Halldór Egilsson (1850-1937) Kagaðarhóli

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Halldór Egilsson (1850-1937) Kagaðarhóli

Hliðstæð nafnaform

  • Halldór Jóhannes Egilsson (1850-1937) Kagaðarhóli
  • Halldór Jóhannes Egilsson Kagaðarhóli

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

28.10.1850 - 13.3.1937

Saga

Halldór Jóhannes Egilsson 28. okt. 1850 - 13. mars 1937. Var á Hofi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Bóndi á Kagaðarhóli, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880 og 1883. Fór til Vesturheims 1887 frá Mosfelli, Svínavatnshreppi, Hún. Holtastöðum 1855. Landnemi vestanhafs. Swan River í Manitoba 1912 og 1930. Jarðsettur í Birchwood Cemetery

Staðir

Reykir á Reykjabraut; Hof í Vatnsdal; Holtastaðir; Kagaðarhóll; Mosfell; Mouse River byggð N-Dakota; Swan River Manitoba:

Réttindi

Starfssvið

Landnemi Swan River:

Lagaheimild

"Þann 12. febrúar 1937 lézt í Swan River bygðinni íslenzku, frú Margrét Egilsson, kona Halldórs bónda Egilssonar. Síðastliðinn þriðjudagsmorgun barst ritstjóra Lögbergs símskeyti frá Mr. August Vopni að Harlington P.O., þess efnis, að Halldór Egilsson hefði látist þann 13. mars. Þessi mætu hjón voru allmjög hnigin að aldri. Verður þeirra minst í einu hér í blaðinu innan skamms."

"Meðal hinna mörgu er komu til bæjarins á leið til 50 ára Iandnámshátíðarinnar, var einn sjaldséður gestur, Mr. Halldór Egilsson frá Swan River. Mr. Egilsson er sonur hins nafnkunna stórbónda Egils á Reykjum, á Reykjabraut i Húnavatnssýslu, er sat þá jörð, er vegur öndvegishölda Húnavatnssýslunnar stóð með mestum blóma, t. d. Blöndalanna í Vatnsdalnum, Skaptasenana og Olsenanna í Þinginu, Skarðs manna i Langadal og Hafnamanna á Skaga.
Mr. Egilsson er nú 75 ára gamall, en síglaður og spaugsamur, sem unglingur, enda ekki grátt hár í hans kolli. Enda er þar góður kynstofn, húnvetnskur og þingeyskur, þvi EgiII á Reykjum var bróðir prestaöldungsins séra Daniels Halldórssonar, föður séra Kristins á Útskálum og Halldórs bæjarfógeta, en kona Egils af hinni nafnkendu og ágætu Laxamýrarætt. Mr. Egilsson dvaldi hér þrjá daga eftir hátíðina, og fór heim í miðri fyrri viku."

„Þegar Halldór var áttræður kom hann með hópi vestur íslendinga til Íslands. Ferðaðist hann að sunnan norður í Húnavatnssýslu á hestbaki og fór þar víða um sem ungur væri.“

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Egill Halldórsson 25. júní 1819 - 10. júní 1894. Var á Melstað, Melstaðarsókn, Hún. 1835. Var í Múla, Melstaðarsókn, Hún. 1845. Bóndi, smiður og skáld á Reykjum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Hreppstjóri þar og kona hans; Sigurveig Jóhannesdóttir 13. maí 1832 - 9. nóv. 1899. Tökubarn að Skógum í Skinnastaðarsókn, Þing., 1845. Húsfreyja á Héðinshöfða á Tjörnesi 1853 og Hringveri á Tjörnesi 1859. Húsfreyja á Langavatni, Aðaldælahr., S-Þing. 1874, Brekknakoti, Reykjahverfi 1876-78. Í vistum í S-Þing. Flutttist vestur að Kagaðarhóli í Húnaþingi 1879 til sonar síns og var þar eitthvað. Fluttist til Vesturheims 1896 frá Árnesi, Húsavíkurhreppi, S-Þing.
seinni maður Sigurveigar; Þorsteinn Snorrason 1828 - 6. apríl 1879. Bóndi á Langavatni og Jódísarstöðum í Aðaldal, S-Þing. Var í foreldrahúsum að Stórubrekku í Möðruvallaklausturssókn í Eyjaf., 1845. Ráðsmaður á Jódísarstöðum, Múlasókn, S-Þing. 1870.

Systkini Halldórs;
1) Konráð Egilsson 26. okt. 1851. Vinnumaður á Nesi, Laufássókn, S-Þing. 1870. Fór til Vesturheims 1873 frá Akureyri, Eyj. Talinn hafa horfið í Ameríku.
2) Arnór Egilsson 17. ágúst 1856 - 5. maí 1900 Var í Hringveri, Húsavíkursókn, S-Þing. 1860. Verzlunarþjónn og ljósmyndari á Blönduósi 1880 og Vertshúsi 1882-1885. Ljósmyndasmiður á Hæl, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Bóndi og ljósmyndari á Bjarnastöðum í Vatnsdal. Ljósmyndasmiður á Akureyri 1900. Maki 21. sept. 1882; Valgerður Ósk Ólafsdóttir, f. 28. okt. 1857 frá Leysingjastöðum, d. 4. maí 1933. Hæli og Bjarnastöðum.
Sammæðra;
3) Kristín Þorsteinsdóttir 1. mars 1869 - 23. júní 1941. Hjá foreldrum á nokkrum stöðum í Aðaldal og Reykjahverfi til um 1879. Vinnukona á Þverá í Reykjahverfi, S-Þing. 1888-89. Flutti þaðan til Vesturheims 1889. Húsfreyja í Markerville. Barn með Ásmundi: Sigrún Plummer, f. 1893, d. 18.4.1939.
4) Jóhanna Þorsteinsdóttir 28. sept. 1871 - í maí 1918. Með foreldrum á Jódísarstöðum og Langavatni, Aðaldælahreppi til um 1875 og síðan í Brekknakoti í Reykjahverfi um 1877-79. Var á Kagaðarhóli, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Í vistum og vinnumennsku í Reykjahverfi, Aðaldal og Húsavík 1888-96. Fluttist til Vesturheims 1896 frá Árnesi, Húsavíkurhreppi, S-Þing.
5) Snjólaug Þorsteinsdóttir 3. feb. 1874. Var á Kagaðarhóli, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Fór þangað 1879 frá Brekknakoti í Reykjahverfi, S-Þing. Fór til Vesturheims 1893 frá Písa, Húsavík, S-Þing. Maki vestra: Roger Dennison.

Kona hans 25.11.1881; Margrét Jónsdóttir [Maggie Egilson] 8. des. 1853 - 13.2.1937. Var á Neðstabæ, Höskuldstaðasókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Kagaðarhóli á Ásum 1883. Fór til Vesturheims 1887 frá Mosfelli, Svínavatnshreppi, Hún.

Börn Halldórs og Margrétat voru sex fædd í Bandaríkjunum auk 3ja fæddra á Íslandi:
Guðrún Halldórsdóttir 9.2.1881 - 27.2.1881
Guðrún Halldórsdóttir 13.5.1882 - 25.6.1882
Jóhanna Halldórsdóttir 5.8.1883

1) Egilsína Sigurveig 1885-1931, gift Sæmundi Helgason. Swan River, Swan River, Manitoba, Canada
2) Jón Jóhann maí 1889, tvígiftur, seinni kona hans Jane 1902 af innlendum ættum börn hans skv Census 1926; John 7 ára, Tillie 5 ára og James 2ja ára.
3) Arnór Konráð 30.12.1890 - 31.12.1981, hans kona hans Þórunn Salóme Oliver frá Selkirk:
4) Helga Sigurrós mars 1892, Maður hennar; Jóhann Björnson 31. jan. 1888 - 2. mars 1965 [3.3.1965 skv kirkjubókum]. Swan River. Sonur þeirra Lawrence Conrad 3.10.1929-26.5.1980
5) Kristján Halldór 13.11.1893 -88.12.1929 ógiftur Swan River, Swan River, Manitoba, Canada
6) Jónas febrúar 1897-1999. Bóndi Swan River, Manitoba, Canada, giftur konu af norskum ættum Ethel Lilliansonur þeirra; Delbert 1924. Foreldrar hennar Andrew Abrahamson og Odelia Froberg.

Almennt samhengi

Egill faðir Halldórs var sonur Halldórs prófasts Ásmundssonar að Melstað í Miðfirði í Húnavatnssýslu. Kona Haldórs prófasts var Margrét Egilsdóttir Jónssonar prest á Staðarbakka í Miðfirði, en kona Egils föður Halldórs Egilssonar var Sigurveig Jóhannesdóttir Kristjánssonar frá Laxamýri, systir Sigurjóns bónda á Laxarnýri, föður Jóhanns skálds Sigurjónssonar. (Sjá Almanak Ó, S. Thorgeirssonar, 1903, blaðsíðu 64-5). Góðvild og einlægni voru þau fyrstu einkenni er maður tók eftir þegar maður mætti Halldóri sál. Egilsson; hann var skemtilegur heim að sækja, vel lesinn og fróður um margt; prúður í allri framkomu og félagsmaður hinn bezti og lagði ætíð gott til manna og málefna. Hann hafði góða sjón til æfiloka og þrátt fyrir háan aldur var hann enn óhærður.

Margrét heitin var dóttir Jóns Guðmundssonar Þorsteinssonar frá Lönguhlíð í Eyjafirði. Móðir Margrétar var Jóhanna Jónsdóttir Sígurðssonar frá Marbæli í Óslandshlið í Skagfjarðarsýslu.
Margrét heitin var höfðingleg kona bæði í sjón og raun; enda hafði hún gott tækifæri til að sýna það, meðan búskapur þeirra stóð í blóma. Þar var oft húsfyllir gesta og mætti hún öllum með brosi á vörum. Hún var greind vel og skýr í tali: góð og umhyggjusöm eiginkona og móðir. Fyrir 20 árum varð hún fyrir því þunga mótlæti að missa sjónina, og bar hún þá löngu rökkursetu með stillingu og rólyndi sem henni var svo eiginlegt

Þessi mætu hjón fluttu frá Mosfelli í Húnavatnssýslu á Íslandi til Ameríku árið 1887 og settust að i Dakota og dvöldu þar (lengst í Mouse River bygð) þar til árið 1899, að þau fluttu til Swan River og tóku þar heimilisréttarland, sem þau dvöldu á til æfiloka. Jafnvel þó fátækt og erfiðleika væri við að etja í byrjun landnámsins, komust þau í góð efni og bygðu upp myndarlegt heimili á stuttum tíma, og var heimili þeira eitt af sárfáum, sem hélt uppi vikulegum húslestrum. Börn Halldórs og Margrétat voru sex: Egilsína Sigurveig, gift Sæmundi Helgason og Kristján Halldór ógiftur (bæði dáin fyrir nokkrum árum). Eftirlifandi eru: Jón Jóhann, tvígiftur, seinni kona hans af innlendum ættum; Arnór Konráð, hans kona Þórunn Salóme Oliver frá Selkirk: Helga Sigurrós, gift Jóhanni Björnson; Jónas, giftur konu af norskum ættum. Einnig eru 26 barnabörn og eitt í þriðja lið frá hinum látnu merkishjónum.

Arnór K. Egilsson hefir verið heima og tók þar við bústjórn, eftir að hann kom heim úr stríðinu mikla, og nutu gömlu hjónin hjúkrunar hans og konu hans, sem reyndist þeim sem væri hún þeirra eigin dóttir. Hin systkini Arnórs búa öll í nágrenninu, þar skamt frá gamla heimilinu. Halldór sál. fór heim til Íslands 1930, þá 80 ára gamall og hafði hann mikla ánægju af þeirri ferð. Við komum, erum, förum og hverfum hinum líkamlegu augum; endurminningin ein verður eftir, kærust þeim, sem bezt þektu.
Hin framliðnu hjón voru lögð til hinztu hvíldar, hlið við hlið, í birkiskógar grafreit við Swan River bæ og borin til grafar af samlöndum og samherjum þeirra.
Friður guðs hvíli yfir moldum þeirra.
J. A. Vopni.

Tengdar einingar

Tengd eining

Jón Guðmundsson (1818-1877) Holtastöðum og Kagaðarhóli (19.11.1818 - 2.9.1877)

Identifier of related entity

HAH05551

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1881

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhanna Jónsdóttir (1820-1881) Holtastöðum og Kagaðarhóli (22.1.1820 - 11.4.1881)

Identifier of related entity

HAH05397

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1881

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hof í Vatnsdal (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00048

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Reykir við Reykjabraut ([1300])

Identifier of related entity

HAH00561

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Holtastaðir í Langadal ([900])

Identifier of related entity

HAH00212

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Egill Halldórsson (1819-1894) Reykjum (25.6.1819 - 10.6.1894)

Identifier of related entity

HAH03087

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Egill Halldórsson (1819-1894) Reykjum

er foreldri

Halldór Egilsson (1850-1937) Kagaðarhóli

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari (17.8.1856 - 5.5.1900)

Identifier of related entity

HAH02504

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Arnór Egilsson (1856-1900) ljósmyndari

er systkini

Halldór Egilsson (1850-1937) Kagaðarhóli

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kagaðarhóll á Ásum ((1350))

Identifier of related entity

HAH00338

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Kagaðarhóll á Ásum

er stjórnað af

Halldór Egilsson (1850-1937) Kagaðarhóli

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04662

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 4.12.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Íslendingabók
Föðurtún 229
Heimskringla, 49. tölublað (02.09.1925), Blaðsíða 5. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2159776
Almanak O. S. Th. 1923, bls. 64-5
Lögberg, 17. tölublað (29.04.1937), Blaðsíða 7. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2199751

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir