Guðbjörg Guðjónsdóttir (1891-1981) Kambakoti

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðbjörg Guðjónsdóttir (1891-1981) Kambakoti

Parallel form(s) of name

  • Hallbera Guðbjörg Guðjónsdóttir (1891-1981)
  • Hallbera Guðbjörg Guðjónsdóttir

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

23.9.1891 - 3.7.1981

History

Hallbera Guðbjörg Guðjónsdóttir 23. september 1891 - 3. júlí 1981 Síðast bús. í Höfðahreppi. Nefnd Guðbjörg Hallbera í Hún. Ógift.
Um fjölda ára var Guðbjörg á vist með þeim hjónum í Vallholti í Skagafirði Jóhannesi Guðmundssyni og konu hans Sigríði Ólafsdóttur góðkunnum að reisn og mannkostum. Hafði Guðbjörg son sinn Sigurbjörn með sér og leið þeim vel í vistinni.
Guðbjörg fluttist til Höfðakaupstaðar árið 1951. Mátti nú segja að hún yrði fyrst sjálfrar sín á æfinni. Undi hún hag sínum í fiskvinnu og komst vel af og var vel látin af sínum samborgurum. Á sumrin heimsótti hún vinafólk sitt í Vallholti, þar til elli fór að segja til sín og slit eftir vinnusama æfi.
Sigurbjörn sonur hennar bauð henni til Þýskalands, dvaldist Guðbjörg þar í góðum fagnaði á heimili sonar síns sumarlangt, og gaf hann henni úr að skilnaði.
Árið 1965 fór Guðbjörg á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi. Guðbjörg var trúkona og oftlega bað hún mig fyrir áheit til bænahússins í Furufirði er var vígt 1926 en byggð hélst í Furufirði til 1940. Guðbjörg var jarðsett í Blönduóss grafreit 11. júlí 1981.

Places

Furufjörður í Grunnavík; Skagaströnd:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar: Margrét Jónsdóttir 24. mars 1875 - 28. apríl 1956 Handavinnukennari á Akureyri 1930. [skv Kirkjugarðaskrá dó hún 28.5.1956, jarðsett í Fossvogskirkjugarði 7.6.1956] og maður hennar; Guðjón Jónsson 24. ágúst 1863 - 8. mars 1927 Bóndi í Furufirði, Grunnavíkurhr., síðar húsmaður í Grunnavík, Grunnavíkurhr.
Systkini Guðbjargar;
1) Jónína Guðrún Guðjónsdóttir 6. ágúst 1896 - 6. júlí 1996 Síðast bús. á Ísafirði. Nefnd Guðrún J. í Mbl.
2) Elísabet Hansína Guðrún Guðjónsdóttir 12. desember 1900 - 19. desember 1993 Var í Furufirði, Grunnavíkursókn, N-Ís. 1901. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Híramía Jensína Guðjónsdóttir 10. júní 1899 - 26. mars 1981 Vinnukona í Meirihlíð, Hólssókn, N-Ís. 1930. Húsfreyja í Gerfidal, Nauteyrarhr., N-Ís., síðast bús. í Bolungarvík.
4) Guðmundur Rögnvaldur Guðjónsson 5. júlí 1901 - 19. september 1976 Var á Ísafirði 1930. Fósturmóðir: Karitas Hafliðadóttir á Ísafirði. Síðast bús. á Ísafirði.
5) Jónatan Guðjónsson 28. janúar 1903 - 12. september 1965
6) Stefán Ágúst Guðjónsson 30. september 1905 - 23. desember 1993 Sjómaður á Ísafirði 1930. Sjómaður og hafnarverkamaður.
7) Ragnar Ingvar Guðjónsson 10. janúar 1911 - 27. október 1975 Síðast bús. í Reykjavík.
8) Olgeir Gunnar Guðjónsson 10. janúar 1910 - 31. maí 1981 Kaupamaður í Smiðjuvík, Staðarsókn, N-Ís. 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
9) Helga Kristín Guðjónsdóttir 20. júní 1914 - 6. apríl 1983 Var á Ísafirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
10) Jóhanna Sigurborg Guðjónsdóttir 17. nóvember 1916 - í febrúar 1938 Var á Ísafirði 1930.
11) Sesselja Guðrún Halldóra Guðjónsdóttir 12. nóvember 1919 - 13. september 1983 Síðast bús. í Reykjavík.
Sonur hennar með unnusta sínum;
1) Sigurbjörn Þórarinsson 7. október 1917 - 15. desember 1918
Börn hennar með sambýlismanni; Ólafur Ólafsson 24. maí 1905 - 4. ágúst 2001 Bóndi á Kleif á Skaga, síðar í Kambakoti. Bóndi og plægingarmaður á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Kambakoti, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Skefilsstaðahreppi. Var hann upprennandi maður, búfræðingur frá Hvanneyri og hinn gjörvulegasti.;
2) Hallur Ólafsson 3. október 1931 - 5. desember 2008 Sjómaður og síðar múrari í Hafnarfirði. Síðast bús. í Hveragerði. Bróðir Jónmundar í Kambakoti. Kona hans 21.2.1963; Guðlaug Berglind Björnsdóttir 21. febrúar 1937
3) Þórey Margrét Ólafsdóttir 3. október 1931 Var í Árbakka, Vindhælishr., A-Hún. 1957.
Sonur hennar, barnsfaðir; Sigurður Björn Árnason 7. september 1866 - 10. maí 1936. Var á Efri-Harrastöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Vinnumaður á Guðrúnarstöðum 1901.
4) Sigurbjörn Guðjón Björnsson 3. október 1928 - 31. mars 2002 Var á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930. Múrarameistari í Lübeck. Flutti til Þýskalands 1959 og bjó þar og starfaði við iðn sína síðan þar. Kona hans 17.12.1952; Christel Björnsson, f. 11.1. 1929 Lübeck.

General context

Furufjörður er með þeim afskekktustu á landinu, var þar stundum margbýli. Þar er gnótt rekaviðar, fiskur fyrir landi, eggjataka mikil í nágrenninu og fugl. Þar er því mörg matarholan en harðsótt mannlíf að hafa í sig og á, þó girnilegar og grösugar væru bújarðir.
Guðjón faðir Guðbjargar var með stærstu mönnum, þrekmikill og sjósóknari góður og kona hans Margrét meðalkona á vöxt, ræðin og félagslynd. Þeim hjónum mun hafa þótt þröngt um sig í Furufirði er börnin runnu upp. Þau fluttu 1918 til Grunnavíkur, 1920 í Sútarbúð í Jökulfjörðum og 1930 til Ísafjarðar.

Relationships area

Related entity

Fjóla Ólafsdóttir (1941) Kambakoti (19.1.1941 -)

Identifier of related entity

HAH04202

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Guðbjörg var seinni kona Ólafs föður Fjólu

Related entity

Ólafur Ólafsson (1905-2001) Kambakoti (24.5.1905 - 4.8.2001)

Identifier of related entity

HAH01795

Category of relationship

family

Type of relationship

Ólafur Ólafsson (1905-2001) Kambakoti

is the spouse of

Guðbjörg Guðjónsdóttir (1891-1981) Kambakoti

Dates of relationship

Description of relationship

Guðbjörg var sambýliskona hans. Börn þeirra; 1) Hallur Ólafsson 3. október 1931 - 5. desember 2008 Sjómaður og síðar múrari í Hafnarfirði. Síðast bús. í Hveragerði. Bróðir Jónmundar í Kambakoti. 2) Þórey Margrét Ólafsdóttir 3. október 1931 Var í Árbakka, Vindhælishr., A-Hún. 1957.

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03842

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 16.7.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places