Finnlaugur Snorrason (1916-2002) Syðri- Bægisá, Hörgárdal og Arnarstöðum í Flóa

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Finnlaugur Snorrason (1916-2002) Syðri- Bægisá, Hörgárdal og Arnarstöðum í Flóa

Parallel form(s) of name

  • Finnlaugur Pétur Snorrason (1916-2002) Syðri- Bægisá, Hörgárdal

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

11.4.1916 - 23.7.2002

History

Finnlaugur Pétur Snorrason fæddist á Syðri-Bægisá í Öxnadal 11. apríl 1916. Finnlaugur ólst upp á Syðri-Bægisá.
Var á Bægisá syðri, Bakkasókn, Eyj. 1930.
Í janúar árið 2000 fluttist Finnlaugur í hjúkrunarheimilið Holtsbúð í Garðabæ og bjó þar til dauðadags.

Places

Syðri-Bægisá í Öxnadal; Arnarstaðir í Flóa.

Legal status

Hann stundaði nám m.a. í Laugaskóla í Reykjadal,
Hann fór í Iðnskólann á Selfossi og tók sveinspróf í húsasmíði árið 1964.

Functions, occupations and activities

vann við bú foreldra sinna m.a. við byggingar, og var mjólkurbílstjóri í Öxnadal og Glæsibæjarhreppi. Finnlaugur flutti til Selfoss árið 1945 og vann þar við húsbyggingar og bílayfirbyggingar. Hann keypti jörðina Arnarstaði í Hraungerðishreppi árið 1952 og hóf þar búskap árið 1953. Fyrstu árin stundaði hann hefðbundinn kúa- og fjárbúskap, en seinni búskaparárin varð kartöflurækt hans aðalbúgrein.
Á veturna vann Finnlaugur m.a. hjá Trésmiðju KÁ á Selfossi.
Finnlaugur lét af búskap árið 1970 og gerðist húsvörður í Grænmetisverslun landbúnaðarins en þar starfaði hann til ársins 1982.

Mandates/sources of authority

Á þeim tíma fann hann upp nýja gerð flokkunarvéla fyrir kartöflur og smíðaði um tuttugu slíkar. Eftir að Finnlaugur lét af störfum kom hann sér upp litlu trésmíðaverkstæði þar sem hann framleiddi ýmsa samlímda og rennda muni. Hann hélt sýningar og var hann þekktur víða um land af listilega gerðum smíðisgripum sínum.
Árið 1998 tilnefndi félag Trérennismiða á Íslandi hann sem fyrsta heiðursfélaga fyrir brautryðjandastarf á sviði trérennismíði á Íslandi.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Snorri Þórðarson 30. mars 1885 - 19. júlí 1972. Bóndi á Syðri-Bægisá í Öxnadal. Bóndi á Bægisá syðri, Bakkasókn, Eyj. 1930. Síðast bús. á Akureyri og kona hans Þórlaug Þorfinnsdóttir 12.10.1889 - 30.1.1946. Húsfreyja á Bægisá syðri, Bakkasókn, Eyj. 1930. Húsfreyja á Syðri-Bægisá í Öxnadal.

Systkini Finnlaugs eru
1) Guðlaug Snorradóttir 15. maí 1914 - 19. nóv. 2009. Var á Bægisá syðri, Bakkasókn, Eyj. 1930. Saumakona á Akureyri og síðar í Reykjavík.
2) Hulda Snorradóttir 31. jan. 1920 - 27. sept. 2010. Var á Bægisá syðri, Bakkasókn, Eyj. 1930. Húsfreyja í Dagverðartungu í Hörgárdal í Skriðuhr., síðar bús. á Akureyri.
3) Halldóra Snorradóttir 10. apríl 1929 - 20. des. 2018. Húsfreyja á Stóra-Dunhaga í Skriðuhreppi og síðar á Akureyri. Var á Bægisá syðri, Bakkasókn, Eyj. 1930. Síðast bús. á Akureyri. Gegndi ýmsum félagsstörfum.
4) Steinn Dalmar Snorrason 4. mars 1925 - 17. ágúst 1999. Bóndi á Syðri-Bægisá í Öxnadal.

Hinn 5. maí 1945 kvæntist Finnlaugur Hermínu Sigurðardóttur 13. nóv. 1923 - 27. des. 2013. Var í Arnarnesi, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1930. Fósturmóðir Helga Guðrún Jónatansdóttir.
Börn þeirra eru:
1) Helgi Finnlaugsson f. 16.5. 1946, d. 12.1. 1988, og eru börn hans og Hildar Gunnarsdóttur: a) Þuríður, b) Gunnlaugur, c) Finnlaugur Pétur, d) Sigurlaug, dóttir Helga og Ragnhildur Benediktsdóttur, e) Hermína Íris. Einnig gekk Helgi syni Ragnhildar, Hallgrími, Geir í föðurstað.
2) Gunnar Finnlaugsson f. 3.6. 1947, kvæntur Gunillu Stjernfeldt, synir Gunnars eru: a) Freyr og b) Jóhannes Gunnar. Gunnar gekk einnig dóttur Gunillu, Eriku í föðurstað.
3) Þorfinnur Finnlaugsson f. 25.9. 1948, kvæntur Soffíu Guðmundsdóttur, börn Þorfinns eru: a) Þórlaug, b) Einar Árni, c) Guðný Rut sem Þorfinnur ættleiddi, en einnig gekk hann í föðurstað börnum Soffíu, þeim Kristínu, Pétri og Hermanni Bauer.
4) Þórlaug Finnlaugsdóttir f. 25.9. 1950, gift Kai Toft, sonur Þórlaugar og Gests Karlssonar er Finnlaugur Pétur.
5) Hulda Finnlaugsdóttir f. 4.4. 1953, börn hennar og Héðins Sverrissonar eru: a) Tryggvi, d. 1993, b) Erna, c) Jóhannes Pétur, d) Helgi og e) Einar.
6) Snorri Finnlaugsson f. 21.2. 1960, kvæntur Sigríði Birgisdóttur og dætur þeirra eru: a) Linda Björk og b) Helga Dögg.
7) Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir f. 28.10. 1962, gift Hákoni Valtýssyni, synir hennar eru a) Ingvar Andri og b) Valtýr Már.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH08742

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 3.1.2022

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places