Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[1300]

History

Finnstunga er neðan Tunguhnjúks og stendur hátt í norðurausturhlíð Blöndudals. Útsýn er þar mikil og víð um Langadal og Ása. Bak Tunguhnjúks liggur Finnadalur fram til Skeggjastaðaskarðs. Land jarðarinnar liggur allt austur til Svartár. og eru víðlendar eyrar fram á móts við Bólstaðarhlíð. Ræktun er að mikluleyti valllendismóar og er mikill hluti túnsins í brattlendi. Íbúðarhús byggt 1942, 500 m3. Fjós fyri 14 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hlöður 920 m3. Tún 30 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Svartá.
Í Tungu (Finnstungu) í Blöndudal var hálfkirkja „vel standandi" 1486.

Places

Blöndudalur; Tunguhnjúkur; Langidalur; Ásar; Finnadalur; Skeggjastaðaskarð; Blanda; Svartá; Bólstaðarhlíð; Finnstungufjall; Skeggstaðir; Svartagil; Svartagilsbotn; Grænlág; Þröskuldur; Finnsdalur; Grænborg; Grjótvarða á Skarðshlíðarbrún; Kílaskarð; Tunguskál; Gildrumelshvammur; Bakkadrag; Finnslækur; Syðratungukot [Ártún]; Sölvatunga;

Legal status

Solvatunga, almennilega um lángan aldur kölluð Finnstunga. þessari jörðu er sundur skiflt í þrjá sundurlausa bæi, og standa tveir í úthögum og hefur hvort býli fyri sig vissan
dýrleika eftir tíundarhæðinni, en eitt fyrisvar er á öllum þessum bæjum og óskift er öllu landinu, nema túni og engjum, milli býlanna. Jarðardýrleiki á heimajörðunni xxxii € , og so tíundast fjórum tíundum. Eigandinn Halldóra Ellindsdóttir að Bólstaðahlíð í Lángadal, eður hennar börn. Ábúandinn Sveinn Gunnlaugsson.
Landskuld i € lx álnir, áður fyri þrettán árum ii € xl álnir, síðan smámínkað því ekki bygðist ella. Betalast lx álnir í fiskatali í kaupstað, hitt í landaurum.
Leigukúgildi v, áður vj. Leigur betalast í smjöri, slætti eður peníngum uppá landsvísu; hvorutveggja landskuld og leigur heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje vi kýr, i naut tvævett, i kálfur, lxxxiii ær, xxv sauðir tvævetrir og eldri, fimtíu veturgamlir, fimtíu lömb, v hestar, iiii hross, ii folar þrevetrir, i tvævetur, ii únghryssur, i fyl.
Fóðrast kann iiii kýr, i úngneyti, l ær, xx lömb, iii hestar; öðrum hestum er til hagagöngu burt komið og öðru kvikfje vogað einúngis á útigáng. Afrjett engin ut supra. Torfrista og stúnga lök og mjög erfið til að sækja. Elt er taði undan kvikfje. Laxveiðivon hefur verið góð í Svartá, hefur ei brúkast í margt ár, og meinast nú litil þó brúkuð væri. Beit segja menn að jörðin eigi fyri tólf hross Krossanna á milli í Ytra Langamýrarland, en ekki hefur þetta ítak brúkast í manna minni; þar í mót hafi Lángamýri átt fjárbeit á vetur í Túnguland, en er óvíst hvað mikla. Móskurð eru munnmæli að jörðin hafi átt í Ytri Lángamýrar land, en ekki hefur hann brúkast í hundrað ár eður lengur. Enginu grandar Svartá með landbroti og grjóts og sands áburði, til stórskaða og eyðileggíngar, og í sama máta fyri sunnan bæinn smálækir, sem bera í slægjubletti leir og sand. Uthagann blæs upp mikilega í holt og grasleysumosa, sem á eykst árlega og sumpart hlaupa í bröttum fjallbrekkum skriður og jarðföll. Hætt er kvikfje fyrir afætudýjum og yerður oft mein að. Vatnsból er erfitt mjög og þrýtur þó oftlega um vetur, og er þá ei annað vatn að fá heldur en hvað finnast kann í mýrardýjum, sem þó er so örðugt til að sækja, að það hefur stundum verið tilflutt á hestum og stundum þíddur snjór fyrir kvikfje. Hreppamannaflutníngur erfiður mjög á vetur og annars vegar yfir á að sækja.

Sydra Tungukot, annar bærinn. Jarðardýrleiki xii hundruð og so tíundast fjórum tíundum. Eigandinn sami og að heimajörðinni. Abúandinn Guðmundur Illugason.
Landskuld lxxx. Betalast xx álnir í fiskatali í kaupstað, hitt í landaurum heim til landsdrottins. Leigukúgildi iiii, áður fyri fimm árum iii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins.
Kvaðir öngvar.
Kvikfje ii kýr, i kálfur, xl ær, ix sauðir veturgamlir, xvi lömb, ii hestar, i hross, i foli veturgamall. Fóðrast kann ii kýr, x lömb, hinu er vogað einúngis á útigáng. Kostir og ókostir sem segir um heimajörðina, nema hvað nokkuð kann að vera hægra vatnsból þegar so vill til.

Ytra Tungukot, þriðji bærinn. Jarðardýrleiki vi € og so tíundast fjórum tíundum. Eigandinn sami ut supra. Ábúandinn Eirekur Þorsteinsson.
Landskuld lxx álnir. Betalast í landaurum heim til landsdrottins og í fiskatali í kaupstað, eftir samkomulagi.
Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar. Kvikfje iii kýr, xl ær, iiii sauðir tvævetrir og eldri, v
veturgamlir, xvi lömb, ii hestar, i hross. Fóðrast kann i kýr, i úngneyti, x lömb; það kvikfje sem meira er framfærist á tilfengnum heyjum, og sauðfje og hestum vogað á útigáng mestan part. Kostir og ókostir sem segir um heimajörðina, nema vatnsból þrýtur hjer sjaldan, en þykir þó erfitt nokkuð.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

1887-1915; Jónas Jónsson 24. mars 1848 - 19. nóv. 1936. Var í Torfalæk, Hjaltabakkasókn, Hún. 1870. Húsbóndi í Finnstungu, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. Var í Finnstungu, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Finnstungu. Kona hans; Aðalheiður Rósa Sigurðardóttir 6. okt. 1835 - 1912. Var á Reykjum, Þingeyrarsókn, Hún. 1845. Vinnukona á Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1860. Vinnukona á Akureyri 22a, Hrafnagilssókn, Eyj. 1870. Húsfreyja á Finnstungu, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880 og 1890. Leigjandi í Finnstungu, Holtastaðasókn, Hún. 1901.

1913-1949- Tryggvi Jónasson 14. mars 1892 - 20. des. 1952. Með móður á nokkrum bæjum á Svalbarðsströnd 1876 og 1885-86. Einnig með henni á Gili í Fjörðum, S-Þing. 1881. Tökubarn í Sigluvík á Svalbarðsströnd 1877-78. Var í Botni, Þönglabakkasókn, S-Þing. 1880. Var á Akureyri, Eyj. 1901. Fiskmatsmaður á Akureyri. Fiskmatsmaður þar 1930. „Söngmaður góður ... Vinsæll maður og vel metinn“ segir Indriði. Kona hans; Guðrún Jóhanna Jónsdóttir 14. mars 1880 - 4. ágúst 1967. Húsfreyja í Finnstungu í Blöndudal, A-Hún. Húsfreyja í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarsókn, A-Hún. 1930.

1948- Guðmundur Tryggvason 29. apríl 1918 - 9. nóvember 2009 Bóndi í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarsókn, A-Hún. Var í Finnstungu, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957 og kona hans 31.12.1946; Guðrún Sigríður Sigurðardóttir 18. apríl 1923 - 15. desember 1975 Húsfreyja í Finnstungu í Blöndudal, A-Hún. Var á Leifsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Halldór Bjarni Maríasson, f. 9.10. 1952 og kona hans, Áslaug Finndal Guðmundsdóttir 5. janúar 1951 Var í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

General context

Skrá um landamerki Finnstungu í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Að austanverðu í Finnstungufjalli ræður merkjum milli Finnstungu og Skeggstaða Svartagil upp að fjallsbrún, þaðan, eða frá Svartagilsbotni bein stefna suður fjallið fyrir austan Grænlágar og suður í Þröskuld sunnanvert við Finnsdal. Frá Þröskuldi ræður merkjum bein stefna í vestur yfir Grænborg og vestur í fjallið í Grjótvörðu á Skarðshlíðarbrúninni beint norður af Þröskuldi á Kílaskarð, úr grjótvörðu þessari vestur fjallið og vestur af brúninni í grjótvörðu á melhól sunnanvert við Tunguskálar, frá melhól þessum beina stefnu í vestur til Blöndu sunnanvert við Gildrumelshvamm, og er þar stór steinn jarðfastur (flaður að ofan) vísar til merkja, ræður svo áin Blanda merkjum norður eptir á móts við svonefnt Bakkadrag. Frá Bakkadragi ræður bein stefna í austur, eins og grjótvörður vísa austur í grjótgarð við Svartá norðan við Finnslæk, svo Svartá merkjum suður að fyrnefndu Svartagili

Finnstungu 17. maí 1886
Jónas Jónsson (eigandi Finnstungu)
St.M. Jónsson, umráðamaður Syðratungukots
Guðm. Klemensson, eigandi Bólstaðarhlíðar.
S. Sigurðsson, eigandi Skeggstaða.

Með tilliti til hrossabeitar af hendi Finnstungu-bónda á Finnadal skal skírskotað til samnings okkar hlutaðeiganda jarðeiganda í landamerkjaskrá fyrir jörðinni Skeggstöðum dagsettri í dag.
S, Sigurðsson, eiganda Skeggstaða.
Jónas Jónsson, eigandi Finnstungu.

Lesið fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Bólstaðarhlíð, 20. maí 1886, og innfærð í landamerkjabók sýslunnar No. 44 bl. 24

Relationships area

Related entity

Blanda ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00073

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Tunguvað og lögferja

Related entity

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Finnstunga: …Úthagann blæs upp miklilega í holt og grasleysumosa, sem á eykst árleg og sumpart hlaupa í bröttum fjallbrekkum skriður og jarðföll. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Finnstunga: …Þá (2.–3. okt. 1887) …Afar mikil skriðuhlaup urðu í Blöndudal utanverðum austan ár. ...Þá féllu og miklar skriður milli Finnstungutúnsins og Kotshólanna. …Upptök skriðnanna voru í tvennu lagi ofarlega, en þegar neðar dró, dreifðust skriðurnar um mikið land, og mátti svo heita, að jörð öll umhverfðist á stóru svæði, og náðu sumar rennurnar alla leið í Blöndu (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881– 1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).

Related entity

Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi ([1200])

Identifier of related entity

HAH00170

Category of relationship

associative

Dates of relationship

20.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamerki

Related entity

Gísli Illugason (1860-1911) frá Botnastöðum, Blaine, Whatcom, Washington, United States (11.12.1860 - 31.7.1911)

Identifier of related entity

HAH03769

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1893

Related entity

Jakob Benjamínsson (1829-1908) Syðra-Tungukoti (4.7.1829 - 23.10.1908)

Identifier of related entity

HAH05214

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Húsmaður þar

Related entity

Jón Tryggvason (1917-2007) Ártúnum (28.3.1917 - 7.3.2007)

Identifier of related entity

HAH01593

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.3.1917

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota, (17.1.1864 - 16.8.1946)

Identifier of related entity

HAH02499

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Blöndudalshólar ([1200])

Identifier of related entity

HAH00074

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ártún í Blöndudal (1948 -)

Identifier of related entity

HAH00032

Category of relationship

associative

Dates of relationship

6.1983

Description of relationship

Sameiginleg landa mörk

Related entity

Grétar Guðmundsson (1948) Kópavogi (4.7.1948 -)

Identifier of related entity

HAH03798

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1967

Related entity

Sigvaldi Björnsson (1858-1947) Skeggstöðum (9.7.1858 - 13.11.1947)

Identifier of related entity

HAH05480

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1870

Related entity

Margrét Hannesdóttir (1861-1948) Kolviðarnesi Hnapp (25.8.1861 - 29.6.1948)

Identifier of related entity

HAH07382

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vk þar 1890

Related entity

Bólstaður (1964-)

Identifier of related entity

HAH00154

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bólstaðarhlíðarkirkja (1889 -)

Identifier of related entity

HAH00147

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sigurjón Jóhannsson (1873-1961) Blöndudalshólum (6.10.1873 - 4.8.1961)

Identifier of related entity

HAH06250

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigurjón Jóhannsson (1873-1961) Blöndudalshólum

controls

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

Description of relationship

bóndi þar

Related entity

Halldór Maríasson (1952) (9.10.1952 -)

Identifier of related entity

HAH04637

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Halldór Maríasson (1952)

controls

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Jónas Jónsson (1848-1936) Finnstungu (24.3.1848 - 19.11.1936)

Identifier of related entity

HAH05824

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jónas Jónsson (1848-1936) Finnstungu

controls

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar 1880 og síðar húsmaður til dd

Related entity

Ingibjörg Jónsdóttir (1863-1964) Blöndudalshólum (15.8.1863 - 3.6.1944.)

Identifier of related entity

HAH07385

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ingibjörg Jónsdóttir (1863-1964) Blöndudalshólum

controls

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Bólstaðarhlíð ([900])

Identifier of related entity

HAH00148

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Bólstaðarhlíð

is the owner of

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandinn jarðarinnar í upphafi 18. aldar; Halldóra Ellindsdóttir að Bólstaðahlíð í Lángadal

Related entity

Áslaug Finndal (1951) Finnstungu (5.1.1951 -)

Identifier of related entity

HAH03650

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Áslaug Finndal (1951) Finnstungu

controls

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Guðrún Sigurðardóttir (1923-1975) Finnstungu (18.4.1923 - 15.12.1975)

Identifier of related entity

HAH04436

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Sigurðardóttir (1923-1975) Finnstungu

controls

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

1948

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Tryggvason (1918-2009) Finnstungu (29.4.1918 - 9.11.2009)

Identifier of related entity

HAH01294

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Tryggvason (1918-2009) Finnstungu

controls

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

1948

Description of relationship

Related entity

Aðalheiður Sigurðardóttir (1835-1912) Finnstungu (6.10.1935 - 1912)

Identifier of related entity

HAH02241

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Aðalheiður Sigurðardóttir (1835-1912) Finnstungu

controls

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Dates of relationship

1887

Description of relationship

1887-1915

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00159

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 11.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 359
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók sýslunnar No. 44 bl. 24, 20.5.1886
Húnaþing II bls 213

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places