Hnausar í Vatnsdal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Hnausar í Vatnsdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Hnausar I. Bærinn stendur framarlega á láglendinu milli Hnausatjarnar og Vatnsdalsár, á samnefndu landsvæði, litlu sunnar en móts við Skriðuskarð í Vatnsdalsfjalli. Tún hafa verið ræktuð um Hnausana á árökkunum og nú síðast austur við fjallsrætur, engjar norður frá túni og beitiland til fjallsins. Býlið er byggt í landi Skíðastaða hinna fornu sem fóru undir skriðu 1545 og fyrst í ábúð 1711, áður nýtt frá Þingeyrum. Íbúðarhús byggt 1942, 446 m3. Fjós fyrir 10 gripi og mjólkurhús. Fjárhús yfir 350 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlöður 1160 m3. Votheys 40 m3. Tún 30,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Hnausatjörn.

Hnausar II. Bærinn stendur samtýnis Hnausum I örskotslengd þaðan, á grunni hins gamla bæjar, sem brann 1942. Tvíbýli hefir verið í Hnausum og sinn eigandi að hvorri hálflendu síðan 1915 og nú er þarna um að ræða tvö sjálfstæð býli með sér skiptum engjum, áveitu og ræktunarlendum en óskiptu beitarlandi. Hálfur Sauðadalur tilheyrir Hnausabæjum keyptur undan Stóru-Giljá í tíð Skaptaen læknis. Íbúðarhús byggt 1942, 287 m3 viðbygging 53 m3. Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús yfir 210 fjár. Hlöður 1010 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Hnausatjörn.

Places

Sveinsstaðahreppur; Vatnsdalur; Hnausakvísl; Álptatjörn; Markkelda; Þverkvísl; Árfar; Heygarður á Slýjubakkanum; Axlarbalar; Kerling á Axlarhjalla; Bæjargil; Bæjarlækur; Skriðuvað; Austurkvísl; Bjarnastaðir; Lindartjörn; Slýjubakki; Sauðadalur; Beinakelda; Stóragiljá; Sauðadalsá; Skertlur; Reykjanybba; Svínadalsfjall; Snaggi; Hrafnabjargakvísl; Marðarnúpur; Vatnsdalsfjall; Gilár- eður í Marðarnúps-hlíð; Hjálpargili sem einnig er kallað Kötlunúpsgil; Sauðadalsá; Öxl; Másstaðir; Hof; Kötlustaðir; Gilá; Eyjólfsstaðir; Bakki; Grundarkot; Brekka; Þingeyrarklaustur; Hjallaland; Hvammur; Brekkukot; Stóragiljá; Beinakelda; Bjarnastaðir; Snæringsstaðir; Ljótshólar; Grund; Geithamrar; Gafl; Reykir; Mosfell; Hnausatjörn; Vatnsdalsá;

Legal status

Kristfjárjörð;

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur Hnausar I
<1890 og 1901> Magnús Bjarni Steindórsson 2. maí 1841 - 21. mars 1915. Bóndi á Gilsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1870. Bóndi á Gilsstöðum í Vatnsdal, síðar hreppstjóri á Hnausum á Þingi. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kona hans; Guðrún Jasonardóttir 11. júní 1838 [13.6.1838]- 7. maí 1919. Frá Króki á Skagaströnd. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hnausum.
<1910> Þorsteinn Hjálmar Sigurðsson 31. jan. 1873 - 31. maí 1949. Bóndi í Stafni í Svartárdal, A-Hún. Söðlasmiður. Kona hans;

<1910> Guðmundur Hjálmarsson 12. mars 1861 [1.3.1861) - 1. júlí 1955. Bóndi á Kagaðarhóli á Ásum og verkamaður á Brúarlandi Blönduósi. Kona hans; Margrét Sigurlaug Eiríksdóttir 1. ágúst 1871 - 4. júlí 1953 Húsfreyja á Blönduósi 1930. Húsfreyja á Kagaðarhóli á Ásum.

1916-1958- Sveinbjörn Jakobsson 20. okt. 1879 - 24. okt. 1958. Var í Reykjavík 1910. Bóndi á sama stað 1930. Var á Hnausum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Kona hans; Kristín Pálmadóttir 10. apríl 1889 - 31. mars 1985. Vinnukona í Reykjavík 1910. Húsfreyja á sama stað 1930. Var á Hnausum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957

1958- Leifur Sveinbjörnsson 2. október 1919 - 22. febrúar 2008 Var á Hnausum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Hnausum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bóndi á Hnausum í Sveinsstaðahreppi, síðast bús. í Garðabæ. Kona hans; Elna Thomsen fæddist á Siglufirði 11. maí 1936. Elna lést 26. nóvember 2017.

Ábúendur Hnausar II

<1910> Björn Kristófersson 16. janúar 1858 - 28. febrúar 1911 Bóndi að Holti, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Bóndi að Holti í Ásum og víðar. Varð úti. Seinnikona hans; Sigríður Bjarnadóttir 6. ágúst 1868 - 7. apríl 1949 Ekkja á Vesturgötu 20, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Sauðanesi, á Hnausum í Þingi og víðar.

<1920> Erlendur Erlendsson 20. júní 1874 - 18. desember 1943 Ættaður frá Miklaholti í Biskupstungum. Bóndi í Blöndudalshólum, á Auðólfsstöðum í Langadal og Hnausum í Þingi, A-Hún. Kona hans; Sigurbjörg Þorsteinsdóttir 29. maí 1879 - 4. nóvember 1948 Húsfreyja í Blöndudalshólum og Hnausum. Þau hjón eignuðust 14 börn

Magnús Björnsson 11. júní 1903 - 9. júní 1979. Bóndi í Hnausum í Þingi. Kaupamaður á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Hnausar? Var á Hnausum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Kona hans; Hulda Magnúsdóttir 29. apríl 1925 - 6. des. 1963. Var á Leirubakka, Skarðssókn, Rang. 1930. Var á Hnausum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.

General context

Landamerki jarðarinnar Hnausa í Sveinstaðahreppi, innan Húnavatnssýslu
Samkvæmt kaupbrjefi og afsalsbrjefi, dagsettu að Kornsá, 1. júní 1883 eru þessi:

Að sunnan og vestan ræður áin eða Kvíslin, norður að skurði þeim, sem liggur úr Álptatjörn og vestur í Kvíslina, og úr Álptatjörn aptur ræður Markkelda norður beint í Þverkvísl, þá Þverkvísl austur í Árfar sem þá ræður suður að syðsta Heygarði á Slýjubakkanum, austan Árfars, þaðan aptur bein stefna í Markstein á Axlarbölum og Kerlingu á Axlarhjalla, að austan ræður sem vötnum hallar í vestur af fjallinu fram til Bæjargils, og þá Bæjargil og Bæjarlækur að sunnan niður í Skriðuvað, og svo sem Austurkvísl ræður. Þó er jörðinni Bjarnastöðum heimilt slægna-ítak í Lindartjörn og Slýjubakka, samkvæmt þinglesnu yfirlýsingarskjali, dags. 3. júní 1880.
Landamerki Sauðadals, sem nú er sameign okkar Erlendar Eysteinssonar á Beinakeldu, eiganda Stórugiljár, eru samkvæmt lögfestu 24. maí 1875, þinglesinni að Tindum sama dag, og Miðhúsum 26. s. mán, þessi, sem nú skal greina: Að norðan og austan Sauðadalsár ráða svo kallaðar Skertlur, er skerast vestur úr Reykjanybbu, þaðan fram og austur á Svínadalsfjall, allt hvað vötn að draga til vesturs, fram móts við svo kallaðan klett Snagga, er stendur við Hrafnabjargakvísl, móts við Marðarnúpsmenn, þaðan rjettsýni vestur á Vatnsdalsfjall móti merkisteini þeim, er stendur í Gilár- eður í Marðarnúps-hlíð, þar vötnum veitir til austurs, þaðan norður háfjallið allt að Hjálpargili sem einnig er kallað Kötlunúpsgil, þaðan austur í Sauðadalsá.

Hnausum, 20. júní 1883.
Þorvaldur Ásgeirsson eigandi Hnausa og hálfs Sauðadals.

Vjer sem erum eigendur og umráðendur jarða þeirra, er lönd eiga að ofannefndri jörð Hnausum, og Sauðadal, ritum nöfn vor hjer undir til samþykkis og staðfestingar framan skrifuðum landamerkjum
Sigurður Hafsteinsson, eigandi að Öxl.
Sem umráðamenn kristfjárjarðanna Másstaða, Hofs, Kötlustaða, Gilár og Marðarnúps: Lárus Blöndal. Hjörl. Einarsson.
Sem eigandi Eyjólfsstaða og Bakka: F. Guðmundsson.
Jósep Einarsson fyrir Grundarkot og Hjallaland.
B.G. Blöndal eigandi að Hvammi og umboðsmaður yfir Þingeyrarklaustursjörðunum: Brekka og Brekkukoti.
Sem eigandi Stórugiljár og Beinakeldu, Erl. Eysteinsson.
Sem eigandi Bjarnastaða. Jórunn Magnúsdóttir (handsalað.)
Kristján Kristjánsson, eigandi Snæringsstaða.
Guðbjörg Pjetursdóttir (handsalað.) eigandi Ljótshóla.
Þorsteinn Þorsteinsson, eigandi Grundar.
Sveinn Pjetursson, eigandi Geithamra.
St.M. Jónsson umráðamaður Gafls í Svínadal.
E. Halldórsson eigandi Reykja og Mosfells.

Þessi landamerkja skrá undirskrifa jeg að Steinnesi, 13. nóv. 1886.
Þorvaldur Ásgeirsson samkvæmt amtsbrjefi 6. marz mán. Þ.á., og brjefi landshöfðingja 10. júní 1884.

Lesið upp á manntalsþingi að Sveinsstöðum, hinn 28.maí 1889, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 100, fol. 52b og 53.

Relationships area

Related entity

Zophonías Pálmason (1931) Hnausum 1 (28.4.1931 -)

Identifier of related entity

HAH06083

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi Hnausum 2

Related entity

Steinnes í Þingi ((1200))

Identifier of related entity

HAH00508

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Sigrún Albertsdóttir Clariot (1948) (11.3.1948 -)

Identifier of related entity

HAH06800

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Guðríður Benediktsdóttir (1915-1978) Hnausum (24.6.1915 - 20.9.1978)

Identifier of related entity

HAH04195

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnukona þar 1930

Related entity

Kristófer Magnússon (1950) Hnausum (11.9.1950 -)

Identifier of related entity

HAH06905

Category of relationship

associative

Dates of relationship

11.9.1950

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Guðmundur Andrésson (1853-1938) Kárdalstungu (25.8.1853 - 1938)

Identifier of related entity

HAH03960

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1901 og 1920

Related entity

Elísabet Ragnhildur Guðmundsdóttir (1872-1962) Hæli (14.8.1872 - 9.8.1962)

Identifier of related entity

HAH03268

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var í Hnausaseli

Related entity

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Skíðastaðir: …(1545) Að áliðnu sumri engjaslátt féll skriða mikil í Vatnsdal eina nótt, á þeim bæ er Skíðastaðir heita, þar urðu XIV menn undir, og bóndinn, sá hét Sæmundur, og val vel fjáreigandi; fannst ekki í skriðunni þó leitað væri , annað en hönd Sæmundar bónda sú hin hægri, og kenndist af því að silfurbaugur var á. Svo var metið sem sú hönd skyldi fá kirkjuleg, fyrir ölmusugjafir er hún var tilhöfð. Völlur hljóp langt yfirfram á eyrar, og er nú kallað að Hnausum, þar er nú bygð og heyskapur góður; hafði vatnshlaup komið úr hrauninu og hrundið fram túni, en þar var stöðuvatn á sléttlendinu er vatnið nam staðar (Espólín). …(1545) Féll mikil skriða í Vatnsdal um eina nótt að áliðnu sumri um engjasláttutíma, og tók af einn bæ, þann er Skíðastaðir hét Urðu þar undir 14 menn. Þar bjó sá maður, er Sæmundur hét, vel fjáreigandi. Ekkert fannst í því mikla skriðufalli, nema hönd hin hægri af Sæmundi bónda, og var hún auðkennd, því henni fylgdi silfurbaugur, er á fingrinum var, Vildu menn svo í þann tíma þetta ráða, að sú hans hönd skyldi fá kirkjuleg fyrir ölmusugjafir, að hann gaf alltíð fátækum með henni. Völlur af Skíðastöðum hljóp yfir langt á eyrar, sem þeir kalla nú Hnausa, og er þar nú byggð og heyskapur mikill. Vatnshlaup hafði komið undan grjóthruninu (grjóthrauninu), og hratt það fram túninu, og er þar nú stöðuvatn á sléttlendinu, sem vatnið nam staða, en sú fárlega skriða upp undan, sem nefnd er Skíðastaðaskriða nú síðan (Skarðsannáll). …(1545) Féll skriða í Vatnsdal á bæ, er hét Skíðastaðir. Létust þar undir 14 menn. Túnið hljóp á Hnausa, þar á eyrarnar, þar sem nú er mesti heyskapur á frá Þingeyrum. Fannst enginn aftur, nema hægri hönd af Sæmundi bónda, sem þekktist af silfurbaug, er hann brúkaði; vildu menn svo halda þá, að hönd hans ætti kirkjulegstað að fá fyrir ölmusur hans (Vatnsfjarðarannáll elsti). …(1545) Hljóp skriða í Vatnsdal og tók af Skíðastaði, urðu þar undir 14 menn um nóttina (Gottskálksannáll). …(1545) Þá féll sú mikla skriða í Vatnsdal ..... og tók af einn bæ, sem hét Skíðastaðir ...... Þar bjó sá maður, er Sæmundur hét. ..... (Þessi Sæmundur skyldi hafa mjög lagt í vanda að láta þjóna (vinna) á helgum dögum, og skyldi þetta skeð hafa eina mánudagsnótt. Eina dóttur gifta hafði hann átt á Suðurnesjum á Miðnesi). (Fitjaannáll). …(1545) Ár 1547 eða um það bil, bjuggu hjón á bæ nokkrum norðanlands, Skíðastöðum í Vatnsdal, sem áttu mikil efni í búfé og eigi síður í búsmunum. Þau unnu sér og fjölskyldu sinni á helgum dögum sem sýknum. Um haustið bar svo við að kvöldi til, á meðan sauðamaður var að reka sauði of stórgripi til beitar, að fjallið þar fyrir ofan rifnaði og kafði jarðsverði og stórgrýti bæinn sjálfan og það, sem þar hafði saman safnast, ásamt allri fjölskyldunni; verksummerkin eru auðsæ fram á þenna dag. Á flatanum eða í dalnum, sem áin fellur eftir, er jörðin opin inn að iðrum, svo að hún spýr upp miklu vatnsmagni og myndar poll, sem mönnum ber enn ekki saman um, hve djúpur sé. Voru þar áður grösug engi og árbakkarnir mjög yndislegir. Sauðamaðurinn einn komst af heilu og höldnu frá ósköpum þessum, ásamt hjörð sinni (Íslensk annálabrot). – Skíðastaðir: (í Hnausalandi, Hnausar fyrst byggðir 1711) …Hefur hér heitið jörð til forna, sem lá undir Þingeyjarklaustur. Hana tók fjallskriða fyrir meir en hálft annað hundrað árum. Leifar af túninu sjást enn nú við sunnanverða skriðuna. Engin önnur byggðarmerki eru eftir. Segja menn svo, að tjörn sú, sem nú er kölluð Skriðutjörn, hafi þá orðið, en áður verið upp á fjallinu. Það segir og almennilegt mál, að landið, sem nú er kallað Hnausar, hafi af þeirri jarðarinnar umturnan orðið, og staðar numið á Sveinsstaða og Steinnes landi. En áður hafi Vatnsdalsá runnið þar sem nú er skriðutjörn og svo norður fyrir austan Hnausana, þar sem enn í dag er kallað Árfar en með því hræðilega skriðufalli hafi áin stíflast úr sínum forna farveg og brostið vestur á Sveinsstaða og Steinness land, þangað sem nú rennur hún. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713). – Skíðastaðir: ...Skriður valda oft miklu tjóni norðanlands, t.d. í Austurdal í Skagafirði, Norðurárdal, en einkum þó í Vatnsdal, þar sem menn hafa orðið fyrir hörmulegum áföllum af þeirra völdum. Síðasta skriðuhlaupið var þar 1720. Hefur Horebow frá því skýrt og leiðrétt missögn Andersons um sama efni. En fyrir 175 árum, eða árið 1545, féll miklu stærri skriða á sama stað. Féll skriðan á bæinn Skíðastaði og eyddi honum, en 13 manns fórust í skriðunni. Vatnshlaup hafði komið úr fjallinu, sem sprakk fram, og bar það með sér stóra landspildu og þar á meðal túnið á Skíðastöðum handan frá austurhlíð dalsins og þvert yfir hann. Á landspildu þessari stendur nú allmyndarlegt bændabýli, sem Hnausar heita (Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, 1752–57). – Skíðastaðir: ...Við komum að Hnausum. Það var ekki fyrr enn árið 1545 að landið þar fékk þann svip sem það nú ber. Þá stóð bærinn Skíðastaðir ofar í fjallinu og bjó þar ríkur bóndi, Sæmundur að nafni. Eina nótt síðsumar féll skriða og eyðilagði bæinn. Þar fórust 14 manns, og hvorki sást tangur né tetur af þeim ef frá er talin hægri hönd Sæmundar sem þekkja mátti af silfurhring. Talið var að henni hefði hlotnast kirkjuleg greftrun vegna mildi sinnar í garð fátækra. Vatn hafði safnast í fjallinu og orsakað skriðuna. Túnið á Skíðastöðum barst niður á sendna flöt í dalnum og þar sem bærinn Hnausar stendur nú. Vatn myndaðist þar sem skriðan kom (Konrad Maurer, Íslandsferð 1858). – Skíðastaðir: ...Um skriðufall í Vatnsdal er getið í árbókum Espólíns. Þar segir svo, árið 1545: ,,Að áliðnu sumri, um engjaslátt, féll skriða mikil í Vatnsdal eina nótt, á þeim bæ, er Skíðastaðir heita, þar urðu 14 menn undir ok bóndinn, sá hét Sæmundur ok var vel fjáreigandi, fannst ekki í skriðunni, þó leitað væri, annað en hönd Sæmundar bónda, sú hin hægri, og kenndist af því, að silfurbaugur var á. Svo var metið, sem sú hönd skyldi fá kirkjuleg fyrir ölmusugjafir, er hún var til höfð. Völlur hljóp langt fram yfir eyrar, ok er nú kallað að Hnausum. þar er nú byggð ok heyskapur góður. Hafði vatnshlaup komið úr hrauninu, ok hrundið fram túni, en þar var stöðuvatn á sléttlendinu, er vatnið nam staðar”. (Þorvaldur Thoroddsen, Rannsóknaferðir sumarið 1888, Ferðabók II, 2. útg. 1958–60). – Hnausar I: …Býlið er byggt í landi Skíðastaða hinna fornu, sem fóru undir skriðu 1545 og fyrst í ábúð 1711, áður nýtt frá Þingeyrum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978). – Skíðastaðir/Hnausar: ...Byggð í Sveinsstaðahreppi austan vatna kallast í daglegu tali Austursíða. Þetta er einföld bæjaröð norðvestur af Vatnsdalsfjalli og inn með því. Hnausar standa þó niður á láglendinu, en áður fyrr voru Skíðastaðir upp í fjallshlíðinni austur frá Hnausunum. Skíðastaðaskriðan (1545) tók þann bæ af „og sprakk þá fram völlur sá sem Hnausar kallast“, segir Espólín. Eftir skriðuna var jörðin nýtt sem sel frá Þingeyrum. ...Bærinn (Hnausar) stendur framarlega á láglendinu milli Hnausatjarnar og Vatnsdalsár, á samnefndu landsvæði, litlu sunnar en móts við Skriðuskarð í Vatnsdalsfjalli. ...Býlið er byggt í landi Skíðastaða hinna fornu, sem fóru undir skriðu 1545, og fyrst í ábúð 1711, áður nýtt frá Þingeyrum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978). – Skíðastaðir: ...Skíðastaðir voru þekktir þegar á landnámsöld, en bæinn tók af í skriðu árið 1545, og voru Skíðastaðir þó nýttir af einhverju leyti sem sel fyrst á eftir. Hnausarnir, sem samnefndir bæir draga nafn sitt af, mynduðust í skriðu þessari, og má raunar segja að Skíðastaðir og Hnausar séu sami bærinn, sem hafi einungis verið færður vegna náttúruhamfara. Ýmsar þjóðsögur mynduðust í sambandi við þessa miklu skriðu, eins og svo margar aðrar, sem manntjón hlaust af. Ein þeirra segir að upp úr skriðunni hafi staðið handleggur af manni og hafi hringur mikill og fagur verið á baugfingri handarinnar. Þóttust menn þar þekkja hönd Sæmundar bónda á Skíðastöðum, og töldu að hún ætti að fá að hvíla í vígðri mold, þar eð höndin sú hefði marga ölmusuna rétt að fátæklingum. Þó voru sögurnar fleiri, er lutu að peningagræðgi bóndans, og töldu sumir skriðuna hegningu Sæmundar fyrir að láta ávallt vinna á sunnudögum. Reyndar er það augljóst að með tímanum hefur orðið nokkur ruglingur á frásögnum af Skíðastaðaskriðu og Bjarnastaðaskriðu, sem féll tæpum tveimur öldum seinna. En þó er víst, að í skriðunni fórust flestir ef ekki allir heimamenn á Skíðastöðum, og er í Skarðsannál minnst á 14 manns í því sambandi (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989). – Skíðastaðir/Hnausar: ...að fyrrum stóð bær þar mitt á milli í hlíðinni, Skíðastaðir, en þeir tókust af í skriðuhlaupi árið 1545. Hefur skriðan átt upptök ofarlega í hlíðinni undan skriðuskarði í háegginni, en norðan þess er þverhnípt klettahyrna, sem heitir Hrafnaklettar. Túnið og annar jarðvegur í hlíðinni hefur flest af og steypst fram á flatlendið ásamt vatni, aurleðju og lausagrjóti. Skriðan hefur runnið fram litlu sunnar, en þjóðvegurinn þverbeygir niður af Axlarbölum hjá Aralæk og vestur yfir sléttlendið í stefnu sunnanhalt við Sveinsstaði. Þar á miðju sléttlendinu sunnan vegar er góðbýlið Hnausar, er standa beint niður af hinum fornu Skíðastöðum. Bærinn stendur á lágum bala, og austan við hann er allstór tjörn milli túns og fjallsróta. Vatnsdalsá rann fyrrum að mestu leyti þar, sem nú er Hnausatjörn og út með Axlarböndum, en kvísl mun þó einnig hafa verið í núverandi farvegi, að minnsta kosti bendir nafnið Eylendi til þess, að kvíslar hafi runnið á báða bóga. Við skriðuhlaupið stíflaðist Vatnsdalsá og djúp tjörn myndaðist við fjallsrætur. Er hún kölluð Skriðutjörn í Jarðabók Á.M., nú Hnausatjörn. Úr henni rennur lítil læna eftir hinum forna farvegi, sem kallast Árfarið og beygir vestur í Hnausakvísl á móts við Steinnes. Hygg ég, að sá hafi verið farvegur meginárinnar, er skriðan féll, en farvegurinn út með Axlarbölum þá þegar fylltur eðju og gróðri að mestu. Þar, sem jarðvegur úr Skíðastaðahlíð valt fram yfir sléttlendið, myndaðist kargaþýfi, sem greri brátt og varð afar grasgefið, en afleitt að slá. ...Jarðvegur er mjög gljúpur undir fjallshlíðinni, og kom það vel í ljós, þegar brú var gerð á Árfarið. Þar var botnlaus eðja og ægisandur, kolsvartur. Virðist sem þungi skriðufallsins hafi ýtt og skolað burtu jarðvegi við brekkuræturnar þar, sem Hnausatjörn er nú, enda segir Jarðabókin, að tjörnin hafi myndast í skriðuhlaupinu. Hún er þó 300 – 500 m á breidd og 600 m löng. ,,Voru þar áður grösug engi og árbakkar yndislegir,” segir Gísli Oddsson (í Íslenskum annálabrotum). – Jarðabókin segir líka, að skriðutjörn hafi áður verið uppi á fjallinu, enda bendir ýmislegt til þess, að mikill vatnsagi hafi fylgt skriðufallinu. Skriðueðjan hefur fallið sem foss ofan úr hlíðinni og grafið sér hyl, þar sem Hnausatjörn er nú. Það er stórgrýtt í botni, en undir grjótlaginu er gljúpur jarðvegur og sandur. …Skíðastaðaskriða féll að áliðnu sumri, og fórust þar 14 menn. Engin merki sjást bæjarins, en við norðurjaðar skriðunnar, 90 m hærra en Hnausatjörn eru greinileg tóftarbrot, um 18 m löng að innanmáli og röskir 3 m á breidd. Gætu þetta verið fjárhús frá Skíðastöðum, en kynnu einnig að hafa verið beitarhús frá Hnausum, yngri. Suður af rústunum er allmikill hvammur í skriðunni, og hefur bæjarstæðið vafalítið verið þar (Árbók FÍ, 1964).

Related entity

Jóhanna Erlendsdóttir (1905-1979) Breiðavaði (16.3.1905 - 20.8.1979)

Identifier of related entity

HAH05133

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Eylendi í Þingi ((1930))

Identifier of related entity

HAH00632

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Vatnsdalshólar bær og náttúra ((1100))

Identifier of related entity

HAH00512

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Öxl í Þingi ((1350))

Identifier of related entity

HAH00514

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

sameiginleg landamörk

Related entity

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi ((950))

Identifier of related entity

HAH00479

Category of relationship

associative

Dates of relationship

26.5.1891

Description of relationship

Hnausar eiga 8/16 af Sauðadal á móti Stórugiljá sem á 7/16 og Öxl sem á 1/16

Related entity

Gafl á Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00536

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Geithamrar í Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00269

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Snæringsstaðir í Vatnsdal ((1500))

Identifier of related entity

HAH00056

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Jón Leví Jónsson (1844-1931) Stóru-Borg (24.1.1844 - 23.7.1931)

Identifier of related entity

HAH05653

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

úrsmiður þar 1890

Related entity

Ingibjörg Björnsdóttir (1896-1975) frá Hnausum (28.2.1896 - 22.11.1975)

Identifier of related entity

HAH09292

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Einar Eymann Skúlason (1900-1966) Þingvörður Reykjavík (10.2.1900 - 5.12.1966)

Identifier of related entity

HAH03104

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1905

Related entity

Bakki í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00037

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Hjallaland í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00292

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Brekka í Þingi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00498

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Brekkukot í Þingi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00499

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Beinakelda Torfalækjarhreppi ((1300))

Identifier of related entity

HAH00550

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Bjarnastaðir í Þingi ((900))

Identifier of related entity

HAH00068

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00525

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1889

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Sveinsstaðahreppur 1000-2005 (1000-2005)

Identifier of related entity

HAH10031

Category of relationship

associative

Type of relationship

Sveinsstaðahreppur 1000-2005

is the associate of

Hnausar í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ingibjörg Þórarinsdóttir (1853) vk Miðhópi (15.11.1853 -)

Identifier of related entity

HAH06709

Category of relationship

associative

Type of relationship

Ingibjörg Þórarinsdóttir (1853) vk Miðhópi

is the associate of

Hnausar í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Vinnukona þar 1910

Related entity

Júlíus Sófus Jónsson (1886-1959) Hólkoti og Gilsstöðum Vatnsdal, -vkm Hæðarenda Rvk (3.5.1886 - 22.9.1959)

Identifier of related entity

HAH06565

Category of relationship

associative

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1901

Related entity

Oddný Jónsdóttir (1902-1989) Hnausum (27.10.1902 - 11.1.1989)

Identifier of related entity

HAH01778

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Oddný Jónsdóttir (1902-1989) Hnausum

controls

Hnausar í Vatnsdal

Dates of relationship

1980

Description of relationship

ráðskona þar frá 1980

Related entity

Magnús Steindórsson (1841-1915) Gilsstöðum og Hnausum (2.5.1841 - 21.3.1915)

Identifier of related entity

HAH09052

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Kristín Pálmadóttir (1889-1985) frá Hnausum (10.4.1889 - 31.3.1985)

Identifier of related entity

HAH09245

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Sveinbjörn Jakobsson (1879-1958) Hnausum (20.10.1879 - 24.10.1958)

Identifier of related entity

HAH09162

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sveinbjörn Jakobsson (1879-1958) Hnausum

controls

Hnausar í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar 1920 og enn 1957

Related entity

Kristín Vilhjálmsdóttir (1896-1978) ljósmóðir Kötlustöðum

Identifier of related entity

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Jón Pálmason (1930) Hnausum (2.5.1930 -)

Identifier of related entity

HAH05681

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jón Pálmason (1930) Hnausum

controls

Hnausar í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Jakobína Þorsteinsdóttir (1877-1948) Hnausum (3.5.1877 - 3.5.1948)

Identifier of related entity

HAH05259

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Eiríkur Erlendsson (1906-1987) Hnausum (12.9.1906 - 16.9.1987)

Identifier of related entity

HAH01185

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Eiríkur Erlendsson (1906-1987) Hnausum

controls

Hnausar í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

bóndi þar

Related entity

Jakob Guðmundsson (1880-1915) Hnausum (30.7.1880 - 6.4.1915)

Identifier of related entity

HAH05218

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jakob Guðmundsson (1880-1915) Hnausum

controls

Hnausar í Vatnsdal

Dates of relationship

Description of relationship

bóndi þar

Related entity

Björn Magnússon (1876-1949) Cand.phil. bóndi á Hnausum (12.8.1876 - 25.10.1949)

Identifier of related entity

HAH06394

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

bóndi þar

Related entity

Björn Kristófersson (1858-1911) Holti á Ásum (16.1.1858 - 28.2.1911)

Identifier of related entity

HAH02858

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

um 1910

Description of relationship

Related entity

Elna Thomsen (1936-2017) Hnausum (11.5.1936 - 26.11.2017)

Identifier of related entity

HAH03289

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Elna Thomsen (1936-2017) Hnausum

controls

Hnausar í Vatnsdal

Dates of relationship

1958

Description of relationship

Related entity

Leifur Sveinbjörnsson (1919-2008) Hnausum (2.10.1919 - 22.2.2008)

Identifier of related entity

HAH01713

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Leifur Sveinbjörnsson (1919-2008) Hnausum

controls

Hnausar í Vatnsdal

Dates of relationship

1958

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Hjálmarsson (1861-1955) Kagaðarhóli (12.3.1861 - 1.7.1955)

Identifier of related entity

HAH04052

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

um1910

Description of relationship

Related entity

Guðrún Jasonardóttir (1838-1919) Hnausum (11.6.1838 - 7.5.1919)

Identifier of related entity

HAH04335

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Jasonardóttir (1838-1919) Hnausum

controls

Hnausar í Vatnsdal

Dates of relationship

um 1890

Description of relationship

1890 og 1901

Related entity

Erlendur Erlendsson (1874-1943) Hnausum og Auðólfsstöðum (20.6.1874 - 18.12.1943)

Identifier of related entity

HAH03337

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

um1920

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00294

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 26.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 100, fol. 52b og 53.
Húnaþing II bls 299 og 300

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places