Karl Sigurbergsson (1923-2012) Keflavík

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Karl Sigurbergsson (1923-2012) Keflavík

Parallel form(s) of name

  • Karl Guðmundsson Sigurbergsson (1923-2012) Keflavík
  • Karl Guðmundsson Sigurbergsson Keflavík

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

16.7.1923 - 11.9.2012

History

Karl Guðmundsson Sigurbergsson fæddist á Eyri í Fáskrúðsfirði 16. júlí 1923. Var á Eyri , Kolfreyjustaðarsókn, S-Múl. 1930. Skipstjóri og síðar hafnarvörður í Keflavík. Þingmaður, bæjarstjórnarmaður og gengdi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.
Hann andaðist á heimili sínu á Suðurgötu 26 í Reykjanesbæ 11. september 2012.
Útför Karls var gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 21. september 2012, og hófst hún kl. 13.

Places

Eyri í Fáskrúðsfirði; Keflavík;

Legal status

Karl tók próf frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1943. Fluttist til Reykjavíkur 1947. Fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1952.

Functions, occupations and activities

Stundaði sjómennsku, lengst af sem skipstjóri, á bátum og togurum til 1970, að undanteknum átta mánuðum 1948 er hann var lögregluþjónn í Hafnarfirði. Karl og Valgerður fluttust til Keflavíkur 1955 og bjuggu þar síðan. Eftir að Karl lét af skipstjórn var hann hafnarvörður í Keflavík og Njarðvík til 1993. Hann var formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis í Keflavík 1961-1980 og fulltrúi þess á þingum Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Karl var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið í Reykjaneskjördæmi 1963-1979 og tók níu sinnum sæti á Alþingi. Hann sat í bæjarstjórn Keflavíkur 1970-1982. Karl tók virkan þátt í starfi Félags eldri borgara í Reykjanesbæ eftir að hann lét af störfum.

Mandates/sources of authority

Þingseta; Varaþingmaður Reyknesinga janúar–febrúar 1968, október–nóvember 1970, febrúar–apríl 1972, mars–apríl 1973, júlí–september 1974, mars–apríl 1975, febrúar–mars og mars–apríl 1976 og apríl–maí 1978 (Alþýðubandalag).

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Oddný Þorsteinsdóttir, f. 19. ágúst 1893 á Eyri í Fáskrúðsfirði, d. 30. október 1983, og Sigurbergur Oddsson, f. 6. febrúar 1894 í Hvammi í Fáskrúðsfirði, d. 14. mars 1976. Þau bjuggu á Eyri til 1947, en síðar í Reykjavík.

Systkini Karls
1) Stefanía, f. 1915, d. 2000,
2) Guðlaug, f. 1916, d. 2011,
3) Oddur, f. 1917, d. 2001,
4) Þórunn, f. 1919, d. 2004,
5) Guðbjörg, f. 1921, búsett í Reykjavík,
6) Sigsteinn, f. 1922, d. 1986,
7) Arthur, f. 1924, d. 1991,
8) Valborg, f. 1926, d. 2010,
9) Bragi, f. 1929, d. 1985,
10) Baldur, f. 1929, d. 1986.

Kona Karls 10.3.1949; Valgerður Bjarnadóttir, f. 26. apríl 1925, dóttur hjónanna Guðnýjar Ragnhildar Þórarinsdóttur frá Jórvík í Hjaltastaðaþinghá, N-Múl., f. 21. október 1900, d. 27. júlí 1976, og Bjarna Óskars Frímannssonar bónda og oddvita á Efri-Mýrum í Engihlíðarhreppi, f. í Hvammi í Langadal 12. mars 1897, d. 10. nóvember 1987.

Synir Karls og Valgerðar eru:
1) Bjarni Frímann, f. 20.9. 1949, maki Sólveig Diðrika Ögmundsdóttir, f. 30.12. 1948. Synir þeirra: a) Ögmundur, f. 24.1. 1974, sambýliskona Sóley Jökulrós Einarsdóttir, f. 19.2. 1976. Saman eiga þau Aldísi, f. 21.5. 2009, og Andra, f. 16.11. 2011. b) Bjarni Frímann, f. 26.8. 1989. c) Karl Jóhann, f. 20.9. 1991.
2) Ragnar, f. 6.7. 1959, sambýliskona Þóra Ólafía Eyjólfsdóttir, f. 7.11. 1958. Dætur þeirra: a) Valgerður, f. 11.9. 1987, sambýlismaður Egill Fivelstad, f. 23.12. 1986. b) Sigríður, f. 2.12. 1989.

General context

Relationships area

Related entity

Bjarni Karlsson (1949) (20.9.1949 -)

Identifier of related entity

HAH05102

Category of relationship

family

Type of relationship

Bjarni Karlsson (1949)

is the child of

Karl Sigurbergsson (1923-2012) Keflavík

Dates of relationship

20.9.1949

Description of relationship

Related entity

Valgerður Bjarnadóttir (1925-2013) frá Efri-Mýrum (26.4.1925 - 6.12.2013)

Identifier of related entity

HAH02111

Category of relationship

family

Type of relationship

Valgerður Bjarnadóttir (1925-2013) frá Efri-Mýrum

is the spouse of

Karl Sigurbergsson (1923-2012) Keflavík

Dates of relationship

10.3.1949

Description of relationship

Synir Karls og Valgerðar eru: 1) Bjarni Frímann, f. 20.9. 1949, maki Sólveig Diðrika Ögmundsdóttir, f. 30.12. 1948. 2) Ragnar, f. 6.7. 1959, sambýliskona Þóra Ólafía Eyjólfsdóttir, f. 7.11. 1958.

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05101

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 22.9.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places