Sýnir 89 niðurstöður

Lýsandi samantekt
Skip With digital objects
Prenta - forskoðun View:

Kiddý Ís 97 síðar Kópur HU 2

Fyrirtækið Sæheimar ehf. á Blönduósi býður upp á daglegar skemmtisiglingar í Húnafirði í sumar á farþegabátnum Kópi HU 2. Báturinn, sem er keyptur frá Ísafirði, getur tekið fimmtán manns og er boðið upp á hvala-, sela- og fuglaskoðunarferðir með leiðsögn og er lagt frá bryggju frá Blönduósi kl. 10 og tekur hver ferð um eina og hálfa til tvær klukkustundir. MYNDATEXTI: Skemmtiferðabáturinn Kópur HU 2 frá Blönduósi mun sigla um Húnaflóann í sumar.

Danska seglskútan Elin strandaði á Hjaltabakkasandi 17. sept 1916

  1. september 1916 strandaði danska seglskútan Elin á Hjaltabakkasandi, skammt frá Blönduósi. Skipið hafði komið þangað með saltfarm, en meðan á uppskipun stóð skall á hið versta veður. Kom brátt að því að skipið sleit festar sínar, rak inn með landinu og að lokum í strand. Brotnaði skipið lítið við strandið og áhöfnin bjargaðist öll ómeidd í land.