Gunnsteinsstaðir í Langadal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Gunnsteinsstaðir í Langadal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

um 890

History

Gunnsteinsstaðir. Landnámsjörð og löngum stórbýli. Bærinn er í skjóllegum hvammi sunnan undir háum hólrana við rætur Langadalsfjalls. Ber þar hæst Nýlendunibba og hefur löngum verið hætt viðskriðuföllum og snjóflóðum. Norðurlandsvegur liggur Gunnsteinastaðahólminn.
Íbúðarhús byggt árið 1925 684 m3. Fjós fyrir 24 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Hlöður 530 m3. Lóð 25 ha, veiðiréttur í Blöndu.

Places

Langidalur; Bergsstaðasókn; Bólstaðarhlíðarhreppur; Húnavatnshreppur; Austur-Húnavatnssýsla; Langadalsfjall; Nýlendunibba; Norðurlandsvegur; Gunnsteinastaðahólmur: Geitaskarð; Depill, sem liggur fyrir Hraunslandi á Skaga; Holtastaðakirkja; Ásar í Svínavatnshreppi; Blanda;

Legal status

Gunnsteinsstader i Lángadal.
Hjer er hálfkirkja, og messa súngin þegar heimafólk er til altaris. Jarðardýrleiki lx € og so tíundast fjórum tíundum. Eigandi að xlv € Jón Jónsson hjer búandi.
Eigandi að xv € Sigurður Einarsson á Skarði hjer í Lángadal, og hefur eignast hana síðan 1702. Ábúandinn áðurtalinn eigandi Jón Jónsson. Landskuld óviss, því eignarmenn hafa ábúið meir en í tuttugu ár, og so er enn á parti Sigurðar, því hann hefur annan jarðarpart af ábúandanum fyrir þenna til afgjalds og umráða, en meinast verið hafa, meðan leiguliðar hjeldu, ii € lx álnir eður ii € lxxx álnir. Leigukúgildi hvað mörg verið hafa meðan leiguliðar hjeldu, kann enginn nálægur að undirrjetta; áður, fyrir meir en fjörutíu árum, xii, eftir sem menn heyrt hafa.
Kvikfje vi kýr, i naut tvævett, lii ær, iiii sauðir tvævetrir og eldri, xx veturgamlir, xxviii lömb, iiii hestar, iiii hross, ii fyl. Fóðrast kann iiii kýr, xl ær, xx lömb, ii hestar, öðru kvikfje er einúngis vogað á útigáng. Afrjett ut snpra. Torfrista og stúnga mjög lök og sendin, brúkast þó. Hrísrif eður fjalldrapi til eldíngar hefur áður verið bjarglegt, er nú gjöreytt að mestu.
Reka allan á kirkjan fyri Depli, sem liggur fyri Hraunslandi á Skaga, til helmíngaskifta við Holtastaðakirkju, og hafa eigendur notið þessa reka átölulaust um lángan aldur. Hrossabeit á jörðin í Ásaland um vetur og brúkast árlega. Móskurð á jörðin í Ásajörðu til eldíngar, það hefur ei brúkast um lángan aldur, Túninu grandar til stórskaða og eyðileggíngar Blanda að
neðan með landbroti, en smálækir bera skriðu og möl á völlinn í vatnavöxtum að ofan; so og spillist völlurinn stórlega af ferðafólki, því almenníngsveginn hefur Blanda afbrotið, og
liggur því vegurinn í margt ár um bæinn. Enginu grandar Blanda að neðan með sandsáburði, en smálækir að ofan með grjóts, leirs og sands áburði, til stórskaða, sem áeykst árlega.
Hætt er kvikfje fyrir kaldaverslusíkjum og afætudýjum, og verður oft mein að. Ekki sýnist bænum óhætt til lengdar fyri landbroti, sem Blanda gjörir meir og meir ár eftir ár, og hefur áður i gamla daga kirkjan færð verið frá ánni, og hefur hún það land nú afbrotið sem kirkjan hefur áður staðið.

Nýlenda, hjáleiga af heimajörðunni, bygð við heimavöllinn hjer um fyri fimtíu árum [1658]. Dýrleikinn áður talinn í heimajörðinni. Ábúandi Eyjólfur Ormsson. Landskuld lx álnir, inn til næstu tveggja ára lxx álnir. Betalast í landaurum til heimabóndans. Leigukúgildi ii, áður fyri tveimur árum iii. Leigur betalast í smjöri til heimabóndans. Kvaðir öngvar.
Kvikfje iii kýr, i kálfur, xxvi ær, ii sauðir tvævetrir og eldri, xiiii veturgamlir, xii lömb, iiii hestar, ii hross, i únghryssa, i fyl. Fóðrast kann ii kýr, xvi ær, xii lömb, i hestur; öðru kvikfje er vogað á útigáng. Kostir og ókostir sem segir um heimajörðina, nema bænum og túninu er óhætt fyrir Blöndu og hennar landbroti.

Gunnsteinsstadakot, gömul eyðihjáleiga í landsplátsi nokkru, sem liggur fyri vestan Blöndu, en er þó talið heimaland jarðarinnar, þó nokkra manna meiníng sje, að þetta land hafi í
gamla daga kirkjueign verið, en enginn nálægur kann þar um neitt víst að undirrjetta. Ekki hefur þetta býli bygst í tvö hundruð ár eður lengur, en ljós eru hjer byggíngamerki. Ekki má hjer aftur byggja, því túnið, sem verið hefur, er komið í leirflög, holt og grámosamóa. þetta land er brúkað til slægna og beitar frá heimajörðunni.

Gunnsteinsstadasel, sem jafnlega brúkast frá heimajörðunni, hefur meir en fyrir þrjátíu árum [um1677] nokkurn tíma bygt verið, síðan í auðn verið. Um landskuldarhæð og kúgildafjölda, hvað verið hefur á þessu býli, kann enginn nálægur neitt víst að undirrjetta, og ekki hvað fóðrast hefur. Ekki má hjer aftur byggja, því túnstæði er mjög lítið af grámosamóum, og heyskapur mjög slægjulítill.

Girðíngar sjást hjer í landinu, sem nú eru fjárhús frá Gunnsteinsstöðum. það er meiníng sumra manna að hjer hafi áður bygð verið, eftir sem þeim sýnist líklegt af tóftarústum og garðaleifum. Enginn veit hjer um framar að undirrjetta.

Karlastader, forn eyðijörð. Yfir þessa jörð segjast menn heyrt hafa að skriða hafi hlaupið úr fjalli og eyðilagt hana bæði að túni og húsum, meir en fyrir fjögur hundruð árum, og síðan aldrei uppbygst. þessi eyðijörð liggur í Gunnsteinsstaðalandi nálægt landamerkjum, og er nokkur ágreiníngur millum Óðulsstaða og Gunnsteinsstaða um landspláts nokkurt,
sem liggur sunnan við túngarðinn, sem verið hefur á þessari eyðijörðu. Enn er óreynt hvörjir rjettara hafa, en eyðijörðin brúkast frá báðum jörðunum til beitar, og átelja hvörugir að
lögum.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur 1880-1910- Pétur Pétursson 31. des. 1850 - 28. apríl 1922. Bóndi á Gunnsteinsstöðum í Langadal. Síðar veitingamaður á Sauðárkróki og kaupmaður á Blönduósi. Kona hans; Anna Guðrún Magnúsdóttir 31. ágúst 1851 - 16. jan. 1938. Húsfreyja á Gunnsteinsstöðum í Langadal. Frá Holti í Svínadal.

1910-1961- Pétur Hafsteinn Pétursson 14. jan. 1886 - 28. ágúst 1961. Oddviti, sýslunefndarmaður og bóndi á Gunnsteinsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Gunnsteinsstöðum í Langadal í A.-Hún. Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir 15. sept. 1901 - 11. ágúst 1974. Húsfreyja á Gunnsteinsstöðum í Langadal. Lausakona á Blönduósi 1930. Heimili: Mjóidalur. Var í Keflavík 1920.

1966- Stefán Hafsteinsson 24. des. 1943. Var á Gunnsteinsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

General context

Relationships area

Related entity

Hafsteinn Pétursson (1953) rafvirki Blönduósi (4.8.1953 -)

Identifier of related entity

HAH07496

Category of relationship

associative

Dates of relationship

4.8.1953

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Magnús Pétursson (1881-1959) læknir á Hólmavík (16.5.1881 - 8.6.1959)

Identifier of related entity

HAH07435

Category of relationship

associative

Dates of relationship

16.5.1881

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Sigríður Guðmundsdóttir (1876-1963) Blönduósi (29.6.1876 - 2.10.1963)

Identifier of related entity

HAH07427

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.6.1876

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Langidalur ((1950))

Identifier of related entity

HAH00364

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Strjúgsstaðir í Langadal ([900])

Identifier of related entity

HAH00175

Category of relationship

associative

Dates of relationship

13.5.1887

Description of relationship

Sameiginleg landamerki

Related entity

Ævarsskarð (um880 -)

Identifier of related entity

HAH00149

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Auðólfsstaðir í Langadal ([900])

Identifier of related entity

HAH00150

Category of relationship

associative

Dates of relationship

20.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Veiðihús við Móberg í Langadal (2004-)

Identifier of related entity

HAH00598

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hafsteinn Björnsson (1899-1960) Blönduósi (17.5.1899 - 1.4.1960)

Identifier of related entity

HAH04605

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Halldora Peterson (2.1886) Gardar Kanada (2.1886 -)

Identifier of related entity

HAH04634

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

á ættir að rekja þangað

Related entity

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Gunnsteinsstaðir, Karlastaðir: ...Sunnan Gunnsteinsstaðahólma er þyrping lágra skriðuhóla niður að Blöndu. Er auðsætt, að mikið jarðrask hefur átt sér stað í fjallshlíðinni og upp af þeim kallast framhlaup þetta Karlastaðahólar, og segir sagan, að undir þeim hafi orðið býli Karla landnámsmanns. Jarðabókin segir, að skriða hafi eytt því fyrir meira en 400 árum. Þarna er og örnefnið Karlastaðamýri. Skriðuhaftið er um 500 m breitt hið neðra, og munnmæli herma, að þarna hafi býli Mikils landnámsmanns einnig staðið (Árbók FÍ, 1964). – Gunnsteinsstaðir: …Túninu grandar til stórskaða og eyðileggingar Blanda að neðan með landbroti, en smálækir bera skriðu og möl á völlinn í vatnavöxtum að ofan. …Enginu grandar Blanda að neðan með sandsáburði, en smálækir að ofan með grjóts, leirs og sands áburði, til stórskaða, sem áeykst árlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Gunnsteinsstaðir: …Bærinn er í skjóllegum hvammi sunnan undir háum hólarana við Langadalsfjalls. Ber þar hæst Nýlendunibbu, og hefur löngum verið hætt við skriðuföllum og snjóflóðum úr fjallinu, sem tjóni hafa valdið (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II., 1978). – Gunnsteinsstaðir, Mikilstaðir: ...Mikilsstaðir (Miklsstaðir), sem voru sunnarlega í landi Gunnsteinsstaða, mun einnig hafa tekið af í skriðu fyrir langalöngu (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989). – Gunnsteinsstaðir: ...Gunnsteinsstaðir standa í skjóllegum hvammi sunnan undir hólabunkanum, og nær túnið alveg niður að Blöndu, sem hefur höggvið þar væna sneið af grónu landi. Sunnan við bæinn er há skriðugrund og vítt gil upp af. Heitir það Nýlendugil, en kotbýlið Nýlenda stóð fyrrum á grundinni. Það var stofnað um 1650 og tók af í snjóflóði 1768. Síðar voru þar fjárhús og héldu nafninu. Úr Nýlendugili hafa oft fallið skriður eða snjóflóð. Árið 1759 féll þaðan skriða á túnið og drap 40 fjár. Í stórrigningunni 29. maí 1919 féll skriða úr Bæjargili og stórskemmdi túnið. Hættast voru Gunnsteinsstaðir komnir 19. nóv. 1947. Þá hljóp snjóflóð af Steinahjalla ofan í Bæjargil og ruddist fram um gilið beint á bæinn (Árbók FÍ, 1964). – Gunnsteinsstaðir, Nýlenda: ...Upp af sunnanverðu gamla túninu á Gunnsteinsstöðum, var Nýlendugil, sem oft hafa fallið úr skriður og snjóflóð, enda var Skriða nafn á koti, sem var þar upp frá. Nokkru neðar, eða heima undir túni á Gunnsteinsstöðum, var Nýlenda. Hana tók af í skriðu (rétt: snjóflóð) árið 1768, og var krafturinn svo mikill, að kotið allt og heyið þeyttist út á Blöndu. Sömu leið fóru sjö hross, en aðeins eitt þeirra drapst, og ekkert manntjón hlaust af hamförum þessum. Talið er að býlin Nýlenda og Hólabær hafi fyrst verið byggð um 1660 (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989). – Nýlenda: Kostir og ókostir sem segir um heimajörðina (Gunnsteinsstaðir) (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Bólstaðahlíðarhreppur 1708). – Gunnsteinsstaðir, Nýlenda, Karlastaðir, Mikilsstaðir: …Hjáleigur frá Gunnsteinsstöðum. …Þá var Nýlenda, nokkuð fram með hlíðinni. Það býli tókst af í skriðuhlaupi 1762, og eru þar nú beitarhús. Hinar fornu landnámsjarðir, Karlastaðir, sem voru syðst í landareigninni, og Mikilsstaðir, sem að líkum voru nokkru utar, hafa og báðar lagst í eyði vegna skriðuhlaupa fyrir mörgum öldum (Páll V.G. Kolka, Föðurtún, 1950).

Related entity

Sigríður Árnadóttir (1811-1900). Húsfreyja Ytri-Ey og vk Gunnsteinsstöðum Langadal (3.7.1811 - 30.10.1900)

Identifier of related entity

HAH06739

Category of relationship

associative

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

vinnukona þar 1870

Related entity

Pétur Ágústsson (1902-1980) Péturshúsi (25.9.1902 - 22.8.1980)

Identifier of related entity

HAH04944

Category of relationship

associative

Type of relationship

Pétur Ágústsson (1902-1980) Péturshúsi

is the associate of

Gunnsteinsstaðir í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Jakob Espólín (1828-1913) Gunnsteinsstöðum (11.2.1828 - 9.9.1913)

Identifier of related entity

HAH05221

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jakob Espólín (1828-1913) Gunnsteinsstöðum

controls

Gunnsteinsstaðir í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Margrét Hafsteinsdóttir (1933-2005) Gunnsteinsstöðum (21.9.1933 - 7.11.2005)

Identifier of related entity

HAH01230

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Margrét Hafsteinsdóttir (1933-2005) Gunnsteinsstöðum

controls

Gunnsteinsstaðir í Langadal

Dates of relationship

21.9.1933

Description of relationship

Fædd þar og var þar 1970

Related entity

Pétur Pétursson (1850-1922) Gunnsteinsstöðum, kaupmaður Blönduósi (31.12.1850 - 26.4.1922)

Identifier of related entity

HAH07087

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar 1880 og er þar í öllum manntölum síðan

Related entity

Anna Guðrún Magnúsdóttir (1851-1938) Gunnsteinsstöðum (31.8.1851 - 16.1.1938)

Identifier of related entity

HAH02338

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Anna Guðrún Magnúsdóttir (1851-1938) Gunnsteinsstöðum

controls

Gunnsteinsstaðir í Langadal

Dates of relationship

1880

Description of relationship

1880-1910

Related entity

Gunnfríðarstaðir á Bakásum ((1950))

Identifier of related entity

HAH00697

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Gunnfríðarstaðir á Bakásum

is controlled by

Gunnsteinsstaðir í Langadal

Dates of relationship

Description of relationship

Gunnsteinsstaðir virðast hafa átt jörðina eða hluta hennar á seinni hluta 17. aldar, þar sem legugjald var greitt þangað til Guðmundar Jónssonar bónda. Hann var bróðir þeirra systra Arndísar að Ási og Ragnheiðar að Gilsbakka í Borgarfirði, sem eiga jörðina 1705

Related entity

Guðrún Björnsdóttir (1901-1974) Gunnsteinsstöðum (15.9.1901 - 11.8.1974)

Identifier of related entity

HAH04328

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Björnsdóttir (1901-1974) Gunnsteinsstöðum

controls

Gunnsteinsstaðir í Langadal

Dates of relationship

1910

Description of relationship

1910-1961

Related entity

Hafsteinn Pétursson (1886-1961) Gunnsteinsstöðum (14.1.1886 - 28.8.1961)

Identifier of related entity

HAH04612

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hafsteinn Pétursson (1886-1961) Gunnsteinsstöðum

is the owner of

Gunnsteinsstaðir í Langadal

Dates of relationship

14.1.1886

Description of relationship

Bóndi þar, fæddur þar.

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00164

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 18.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 394
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Húnaþing II bls. 175.

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places