Kolugljúfur í Víðidal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Kolugljúfur í Víðidal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(874)

History

Þegar ekið er fram Víðidal kemur maður að Kolugili sem stendur við Víðidalsá. Rétt neðan við bæinn rennur áin friðsæl niður í stórbrotið gljúfur sem heitir Kolugljúfur og þar eru fossar sem kenndir eru við tröllkonuna Kolu og heita Kolufossar.

Kolugljúfur er gljúfur Víðidalsár í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, 1-2 km að lengd og nokkrir tugir metra á dýpt. Þar sem áin fellur niður í gljúfrið eru fossar sem heita Kolufossar.

Gljúfrin eru víðast hvar ógeng en þykja falleg og stórbrotin. Þau eru sögð kennd við tröllskessuna Kolu, sem sagt er að hafi grafið þau og átt þar síðan bústað. Bærinn Kolugil stendur við ána, rétt ofan við þar sem hún rennur ofan í gljúfrin, og ýmis örnefni tengd Kolu tröllkonu eru þar og í gljúfrunum.

Það er afar áhrifamikið að aka út á brúna yfir gljúfrið og sjá hina friðsælu á steypast fram í svo mikilfenglegum fossum. Sýn sem lætur engan ósnortinn.

Places

Víðidalur; Vestur-Húnavatnssýsla: Víðidalsá; Kolufossar; Kolugil:

Legal status

Kerling heitir hár klettadrangur í vestanverðu Kolugili, beint upp af Kolufossi. Samkvæmt heimildamanni mátti áður greina í honum andlit en kerlingin sést ekki lengur þar sem hrunið
hefur úr klettinum (Munnl. heimild: Dagný Sigurlaug Ragnarsdóttir 29.03.17).

Í örnefnaskrá Kolugils segir: „Í gilinu átti að sjást svokölluð Kerling og Kolurúm, en hvort tveggja er nú ógreinilegt vegna grjóthruns.“

Functions, occupations and activities

GPS punktar N65° 20' 6.385" W20° 34' 21.749“. Vegnúmer 715

Mandates/sources of authority

Kola í Kolugili
“Kolugil heitir bær einn framarlega í Víðidal fyrir austan Víðidalsá. Þar bjó tröllkona ein sem Kola hét og dró bærinn nafn af henni. Fyrir neðan bæinn er dimmt og djúpt gil að Víðidalsá og foss einn í gljúfrinu svo hár að enginn lax fer yfir hann og því er engin veiði framar í ánni en í kerinu undir fossinum.

Gilið er ekki afar breitt þó það muni ófært flestum mönnum nú yfir að stökkva, en fyrir vestan Víðidalsá að vestanverðu í gljúfrunum er enn kallað Kolusæng; það er sylla ein í vestra
gljúfrinu nokkuð lægri en gilbrúnin og standa upp háir hamrastallar að framanverðu á syllunni til beggja hliða, en lægð er nokkur í milli hamrastallanna. Þeir stallar segja menn að séu
bríkurnar á rúminu, en þar sem syllan er lægst um miðjuna seildist Kola ofan úr rúminu á morgna er hún vaknaði, ofan í kerið undir fossinum og tók þar laxa og át á fastandi maga.
Skammt frá Kolusæng er hola mikil í bergið að vestan, það er kallaður Koluketill. Átti hún að hafa soðið í honum laxinn sem hún veiddi í kerinu.

Eggert Ólafsson segir að Tröllkonurúm skuli vera fimmtán álna langt og átta álna breitt og má vel vera að það láti nærri, en þó ætla ég það minnst tiltekið.” (bls. 220).

Kolurúm og Koluhóll
Skammt frá bænum að Kolugili eru gljúfur mikil sem kölluð eru Kolugljúfur. Í gljúfrum þessum er sagt að búið hafi í fyrndinni kona ein stórvaxin er Kola hét og sem gljúfrin eru
kennd við. Á vesturbakka gljúfranna er graslaut ein sem enn í dag er kölluð Kolurúm, og er sagt að Kola hafi haldið þar til á nóttunni þegar hún vildi sofa. Að framanverðu við lautina
eða gljúframegin eru tveir þunnir klettastöplar sem kallaðir eru Bríkur, og skarð í milli, en niður úr skarðinu er standberg ofan í Víðidalsá sem rennur eftir gljúfrunum. Þegar Kola vildi
fá sér árbita er sagt hún hafi seilzt niður úr skarðinu ofan í ána eftir laxi.

Heima við bæinn að Kolugili er hóll einn sem kallaður er Koluhól. I hól þessum a Kola að vera heygð og hefir oft verið reynt að grafa í hólinn, en ætíð verið hætt við því annaðhvort hefir Víðidalstungukirkja sýnzt vera að brenna ellegar Víðidalsá renna upp á eyrarnar fyrir sunnan Kolugil og stefna á bæinn.

Nú er komin skál ofan í hólinn að mestu kringlótt og er hún tveggja—þriggja álna að þvermáli.

Internal structures/genealogy

General context

Landamerkjaskrá fyrir jörðina Kolugil í Víðidal í Húnavatnssýslu.

Að norðan ræður hinn ytri Króklækur, þar sem hann fellur í Kolugljúfur og þaðan bein sjónhending í vörðu neðan til í Bekkjunum, sem er hlaðin úr hnausum með viðarkolum. Varða þessi er 40 faðma fyrir sunnan lækjarskurð, sem fellur ofan lítið fyrir sunnan kirkjustein. Úr vörðu þessari ræður bein sjónhending í aðra vörðu, sem nefnd er Skessa, upp á Bekkjunum, úr Skessu ræður bein sjónhending í vestanvert syðra gjáarhöggið, og svo klettaröðullinn sunnan við gjána austu á háfjall, þaðan háfjallið suður á móts við upptök Dyngjugilslækjar, þá ræður að sunnan Dyngjugilslækur ofan í Víðidalsá, og svo ræður hún norður að áðurnefndum Króklæk.
Merki þessi eru afgjörð við opinbera sætt í september 1890. Landamerki höfum við umráðendur Víðidalstungueignarinnar samið og samþykkt.
Auðólfsstöðum og Dæli, 2. apr. 1891.
Þórður Jónsson, Páll Pálsson
Þorsteinn Hjálmarsson, eigandi Hvarfs.

Lesið upp á manntalsþingi að Þorkelshóli, hinn 30. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 257, fol. 134.

Relationships area

Related entity

Kolufossar í Víðidal (874-)

Identifier of related entity

HAH00795

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Víðidalsá í Víðidal (874-)

Identifier of related entity

HAH00794

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bakki í Víðidal (1385 -)

Identifier of related entity

HAH00863

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

í landi Bakka

Related entity

Kolugil í Víðidal (1394 -)

Identifier of related entity

HAH00809

Category of relationship

associative

Type of relationship

Kolugil í Víðidal

is the associate of

Kolugljúfur í Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00624

Institution identifier

IS HAH-Nat

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 21.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 257, fol. 134. 30.5.1891
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/V5A2KE5I/bsk-2017-178-fornleifaskraning-vegna-deiliskipulags-vid-kolugljufur.pdf

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places