Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

15.10.1873 - 27.11.1981

History

Halldóra Bjarnadóttir 15. okt. 1873 - 27. nóv. 1981. Kennslukona á Háteigi við Háteigsveg, Reykjavík 1930. Bús. í Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kennari, síðast bús. í Blönduóshreppi. Var elst Íslendinga þegar hún lést, 108 ára að aldri. Ógift, barnlaus.

Minningarathöfn fór fram á Héraðshælinu á Blönduósi um Halldóru þann 4. desember 1981 við mikið fjölmenni. Hún var jarðsett á Akureyri 5. desember 1981

Places

Legal status

Arið 1896 sigldi hún utan til náms í Noregi með hjálp móður sinnar og fjárstuðningi Jónínu í Höfnum á Skaga, ekkju Arna Sigurðssonar bónda og hreppstjóra. Fimm árum áður hafði Halldóra stundað farkennslu m.a. í Höfnum. Hún lauk kennaraprófi 1899 og hélt þegar til Íslands. Heima tók við kennsla við barnaskólann í Reykjavík. Síðan hverfur hún aftur til Noregs þar sem hún kenndi á árunum 1901 til 1908 m.a. í bænum Moss við Oslóarfjörð.

Moss er nú vinabær Blönduóss.

Functions, occupations and activities

Kennslukona og ritstjóri

Mandates/sources of authority

Ritstjóri blaðsins "Hlín"

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Bjarni Jónasson 21. júlí 1848 - 23. nóv. 1930. Bóndi á Hofi í Vatnsdal. Fór til Vesturheims 1883 frá Grímstungu, Áshreppi, Hún. Var í Beaulieu, Pembina, N-Dakota, USA 1900. Bóndi að Hallson, N-Dakota til 1911, tók heimilisréttarland skammt frá Gull Lake, Sask. og fluttist að lokum til Selkirk, Manitoba. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1921 og fyrri kona hans; Björg Jónsdóttir 29. ágúst 1844 - 10. febrúar 1924 Var í Háagerði, Spákonufellssókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Hofi, Undirfellssókn, Hún. 1880, þau skildu, tvíburasystir hennar var: Björg Jónsdóttir 29. ágúst 1844 - 23. nóvember 1925 Var í Hágerði, Spákonufellssókn, Hún. 1845.
Seinni kona Bjarna; Þórunn Elísabet Magnúsdóttir 17. desember 1853 - 15. desember 1933 Var á Steiná, Bergstaðasókn, Hún. 1860. Húsfreyja í Gilhaga á Fremribyggð, Skag. Húsfreyja í Brekkukoti á Efribyggð, Skag. Fór þaðan til Vesturheims 1885. Var í Beaulieu, Pembina, N-Dakota, USA 1900. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1921.

Systkini Halldóru vestanhafs;
1) Sigurlaug (Lillie) Bjarnadóttir Hockett 29.10.1886 - 17.12.1959, maður hennar 14.1.1915 Horace Hockett frá Richmond Indiana USA Bóndi Shaunvon Sask.
2) Rannveig Ingibjörg (Emma) Sölvason Klamath Falls Oregano, 13.4.1888 kennari, maður hennar Sigurður Sölvason 8.4.1889 - 18.6.1959
3) Rut Halldóra Bjarnadóttir 15.7.1889 - 10.8.1890
4) Sigurjóna (Jona) Bjarnadóttir Hallvorsen 1.5.1892 bæjargjalkeri Selkirk, maður hennar 30.9.1924; Henry Thedore Halvorsen 27.6.1883 - 27.6.1943 frá Noregi.
5) Konráð Jónas Bjarnason 11.1896 - 4.1897

General context

Bréfi sem Halldóra Bjarnadóttir ritaði 100 ára gömul lauk á þennan hátt: „Guði séu þakkir fyrir langt líf og góða heilsu, fyrir að hafa fengið að starfa á íslandi, hinu fegursta landi, fyrir að hafa fengið að tala hið fegursta tungumál við gott fólk öll þessi ár."

Þannig gerir hún upp hug sinn, er lífsgöngu hennar var að ljúka. Engum blandast hugur um, er kunnugur var Halldóru, að hér fylgdi hugur máli. Lífsganga hennar öll mótaðist af trú hennar og ást hennar til lands og þjóðar. Hún vissi hvað varðar miklu, hvað maðurinn geymir í minni sér og hvernig. Það að hann hafi minningar sem kjölfestu og áttavita í lífi sínu, helgaðar af trú og bæn. öllu öðru fremur þarf þjóð, að rækja þær minningar, sem augljósast vitna um forna menningararfleifð og málefni Guðs í lífi hennar og sögu. Halldóra Bjarnadóttir vildi öllum öðrum fremur varðveita þetta tvennt, þennan arf og þessar minningar. Hún efaðist aldrei eitt augnablik á rúmlega aldar ævi sinni um hlutverk menningarverðmæta og um málefni Guðs með íslenskri þjóð. Þess vegna var hún vakin um þessi málefni er voru henni helg, annaðist þau, jók virðingu fyrir þeim, fór inn á nær hvert heimili á landi voru, til þess að hvetja, uppörva, leiðbeina lengur en nokkur annar, sem lifað hefir á Islandi. Ung að árum festi hún órofa tryggð við dalinn fagra og sögufræga þar sem hún sleit barnsskónum. Hún segir á einum stað: „Því hefir verið haldið fram að Vatnsdalurinn sé ein fegursta og hlýlegasta sveit á Islandi. Eg hefi aðeins séð hann fölvan undan vetri og snjó. En samt fannst mér hann eins og opinn, hlýr faðmur, sem byði mig velkomna albúinn að veita mér hvíld og frið."

Hvar sem hún var stödd leitaði hugur hennar hingað heim í Húnaþing. Og hér kaus hún að dvelja síðustu ár langrar ævi, á Héraðshælinu á Blönduósi. Halldóra Bjarnadóttir var fædd 14. október árið 1873 að Ási í Vatnsdal og var því 108 ára að aldri er hún lést eða eldri en nokkur annar íslendingur svo vitað sé. Hún var Húnvetningur í báðar ættir. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónasson bóndi í Asi er sat ættaróðal forfeðra sinna og Björg Jónsdóttir frá Háagerði á Skagaströnd. Ein af hinum kunnu Háagerðissystkinum. Ásheimilið hefir án efa verið rétt spegilmynd af Vatnsdælingum á þeim árum. „Mikil velmegun, mikið sjálfstæði" eins og Halldóra segir sjálf. Hún átti því góða daga á bernskuheimili sínu, er hún minntist oft, en seinna skildu leiðir foreldra hennar.

Bjarni faðir hennar fór vestur til Ameríku þar sem hann kvæntist í annað sinn íslenskri konu og eignuðust þau þrjár dætur saman, er allar eru látnar. Saknaði Halldóra mjög föður síns en hún hafði ætíð samband við hann og systur sínar. Faðir hennar lést 1930. Er hér var komið sögu fylgdi hún móður sinni til Reykjavíkur þar sem þær dvöldust um sinn, á heimili Jóns Arnasonar þjóðsagnaritara, er var frændi hennar. Með hans aðstoð og móður hennar gafst henni kostur á því námi, þeirri menntun, sem á þeim tímum var fáanleg. Hún fékk snemma mikinn áhuga á handavinnu og heimilisiðnaði og var menntunarþrá hennar óslökkvandi. Arið 1896 sigldi hún utan til náms í Noregi með hjálp móður sinnar og fjárstuðningi Jónínu í Höfnum á Skaga, ekkju Arna Sigurðssonar bónda og hreppstjóra. Fimm árum áður hafði Halldóra stundað farkennslu m.a. í Höfnum. Hún lauk kennaraprófi 1899 og hélt þegar til Islands. Heima tók við kennsla við barnaskólann í Reykjavík. Síðan hverfur hún aftur til Noregs þar sem hún kenndi á árunum 1901 til 1908 m.a. í bænum Moss við Oslóarfjörð. Moss er nú vinabær Blönduóss.

Arið 1908 kom hún heim og gerðist þá Halldóra skólastjóri Barnaskólans á Akureyri, fyrst íslenskra kvenna, til að gegna slíkri stöðu. Hafði móðir hennar jafnan dvalið samvistum við hana bæði hér heima og er utan var haldið. Þar með hefst ferill hennar, sem mikillar framkvæmdakonu. Hún kom á ýmsum nýjungum í skólanum eins og handavinnukennslu pilta og stúlkna, leikfimi og fleiru, en jafnframt hóf hún afskipti af félagsmálum.

Hún bar jafnan hag kvenna fyrir brjósti, vildi fá þær til þess að stofna kvenfélög og sinna ákveðnum málum konum í hag. Hún ferðaðist um allar sveitir norðanlands og hvatti til stofnunar kvenfélaga, flutti erindi um ýmis mál og árið 1914 stóð hún fyrir stofnun Sambands norðlenskra kvenna. Halldóra segir um þessa hugsjón sína: „Hlutverk kvenfélaganna á fyrst og fremst að vera það, að sameina konur, kenna þeim að starfa í félagsskap, tengja saman krafta þeirra, til þess að vinna að góðum málum. Það sem þau eiga að starfa að, er að auka heimilismenninguna og styrkja með þeim heimilin, að vernda arfinn, sem forfeðurnir hafa skilað þeim, að efla innivinnu og heimilisiðnað, að starfa að uppeldismálum á þann hátt, að vinna að heilbrigðis- og líknarstörfum bæði innan sinnar eigin sveitar og í sameiginlegu átaki héraða og landsins í heild, að hvetja til aukinnar garðræktar og vinna að öðru leyti að alhliða menningarlegri og heimilislegri viðreisn í landinu." Í þessu kristallast hugsjónir hennar og að þessum málum vann hún ótrauð meðan heilsan leyfði. Hún lagði mikla áherslu á menntun kvenna. Efndi hún því til námskeiða í hannyrðum og heimilishjálp á Akureyri. Var hún í þessum efnum brautryðjandi hérlendis. Þegar hér var komið sögu flutti hún til Reykjavíkur og varð stundakennari við Kennaraskóla Islands í handavinnu, jafnframt sem hún varð ráðunautur almennings í heimilisiðnaði frá árinu 1922.

Um þetta leyti andaðist móðir hennar en þær mæðgur höfðu jafnan verið samrýmdar. Arið 1937 fer hún til Vesturheims þar sem hún stóð fyrir mikilli heimilisiðnaðarsýningu á vegum Vestur-Islendinga og heimsótti þá systur sínar. En árið 1946 stofnaði hún tóvinnuskólann á Svalbarði við Eyjafjörð, er starfaði til 1955. Hún var stöðugt á ferðalögum. Stóð fyrir sýningum á íslenskum heimilisiðnaði heima og erlendis. Eins og áður er sagt mátti heita að skoðanir hennar færu inn á nær öll heimili í landinu, með ársritinu Hlín, er hún reit um hálfrar aldarskeið. Ritið kom fyrst út 1917 og síðasta heftið ritaði hún árið 1967, á Blönduósi, en það nefndi hún „Eftirhreytur." Auk hvatningargreina hennar til íslenskra kvenna, flytur ritið nær ótrúlega margþætt efni. Það þarf raunar engan að undra þótt ritið hafi verið kærkomið á hin mörgu heimili í landinu er fengu það. Með því náði hún og sambandi við heimilin um allt land. Með bréfasamböndum sínum út um allt land og til útlanda flutti hún hugsjónir sínar um áratugi og má fullyrða, að hún hafi verið einn mesti bréfritari á landi voru á seinni tímum.

Árið 1955 flutti hún á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi sem var heimili hennar til dauðadags. Eftir að þangað kom stundaði hún eftir sem áður ritstjórn Hlínar og gegndi formennsku Sambands norðlenskra kvenna. Einnig ritaði hún Vefnaðarbókina, er út kom 1966. Hún lést á sjúkradeild Héraðshælisins þann 27. nóvember 1981 108 ára að aldri, eins og áður er sagt. Halldóra hlaut margar viðurkenningar fyrir starf sitt um ævina, bæði innlendar og erlendar. Hún var kjörin fyrsti heiðursborgari Blönduóss á 100 ára afmæli sínu 1973.

Hún gaf allar eigur sínar, safn hannyrða frá miðbiki síðustu aldar til þessa dags til heimilisiðnaðarsafns Sambands norðlenskra kvenna á Blönduósi og er þetta safn að hluta helgað henni. Halldóra Bjarnadóttir var fögur kona, sem hvarvetna var tekið eftir sakir glæsimennsku og gáfna. Hún vakti hvarvetna athygli á mannfundum sakir mælsku sinnar og forustuhæfileika. Stíll hennar var stuttur og markviss. Ekkert var henni fjarri en hálfvelgja og hik. Hún var alla tíð dugmikil, hugstór og bjartsýn. Og allt þetta hélst í hendur við hreina og bjarta Guðstrú hennar.

Allt starf hennar í þágu íslensku þjóðarinnar skyldi helgast af trú og bæn. Helgustu þættirnir í lífi hennar voru því þjóðrækni hennar og guðrækni, er héldust í hendur í ræðu hennar og riti. Lestur Guðs orðs var henni tamur frá barnsaldri. Henni voru hugleikin orðin úr Nýjatestamentinu: „Hylli Drottins Guðs vors sé yfir oss, styrk þú verk handa minna" svo og „Allt megna eg fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir". I þessi orð sótti hún áræði sitt og þrautseigju á langri og starfsamri ævi sinni. Með Halldóru Bjarnadóttur er horfinn, einn merkasti Islendingur, er lifað hefir á þessari öld. Sæti hennar verður um langan tíma vandfyllt. Eg er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Kynni okkar voru ætíð traust og góð. Fundum okkar bar oft saman og fór ég ætíð ríkari af fundum hennar en ég kom. Og þrátt fyrir háa aldurinn var skilningurinn næmur, lundin glöð, hjartað heitt. Enginn maður eða kona hefir verið mér svo lifandi sönnun þess, að andinn er meiri en efnið, lífið meira en dauðinn. Húnvetningar svo og öll íslenska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við Halldóru Bjarnadóttur fyrir hennar merku ævistörf. Blessuð sé minning hennar. Minningarathöfn fór fram á Héraðshælinu á Blönduósi um Halldóru þann 4. desember við mikið fjölmenni. Hún var jarðsett á Akureyri 5. desember.

Sr. Arni Sigurðsson.

Relationships area

Related entity

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-) (31.12.1955)

Identifier of related entity

HAH10014

Category of relationship

temporal

Dates of relationship

1955-1981

Description of relationship

Heimilisföst þar, fyrsti íbúinn

Related entity

Þórunn Elísabet Magnúsdóttir (1853-1933) Brekkukoti efri byggð og vesturheimi, Steiná 1860 (17.12.1853 - 15.12.1933)

Identifier of related entity

HAH07116

Category of relationship

family

Dates of relationship

1885

Description of relationship

stjúpdóttir

Related entity

Sigurður Bjarnason (1870-1936) Bakka og Hofi Vatnsdal (18.9.1870 - 27.7.1936)

Identifier of related entity

HAH09255

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

uppeldissystir

Related entity

Horace Hockett. Bóndi Shaunvon Sask. ((1880))

Identifier of related entity

HAH01446

Category of relationship

family

Dates of relationship

14.1.1915

Description of relationship

giftur Sigurlaugu (Lillie) systur Halldórue samfeðra

Related entity

Hof í Vatnsdal (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00048

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Ás í Vatnsdal ((800))

Identifier of related entity

HAH00033

Category of relationship

associative

Dates of relationship

15.10.1873

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Hafnir á Skaga ((1950))

Identifier of related entity

HAH00284

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1891

Description of relationship

Kennslukona þar

Related entity

Noregur (800-2019)

Identifier of related entity

HAH00261

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1896

Description of relationship

Var þar við nám þar 1896 - 1899, síðar kennari í Moss 1901-1908

Related entity

Sigrid Ellefsen (1879-1960) Tönsberg Vestfold (3.3.1878 - 1960)

Identifier of related entity

HAH09206

Category of relationship

associative

Type of relationship

Sigrid Ellefsen (1879-1960) Tönsberg Vestfold

is the friend of

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

Dates of relationship

1897

Description of relationship

Related entity

Johanna Kolberg Noregi

Identifier of related entity

HAH05282

Category of relationship

associative

Type of relationship

Johanna Kolberg Noregi

is the friend of

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Emilie Basberg Horgen (1889-1964) Tönsberg Noregi (27.11.1889 - 1.12.1964)

Identifier of related entity

HAH03317

Category of relationship

associative

Type of relationship

Emilie Basberg Horgen (1889-1964) Tönsberg Noregi

is the friend of

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Björg Jónsdóttir (1844-1924) Hofi (29.8.1844 - 20.2.1924)

Identifier of related entity

HAH02731

Category of relationship

family

Type of relationship

Björg Jónsdóttir (1844-1924) Hofi

is the parent of

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

Dates of relationship

15.10.1873

Description of relationship

Related entity

Bjarni Jónasson (1848-1930) Hofi í Vatnsdal og Selkirk, Manitoba (21.7.1848 - 23.11.1930)

Identifier of related entity

HAH02682

Category of relationship

family

Type of relationship

Bjarni Jónasson (1848-1930) Hofi í Vatnsdal og Selkirk, Manitoba

is the parent of

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

Dates of relationship

15.10.1873

Description of relationship

Related entity

Sigurjóna Bjarnadóttir Hallvorsen (1892) bæjargjaldkeri Selkirk Kanada (1.5.1892 -)

Identifier of related entity

HAH02428

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurjóna Bjarnadóttir Hallvorsen (1892) bæjargjaldkeri Selkirk Kanada

is the sibling of

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

Dates of relationship

1.5.1892

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Emma Sölvason (1888-1975) kennari í vesturheimi (13.4.1888 - 1975)

Identifier of related entity

HAH04222

Category of relationship

family

Type of relationship

Emma Sölvason (1888-1975) kennari í vesturheimi

is the sibling of

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

Dates of relationship

13.4.1888

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Magnús Johnson (1883-1966) (Mangi bróðir) bóndi við Gull Lake Sask (1883 - 26.7.1966)

Identifier of related entity

HAH09398

Category of relationship

family

Type of relationship

Magnús Johnson (1883-1966) (Mangi bróðir) bóndi við Gull Lake Sask

is the sibling of

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

Dates of relationship

1885

Description of relationship

Bjarni faðir hennar var stjúpfaðir Magnúsar

Related entity

Lillie Bjarnadóttir Hocket (1886-1959) Shaunvon Sask (29.10.1885 - 17.12.1959)

Identifier of related entity

HAH01447

Category of relationship

family

Type of relationship

Lillie Bjarnadóttir Hocket (1886-1959) Shaunvon Sask

is the sibling of

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

Dates of relationship

29.10.1886

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Elísabjörg Jóhannsdóttir (1876-1965) frá Bakka í Garpsdal (15.3.1876 - 7.1.1965)

Identifier of related entity

HAH03278

Category of relationship

family

Type of relationship

Elísabjörg Jóhannsdóttir (1876-1965) frá Bakka í Garpsdal

is the cousin of

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

Dates of relationship

15.3.1876

Description of relationship

bræðrabörn

Related entity

Ruth Halldora Halvorson Laban (1930) hjúkrunarfræðingur Toronto (um 1930)

Identifier of related entity

HAH04710

Category of relationship

family

Type of relationship

Ruth Halldora Halvorson Laban (1930) hjúkrunarfræðingur Toronto

is the cousin of

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

Dates of relationship

1930

Description of relationship

Móðir hennar Sigurjóna systir halldóru samfeðra

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04700

Institution identifier

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 13.2.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places