrsta og aðalskilyrðið það, að hér rísi upp fyrirhugað félagsheimili, með nægilega rúmgóðu leiksviði, búningsherbergjum og geymslum. Slík breyting á öllum aðstæðum mundi hvetja uppvaxandi æskufólk og starfandi leikfélaga til stærri átaka. Stærri og fjölbreyttari verkefni yrðu tekin til meðferðar, og þá mundi auðveldara að fá hingað hæfa leikstjóra og tjaldamálara en nú er. Með komu Þjóðleikhússins og síaukinna framfara á sviði leikhúsmála, hafa aukizt kröfur áhorfenda til þeirra, sem halda uppi leikstarfsemi úti á landi, og þessum kröfum er ekki hægt að fullnægja nema með bættum aðstæðum. Húnvetningar hafa alltaf sótt vel leiksýningar hér á Blönduósi og verið þakklátir fyrir veitta skemmtun. Efalaust hefur þreyttum leikendum líka fundist það nokkur laun fyrir erfiðið að fá góðar undirtektir og sanngjarna gagnrýni áhorfenda. Þeir, sem lengst hafa unnið að þessum málum hér, eru nú senn að hætta. Þeirra mörgu og góðu endurminningar eru tengdar litla leiksviðinu í gamla samkomuhúsinu og mörgum hugþekkum verkefnum og hlutverkum. Við tekur svo stórhuga æskufólk, sem vonandi starfar á nýju og stærra sviði við betri skilyrði.“

Til að hægt væri að sýna sjónleiki og halda dansskemmtanir varð húsnæði að vera til staðar. Veturinn 1929 var haldin samkoma í húsi C. Höepfners og var gróði af henni 73 krónur og 12 aurar. Þá var Hvöt þegar orðin eignaraðili að H/F Samkomuhúsi A-Húnvetninga á Blönduósi. Félagið var stofnað 20. mars 1925 og 19. nóvember 1927 var hlutur Hvatar 500 krónur. Byrjað var á húsinu 1926 og í fundargerð hjá ungmennafélaginu er talað um að láta raflýsa húsið á einhvern ódýran hátt. Margir einstaklingar og félög stóðu að byggingu hússins og fljótlega komu upp hugmyndir um að selja vegna erfiðleika með fé til framkvæmda. Ekki varð af því strax og notaði félagið húsið til margra ára fyrir fundi sína og skemmtanir. Tímarnir breyttust og félagið hélt sinn síðasta fund í Samkomuhúsinu árið 1960 en þá var hafin bygging á nýju samkomuhúsi er nefnt hefur verið Félagsheimili Blönduóss. Mikill hugur var í félagsmönnum í upphafí sjötta áratugarins, þá var rætt um að hefja undirbúning að byggingu félagsheimilis á Blönduósi og félagið tæki að sér forystu í málinu. Einnig vildu félagsmenn hefja uppbyggingu á nýju íþróttasvæði. Stofnfundur um byggingu Félagsheimilins var haldinn 1957 og átti Hvöt hlut í húsinu. Þó mikill áhugi og bjartsýni hafi ríkt um byggingu þess og Hvatarfélagar unnið mörg handtökin í sjálfboðavinnu, átti félagið erfitt með að standa við skuldbindingar sínar af svo viðamiklu verkefni jafnframt því að íþróttavöllurinn kom til sögunnar. Og nú er svo komið að ungmennafélagið á engan hlut í húsinu.

Places

Blönduós

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Category of relationship

associative

Dates of relationship

um1929

Description of relationship

Related entity

Húnabraut Blönduósi ((1900))

Identifier of related entity

HAH00825

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Húnabraut 6

Related entity

Leikfélagið á Blönduósi (1944) (1944-)

Identifier of related entity

HAH00118

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Albert Stefánsson (1949) Blönduósi (9.4.1949 -)

Identifier of related entity

HAH02268

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Húsvörður um tíma

Related entity

Pétur Brynjólfsson (1940-2012) Blönduóis 1983-1990, Hólum í Hjaltadal (17.7.1940 - 7.6.2012)

Identifier of related entity

HAH01837

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1983-1990

Description of relationship

Húsvörður við Félagsheimilið

Related entity

Blönduós / Blönduóssbær / Húnabyggð (1.1.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00080

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1957

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00097

Institution identifier

IS HAH-Blö

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 8.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Litið til baka. – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1961), Bls. 45-54. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000580368
Sögubrot frá fyrri árum – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1995), Bls. 134-151. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000562639

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places