Kristófershús Blönduósi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Kristófershús Blönduósi

Parallel form(s) of name

  • Helgahús 1907
  • Sumarliðahús 1913
  • Hús Karls Sæmundsen 1918

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1907 -

History

Hús Karls Sæmundsen 1920. Kristófershús 1927 - Helgahús 1907 - Sumarliðahús.

Places

Blönduós gamlibærinn; stendur enn, sjávarmegin við kirkjuna:

Legal status

Functions, occupations and activities

19.11.1908 kemur fram að húslóð Helga Gíslasonar er 25 x 50 álnir, 1250 feralin [775 m2].

  1. júní 1918 er gerður samningur við Carl Sæmundsen (aths nafn hans er ýmist skrifað með K eða C] um lóð til verslunar afnota umhverfis svonefnt Sumarliðahús (Kristófershús]. Lóðin er 38.5 álnir frá austri til vesturs, en 85 álnir frá norðri til suðurs. Merkin eru að austan kirkjulóðin, að sunnan brekkubrúnin, en að vestan vírgirðing og steingarður. Að norðan er Ásgeirshús og er merkjalínan 8 álnir frá norðvesturhorni hússins, fyrir sunnan brunn í Ásgeirslóðinni, í stefnu frá áðurnefndum steingarði í suðurhlið forkirkjunnar. Lóðin er öll 1289,36 m2.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

1907-1911- Helgi Gíslason f.  5. des. 1862 Hjallalandi, d. 22. apríl 1931, maki 2. des. 1989; Anna María Gísladóttir, f.  20. júní 1861 Haugi V-Hvs. d. 14. júlí 1941. Læk á Skstr. Helgahúsi (Þórðarhúsi) 1901.
Börn þeirra;
1) Jakobína Stefanía (1891). Hjú í Heiðarbæ, Tröllatungusókn, Strand. 1901. Var í Goðdal í Kaldrananess, Strand. 1910.
2) Karla Ingibjörg (1893-1986). Húsfreyja á Neðra-Spákonufelli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Ásbergi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Færeyjum.
3) Kristján Axel Jón (1896-1971). Útgerðarmaður í Skagastrandarkaupstað 1930. Trésmiður á Skagaströnd, A-Hún. Var í Neðri Læk, Höfðahr., A-Hún. 1957, síðar í Reykjavík.
4) Björn Sölvason (1898-1983). Útgerðarmaður í Skagastrandarkaupstað 1930. Verkamaður og síðar útgerðarmaður á Skagaströnd. Var í Efri Læk, Höfðahr., A-Hún. 1957.
5) Magdalena Soffía (1899-1954). Ráðskona í Skagastrandarkaupstað 1930. Saumakona á Læk. Ógift og barnlaus.
6) Guðrún Laufey Berndsen (1903-1987) Karlsskála Skstr.

1910-1912- Hólmfríður Hannesdóttir klæðskeri, f. 11. júní 1872 d. 28. maí 1933, fráskilin 1901 Hnjúki í Vatnsdal og 1910. Maki, (sk) 27. júní 1896; Páll Friðrik Halldórsson (24. mars 1875 d. 10. nóv. 1941. Hjalteyri 1901). Verslunarstjóri á Akureyri og á Siglufirði. Bókhaldari og kennari á Akureyri, síðar erindreki Fiskifélags Íslands í Reykjavík. Erindreki Fiskifélags Íslands á Akureyri 1930.
Barn þeirra;
1) Jósefína Lilja (1897-1975). Húsfreyja á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri.
Barn hennar og Björns Þorsteinssonar (1877-1953). Var á Deildarhóli, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Bóndi á Miðhópi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930;
2) Aðalheiður (1904-1987) sjá Kvennaskólann. Húsfreyja á Laugavegi 81, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

1913-1918- Sumarliði Tómasson f. 22. okt. 1885 Brandaskarði, d. 9. apríl 1958, maki: 18. ágúst 1913, Ingibjörg Jakobína Jónsdóttir f. 25.ág. 1881 d. 19. des. 1967, frá Y-Reykjum, sjá Vinaminni / Sumarliðabæ.

Aðrir íbúar.
1913- Benedikt Jakob Benediktsson (1887-1938). Var í Bráðræði, Spákonufellssókn, Hún. 1890. Var í Benediktshúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Trésmiður í Selbrekku 2 við Seljaveg, Reykjavík 1930, og systir hans, Hólmfríður Metta Benediktsdóttir (1872-1953). Var í Bráðræði, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Bústýra í Benediktshúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Saumakona í Selbrekku 2 við Seljaveg, Reykjavík 1930. Sjá Möllersfjós.
1913- Björn Þórðarson (1879-1963). Lögmaður á Bjarkargötu 16, Reykjavík 1930. Lögmaður í Reykjavík og forsætisráðherra, settur sýslumaður á Blönduósi, síðar forsætisráðherra.
1918- Vilhelmína Sigurðardóttir (1866-1949), sjá Grænumýri.
1921-1922- Evald Jakob Hemmert (1866-1943). Verslunarstjóri á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Kaupmaður á Blönduósi. Kaupmaður á Blönduósi 1930. Flutti þaðan 1939. Faðir skv. Reykjahl.: Andreas Hemmert skipstjóri Kaupmannahöfn. Móðir skv. Tannsmiðatal.: Fredrikke Hemmert. Sjá Hemmertshús.

1920- Sara Guðný Þorleifsdóttir kennari, ekkja 1920, f. 5. des. 1871 Höskuldsstöðum, d. 18. des 1942, maki 19. febr. 1899; Björn Sigurðsson kennari Litlu-Giljá 1910, f. 19. mars 1871 d. 28. febr. 1911 varð úti.
Börn þeirra;
1) Guðrún Arason (1903-1951) Víðimýri,
2) Sigurður Gunnar (1907-1967) Sauðárkróki,
3) Krístín (1909-1994) París, Ítalíu og hjá SÞ. Stríðsfangi á Ítalíu.
Hús Karls Sæmundsen 1920.
Leigjandi 1920; Herdís Antonía Ólafsdóttir kennari, f. 17. sept 1896 d. 28. janúar 1926, sjá Möllershús.

1922- Kristófer Kristófersson f. 6. júní 1885 Köldukinn d. 7. júlí 1964, maki 9. jan. 1913; Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir f. 28. júní 1887, d. 12. maí 1967. Tilraun 1920. Bróðir Jóns í Jóns húsi. Hjálmfríðar í Mosfelli og Margrétar í Vegamótum.
Börn þeirra; Skafti (1913-2001) sjá Hnjúkahlíð,
1) Jóna Sigríður (1918-2003) Danmörku og Rvík,
2) Jóhann Sverrir (1921-1995) sjá Pétursborg.
Barn hennar með Geirfinni Trausta Friðfinnssyni Garði í Fnjóskadal;
1) Þórhallur Sigurbjörn Dalmann (1908-1947) Skriðulandi í Kolbeinsdal.

Aðrir íbúar.
1965- Haraldur Kristmannsson (1893-1973). Sjómaður í Kristmannshúsi, Akranesssókn, Borg. 1930. Sjómaður, síðar vörubifreiðarstjóri á Akranesi. Síðast bús. á Akranesi.
1966- Ari Hermannsson (1941-1973) sjá Sæmundsenhús og Þórunn Pétursdóttir (1942) frá Brandsstöðum.
Eyjólfur Guðmundsson (1953) frá Eiríksstöðum.

General context

Húsinu er lýst þannig í útmælingu 14.5.1909: Stærð 10 x 8 álnir. Hæð undir þak 7 álnir. Útveggir úr steypu 7“ þykkir. Kjallarinn er óinnréttaður, með útidyrum. Skúr fylgir 2 x 1 ½ alin hæð 3 alin og 10“ klæddur með borðum og pappa þar utaná. Af neðra gólfi er stigi uppá efra gólf og kemur upp í forstofu með útidyrum. Auk hennar er uppi 2 stofur. Önnur stofan og forstofan eru þiljuð með panil, einnig neðan bita. Þakið er toppreist með 1 ¼ álna risi á sperrur og klætt með 1 ¼“ borðum með 8“ millibili. Á þau er lagður sandpappi og yst er rifflað þakjárn. Í húsinu er múrpípa og ein eldavél. Húsið er virt á 1800 krónur.

Í fasteignamati 1916 er lóðin sögð óákveðin og óræktuð, helst nothæf til kartöfluræktunar. Þá hefur bæst við geymslukofi úr torfi og kamar. Ekki var þá komin vatnslögn í húsið, en brunnur var skammt fyrir neðan húsið. [sami brunnur og fylgdi Ásgeirshúsi?]

Lóðar samningur er frá 28.6.1918, gerður við Carl Sæmundsen sem þá átti húsið. Lóðin er 38 ½ álnir frá austri til vesturs en 85 álnir frá norðri til suðurs. Merkin eru; að austan kirkjulóðin, að sunnan brekkubrúnin, að vestan, vírgirðing og steingarður, að norðan lóð Ásgeirs Þorvaldssonar, merkjalína 8 álnir frá norðvesturhorni hússins, fyrir sunnan brunn í Ásgeirslóðinni í stefnu frá áðurnefndum steingarði í suðurhlið forkirkjunnar. Öll er lóðin 1289,36 m2.
1927 byggir Kristófer úr steinsteypu 10,5 x 4 metra geymsluskúr auk fjóss, hlöðu og haughúss við húsið. Helgi Gíslason sem byggði húsið og Sumarliði Tómasson höfðu hvorugur efni á að eiga það, því kommst það í eigu Carls Sæmundsen. Helgi sem áður hafði byggt hús á staðnum (Þórðarhús) flutti út í Vindhælishrepp og bjó lengi á Læk á Skagaströnd og jafnan kenndur við það hús. Helgi flutti burt 1911 og býr Hólmfríður Hannesdóttir í húsinu 1911-1912. Þá koma systkinin Benedikt og Metta Hólmfríður. Hjá þeim býr Björn Þórðarson sýslumaður. 1913 kaupir Sumarliði Helgahús og flytur þangað. Hann býr í húsinu til 1918. Þá var Vilhelmína Sigurðardóttir í húsinu í eitt ár.
1919-1921 var Sara Guðný Þorleifsdóttir, ekkja Björns Sigurðssonar frá Litlugiljá búandi í húsinu, sem þá var í eigu Carls.
1921 er Evald Sæmundsen orðinn eigandi og Ewald Hemmert býr í því.
Sæmundsen selur Kristófer húsið 1922 og flytur í það sama ár. Hann hafði áður verið leigjandi og kennari í Tilraun. Hann var þá apótekari á staðnum en var lengi starfandi í sparisjóðnum. Hann hafði lítilsháttar verslun heima hjá sér og seldi þar ma smíði sína, en hann sagaði út myndaramma og smíðaði smá gripi, saumatínur ofl.
Kristófer bjó í húsinu sínu til elliára, en flutti til Sverris sonar síns er hann hafði byggt hús sitt við Húnabraut 27.
Haraldur Kristmannsson rafvirki bjó í Kristófershúsi um 1965.
Síðan Keypti Ari Hermannsson húsið og bjó þar til æviloka og ekkja hans, Þórunn Pétursdóttir eftir það.
Eyjólfur Guðmundsson keypti síðan húsi og býr þar enn [2019].

Relationships area

Related entity

Blönduóskirkja / gamla Kirkjan (1895-1993) (13.1.1895 - 1993)

Identifier of related entity

HAH00086

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1907

Description of relationship

sameiginleg lóðamörk

Related entity

Brimslóð Blönduósi gata

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1907

Description of relationship

Related entity

Jón Sumarliðason (1915-1986) Vinaminni (21.9.1915 - 27.10.1986)

Identifier of related entity

HAH02214

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1915

Description of relationship

fæddur þar, nefnist þá Sumarliðahús

Related entity

Torfalækjarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00566

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1907

Description of relationship

Related entity

Sverrir Kristófersson (1921-1995) Halldórshúsi utan ár, Blönduós (3.3.1921 - 9.12.1995)

Identifier of related entity

HAH02072

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Jóna Kristófersdóttir (1918-2003) iðjuþjálfi á Kleppi (20.4.1918 - 7.9.2003)

Identifier of related entity

HAH01600

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Skafti Kristófersson (1913-2001) Hnjúkahlíð (14.3.1913 - 26.6.2001)

Identifier of related entity

HAH01996

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Kristín Björnsdóttir (1909-1994) Litlu-Giljá (1.6.1909 - 11.10.1994)

Identifier of related entity

HAH01661

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Guðrún Arason (1903-1951) Víðimýri (16.3.1903 - 8.9.1951)

Identifier of related entity

HAH04265

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Guðrún Berndsen (1903-1987) Karlsskála (6.11.1903 - 15.4.1987)

Identifier of related entity

HAH04392

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1907

Description of relationship

Related entity

Ásgeirshús Blönduósi (1899 - 1970)

Identifier of related entity

HAH00114

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1907

Description of relationship

sameiginleg lóðamörk

Related entity

Björn Þórðarson (1879-1963) forsætisráðherra (6.2.1879 - 25.10.1963)

Identifier of related entity

HAH02915

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1913

Description of relationship

býr þar

Related entity

Björn Sölvason Helgason (1898-1983) (5.5.1898 - 11.3.1898)

Identifier of related entity

HAH02904

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1907

Related entity

Jakobína Jónsdóttir (1881-1967) Blönduósi (25.8.1881 - 19.12.1967)

Identifier of related entity

HAH05250

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jakobína Jónsdóttir (1881-1967) Blönduósi

controls

Kristófershús Blönduósi

Dates of relationship

1913-1918

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Sumarliði Tómasson (1865-1958) Sumarliðabæ Blönduósi (22.10.1885 - 9.4.1958)

Identifier of related entity

HAH06379

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sumarliði Tómasson (1865-1958) Sumarliðabæ Blönduósi

controls

Kristófershús Blönduósi

Dates of relationship

1913-1918

Description of relationship

húsbóndi þar

Related entity

Evald Eilert Pétursson Sæmundsen (1878-1926) Sæmundsenhúsi Blönduósi (20.8.1878 - 19.9.1926)

Identifier of related entity

HAH03372

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1921

Description of relationship

Related entity

Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir (1887-1967) Kristófershúsi, Blönduósi (28.6.1887 - 12.5.1967)

Identifier of related entity

HAH03025

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1922

Description of relationship

Related entity

Eyjólfur Guðmundsson (1953) tamningamaður Kristófershús Blönduósi (16.7.1953 -)

Identifier of related entity

HAH03382

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

býr þar 2019

Related entity

Ewald Jakob Hemmert (1866-1943) Hemmertshúsi Blönduósi (25.11.1866 - 15.7.1943)

Identifier of related entity

HAH03374

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ewald Jakob Hemmert (1866-1943) Hemmertshúsi Blönduósi

controls

Kristófershús Blönduósi

Dates of relationship

1921

Description of relationship

Related entity

Kristófer Kristófersson (1885-1964) Kristófershúsi (6.6.1885 - 5.7.1964)

Identifier of related entity

HAH04927

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kristófer Kristófersson (1885-1964) Kristófershúsi

is the owner of

Kristófershús Blönduósi

Dates of relationship

1922

Description of relationship

Related entity

Karl Pétursson Sæmundsen (1886-1976) Kaupmannahöfn (14.2.1886 - 11.7.1996)

Identifier of related entity

HAH01636

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Karl Pétursson Sæmundsen (1886-1976) Kaupmannahöfn

is owned by

Kristófershús Blönduósi

Dates of relationship

1917

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00113

Institution identifier

IS HAH-Blö

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 20.5.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places