Glaumbær í Skagafirði

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Glaumbær í Skagafirði

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Bærinn í Glaumbæ er samstæða þrettán húsa. Níu þeirra opnast inn í göng sem svo eru kölluð og eru mjór gangur, sem liggur frá bæjardyrum til baðstofu, sem er aftasta húsið í húsaþyrpingunni. Sex húsanna snúa gafli/burstum að hlaði og hægt að ganga inn um þau þaðan. Þetta eru kölluð framhúsin. Inn í eitt bakhúsanna, sem svo eru kölluð, er hægt aða ganga og eru það bakdyr bæjarins þar sem heimilsifólk gekk vanalega um.
Fyrsta sýning safnsins var opnuð þar þann 15. júní árið 1952 og fjallaði hún, þá sem nú, um mannlíf í torfbæjum. Glaumbær er í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Starfssvæði Byggðasafns Skagfirðinga, sem er elsta byggðasafn landsins, er allur Skagafjörður og í dag er safnið með bækisstöðvar á nokkrum öðrum stöðum í héraðinu.

Á bæjarhólnum, þar sem bærinn stendur, hafa hús staðið í mörg hundruð ár. Bæjarhúsin hafa breyst að stærð og gerð og færst til á hólnum, eftir efnum og ástæðum húsbænda á hverjum tíma. Árið 2002 fundust leifar húsa frá 11. öld, í túninu austur af bæjarhólnum og virðist sem bæjarhúsin hafi verið flutt um set um eða fyrir 1100, um mannsaldri eftir að sagnir herma að Snorri Þorfinnsson, sonur Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur, hafi byggt fyrstu kirkjuna í Glaumbæ. Snorri var fyrsta evrópska barnið, sem sögur fara af, fætt á meginlandi Ameríku.

Glaumbær er torfríkasti bær landsins. Skýringin er sú að grjót í veggjahleðslu er vart að finna í Glaumbæjarlandi, en torfrista er góð. Það má sennilega fullyrða að hvergi í veröldinni sé torf notað í jafnmiklum mæli í jafn stóra byggingu eins og í Glaumbæ. Veggirnir eru hlaðnir úr klömbrum, sniddu og streng. Rekaviður og innfluttur viður eru í grindum og þiljum. Bæjarhúsin eru misgömul að efni og gerð því menn byggðu húsin eftir því hvort þörf var á stærri eða minni húsum er kom að endurnýjun.
Það sem skipti sköpum um varðveislu Glaumbæjar að breski Íslandsvinurinn Mark Watson (1906-1979) gaf 200 sterlingspund til varðveislu bæjarins árið 1938.
Bærinn var friðlýstur árið 1947. Sama ár fluttu síðustu íbúarnir burtu úr bænum. Árið 1948 er Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað og fékk safnið bæinn fyrir starfsemi sína, samkvæmt samningi við Þjóðminjasafn Íslands. Sá samningur var síðast endurnýjaður árið 2002.
Ýmsar getgátur eru um bæjarnafnið Glaumbær. Hvort það hafi verið dregið af hávaða eins og fossheitið Glaumur, hávaða af gleðskap, glymjanda í járnsmiðju eða klukknahljómi. Hvort hér hafi einhvern tíma heitið Gamlibær og við brottfall og hljóðvíxl hafi nafnið breyst í Glaumbær. Kenningin er þá sú að bærinn hafi flust til, jafnvel farið í eyði um tíma og byggst aftur í þá tíð er menn voru að þreifa fyrir sér með heppilegt bæjarstæði.28 Hugmynd er einnig um að nafnið geti verið dregið af orðinu glám, sem getur þýtt að vera áberandi, glóa29, glámbær, sem hafi í tímans rás breyst í Glaumbær. Þá hefur sú tilgáta verið orðuð að nafnið gæti verið dregið af járnvinnslu. Í Glaumbæ hafa löngum verið góðir járnsmiðir og jörðin er rauðarík. Kenningin byggir á því að rauðinn hafi verið kallaður gláma. Höfund brestur heimildir um þá orðnotkun. Hæglega gæti gjallandinn frá járnvinnslunni verið glaumurinn sem nafnið var dregið af, alveg eins og efnið sjálft, en allt eru þetta athygliverðar tilgátur.

Glaumbæjarkirkja var vígð 1926. Henni hafa þjónað 7 prestar, sem er merkilegt ef horft er til þess að frá siðbreytingu 1550 til 1925 höfðu samtals, á því tímabili, 14 prestar þjónað kirkjum Glaumbæjar.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Úlfljótur nam „Langholt allt fyrir neðan Sæmundarlæk“.
Um 950 má ætla að Langholt hafi verið fullnumið. Glaumbær var talið annað tveggja höfuðbóla í landnámi Úlfljóts. Ekkert er vitað um fyrstu ábúendur, en leifar bygginga fundust undir langhúsi frá 11. öld sem fannst í Glaumbæ árið 2001.
Um 1015 hafði landkönnuðurinn Þorfinnur karlsefni Þórðarson frá Reynistað keypt Glaumbæjarlönd. Í Grænlendingasögu segir: „Nú siglir Karlsefni í haf og kom skipi sínu fyrir norðan land í Skagafjörð og var þar upp sett skip hans um veturinn. En um vorið keypti hann Glaumbæjarland og gerði bú á og bjó þar meðan hann lifði og var hið mesta göfugmenni og er margt manna frá honum komið og Guðríði konu hans og góður ættbogi“.
Um 1030 kom útlaginn Grettir Ásmundarson við í Glaumbæ á leið út í Drangey, samkvæmt Grettis sögu.
Um 1035 þegar „Snorri var kvongaður þá fór Guðríður utan og gekk suður og kom út aftur til bús Snorra sonar síns og hafði hann þá látið gera kirkju í Glaumbæ“.
1035-1040 „Síðan varð Guðríður nunna og einsetukona og var þar meðan hún lifði“.
1234 bjó Ásbirningurinn Hallur Þorsteinsson í Glaumbæ.
1254 keypti Hrafn8 Oddsson riddari og síðar hirðstjóri, Glaumbæ af Halli og bjó þar.
1289 tók Jón korpur, sonur Hrafns, við búinu. Hrafn sonur Jóns tók við af honum 1310-1315.
1320 deildu Glaumbæjar-Hrafn (Jónsson) og fleiri höfðingjar við Auðun rauða Þorbergsson hinn norska Hólabiskup um rétt biskups til ráðstöfunar á eignum kirkna í einkaeigu, eins og Glaumbæjarkirkja var.
1342 bauð Glaumbæjar-Hrafn 360 manns í brúðkaupsveislu er hann gifti Steinunni dóttur sína Bótólfi Andréssyni hirðstjóra. Hrafn drukknaði í Þjórsá ári seinna.
1418 tók Þorleifur Árnason sýslumaður við búi í Glaumbæ. Kona hans var Kristín, yfirleitt nefnd til sögunnar sem Vatnsfjarðar-Kristín, dóttir Solveigar Þorsteinsdóttur og Björns Einarssonar Jórsalafara. Kristín bjó í Glaumbæ þar til Þorleifur féll frá 1428 og fluttist þá vestur í Vatnsfjörð.
1440 kvæntist Árni, sonur Þorleifs og Kristínar, Soffíu dóttur Lofts ríka Guttormssonar og hóf búskap í Glaumbæ.
1464 tók Þorleifur Árnason, sonur Soffíu og Árna, við Glaumbæ og bjó þar stórbúi í hálfan fimmta tug ára.
1510 tók Teitur lögmaður, sonur Þorleifs og Soffíu, við staðnum. Hann var forríkur að jörðum og kvikfé eins og forfeður hans og fyrirferðarmikill höfðingi.
1528 hrakti Jón Arason biskup Teit frá Glaumbæ og tengdasonur Jóns biskups, Hrafn Brandsson á Hofi á Höfðaströnd, náði embættinu af Teiti. Hrafn lést af áverkum eftir skylmingar á hlaðinu í Glaumbæ ári síðar.
1540 lagði Jón Arason jörðina undir Hóladómkirkju og hélt þar stólsbú í áratug.
1550 þann 5. maí, gerði Jón biskup Glaumbæ að stað, kirkjuléni (beneficium). Þar hefur síðan verið prestssetur.
1554 tók séra Gottskálk Jónsson (1524-1590) við prestsembætti í Glaumbæ. Hann ritaði Gottskálksannál sem að einhverju leyti var undirstaða að ritum Arngríms lærða Jónssonar prests og skólameistara á Hólum og Skarðsárannál Björns Jónssonar. Frá Gottskálki er eitt elsta íslenska pappírshandritið, varðveitt í British Museum.
1555 tilnefndu biskupar Glaumbæ stað til uppeldis (náms) presta og til spítala þar sem leggja ætti inn sjúklinga fyrir Norðlendingafjórðung.
1594 fékk séra Sæmundur Kársson prófastur Glaumbæ og hélt til dánardægurs 1630.
1630 fékk séra Hallgrímur Jónsson prófastur og officialis staðinn og sat til dánardægurs 1681.
1634 þann 21. október brann fjóshey hjá séra Hallgrími og nær allt fjósið. Björguðust út 5 af 13 kúm lifandi.
1655 var Björn Jónsson annálsritari á Skarðsá jarðsunginn fyrir kirkjudyrum í Glaumbæ.
1681 tók Jón Hallgrímsson, sonur séra Hallgríms, við staðnum og þjónaði til 1693.
1685 var málaður ,,stór prédikunarstóll og vænn með olíufarva“, sennilega úti í Danmörku. Líkur eru á að um þetta leyti hafi verið reist kirkja sú sem rifin var 1833. Spjöld stólsins prýða Glaumbæjarkirkju enn.
1694 var séra Ólafur Pétursson í eitt ár.
1695 tók séra Egill Sigfússon við og sat til 1724. Egill þessi var áður skólameistari á Hólum „lærður vel og latínuskáld gott“. Ekki dugði það honum því minnstu munaði að hann missti hempuna fyrir lauslæti og barneignir. Hann gaf til kirkjunnar koparklukku þá með ártalinu 1721 sem enn er notuð.
1727 tók séra Grímúlfur Illugason við staðnum. Hann varð allra karla elstur og fékk viðurnefnið gamli.
1734 gaf séra Grímúlfur kirkjunni koparklukku með ártalinu 1734. Hún er enn notuð. Grímúlfur gerði við og lét endurbyggja bæinn að hluta um þetta leyti.
1784 tók Eggert Eiríksson við prestskap í Glaumbæ. Hann hafði verið aðstoðarprestur (kapellán) Grímúlfs frá 1772. Eggert var sagður í „meðallagi eirinn. Átti hann oft í ryskingum og öðrum sundurgjörðum við ýmsa menn“. „Nálega var ei sá mannafundur eða veizla með bændum í sóknum hans nokkra hríð, svo hann væri ekki við, að ei yrði ryskingar eða því líkt, því hann var glettinn og hvatfær, en margir voru honum öfundarsamir [...] Hann var oft í lagadeilum og hafði lönd undir Glaumbæ [...] Raungóður var hann og lét sér fara vel við vesæla menn“. Eggert fékk verðlaun frá konungi fyrir að hafa byggt upp fjögur eyðikot og hjáleigur í preststíð sinni.
1813 varð Magnús Magnússon prestur í Glaumbæ og þjónaði til 1840. Magnús var umtalaður söngmaður og þekktur járnsmiður.
1833 hóf séra Magnús byggingu síðustu torfkirkjunnar.
1835 dagana 5. og 6. október lét séra Magnús menn sína slá ísastör og var bundið upp á 30 hesta í kulda og frosti.
1837 var unnið við að gera við eldhús og göng í bænum í júní. Hinn 24. ,,þöktum við eldhúsið og göngin til fulls og erum þá klárir við það nema nokkuð af mold sem eftir er að flytja burt“ og 4. júlí „settum við hlóðirnar í eldhúsið“ segir Nikulás Magnússon í dagbók sinni.
1841 tók séra Halldór Jónsson prófastur og alþingismaður við prestsembættinu og hélt því til 1849.
1841-3 byggði séra Halldór Bláustofu. Sagnir herma að Jónas skáld Hallgrímsson hafi gist í henni nýbyggðri.
1850 varð Hannes Jónsson prestur í Glaumbæ.
1870 hóf séra Hannes byggingu timburkirkju sunnan kirkjugarðs, beint á móti Bláustofu.
1874 tók við Glaumbæ séra Jón Hallsson prófastur.
1876 lauk séra Jón byggingu timburkirkjunnar sem séra Hannes hóf byggingu á. Sama ár lengdi hann baðstofuna í átta stafgólf, eins og hún er enn.
1878 byggði séra Jón upp norðurbúrið, íbúðarherbergið (Gusu) og hóf byggingu Suðurstofunnar.
1879 lauk séra Jón byggingu Suðurstofu og pantaði altaristöflu í kirkjuna. Sú tafla er þar enn.
1887 um sumarmál missti séra Jón um 150 fullorðna sauði í óveðri um sumarmál.
1890 tók séra Jakob Benediktsson við prestsembættinu og gegndi til 1894.
1892 í febrúar byggði Einar Guðmundsson á Hraunum litla bogabrú fyrir menn og fjárrekstra yfir Glaumbæjarkvísl, skammt norðan við núverandi brú. Brú þessa tók af í ísreki nokkrum árum síðar.
1894 tók Hallgrímur E.M. Thorlacius við prestsembætti.
1923 brotnaði timburkirkjan í ofviðri og varð ónýt til athafna.
1925 stóð séra Hallgrímur fyrir byggingu nýrrar kirkju úr steini norðan við bæinn.
1926 þann 13. júní var kirkjan vígð. Af því tilefni gaf séra Hallgrímur henni forkunnar fagurt altarisklæði. Í kirkjunni er nú nýtt klæði með sama krossi og var á því klæði.
1932 um vorið var tekin gröf Árna Jónssonar bónda að Marbæli. Hann hafði sjálfur mælt fyrir um hvar gröfin skyldi vera eða þar sem gömlu torfkirkjurnar höfðu fyrrum staðið innan kirkjugarðs. Upp úr gröfinni komu leifar af stórri og vandaðri líkkistu sem orðin var að hjómi, en auðsætt að mikið hafði verið í hana lagt. Á kistunni voru stórir skrautskildir úr kopar, en þeir duttu í sundur við raskið. Í gröfinni voru bein af stórvöxnum manni. Jón á Syðri-Húsabakka bar annan lærlegginn við læri sitt og virtist leggurinn nær 2 þumlungum lengri en Jóns, sem vakti furðu því hann var þriggja álna maður (um 180 cm). Úr gröfinni kom silfurhulstur með ágrafinni mynd og brýnisflaga, hvort tveggja var sent Þjóðminjasafni Íslands.
1935 varð prestlaust í Glaumbæ og séra Lárus Arnórsson á Miklabæ þjónaði Glaumbæjarkirkju til 1937.
1937 þann 11. júlí voru bein, sem talin voru af Solveigu frá Miklabæ, jarðsett í Glaumbæjarkirkjugarði en menn töldu sig hafa fundið kistu hennar innundir kirkjugarðinum á Miklabæ árið 1914. Séra Lárus flutti minningarorð.
1938 kom enskur aðalsmaður, Mark Watson, í Glaumbæ og varð svo hrifinn af bænum að hann gaf 200 sterlingspund til að gera mætti við hann og varðveita. Séra Tryggvi H. Kvaran á Mælifelli tók þetta ár við prestsþjónustu í Glaumbæ og gegndi henni til 1940.
1941 þjónaði séra Helgi Konráðsson prófastur á Sauðárkróki.
1942 þjónaði séra Lárus Arnórsson á Miklabæ aftur sóknarbörnum Glaumbæjarsóknar.
1943 varð séra Gunnar Gíslason prestur í Glaumbæ.
1944 var nýr prestsbústaður tekinn í notkun.
1947 var gamli bærinn í falinn Þjóðminjasafni Íslands.
1948 fékk nýstofnað Byggðasafn Skagfirðinga bæinn til afnota til sýningarhalds.
1952 þann 15. júní var fyrsta sýning Byggðasafns Skagfirðinga opnuð í gamla bænum í Glaumbæ.
1956 voru gerð landaskipti milli Glaumbæjar og hjáleiga staðarins þannig að hver þeirra fékk útmælt land. Beitiland var áfram sameiginlegt á Glaumbæjareyjum.
1968 var byggð ný brú á Kvíslina.
1977 var mælt út land til nýbýlisins Glaumbæjar II.
1982 tók séra Gísli Gunnarsson við preststörfum af Gunnari föður sínum. Um sumarið var afhjúpaður minnisvarði um Gísla Konráðsson sagnaritara á Glaumbæjarhlaði.
1991 var flutt 19. aldar timburhús frá Ási í Hegranesi að Glaumbæ til að þjóna safni og gestum þess.
1994 í júní kviknaði í Áshúsinu þegar unnið var við að mála það. Öll þil voru aftur tekin niður og húsið hreinsað hátt og lágt. Þann 26. júní þetta ár var kirkjan endurvígð eftir gagngerar endurbætur. Í júlí var afhjúpaður minnisvarði um Snorra Þorfinnsson, fyrsta nafngreinda bóndann í Glaumbæ, og móður hans, landkönnuðinn Guðríði Þorbjarnardóttur, vestan við baðstofuna í Glaumbæ. Minnisvarðinn var færður inn í kirkjugarð árið 2000.
1997 var byggð upp svokölluð Gilsstofa í Glaumbæ. Stofan er eftirgerð fyrsta sýslukontórs Skagfirðinga. Hún var upphaflega byggð árið 1849 að Espihóli í Eyjafirði en flutt til Skagafjarðar 1861.
2001 fundust með jarðsjá leifar langhúss frá 11. öld í túninu neðan við bæjarhólinn.
2003 var byggður nýr prestsbústaður í Glaumbæ, skammt norðan við kirkju. Arkitekt hússins er Guðrún Jónsdóttir. Könnunarskurður var tekinn í langhúsið í túninu.
2005 tekið ofan af langhúsinu og útveggir þess staðfestir.

General context

Relationships area

Related entity

Erla Sigurjónsdóttir (1936-2010) Húsavík, frá Glaumbæ, Skag. (9.10.1936 - 13.11.2010)

Identifier of related entity

HAH08157

Category of relationship

associative

Dates of relationship

9.10.1936

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Þórunn Guðjóhnsen (1845-1922) Vopnafirði (8.7.1845 - 18.3.1922)

Identifier of related entity

HAH09336

Category of relationship

associative

Dates of relationship

8.7.1845

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Guðrún Jónsdóttir (1835-1905) Auðólfsstöðum (15.1.1835 - 16.9.1905)

Identifier of related entity

HAH04364

Category of relationship

associative

Dates of relationship

15.1.1835

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Hallgrímur Eggert Magnús Thorlacius (1864-1944) prestur Ríp og Glaumbæ (18.7.1864 - 31.10.1944)

Identifier of related entity

HAH04742

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

2.7.1894 - 10.5.1935

Description of relationship

Prestur þar

Related entity

Ragnheiður Guðveig Sövik (1953) Blönduósi (26.7.1953 -)

Identifier of related entity

HAH06893

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ragnheiður Guðveig Sövik (1953) Blönduósi

controls

Glaumbær í Skagafirði

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja Glaumbæ II

Related entity

Gunnar Gíslason (1914-2008) prestur Glaumbæ (5.4.1914 - 31.3.2008)

Identifier of related entity

HAH01346

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Gunnar Gíslason (1914-2008) prestur Glaumbæ

controls

Glaumbær í Skagafirði

Dates of relationship

1943-1977

Description of relationship

Bóndi og prestur þar

Related entity

Vatnshlíð á Skörðum ([1500])

Identifier of related entity

HAH00178

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Vatnshlíð á Skörðum

is owned by

Glaumbær í Skagafirði

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandinn í upphafi 18. aldar; beneficium Glaumhær í Skagafírði.

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00415

Institution identifier

IS HAH-Kir

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

http://www.glaumbaer.is/is/safnid-1/safnhusin/glaumbaer
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/DSCNJ4VC/viii-glaumbaer-kirkja-og-stadur.pdf
Annáll. file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/DSCNJ4VC/viii-glaumbaer-kirkja-og-stadur.pdf

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places