Hamar á Bakásum

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Hamar á Bakásum

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1648 -

Saga

Hamar er meðalstór jörð, sem á land austan í Hálsinum gegnt Stóra-Búrfelli og niður að Blöndu. Þar er gnægt ræktarlands. Íbúðarhús jarðarinnar brann 1959 og síðan hefur ekki verið föst búseta á jörðinni [1975], en jörðin er þó nytjuð að fullu. Ábúendur hafa haft íbúð á Ásum. Jörðin var kristfjárjörð. Íbúðarhús byggt um1976. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 14 hross gömul torfhús. Hlaða 200 m3. Votheysturn 40 m3. Tún 30,8 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Kristfjárjörð

Staðir

Svínavatnshreppur; Hálsinn; Stóra-Búrfelli; Blanda; Ásar; Gálgagil; Ásatjörn; Kelduós; Messuvegsholt; Búrfellstjörn; Háaborg; Stóraborg; Gunnfríðarstaðir; Keldudalur; Litlabúrfell; Bjarnastaðir í Vatnsdal; Másstaðir; Móberg;

Réttindi

Christfjárjörð, gefin til fátækra Húnavatnssýslu ómaga af sýslumanninum sál. Guðmundi Hákonarsyni, sem hjelt þíngeyraklaustur. Fundatían er gjörð frá því 1648 til 1658 eður þar í millum. Eftir þeirri fundatíu hefur kóngl. Majestats commissiarius lögmaðurinn Páll Jónsson Wídalín spurt á þessari samkomu og ekki fengið. Jarðardýrleiki er að almenníngsrómi xx€ . So hefur tíund goldist oftast öðru hvörju í fjóra staði, og næst umliðið ár ljet lögmaðurinn Lauritz Gottrup so taka kóngstíund en í ár ekki, so menn eru í óvissu hjer um, því fundatían kemur ekki fyrir ljós. Byggingarráð hjelt Sigurður Einarsson, nú búandi að Giljá, þá stund sem hann hafði lögsögn hjer í sýslu. Síðan kveðst ábúandinn ekki vita, hvörjum hann eigi ábúðarskyldu að lúka. Þar eð ekki fæst fundatían, verða menn að láta sjer nægja almenníngsmunnmæla undirrjettíng, hún er þessi: Landskuld hafí verið i € í góðum landaurum, þar af skyldi árlega niður falla x álnir til æfinlegrar húsabótar, en ellefutíu álnir skyldi hvört ár að góðum greiðskap útsvarast í ellefu Húnavatnssýslu hreppa, guðs voluðum til ölmusu, en Staðarhreppur í Hrútafirði vera frá talinn. Leigukúgildi voru vi og það minnast menn. Leigur af þeim skyldu árlega niðurfalla x álnir til æfinlegrar kúgildauppbótar, en ellefutíu álnir af leigunum skyldi svarast, ásamt landskuldinni, í ellefu Húnavatnssýslu hreppa að frátöldum Staðarhrepp. Þetta hjelst að skilum alt til þess fyrir 4 eður 5 árum (menn minnast ekki rjettara), þá hafði lögmaðurinn Lauritz Gottrup eður lögsagnarinn Sigurður Einarsson yfirráð og forsjón jarðarinnar. Þá varð hún bygð fátækum manni, sem heitir Jón Sveinsson og er nú nálægur; hann kveðst hafa þá verið fjelaus maður og tekið jörðina af Sigurði Einarssyni með tíutíu álna landskuld og vi kúgildum, þau kúgildi segir Jón verið hafa slæm og gömul, þó kveðst hann eftir megni goldið hafa um i ár til þeirra sem skuldanna vitjuðu. Þegar liðið var fram á árið, og Jón sá vanmegni sitt og örvesi kúgildanna, kveðst hann hafa komið til Sigurðar Einarssonar að Bjarnastöðum, og þar, að áheyrandi Hákoni Jónssyni lögrjettumanni og Geirmundi Þorsteinssyni að Mársstöðum, óskað kvittur að verða við ábýliÓ á Hamri, Sigurður hafi því ekki tekið en vísað sjer að hafa þetta til umtals við lögmanninn Lauritz Gottrup; það kveðst Jón nokkru síðar gjört hafa, og
þá hafi á Þíngeyrum staddur verið Sigurður Einarsson og Hákon Jónsson áðurnefndir. Kveðst Jón af þeim samfundi lögmannsins jafnnær farið hafa og ekki við ábýlið kvittur orðið, og því í sömu sínum vanefnum lafað við það næsta ár. Þá um veturinn fjell það eina kúgildi, sem Jón gat um vorið ekki betalað, og síðan eru kúgildin alls v að nafninu. Þau meðtók um vorið 1703 sá sem nú er ábúandinn Gísli Þórarinsson. Landskuld er nú ellefutíu álnir eftir áður sagðri fundatíu.
Leigukúgildi v. Leigur gjaldast í hreppana, sem fundatían hljóðar, en kortar það sem hið sjötta kúgildi brestur. Kvaðir eru öngvar.

Kvikfjenaður iii kýr, i kvíga tvævetur mylk, xxxvi ær, ii sauðir tvævetrir, Fóðrast kann ii kýr, i úngneyti, xv lömb, xxx ær, iiii hestar. Torfrista og stúnga lök. Engja ítak í Móbergsjörðu eigna menn jörðunni, óákveðið hvað mikið; sömu munnmæli segja Móberg eigi beit þar í móti, vide Móberg. Enginu spilla leirskriður úr brattlendi og sandur, sem Blanda færir.
Girðíngaleifar fornar sjást hjer, þar sem veit til Gunnfríðarstaða; hvört þar hafi nokkurn tíma hýli verið veit enginn, og er ekki heldur fullvíst hvört það heyri til Gunnfríðarstöðum eður Hamri. Hitt er víst að ekki má það byggjast nema hvorttveggja sje skaðað.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;

1897-1929- Eyþór Árni Benediktsson 23. júní 1868 - 31. maí 1959 Var í Vatnahverfi, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Fór um 1877 til ömmu sinnar Bjargar Jónsdóttur, var tökubarn hjá henni á Bjarnastöðum, Undirfellssókn, Hún. við manntal 1880. Lausamaður á Bráðræði, Spákonufellssókn, Hún. 1890. Bóndi á Þingeyrum í Þingeyrasókn, A-Hún. um fá ár og síðan nálægt 30 ár á Hamri á bak Ásum, A-Hún. fram til um 1928. Ráðsmaður á Svalbarði á Svalbarðsströnd um 1928-30, síðan í Reykjavík. Fyrrverandi bóndi á Marargötu 3, Reykjavík 1930. Fósturbarn: Guðmunda Ágústsdóttir, f. 12.4.1908, d. 23.7.1999. Kona hans; Björg Jósefína Sigurðardóttir 13. desember 1865 - 26. mars 1942 Húsfreyja á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún um fá ár og síðan Hamri í Svínavatnshr., A-Hún. nær 30 ár fram um 1928. Var á Marargötu 3, Reykjavík 1930.

1959- Lárus Georg Sigurðsson 21. apríl 1906 - 14. okt. 1983. Var á Grund, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hamri, var á Tindum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Svínavatnshreppi. Kona hans; Kristín Sumarrós Sigurjónsdóttir 22. apríl 1915 - 19. feb. 1992. Var á Tindum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Tindum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Hamri, síðar á Tindum.

1972-2015- Erlingur Bjartmar Ingvarsson 13. apríl 1946 - 3. des. 2015. Var á Ásum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Bóndi og síðar skógræktandi á Hamri í Svínavatnshreppi. Fékkst við ýmis störf samhliða búskapnum.

Almennt samhengi

Landamerki fyrir kristfjárjörðinni Hamri í Svínavatnshreppi.

Að sunnanverðu móts við Ásaland ræður Gálgagil, svo úr því til austurs bein stefna í Blöndu, svo ræður merkjum til vesturs lítill lækur eða keldudrag, er fellur í Gálgagil úr Ásatjörn, síðan eru merki yfir Ásatjörn norðantil í vörðu, er stendur í holti upp undan tjörninni, og er sú varða í beinni stefnu til vesturs úr áður nefndum Kelduós, sem fellur úr Ástjörn, svo liggja merki þess til norðurs móts við Búrfellslönd í beina stefnu frá hinni nefndu vörðu, og í vörðu vestanvert á melhól í Messuvegsholtum, síðan í vörðu er stendur austanvert við kelduós þann, er fellur úr Búrfellstjörn, svo ræður bein stefna í vörðu á Háuborg, svo enn til norðurs þar til kemur upp undan syðra horni Stóruborgar, síðan eru merkin til austurs móts við Gunnfríðarstaðaland að norðan bein stefna úr syðra horni Stóruborgar í uppsprettu-dýjalæk norðan til í Keldudal, svo eptir læk þeim þar til hann fellur í Blöndu.

Lárus Blöndal, umráðamaður Hamars.
Guðmundur Erlendsson vegna Stórabúrfells.
Jósep Jóhannsson vegna Litlabúrfells.
Þorleifur Erlendsson, vegna Stórabúrfells.
Guðmundur Klemensson, vegna Stórabúrfells
Daníel Sigurðsson, vegna Ása.
Ingibjörg Guðmundsdóttir vegna Stórabúrfells.

Lesið upp á manntalsþingi að Svínavatni, hinn 19. maí 1892, og innfært í
landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 285, fol. 152.

Tengdar einingar

Tengd eining

Stóra-Búrfell Svínavatnshreppi ([1000])

Identifier of related entity

HAH00535

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Litla Búrfell Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00529

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásar í Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00698

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jónas Guðmundsson (1886-1979) Grundarbrekku Vestm, frá Miðgili. (9.3.1886 - 20.2.1979)

Identifier of related entity

HAH05805

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svínavatnshreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00228

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórunn Sigurjónsdóttir (1915-2000) Hreppshúsinu Blönduósi (1.9.1915 - 10.2.2000)

Identifier of related entity

HAH02188

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bakásar (874 -)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Móberg í Langadal ([1000])

Identifier of related entity

HAH00215

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Móberg í Langadal

is the associate of

Hamar á Bakásum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björg Sigurðardóttir (1865-1942) Hamri (13.12.1865 - 26.3.1942)

Identifier of related entity

HAH07528

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Björg Sigurðardóttir (1865-1942) Hamri

controls

Hamar á Bakásum

Dagsetning tengsla

1899 - 1928

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Elíeser Jónsson (1899-1975) Hamri á Bakásum, Árbæ á Blönduósi (9.11.1899 - 13.11.1975)

Identifier of related entity

HAH02801

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Eysteinsdóttir (1851-1917) Hamri (23.12.1851 - 22.2.1917)

Identifier of related entity

HAH04286

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðrún Eysteinsdóttir (1851-1917) Hamri

controls

Hamar á Bakásum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Sumarrós Sigurjónsdóttir (1915-1992) (22.4.1915 - 19.2.1992)

Identifier of related entity

HAH01674

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Erlingur Ingvarsson (1946-2015) Hamri (13.4.1946 - 3.12.2015)

Identifier of related entity

HAH03347

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Erlingur Ingvarsson (1946-2015) Hamri

controls

Hamar á Bakásum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eyþór Árni Benediktsson (1868-1959) Hamri á Bakásum (23.6.1868 - 31.5.1959)

Identifier of related entity

HAH03393

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00526

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 10.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1706. Bls 341
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 285, fol. 152.
Húnaþing II bls 225

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir