Geithamrar í Svínadal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Geithamrar í Svínadal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[1300]

History

Skammt fyrir norðan Grund liggja Geithamrar í fjallsrótunum. Þar er mikið ræktanlegt land á láglendinu og rúmgott, notadrjúgt beitiland í fjallshlíðinni. Jörðin á land meðfram Svínavatni á 2-3 km kafla. Fram til 1961 voru byggingarnar uppi í brekkuhallinu, en hafa nú verið fluttar niður á flatlendið, nær veginum. Íbúðarhús byggt 1961 88 m2 431 m3. Fjós byggt 1973 yfir 16 kýr og 8 geldneyti, ásamt mjólkuhúsi og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 320 fjár. Hesthús fyri 11 hross og auk þess torfhús yfir 20. Hlöður 1174 m3. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Places

Svínavatnshreppur; Svínavatn; Grund; Þrílækir; Þverlækur; Einbúi; Mosfell; Berjabrekkubrún: Hólastóll; Geithamrahólmi; Kúluheiði;

Legal status

Jarðardýrleiki xx € og so tíundast tveim tíundum ut supra, Eigandinn er biskupsstóllinn að Hólum. Ábúandinn Jón Sveinsson.
Landskuld i €. Betalast í öllum gildum landaurum, stundum nokkuð í fóðri, til xx álna. Leigukúgildi v. Leigur betalast i smjöri sem áður segir um Mosfell. Kvaðir eru öngvar.
Kvikfjenaður v kýr, i kvíga veturgömul, lxiii ær, viii sauðir tvævetrir og eldri, xviii veturgamlir, xxvi lömb, iii hestar, iii hross, i foli veturgamall, i únghryssa. Fóðrast kann iii kýr, xl ær, xxx lömb, iiii hestar, Torfrista og stúnga er næg. Reiðíngsrista hefur verið, er nú fordjörfuð af skriðu, Hrísrif er þrotið. Silúngsveiði sem áður segir um Mosfell. Eggver lítið í hólma þeim, er liggur í Svínavatni og kallaður er Geithamrahólmi, hefur í næstu fjögur ár að öngvu gagni verið. Lambaupprekstur á Kúluheiði fyrir toll ut supra. Túnunum spillir lækjarskriða.
Enginu spillir sama skriða. Vetrarríki fyrir útsynníngum ut supra. Hætt er kvikfje mjög fyrir foröðum. Hætt er húsum og heyjum fyrir stórviðrum af útsuðri. Kirkjuvegur slæmur.
Girðíngar sjást hjer í landinu þar sem nú er stekkur. Munnmæli eru þar hafi bærinn áður staðið, en því verið færður, að vatn hafi grandað túninu. Ekki verður hjer bygt, nema eyðilögð sje heimajörðin, og þó miður til fallið.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

1906-1944- Þorsteinn Þorsteinsson 12. mars 1873 - 27. jan. 1944. Bóndi á Geithömrum í Svínavatnshr., A-Hún. Kona hans; Halldóra Björnsdóttir 24. mars 1878 - 10. apríl 1961. Var á Marðarnúpi, Grímstungusókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Geithömrum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar.

1944- Þorsteinn Þorsteinsson 11. júlí 1908 - 29. sept. 1992. Var á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Geithömrum, A.-Hún. Síðast bús. í Svínavatnshreppi. Kona hans; Guðrún Björnsdóttir 14. mars 1920 - 18. ágúst 2014. Var á Hæli, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Var á Geithömrum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Geithömrum í Svínavatnshreppi.

Þorsteinn Þorsteinsson 31. maí 1945. Var á Geithömrum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Kona hans; Snjólaug Þóroddsdóttir 27. ágúst 1945.

General context

Landamerki fyrir jörðinni Geithömrum í Svínavatnshreppi.

Að sunnanverðu gagnvart Grundarlandi ræður lækur, sem hefur upptök sín úr hinum svonefndu Þrílækjum uppí fjallsbrún, rennur lækur þessi ofan á milli bæjanna Grundar og Geithamra, þar til hann fellur fram úr þrengslum nokkru neðar en bæirnir standa, ræður svo merkjum bein stefna til austurs, og í þverlækinn, er fellur til norðurs fyrir ofan Grundar-beitarhús, síðan ræður lækur þessi merkjum til norðurs, þar til hann fellur í það sunnanvert við klett, sem kallaður er Einbúi, svo ræður lækur þessi merkjum að norðan, móts við Mosfellsland, upp fjallið, eptir Berjabrekkubrún, og svo beina stefnu til fjalls-brúnar, að vestanverðu frá greindu takmarki ræður fjallsbrúnin merkjum til suðurs allt að Þrílækjum.

Sveinn Pjetursson eigandi og ábúandi Geithamra. Egill Halldórsson (eigandi og umráðamaður Mosfells. Þorsteinn Þorsteinsson, eigandi að Grund.


Grund og Geithamrar:
Út af deilu þeirri, sem risið hefur upp milli eigenda jarðanna Grundar og Geithamra í Svínavatnshreppi, um landamerki milli jarðanna, er hjer með af eigendum gjörður svofelldur samningur: Landamerki milli jarðanna skulu vera þannig:
Á fjallinu ræður lækur, sem hefir upptök sín í hinum svonefndu þrílækjum upp í fjallsbrúninni. Rennur lækur þessi ofan á milli bæjanna Grundar og Geithamra, þar til hann fellur fram úr þrengsli nokkru neðar en bæjirnir standa. Ræður svo merkjum skurður sá, sem hefir verið gjörður, eptir Merkjalækjardraginu í vörðu, sem hlaðin er við enda hans, úr nefndri vörðu bein lína í vörðu við vaðið á Þrílæknum, gengt beitilarhúsatóptum frá Grund. Ræður svo lækur þessi merkjum þar til hann fellur í Vatnsvíkina. Hefir sýslumaður Húnavatnssýslu á Sveinstöðum hlaðið nefndar vörður til bráðabyggða, er jarðeigendur skuldbinda sig til, að hálfu að því er snertir hvora jörð, að hlaða vörðurnar betur og halda þeim við.
Þessu til staðfestu eru nöfn Þorsteins Þorsteinssonar, eiganda Geithamra, Ragnhildar Sveinsdóttur meðeiganda jarðarinnar Grundar og Jóhannes Guðmundsson fyrir hönd Oddnýjar, Jóhönnu og Jakobínu Þorsteinsdætra meðeigenda jarðarinnar Grundar.
Gjört að Grund 9. ágúst 1926
Lesið fyrir manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Svínavatni 13. júní 1927 og innfært í landamerkjabók sýslunnar Nr. 317, fol. 172-172b.

Relationships area

Related entity

Björn Leví Þorsteinsson (1907-1984) frá Geithömrum, húsgagnasmiður í Reykjavík (27.5.1907 - 4.4.1984)

Identifier of related entity

HAH02866

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Þórhildur Jónsdóttir (1904-1992) frá Brandsstöðum (13.3.1904 - 30.6.1992)

Identifier of related entity

HAH02181

Category of relationship

associative

Dates of relationship

13.3.1904

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Þórður Sveinsson (1874-1946) geðlæknir Rvk frá Geithömrum (20.12.1874 - 21.11.1946)

Identifier of related entity

HAH07395

Category of relationship

associative

Dates of relationship

20.12.1874

Description of relationship

fæddur þar, eða á Rútsstöðum þar sem foreldrar hans voru 1874

Related entity

Ragnhildur Sveinsdóttir (1871-1951) Grund Svínadal (28.7.1871 - 22.2.1951)

Identifier of related entity

HAH06389

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.7.1871

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Geithamrar: …Túnunum spillir lækjarskriða. Enginu spillir sama skriða. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Svínavatnshreppur 1706).

Related entity

Þorleifur Ingvarsson (1900-1982) Sólheimum (9.10.1900 - 27.8.1982)

Identifier of related entity

HAH07437

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

fósturbarn þar 1902

Related entity

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum (14.10.1920 - 23.1.2009)

Identifier of related entity

HAH01532

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Þorbjörg Þorsteinsdóttir (1914-2002) Auðkúlu; frá Geithömrum (9.1.1914 - 3.4.2002)

Identifier of related entity

HAH02136

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Svínavatnshreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00228

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Svínadalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00517

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Mosfell Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00520

Category of relationship

associative

Dates of relationship

19.5.1892

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Hnausar í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00294

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00525

Category of relationship

associative

Dates of relationship

13.6.1927

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Kristín Indriðadóttir (1947) Gilá (14.11.1947 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

alin þar upp

Related entity

Jón Guðmundsson (1878-1978) Brandsstöðum (11.6.1878 - 15.6.1978)

Identifier of related entity

HAH07399

Category of relationship

associative

Type of relationship

Jón Guðmundsson (1878-1978) Brandsstöðum

is the associate of

Geithamrar í Svínadal

Dates of relationship

11.6.1878

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Rannveig Sigurðardóttir (1832-1916) Hofi í Vatnsdal (28.2.1832 - 14.5.1916)

Identifier of related entity

HAH06555

Category of relationship

associative

Type of relationship

Rannveig Sigurðardóttir (1832-1916) Hofi í Vatnsdal

is the associate of

Geithamrar í Svínadal

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar 1840

Related entity

Elísabet Helgadóttir (1875-1923) Brandsstöðum (16.11.1875 - 9.12.1923)

Identifier of related entity

HAH07400

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Elísabet Helgadóttir (1875-1923) Brandsstöðum

controls

Geithamrar í Svínadal

Dates of relationship

Description of relationship

húsmóðir þar 1904

Related entity

Þorsteinn Þorsteinsson (1873-1944) Geithömrum Svínadal (12.3.1873 - 27.1.1944)

Identifier of related entity

HAH07420

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Andrés Þorleifsson (1809-1865) Stóra-Búrfelli ov (1809 - 23.4.1865)

Identifier of related entity

HAH02299

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Andrés Þorleifsson (1809-1865) Stóra-Búrfelli ov

controls

Geithamrar í Svínadal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Halldóra Björnsdóttir (1878-1961) Geithömrum (24.3.1878 - 10.4.1961)

Identifier of related entity

HAH04703

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Halldóra Björnsdóttir (1878-1961) Geithömrum

controls

Geithamrar í Svínadal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00009

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

is the owner of

Geithamrar í Svínadal

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi 1705

Related entity

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum (11.7.1908 - 29.9.1992)

Identifier of related entity

HAH02156

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

controls

Geithamrar í Svínadal

Dates of relationship

1944

Description of relationship

Related entity

Guðrún Björnsdóttir (1920-2014) Geithömrum (14.3.1920 - 18.8.2014)

Identifier of related entity

HAH04264

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Björnsdóttir (1920-2014) Geithömrum

controls

Geithamrar í Svínadal

Dates of relationship

1944

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00269

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 26.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1706. Bls 325
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók sýslunnar Nr. 317, fol. 172-172b.

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places