Indriði Einarsson (1851-1939) rithöfundur Rvk

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Indriði Einarsson (1851-1939) rithöfundur Rvk

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

30.4.1851 - 31.3.1939

Saga

Indriði Einarsson 30.4.1851 [skírður 4.5.1851] - 31.3.1939. Krossanesi 1860, Löngumýri Skagafirði 1870 og Stöpum 1880. Hagfræðingur, skrifstofustjóri og rithöfundur (Revisor) í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Rithöfundur á Tjarnargötu 3 c, Reykjavík 1930.
Árið 1873, þegar þjóðerniskennd Íslendinga fór sífellt vaxandi, varpaði Indriði Einarsson fyrst fram hugmyndum um byggingu Þjóðleikhúss í símskeyti til Sigurðar Guðmundssonar málara. Indriði greindi svo formlega frá hugmyndum sínum í tímaritinu Skírni árið 1905. Árið 1922 komu fram hugmyndir um að skemmtanaskattur skyldi renna til byggingar þjóðleikhúss. Þær hugmyndir voru lögfestar ári síðar. 1925 skilaði byggingarnefnd af sér fyrstu teikningum. Guðjón Samúelsson hannaði bygginguna.

Staðir

Réttindi

Stúdentspróf Lsk. 1872. Hagfræðipróf Hafnarháskóla 1877. Framhaldsnám í Edinborg 1877–1878.

Starfssvið

Aðstoðarmaður landfógeta 1878. Endurskoðandi landsreikninganna (revisor) 1879–1904, fulltrúi í fjármála- og endurskoðunardeild stjórnarráðsins 1904, skrifstofustjóri þar 1909–1918. Stundaði síðan ritstörf í Reykjavík til æviloka.
Formaður Stórstúku Íslands (stórtemplar) 1897–1903 og 1913–1915.
Alþingismaður Vestmannaeyinga 1890–1891.

Lagaheimild

Samdi og þýddi fjölda leikrita. Skráði endurminningar sínar: Séð og lifað (1936). Ritstjóri: Íslenski Good-Templar (1886–1889).
Verk hans;
Nýársnóttin (1871; endurskrifað fyrir sýningu Leikfélags Reykjavíkur 1907)
Hellismenn (1873)
Sverð og bagall (1899)
Skipið sekkur (1903)
Stúlkan frá Tungu (1909)
Dansinn í Hruna (1925)
Síðasti víkingurinn (1936)

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Einar Magnússon 31.7.1812 - 11.2.1868. Bóndi á Húsabakka og í Krossanesi og kona hans 9.10.1835; Eufemía Gísladóttir 28. júlí 1813 - 9. feb. 1881. Húsfreyja á Húsabakka, Glaumbæjarsókn, Skag. 1845. Húsfreyja í Krossanesi, Glaumbæjarsókn, Skag. 1860. Eftir að faðir hennar, Gísli Konráðsson sagnaritari, flutti úr Skagafirði, Skrifaði hún honum árlega fréttabréf og fleira úr Skagafirði meðan hann lifði. Þótti merk kona.

Systkini hans, að auki dóu 6 í æsku;
1) Ingibjörg Einarsdóttir 8.7.1837 - 25.5.1894. Húsfreyja á Skörðugili á Langholti, Skag. Var á Húsabakka, Glaumbæjarsókn, Skag. 1845. Húsfreyja í Brekku, Víðimýrarsókn, Skag. 1870. Húsfreyja á Skörðugili syðra, Glaumbæjarsókn, Skag. 1890. Maður hennar 13.10.1865; Benedikt Kristjánsson 30.1.1829 - 11.2.1904. Ókvæntur vinnumaður og bókbindari í Sjávarborg í Borgarsveit, Skag. 1860. Bóndi í Brekku, Víðimýrarsókn, Skag. 1870. Síðast bóndi á Syðra-Skörðugili á Langholti, Skag. Húsbóndi á Skörðugili syðra, Glaumbæjarsókn, Skag. 1890.
2) Halldór Einarsson 7.8.1841 - 11.10.1920. Bóndi á Grófargili á Langholti, Skag. 1880. Bóndi á Ípishóli í sömu sveit. Kona hans 13.10.1865; Sigríður Jónasdóttir 10.10.1835 - 28.11.1889. Var í Geldingaholti á Langholti, Skag. 1845. Húsfreyja á Grófargili í sömu sveit 1880. Húsfreyja á Ípishóli á Langholti, Skag.
Barnsmóðir 25.1.1898; Helga Sölvadóttir 18.11.1859 - 23.9.1942. Ógift vinnukona í Brekku hjá Víðimýri, Skag. 1891.
3) Nikódemus Nikulás Einarsson 15.7.1844 - 1.6.1862
4) Anna Einarsdóttir 31.3.1848 - 27.11.1851 [22.11.1851]
5) Jóhann Einarsson skírður 29.4.1853 - 22.7.1917. Fór til Vesturheims 1883 frá Brekku, Seyluhreppi, Skag. Starfaði við landbúnað í N-Dakota, fluttist síðan til Duluth, Minnesota, Bandaríkjunum.
6) Stefán Einarsson skírður 6.5.1854 - 14.10.1861. Var í Krossanesi, Glaumbæjarsókn, Skag. 1860.
7) Gísli Einarsson 20.1.1858 - 10.8.1938. Prestur í Hvammi í Norðurárdal 1887-1907, síðar prestur í Stafholti í Stafholtstungum samhliða Hvammi fram til 1935. Sóknarprestur í Stafholti, Stafholtssókn, Mýr. 1930. Prófastur í Mýraprófastsdæmi 1915-1916 og aftur frá 1927. Kona hans 12.7.1884. Vigdís Pálsdóttir 13.7.1851 - 25.7.1932. Húsfreyja í Stafholti, Stafholtssókn, Mýr. 1930. Húsfreyja í Stafholti.

Kona hans 20.7.1880; Marta María Pétursdóttir Guðjohnsen 2. ágúst 1851 - 4. okt. 1931. Var í Tjarnargötu 3, Reykjavík 5, Gull. 1870. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Tjarnargötu 3 c, Reykjavík 1930

Börn þeirra:
1) Eufemía Indriðadóttir Waage 6. jan. 1881 - 2. júní 1960. Húsmóðir í Reykjavík. Maður hennar 9.9.1902; Jens Benedikt Eggertsson Waage 14. mars 1873 - 10. sept. 1938. Fyrrverandi framkvæmdastjóri í Hellusundi 6, Reykjavík 1930. Bankastjóri og leikari í Reykjavík.
2) Guðrún Sigríður Indriðadóttir 3. júní 1882 - 19. feb. 1968. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Tjarnargötu 3, Reykjavík 1930. Leikkona í Reykjavík. Maður hennar; Páll Jónatan Steingrímsson 25. mars 1879 - 23. ágúst 1947. Ritstjóri Vísis. Var í Reykjavík 1910. Ritstjóri á Tjarnargötu 3, Reykjavík 1930. Systkini hans; a) Friðrika Margrét Steingrímsdóttir (1877-1960) og b) Páll Sigurðsson Steingrímsson (1887-1967), Bjargi 1940, Njálsstöðum 1930 og Bala 1946.
3) Emilía Kristjana Indriðadóttir 11. jan. 1884 - 15. apríl 1939. Leikkona í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Leikkona á Tjarnargötu 3 c, Reykjavík 1930. Ógift og barnlaus. Samkv Alþingismannatali 1845-1945 var maki hennar; Halldór Jónsson 12. nóv. 1857 - 26. des. 1914. Varð stúdent 1881 og útskrifaðist af prestaskólanum 1883. Bankagjaldkeri í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910.
4) Einar Viðar Indriðason 15. apríl 1887 - 28. maí 1923. Bankaritari, kaupmaður og söngvari í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Kona hans; Katrín Jónsdóttir Viðar 1. sept. 1895 - 27. apríl 1989. Var á Akureyri, Eyj. 1901. Kaupmaður og kennari á Laufásvegi 35, Reykjavík 1930. Ekkja. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Stofnaði Hljóðfæraverslur Katrínar Viðar. Systir hennar var Jórunn Viðar tónskáld.
5) Ingibjörg Indriðadóttir Thors 21. ágúst 1894 - 5. ágúst 1988. Maður hennar 3.12.1915; Ólafur Tryggvason Thorsson Thors 19. jan. 1892 - 31. des. 1964. Forsætisráðherra. Var í Reykjavík 1910. Framkvæmdastjóri í Garðastræti 41, Reykjavík 1930. Forsætisráðherra í Reykjavík 1945.
6) Jens Gunnar Indriðason Viðar 9. júní 1897 - 7. maí 1972. Var í Reykjavík 1910. Hagstofufulltrúi á Ránargötu 1, Reykjavík 1930. Bankastjóri og hagfræðingur Reykjavíkurborgar 1945. Kona hans 7.5.1927; Guðrún Helgadóttir Viðar 17. apríl 1899 - 12. júlí 1986. Guðrún Helgadóttir Viðar 17. apríl 1899 - 12. júlí 1986. Húsfreyja í Reykjavík. Húsfreyja á Ránargötu 1, Reykjavík 1930. Húsfreyja og starfsmaður hjá Landsíma Íslands 1945.

Almennt samhengi

Indriði Einarsson (29. apríl 1851 – 1939) var frumherji í íslenskri leikritagerð og menntaður hagfræðingur. Hann fæddist og ólst upp á Húsabakka í Skagafirði. Móðir hans Euphemia var dóttir Gísla Konráðssonar og faðir hans Einar var prestsonur frá Glaumbæ í Skagafirði. Amma Indriða í föðurætt var systir Reynistaðabræðra. Indriði var fyrsti Íslendingur sem lauk prófi í hagfræði og var endurskoðandi landsreikninganna um langt skeið, uns hann gerðist skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Hann var leikritaskáld og frægustu leikverk hans eru Nýjársnóttin (útg. 1907), Dansinn í Hruna og Hellismenn. Indriði þýddi einnig Vetrarævintýri eftir William Shakespeare (óútgefið leikhandrit) og Víkingana á Hálogalandi, eftir Henrik Ibsen (en leikritið þýddi hann með Eggert Ó. Briem) (útg. 1892). Hann kom að stofnun Leikfélags Reykjavíkur árið 1897. Árið 1936 gaf hann út endurminningar sínar, sem nefndust: Sjeð og lifað: endurminningar. Hann lést þremur árum síðar.

Tengdar einingar

Tengd eining

Ólafur Thors (1892-1964) (19.1.1892 - 31.12.1964)

Identifier of related entity

HAH01800

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1915

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þjóðleikshúsið 1950 (20.4.1950-)

Identifier of related entity

HAH00638

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1950

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Alþingishúsið

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1890 - 1891

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stapar á Vatnsnesi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00474

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Indriðadóttir (1882-1968) leikkona (3.6.1882 - 19.2.1968)

Identifier of related entity

HAH04430

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Indriðadóttir (1882-1968) leikkona

er barn

Indriði Einarsson (1851-1939) rithöfundur Rvk

Dagsetning tengsla

1882

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07391

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsinga er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.12.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Sjá hver er maðurinn bls. 307. https://is.wikipedia.org/wiki/Indri%C3%B0i_Einarsson
Lesbók Morgunblaðsins - 49. tölublað (24.12.1933) - Tímarit.is (timarit.is) https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=258

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir