Helga Vilhjálmsdóttir (1902-1992) Blönduósi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Helga Vilhjálmsdóttir (1902-1992) Blönduósi

Parallel form(s) of name

  • Helga Vilhjálmsdóttir Blönduósi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

11.2.1902 - 9.12.1992

History

Helga Vilhjálmsdóttir var fædd 11. febrúar 1902 að Ölduhrygg í Svarfaðardal. Dáin 9. desember 1992.
Helga braust ung til mennta og sýndi dugnað og áræði sem á þeirri tíð var óvenjulegur hjá ungum sveitastúlkum. Á þeim tíma var mjög fátítt að stúlkur færu utan til náms.
Kennsla varð hennar lífsstarf. Við heimkomuna var hún fyrst kennari á Ólafsfirði og síðan í dalnum. Hún hélt námskeið vítt og breitt um héraðið, m.a. í kjólasaum og saumuðu margar konurnar fyrsta kjólinn undir leiðsögn Helgu. Þá hafði Helga sérstaka unun af að sauma barnaföt og nutu margir góðs af. Hún sendi marga kassana til Noregs eftir stríð af barnafatnaði sem hún saumaði.
Helga bjó á Bakka þar til hún varð handavinnukennari við Kvennaskólann á Blönduósi haustið 1942, gegndi hún því starfi til 1947 er hún gerðist kennari við Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði.
Á Varmalandi var hún kennari í tæp 20 ár eða til 1966. Helga var afar mikilhæfur kennari en gerði jafnframt kröfur til nemenda sinna, ekki síst til systkinadætra sinna sem allflestar fóru í skóla til frænku. Hún þótti e.t.v. full ströng við þær en hún vildi ekki að hægt væri að segja að hún hyglaði þeim umfram aðra nemendur. Eflaust hefur hún með þessu einnig viljað byggja upp í þeim áræði, þor og dugnað sem hún sjálf hafði svo mikið af, þetta tókst henni. Já, Helga var einstakur dugnaðarforkur og einng listamaður. Stundum var henni strítt á því að hún væri viðutan, en þá var hún e.t.v. djúpt hugsi yfir nýju handavinnumunstri eða kjólasniði.
Helga sleppti ekki hendi af námsmeyjum sínum að skólanámi loknu, hún fylgdist með þeim flestum alla tíð.
Það er alveg ógleymanlegur tími sem hún var gestur minn á Bíldudal, sumarið 1970. Hún tók stjórnina í sínar hendur. Við m.a. heimsóttum fyrrverandi námsmeyjar hennar þar, fórum á sjó og einnig var mikið saumað.
Það sýnir dugnað Helgu að árin 1960 og 1961 sækir hún námskeið í Noregi, Svíþjóð og Danmörku m.a. í föndri. Á þessum árum byrjar að örla á breyttu hugarfari gagnvart húsmæðraskólum og stúlkur vildu vinna annað en hvítsaumsdúka. E.t.v. var Helga einnig farin að huga að starfslokum, því að 1966 hættir hún á Varmalandi og flytur til Sauðárkróks. Hún keypti sér þar lítið hús á Hólavegi 7. Þar kenndi hún við Unglingaskólann einn vetur og var síðan með föndur- og handavinnukennslu á vegum Sauðárkrókskirkju í Safnaðarheimilinu svo og á Sjúkrahúsi Skagfirðinga fyrir eldra fólkið.
Helga var lengst af heilsugóð og sá um sig sjálf í húsi sínu á Króknum, en hún naut einnig góðra granna þar.
Árið 1990 fór hún á öldrunardeild Sjúkrahússins á Sauðárkróki. Tryggð Helgu við sína fögru heimabyggð var mjög sterk og síðastliðið vor flutti hún aftur heim í dalinn sinn. Hún lifði síðustu mánuði á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík og hafði herbergi er sneri mót dalnum.
Um svipað leyti og hún hefur kennslu á Blönduósi flytur hún lögheimili sitt að fæðingarbæ sínum Ölduhrygg til Þorbjargar systur sinnar og Björns manns hennar. Mynduðust sérstaklega sterk tengsl milli Helgu og barna þeirra hjóna.
Helga giftist ekki né eignaðist börn. Þó mátti með sanni segja að fáar konur væru barnfleiri. Hún lét sér ákaflega annt um börn systkina sinna og barnabörn og frændfólk. Ég átti því láni að fagna að vera systurdóttir hennar og reyndi umhyggju hennar. Öll kölluðum við hana frænku og allir í ættinni vissu við hverja var átt þegar talað var um "frænku" og segir það sína sögu.

Places

Bakki í Svarfaðardal: Blönduós 1942-1947: Varmaland í Borgarfirði 1947-1966: Noregur, Svíþjóð og Danmörk 1960-1961:

Legal status

Árið 1925 fór hún til Danmerkur að afla sér frekari menntunar í lýðháskóla og síðan í handavinnunám. Þá fór hún 1927 til Noregs og nam við lýðháskólann á Voss, sem þá naut mikillar frægðar, og lærði þar handavinnu og kjólasaum.

Functions, occupations and activities

handavinnukennari við Kvennaskólann á Blönduósi haustið 1942, gegndi hún því starfi til 1947 er hún gerðist kennari við Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Hún var dóttir hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Vilhjálms Einarssonar. Árið 1904 fluttu þau hjón að Bakka í Svarfaðardal og bjuggu þar til æviloka og eru ætíð kennd við þann bæ.
Helga var fimmta í röðinni af átta systkinum sem upp komust.

General context

Relationships area

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31 (1901 - 1974)

Identifier of related entity

HAH00115

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1942-1947

Description of relationship

Kennari

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01419

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places