Hnjúkur í Þingi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Hnjúkur í Þingi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(880)

History

Bærinn stendur austan Vatnsdalsvegar vestri sunnan undir Hnjúkahnjúk, beint á móti Jörundarfelli. Gamlatúnið og nokkrar nýræktir eru austan vegar, en aðrar vestan hans, sumar spölkorn vestur í hálsinum. Engjar eru í óshólmum Vatnsdalsár og beitiland víðlent á hálsinum. Ræktunarskilyrði heima við nálega full nýtt. Jörðin er fornbýli getið í Hallfreðarsögu, klausturjörð fyrr meir, nú um skeið bændaeign og ættarból í 5 ættliði [1975]. Íbúðarhús byggt 1951, 716 m3. Fjós fyrir 24 gripi og mjólkurhús. Fjárhús yfir 630 fjár. Hesthús yfir 30 hross. Hlöður 800 m3. Vothey 80 m3 Gömul fjárhús. Tún 64 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Places

Sveinsstaðahreppur; Þing; Hjallaland; Helgavatn; Hnjúkeyri; Kórbrík; Grundarkot; Bolaklettur; Hvíthóll; Vatnsdalsá; Vatnsdalur; Helgavatnstjarnarós; Óskrókur; Hrafnaklettur; Gljúfurá; Þingeyrarklaustur; Hnjúkahnjúkur; Jörundarfelli:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Hallfreðarsag:

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

1890-1922- Hallgrímur Sveinn Jónsson 10. ágúst 1852 - 22. október 1922 Bóndi á Hnjúki, Sveinstaðahr., A-Hún. Kona hans; Þorbjörg Þorsteinsdóttir 14. október 1862 - 26. september 1941 Var í Lækjarkoti, Víðidalstungusókn, Hún. 1870. Vinnukona á Stóruborg, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Hnjúki, Sveinstaðahr., A-Hún. Var á Hnjúki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930

1923-1947- Jón Óli Hallgrímsson 27. janúar 1891 - 15. júní 1967 Bóndi á Hnjúki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hnjúki, Sveinsstaðahr., A-Hún. Var á Hjúki, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Kona hans 4.8.1923; Stefanía Steinunn Jósefsdóttir 21. ágúst 1886 - 16. desember 1977 Húsfreyja á Hnjúki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.

1947- Sigurður Sveinn Magnússon 4. ágúst 1915 - 6. ágúst 2000. Var á Brekku, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Verkamaður og vinnumaður á ýmsum stöðum. Vinnuvélastjóri í Reykjavík. Var á Hnjúki, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar 1955-94. Síðast bús. á Blönduósi. Kona hans; Guðrún Jósefína Jónsdóttir 17. jan. 1916 - 30. mars 2014. Var á Hnjúki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Hnjúki, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.

Magnús Rúnar Sigurðsson 7. feb. 1951. Var á Hnjúki, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.

General context

Merkjaskrá fyrir þjóðjörðinni Hnjúki í Sveinstaðahreppi.

Að austan er markalína milli Hnjúks og Hjallalands beint úr marksteinum á Helgavatns og Hjallalands eyri eða hólma, norður í stein á stóru Hnjúkeyri, sem merktur er L, frá honum er sama stefna að steinum austur undan Kórbrík og eru þeir í beinni línu frá Kórbrík í lítið lækjargil rjett fyrir norðan Grundarkots bæjartóptir, frá nefndum steinum beint vestur í Kórbrík, og frá henni í sunnanverðan Bolaklett, frá honum til suðvesturs í Hvíthól, og áfram sömu stefnu fram og vestur á hálsinn. Að sunnan, frá snidduhlaðinni þúfu á graseyri þeirri eða hólma í Vatnsdalsá, er tilheyrir Hnjúki og Helgavatni, vestur í lítinn en háan grashólma. Sem er í vestari kvísl Vatnsdalsá, norðvestur af Helgavatnstjarnarós, þá sem ósinn ræður upp í krókinn á honum, beint norður undan tjörninni, frá þessum nefnda Óskrók í vörðu á Hrafnakletti, og aðra vörðu á barði því, er ber við lopt, að sjá frá Hrafnakletti, og svo áfram sömu stefnulínu vestur á hálsinn. Að vestan ræður Gljúfurá.

Hvammi, 8. maí 1890.
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyrarklaustursjarða.
Jósep Einarsson eigandi og ábúandi að Hjallalandi.

Lesið upp á manntalsþingi að Sveinstöðum, hinn 29. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 174, fol. 90b.

Relationships area

Related entity

Elínborg Björnsdóttir (1879-1940) Hnjúki í Vatnsdal ov (23.5.1879 - 4.11.1940)

Identifier of related entity

HAH03213

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1901

Description of relationship

Related entity

Helgavatn í Vatnsdal ((1000))

Identifier of related entity

HAH00287

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.5.1890

Description of relationship

Sameigileg landamörk.

Related entity

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.5.1890

Description of relationship

Sameigileg landamörk.

Related entity

Hjallaland í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00292

Category of relationship

associative

Dates of relationship

29.5.1890

Description of relationship

Sameigileg landamörk.

Related entity

Haraldur Jóhannsson (1909-1971) (27.2.1909 - 21.11.1971)

Identifier of related entity

HAH04887

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Hnjúkshnjúkur í Vatnsdal ((880))

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Magnús Rúnar Sigurðsson (1951) Hnjúki (7.2.1951 -)

Identifier of related entity

HAH06871

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1955

Description of relationship

Barn þar og díða Bóndi

Related entity

Sveinsstaðahreppur 1000-2005 (1000-2005)

Identifier of related entity

HAH10031

Category of relationship

associative

Type of relationship

Sveinsstaðahreppur 1000-2005

is the associate of

Hnjúkur í Þingi

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jósef Magnússon (1919-2015) Steinnesi (22.5.1919 - 4.10.2015)

Identifier of related entity

HAH05633

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jósef Magnússon (1919-2015) Steinnesi

controls

Hnjúkur í Þingi

Dates of relationship

1950-1955

Description of relationship

Húsbóndi þar

Related entity

Sigurður Magnússon (1915-2000) Hnjúki og Blönduósi (4.8.1915 - 6.8.2000)

Identifier of related entity

HAH06843

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1955-1994

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Hallgrímur Sveinn Jónsson (1852-1922) Hnjúki í Vatnsdal (10.8.1852 - 22.10.1922)

Identifier of related entity

HAH04756

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Fæddur þar síðar bóndi

Related entity

Guðrún Jónsdóttir (1916-2014) Hnjúki (17.1.1916 - 30.3.2014)

Identifier of related entity

HAH01330

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Jónsdóttir (1916-2014) Hnjúki

controls

Hnjúkur í Þingi

Dates of relationship

1947

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00501

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 26.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 174, fol. 90b.
Húnaþing II bls 305

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places