Gísli Kristjánsson (1904-1985) kennari og ritstjóri

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Gísli Kristjánsson (1904-1985) kennari og ritstjóri

Hliðstæð nafnaform

  • Gísli Björgvin Kristjánsson (1904-1985)
  • Gísli Björgvin Kristjánsson

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

28.2.1904 - 24.12.1985

Saga

Gísli Björgvin Kristjánsson 28. febrúar 1904 - 24. desember 1985 Kennari og ritstjóri að Hlíðartúni í Mosfellssveit. Var á Brautarhóli, Tjarnarsókn, Eyj. 1930. Síðast bús. í Mosfellsbæ.

Staðir

Brautarhóll í Svarfaðardal; Hlíðartún í Mosfellssveit; Mosfellsbær:

Réttindi

Rúmlega tvítugur hélt hann til náms að Hólum í Hjaltadal og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1925. Næst fór hann eins og margir ungir íslendingar á þeim tíma til náms við iþróttaskólann í Ollerup í Danmörku og var þar 1926-1927. Aftur fór hann til Danmerkur og stundaði þar m.a. nám við lýðháskóla og búnaðarskóla en innritaðist nokkru síðar í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan kandidatsprófi vorið 1939 og sérfræðinám frá sama skóla 1941. Síðan var hann við ýmis sérfræði- og rannsóknarstörf í Danmörku þar til hann fluttist heim seint á árinu 1945. Á þessum árum liluiil. hann rannsóknarstyrk og stundaði auk þess hagfræðinám við verslunarháskólann í Höfn.

Starfssvið

Kennari unglinga á Dalvík árin 1928-1930, auk þess sem hann stundaði verslunarstörf, var m.a. verkstjóri við vegagerð og vann að jarðyrkju í dalnum. Veturinn 1930—31 kenndi hann á Hólum í Hjaltadal. Ritstjóri.

Lagaheimild

Eitt af stórvirkjum Gísla var ritstjórn hans á íslenska hlutanum í norrænni samheitaorðabók yfir landbúnaðar- og búfræðiheiti, Nordisk Landbruksordbok, sem kom út í Olso 1979. Það má þakka Gísla það fyrst og fremst að hlutur íslenskunnar lá þar ekki eftir þó að margir legðu þessu lið.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Kristín Sigfúsína Kristjánsdóttir 12. janúar 1880 - 25. ágúst 1973 Húsfreyja á Brautarhóli í Svarfaðardal, Eyj. Hjú í Hálsi, Vallasókn, Eyj. 1901. Húsfreyja á Brautarhóli 1930 og maður hennar 18.4.1903; Kristján Tryggvi Sigurjónsson 10. júní 1870 - 15. september 1944 Bóndi á Brautarhóli í Svarfaðardal. Sjómaður á Völlum, Vallasókn, Eyj. 1901. Bóndi á Brautarhóli, Tjarnarsókn, Eyj. 1930.
Systkini Gísla;
1) Filippía Sigurlaug Kristjánsdóttir 3. október 1905 - 8. júní 1996 Rithöfundur í Reykjavík. Var á Brautarhóli, Tjarnarsókn, Eyj. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Skáldanafn Hugrún. Maður hennar; Valdimar Jónsson 4. mars 1900 - 5. febrúar 1959 Ólst upp með föður og stjúpu til 1904 og síðan með henni og seinni manni hennar. Fósturbarn í Húsi Jóns Júlíussonar í Stykkishólmi, Snæf. 1910. Hóf sjómennsku fyrir tvítugt. Sjómaður og verslunarmaður í Reykjavík. Sjómaður á Öldugötu 4, Reykjavík 1930. Fósturmóðir: Ingveldur Jónasdóttir. Sjómaður í Reykjavík 1945. Verkamaður á Akureyri 1947-56. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Sigurjón Kristján Kristjánsson 10. september 1907 - 31. júlí 1982 Bóndi á Brautarhóli í Svarfaðardal og síðast verkstjóri hjá Reykjavíkurborg. Var á Brautarhóli, Tjarnarsókn, Eyj. 1930. Kona hans 30.9.1946; Sigríður Sigurðardóttir 23. desember 1911 - 20. júní 1999 Var á Maríubakka, Prestbakkasókn, V-Skaft. 1930. Kjörfor: Sigurður Jónsson, f. 22.11.1859 og Guðrún Hansdóttir Wíum, f. 4.8.1872. Kennari. Húsfreyja á Brautarhóli í Svarfaðardal og á Akureyri. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Svanfríður Guðný Kristjánsdóttir 22. mars 1910 - 7. febrúar 2004 Hjúkrunarkona á Brautarhóli, Tjarnarsókn, Eyj. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar 5.8.1950; Þórður Páliníus Halldórsson 31. október 1905 - 22. maí 1977 Múrarameistari í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Var á Litla-Bæ, Reykjavík 1930.
4) Sigurður Marinó Kristjánsson 15. október 1914 - 25. júní 2009 Var á Brautarhóli, Tjarnarsókn, Eyj. 1930. Guðfræðingur, bóndi á Brautahóli og kennari og síðar skólastjóri að Laugum í Reykjadal. Kona hans; 17.6.1961; Stefanía Jónasdóttir 11. maí 1939 - 5. maí 2003 Fluttist með foreldrum að Þórðarstöðum í Fnjóskadal 1949. Starfaði og bjó á Laugum í Reykjadal um 1961-81. Flutti þá að Brautarhóli í Svarfaðardal og var þar síðan, bóndi og húsfreyja.
5) Lilja Sólveig Kristjánsdóttir 11. maí 1923 - 23. apríl 2015 Var á Brautarhóli, Tjarnarsókn, Eyj. 1930. Kennari, skrifstofustarfsmaður og síðar safnvörður í Reykjavík. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík. Sálma- og ljóðskáld. Maður hennar 1.7.1967; Siguringi Eiríkur Hjörleifsson 3. apríl 1902 - 23. júlí 1975 Kennari og tónskáld í Reykjavík. Var í Keflavík 1920. Húsbóndi á Sóleyjargötu 15, Reykjavík 1930. Þau barnlaus.
Kona Gísla 1937; Thora Margrethe Kristjánsson 27. apríl 1910 - 3. desember 1987 Hjúkrunarkona, síðast bús. í Mosfellsbæ. Fullt nafn skv. Krossaætt: Thora Margrethe Christoffersen Nielsen.
Börn þeirra;
1) Rúna Gísladóttir 3. september 1940, kennari og rithöfundur.
2) Stína Gísladóttir 16. maí 1943 prestur Holti í Önundarfirði og Blönduósi. Maður hennar; Ola Aadnegard 30. ágúst 1939, hún er seinni kona hans.
3) Edda Gísladóttir 20. október 1944 kennari og fóstra.
4) Lilja Gísladóttir 3. desember 1949 hjúkrunarfræðingur
5) Hans Gíslason 3. desember 1949 bifvélavirki tvíburi

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Ingibjörg Sveinsdóttir (1952) Blönduósi (31.1.1952 -)

Identifier of related entity

HAH03370

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Stefánsdóttir (1887-1970) Kistu Vesturhópi (5.1.1887 - 23.5.1970)

Identifier of related entity

HAH04454

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hörður Ríkharðsson (1962) kennari (29.12.1962 -)

Identifier of related entity

HAH05203

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórólfur Óli Aadnegard (1961) bifvélavirki Blönduósi (13.2.1961)

Identifier of related entity

HAH06825

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH03753

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.6.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir