Halldóra Aðalbjörg Eggertsdóttir (1916-2000)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Halldóra Aðalbjörg Eggertsdóttir (1916-2000)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

7.12.1916 - 25.11. 2000

History

Halldóra Aðalbjörg Eggertsdóttir fæddist að Skúfum í Norðurárdal 7. desember 1916. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. nóvember síðastliðinn. Halldóra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1939, kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1940 og hússtjórnarkennaraprófi frá Hússtjórnarkennaraskóla Íslands 1944. Hún starfaði sem kennari við Barnaskóla Siglufjarðar 1940-1942. Skólastjóri Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni 1944-1946 og 1947-1948. Stundakennari við Hússtjórnarkennaraskóla Íslands 1968-1969 og 1974-1975. Námsstjóri húsmæðrafræðslunnar 1948-1969, er staðan var lögð niður. Fulltrúi í heimilisfræði á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur 1969-1986.
Halldóra tók virkan þátt í félagsmálum. Hún var formaður Húsmæðrakennarafélags Íslands 1947-1953, formaður kennarafélagsins Hússtjórnar 1953-1977 og í stjórn Landssambands framhaldsskólakennara 1955-1964. Í stjórn Neytendasamtakanna 1953-1968. Ritari og varaformaður í Bandalagi kvenna í Reykjavík 1972-1978 og varaformaður 1978-1980. Stofnfélagi í Alfa-deild Delta Kappa Gamma Society International 1975 og hefur unnið þar ýmis trúnaðarstörf. Stofnfélagi í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur 1959 en hann var fyrsti klúbbur sinnar tegundar hér á landi. Erlendur bréfritari Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur 1959-1966 og síðan formaður klúbbsins 1966-1968. Formaður útbreiðslunefndar Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur 1970-1974 og síðan Soroptimistasambands Íslands 1976-1982. Sendifulltrúi samtakanna á fjölmörgum sendifulltrúaþingum Evrópusambands Soroptimista. Formaður bráðabirgðastjórnar Soroptimistasambands Íslands 1973-1974 og síðan forseti sambandsins 1974-1976. Annar varaforseti Evrópusambands Soroptimista 1977-1979. Stofnandi 12 klúbba Soroptimista 1973-1983 og annaðist útgáfu ýmiss konar fræðsluefnis fyrir samtökin. Heiðursfélagi Soroptimistasambands Íslands 1983 og Hússtjórnarkennarafélags Íslands 1986.
Ritstörf: Nýja matreiðslubókin (ásamt Sólveigu Benediktsdóttur) 1954; Þvottur og ræsting (þýð.) 1948; Heimilisáhöld 1954. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1977.
Halldóra var ógift og barnlaus.
Útför Halldóru fór fram frá Háteigskirkju6.12.2000 og hófst athöfnin klukkan 15.

Places

Skúfar í Norðurárdal A-Hún: Akureyri: Reykjavík: Laugavatn

Legal status

Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1939: Kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1940: Hússtjórnarkennarapróf frá Hússtjórnarkennaraskóla Íslands 1944:

Functions, occupations and activities

Hússtjórnarkennari / skólastjóri:

Mandates/sources of authority

Ritstörf: Nýja matreiðslubókin (ásamt Sólveigu Benediktsdóttur) 1954; Þvottur og ræsting (þýð.) 1948; Heimilisáhöld 1954. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1977.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Ingibjörg Jóninna Jónsdóttir, f. 22. júlí 1891, d. 6. mars 1981 og Eggert Ragnar Sölvason, f. 18. september 1876, d. 3. mars 1963.

Systkini Halldóru eru;
1) Sigríður Hildigunnur Eggertsdóttir, f. 3. febrúar 1918
2) Gissur Þór Eggertsson, f. 25. september 1921. Kona hans er Sigríður Davíðsdóttir, f. 5. mars 1920. Fóstursonur þeirra er Runólfur Runólfsson. Kona hans er Gerður Hafsteinsdóttir og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn.

Fóstursystir Halldóru er;
3) Rósa Pálsdóttir, f. 1. september 1911.

General context

Relationships area

Related entity

Skúfur í Norðurárdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00681

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Hildigunnur Sigríður Eggertsdóttir (1918-2015) frá Skúfi (5.2.1918 - 24.3.2015)

Identifier of related entity

HAH06514

Category of relationship

family

Type of relationship

Hildigunnur Sigríður Eggertsdóttir (1918-2015) frá Skúfi

is the sibling of

Halldóra Aðalbjörg Eggertsdóttir (1916-2000)

Dates of relationship

1918

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01363

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 23.5.2017

Language(s)

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places