Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(950)

History

Bærinn stendur syðst á undirlendi því sem er á milli Vatnsdalsfjalls og Tunguár niður við æana, en var áður upp við fjallsrætur. Undirlendi er frekar lítið, en vel ræktanlegt enda að mestu orðið tún. Landið hækkar ört hér fyrir innan og er hlíðin vel gróin, var fyrrum slægnaland. Hér klofnar dalurinn um Tungumúla og eru Guðrúnarstaðir neðst í austurdalnum. Guðrúnarstaðagerði stóð á árbakkanum sunnan við núverandi bæjarhús. Íbúðarhús byggt 1962, 250 m3 og nýtt 1976. Fjárhús yfir 600 fjár. Votheysgryfja 50 m3. Verkfærageymsla 185 m3. Gamall bær og braggi. Hlaða 1000 m3. Tún 31,7 ha. Veiðiréttur í Tunguá.

Places

Vatnsdalur; Áshreppur; Vatnsdalsfjall; Tunguá; Tungumúli; Guðrúnarstaðagerði; Vaglir; Prestamýri; Marðarnúpur; Rauðihamar; Miðhjalli; Borgarhöfuð; Sauðadalslækur; Marksteinn; Selkvísl; Karyðlingatjörn; Skammbeinstjörn; Úlfkellsvatn; Úlfkellshöfði; Grásteinn; Vaglakvísl; Káradalur; Þórormstunga; Auðkúluheiði;

Legal status

Hálfkirkja er hjer og hefur um lángan aldur verið, eru hjer af prestinum að Grímstúngu tíðir fluttar þrisvar á ári þá heimamenn eru til sacramentis. Jarðardýrléiki lx & og so tíundast fjórum tiundum, inn til þess að næstliðin 2 ár hefur lögmaðurinn Lauritz Gottrup látið sjer lynda 2 aura fyrir kóngstíund, en prestur og fátækir taka 3 aura í sinn hlut híngað til.
Eigandinn er Grímur Jónsson lögrjettumaður í Húnavatnsþíngi, hjer heima búandi. Ábúandi sjálfur eigandi fyrnefndur. Landskyld engin í lx ár, því eigendur hafa ábúið jafnan,
en áður, meðan aðrir áttu þriðjúng jarðarinnar, vita menn ekki hvað landskuld hafi verið af þeim þriðjúngi, en tvo hluti hafa eigendur haldið yfir 100 ár. Leigukúgildi engin, og hafa engin verið það menn til minnast. Kvaðir öngvar. Kvikfjenaður viii kýr, i naut þrevett, i tarfur tvævetur, i kálfur, lxiii ær, vii sauðir tvævetrir, xxii veturgamlir, xliii lömb, x hestar, ii hross, i foli þrevetur, ii tvævetrir, i veturgamall, i únghryssa, ii fyl. Fóðrast kann vi kýr, i tarfur, xl lömb, lx ær, viii hestar. Torfrista og stúnga næg. Reiðíngsrista lök. Móskurður til eldiviðar hefur verið, óvíst hvört þrotinn. Rifhrís til eldiviðar er enn nú til kolgjörðar nýtt Silúngsveíði í fjallavötnum gagnvæn, en presturinn á Auðkúlustöðum og ábúandinn í Forsæludal láta af sjer merkja, að um þá fjallavatnaveiði sje misgreinínga von af báðum þeim, og hefur þetta enn nú ekki til laga atkvæða leitt verið. Onnur silúngsveiðivon er nær í stöðutjörnum og vötnum, og er hún misgreiníngalaus. Eggversvon af álft er lítil. Fuglveiði i sama máta. Grasatekja næg. Túninu grandar lækjarskriða með grjóti. Vatnsuppgángur spillir og túninu að neðan, so í mýri fellur, og fer sá skaði vaxandi. Engjar þær einar sem hent verður með blettum, innan úr haglendisbrekkum og mýrum. Vetrarríkisvon er af austrænum áttum öllum.
Ekki er kvikfje óhætt fyrir snjóflóðum. Kirkjuvegur erfiður. Gerði fornt hefur hjer verið fyrir neðan túnið, á því bygði Grímur Jónsson hjáleigu fyrir 16 árum; hafói þar aldrei bygð verið fyrri í manna minni. Býlið varaði 2 ár. Landskuld var lx álnir, og galst í öllum landaurum til heimabónda. Kúgildi ii eður hálft annað, og guldust leigur í smjöri til heimabóndans.
Kvaðir öngvar. Hagar óskiftir og önnur hlunnindi. Ekki þykist landsdrottinn aftur byggja mega sjer að bagalaus.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Húsakynni voru þröng og léleg á Guðrúnarstöðum enda byggði Guðmundur bóndi íbúðarhús á þessum árum. Var það steinbygging og stendur enn en aflögð fyrir allmörgum árum. Gamla baðstofan var mjög þröng fyrir allt það fólk sem þar þurfti að vera en frammi í bænum var stofa sem nýttist illa að vetrinum sökum kulda.

Internal structures/genealogy

Ábúendur;
1703 bjó þar Grímur Jónsson Lögrjettumaður

um 1870 og 1901- Guðrún Guðmundsdóttir 14. nóv. 1834 - 18. mars 1906. Var á Guðlaugsstöðum, Svínavatnssókn, Hún. 1835. Húsfreyja á Guðrúnarstöðum. Húsfreyja á Guðrúnarstöðum, Grímstungusókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Guðrúnarstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1901. M1. Ólafur Ólafsson 18. apríl 1830 - 13. maí 1876 Húsmaður á Snæringsstöðum, Auðkúlusókn, Hún. 1860. Bóndi á Guðrúnarstöðum, Grímstungusókn, Hún. 1870. M2 24.11.1883; Sigvaldi Þorkelsson 6. janúar 1858 - 19. mars 1931 Bóndi á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal og Hrafnabjörgum í Svínadal, Auðkúlusókn, Hún. Bóndi á Hrafnabjörgum 1910. Fyrrv. bóndi og húsbóndi í Hrafnabjörgum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930.

<1910> Guðmundur Magnússon 5. feb. 1884 - 10. apríl 1937. Bóndi á Guðrúnarstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Hún, og á Ægissíðu í Vesturhópi. Kona hans; Guðrún Jónsdóttir 7. júní 1887 - 9. júní 1982. Húsfreyja á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, A-Hún. Síðast bús. í Reykjavík.

1939-1966- Eysteinn Björnsson 17. júlí 1895 - 2. maí 1978 Bóndi í Meðalheimi á Ásum, á Hafursstöðum í Vindhælishr., og síðan á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Bóndi á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Guðrúnarstöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi. Kona hans; Guðrún Gestsdóttir 11. desember 1892 - 30. ágúst 1970 Húsfreyja í Meðalheimi og á Hafursstöðum, síðar í Reykjavík. Húsfreyja á Hafursstöðum 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Þau skildu.

1963-1972- Gestur Eysteinsson 1. maí 1923 - 13. nóvember 1997 Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Lögfræðingur í Reykjavík og Hveragerði og bóndi um tíma á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, síðast bús. í Hveragerðisbæ. Kona hans; Hrafnhildur Pedersen 28. júlí 1940, þau skildu.

1972-2010- Þorvaldur Thorgrímsen Guðmundsson 30. júlí 1940 - 12. maí 2010. Bóndi og búfræðingur á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, Áshreppi og bókavörður á Blönduósi. Kona hans; Guðrún Bjarnadóttir 30. jan. 1939.

General context

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, með hjáleigunni Vöglum.

Að norðan eru merki þannig: Grjótvarða vestur undir Tunguá, austanvert við Prestamýri, þaðan austur til marksteins, neðarlega í hlíðinni milli Marðarnúps og Guðrúnarstaða, svo til Rauðahamars á Miðhjalla, og eru þessi merki í líkri stefnu, þaðan austur á austasta Borgarhöfuð, vestanvert við Sauðadalslæk, þá beina sjónhending til Marksteins austur við Selkvísl, þá liggja merkin í suður með kvíslinni og beinustu stefnu suður að Karyðlingatjörn, þá enn í suður að Skammbeinstjörn, svo í vestur að Úlfkellsvatni sem Skammbeinslækur ræður, og úr þeim lækjarósi í Úlfkellshöfða, frá Úlfkellshöfða eru merkin eptir hæsta hálsinum í norður fyrir vestan Vagli, norður í Grástein, vestur undan Vöglum, þá sjónhending niður Landamerkjalág niður til Vaglakvíslar sunnan við Káradal, svo ræður Vaglakvísl niður að Tunguá, og þá Tunguá niður að vörðu þeirri, er upphaflega um getur að sje austanvert við Prestmýri.

Guðlaugsstöðum og Hnausum, 28. febr. 1888.
Elín Arnljótsdóttir (eigandi Guðrúnarstaða)
Magnús B. Steindórsson. (eigandi Vagla).
Lárus Blöndal umráðamaður kristfjárjarðarinnar Marðarnúpar.
Bjarni Snæbjarnarson eigandi Þórormstungu.
Hjörl. Einarsson sem umráðamaður kirkjujarðarinnar Kárdalstungu.
Stefán M. Jónsson sem umráðamaður Auðkúluheiðar.
 
Lesið upp á manntalsþingi að Ósi, hinn 29.maí 1889, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 99, fol. 52.

Relationships area

Related entity

Ólafur Jónasson (1892-1936) Litladal (20.12.1892 - 10.7.1936)

Identifier of related entity

HAH09240

Category of relationship

associative

Dates of relationship

20.12.1892

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

31.7.1825

Description of relationship

– Guðrúnarstaðir: …Túninu grandar lækjarskriða með grjóti. Ekki er kvikfé óhætt fyrir snjóflóðum. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706). – Guðrúnarstaðir: …(1825) Var rekjusamt og ógnarleg rigning nóttina 31. júlí. Féll þá stór skriða í Guðrúnarstaðahlíð úr fjallsbrún ofan í á. Var hún engri skepnu fær viku á eftir (Brandsstaðaannáll).

Related entity

Guðmundur Ólafsson (1867-1936) Ási (13.10.1867 - 10.12.1936)

Identifier of related entity

HAH04109

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Rjóðurháls, Vaglakvísl, Hólkotskvísl og Tunguá í Vatnsdal (874 -)

Identifier of related entity

HAH09272

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sigurbjörg Ólafsdóttir (1862-1932) Rútsstöðum (20.11.1862 - 13.7.1932)

Identifier of related entity

HAH09071

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar 1870

Related entity

Þorveig Árnadóttir (1884-1973) Ási Vatnsdal og Mörk Hvammstanga (21.6.1884 - 13.7.1973)

Identifier of related entity

HAH07529

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1930, með heimilisfestu að Ási

Related entity

Sigþór Magnússon (1893-1918) Bókari Siglufirði, frá Ægissíðu (11.8.1893 - 7.7.1918)

Identifier of related entity

HAH06208

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar

Related entity

Oddur Jónsson (1859-1920) héraðslæknir Miðhúsum Reykhólahreppi Barð frá Þórormstungu (17.1.1859 - 14.8.1920)

Identifier of related entity

HAH07108

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1870

Related entity

Sigurlaug Guðmundsdóttir (1853-1927) Hólabaki (30.9.1853 - 30.4.1927)

Identifier of related entity

HAH06669

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1910 og 1920

Related entity

Sigurbjörg Pálsdóttir (1856-1920) Böðvarshólum (6.1.1856 - 2.1.1920)

Identifier of related entity

HAH06524

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1870

Related entity

Halldóra Jónasdóttir (1845-1901) Hofi (5.4.1845 - 18.6.1901)

Identifier of related entity

HAH04715

Category of relationship

associative

Dates of relationship

5.4.1845

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þórormstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00059

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Marðarnúpur í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00052

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg Landamörk

Related entity

Tungumúli í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00568

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bjarni Snæbjörnsson (1829-1894) Þórormstungu (2.7.1829 - 14.5.1894)

Identifier of related entity

HAH02702

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.5.1889

Description of relationship

Eigandi Þórormstungu, sameiginleg landamörk

Related entity

Undirfellskirkja (1893) (1893-1990)

Identifier of related entity

HAH10010

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Kárdalstungu semvar þá lirkjueign

Related entity

Undirfellskirkja 1893- (1893)

Identifier of related entity

HAH00569a

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sauðadalur ((900))

Identifier of related entity

HAH00405

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Kárdalstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00050

Category of relationship

associative

Dates of relationship

10.6.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Auðkúluheiði (1890)

Identifier of related entity

HAH00016

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Soffía Ólafsdóttir (1871-1899) Guðrúnarstöðum Vatnsdal 1890 (28.8.1871 - 1899)

Identifier of related entity

HAH06586

Category of relationship

associative

Type of relationship

Soffía Ólafsdóttir (1871-1899) Guðrúnarstöðum Vatnsdal 1890

is the associate of

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

28.8.1871

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Gestur Eysteinsson (1923-1997) lögfræðingur Reykjavík (1.5.1923 - 13.11.1997)

Identifier of related entity

HAH06263

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Gestur Eysteinsson (1923-1997) lögfræðingur Reykjavík

controls

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

1964-1972

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Jónas Benedikt Bjarnason (1866-1965) Litladal (20.9.1866 28.10.1965)

Identifier of related entity

HAH05790

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jónas Benedikt Bjarnason (1866-1965) Litladal

controls

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar 1892

Related entity

Vaglar í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00058

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Vaglar í Vatnsdal

is controlled by

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

29.5.1889

Description of relationship

Vaglar voru hjáleiga frá Guðrúnarstöðum. Fornt eyðbýlu skv Jarðabókinn 1706. Fyrrum sel þaðan

Related entity

Georg Agnarsson (1911-1988) Guðrúnarstöðum (25.8.1911 - 30.3.1988)

Identifier of related entity

HAH07222

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Georg Agnarsson (1911-1988) Guðrúnarstöðum

controls

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

húsbóndi þar

Related entity

Jónas Guðmundsson (1815-1904) Ási (2.2.1815 - 26.8.1904)

Identifier of related entity

HAH05800

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jónas Guðmundsson (1815-1904) Ási

controls

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Litla Búrfell Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00529

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Litla Búrfell Svínavatnshreppi

is owned by

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

lögrjettumaðurinn Grímur Jónsson var eigandi 1/4 hlutar litla Búrfells í upphafi 18. aldar

Related entity

Guðrún Guðmundsdóttir (1834-1906) Guðrúnarstöðum (14.11.1834 - 18.3.1906)

Identifier of related entity

HAH04299

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Guðmundsdóttir (1834-1906) Guðrúnarstöðum

controls

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

um1870

Description of relationship

1870 og 1901

Related entity

Guðmundur Magnússon (1884-1937) Guðrúnarstöðum (5.2.1884 - 10.4.1937)

Identifier of related entity

HAH04101

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Magnússon (1884-1937) Guðrúnarstöðum

controls

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

um1910

Description of relationship

um1910

Related entity

Guðrún Jónsdóttir (1887-1982) Guðrúnarstöðum (7.6.1887 - 9.6.1982)

Identifier of related entity

HAH04374

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Jónsdóttir (1887-1982) Guðrúnarstöðum

controls

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

um1910

Description of relationship

Related entity

Eysteinn Björnsson (1895-1978) Guðrúnarstöðum í Vatnsdal (17.7.1895 - 2.5.1978)

Identifier of related entity

HAH03388

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1939

Description of relationship

1939-1966

Related entity

Guðrún Gestsdóttir (1892-1970) Meðalheimi (11.12.1892 - 30.8.1970)

Identifier of related entity

HAH04291

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Gestsdóttir (1892-1970) Meðalheimi

controls

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

1939

Description of relationship

1939-1966

Related entity

Guðrún Bjarnadóttir (1939) Guðrúnarstöðum (30.1.1939 -)

Identifier of related entity

HAH04254

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Bjarnadóttir (1939) Guðrúnarstöðum

controls

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

Dates of relationship

1972

Description of relationship

1972 - amk 2010

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00045

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 1.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar 1706. Bls 291
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 99, fol. 52.
Húnaþing II bls 333

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places