Kvennaskólinn á Ytri-Ey

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Kvennaskólinn á Ytri-Ey

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1879 -1901

History

Kvennaskóli Húnvetninga, stofnaður árið 1879 á Ytri-Ey í Austur-Húnavatnssýslu. 1883 voru kvennaskólar Húnvetninga og Skagfirðinga sameinaðir og skóli settur á Ytriey, og var Elín Briem fyrir honum í tólf ár, eða til 1895.
Hinn nýi skóli var nefndur Kvennaskóli Húnvetninga og Skagfirðinga að Ytriey, en í daglegu tali Ytrieyjarskólinn eða Kvennaskólinn á Ytriey. Skólinn var að vísu sameign beggja sýslnanna, Skagfirðingar lögðu honum fé að jöfnu við Húnvetninga og skipuðu stjórn hans að hálfu. Þykir því hlýða að rekja sögu hans í fáum dráttum, unz að fullu og öllu slitnaði upp úr samkomulaginu með þykkju á báða bóga.

Places

Skagaströnd; Syðri-Ey; Sjóarströndin; Ófærubás; Kálfshamarinn; Núpabrekka; Ketilsárgrund; Grensás; Pálsbyrgi; Lómatjarnir; Svartasker; Syðrieyjarnes; Nónberg; Ytrieyjarlækur; Selkonuhóll; Djúpadalsdrög; Hafursstaðir; Kambakot:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Skólinn tók til starfa á Ytriey haustið 1883. Þar var þá húsrúm fyrir 20 stúlkur að kennslukonum meðtöldum. Elín Briem á Reynistað veitti skólanum forstöðu, en samkennari hennar var Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal. Fórst þeim kennslan vel úr hendi. Námsgreinar voru að mestu hinar sömu og verið höfðu við skagfirzka kvennaskólann síðustu árin. Þó var bætt við söng og bæði kennd Islandssaga og mannkynssaga. Síðar starfaði skólinn í þrem deildum með tveggja vetra námi fyrir þá nemendur, sem vildu.

Skólanum stjórnaði framan af tólf manna nefnd, sex frá hvorn sýslu og helmingurinn konur. Brátt þótti þetta fyrirkomulag of þungt í vöfum, svo að forstöðumönnum var fækkað í þrjá frá hvorri sýslu. Aðsókn að skólanum fór hrað vaxandi. Á öðrum vetri hans voru námsmeyjar 25 og 30 hinn þriðja vetur, en ekki nutu svo margar námsmeyjar þó kennslu allan skólatímann.
Ekki leið á löngu, unz beiðnir um skólavist tóku að berast hvaðanæva af landinu. Kom því skjótt að því, að stækka varð húsið. Var það að Iokum stækkað svo, að það rúmaði um 40 nemendur, en nægði þó ekki. Einni kennslukonu varð að bæta við árið 1885. Þá var ráðin að skólanum Dýrfinna Jónsdóttir frá Keldudal í Skagafirði, og kenndi hún fatasaum.
Árið 1887 lét Sigríður frá Djúpadal af kennslustörfum, giftist Sigurði bónda Jónssyni á Reynistað. Hún hafði einkum haft með höndum verklega kennslu, var ágætur kennari og einkar vinsæl. Ný skipulagsskrá hafði verið samin, er skólunum var steypt saman. Var svo kveðið á, að skagfirzku stjórnarnefndarmennirnir sæktu alltaf aðalfundi skólans, sem fljótlega var farið að halda við uppsögn hans 15. maí ár hvert, en um leið fór og fram úttekt.
Skagfirðingar munu aldrei hafa farið eftir þessu ákvæði; létu þeir nægja, að einn kæmi fyrir þeirra hönd, og er slíkt raunar órækt vitni um, að sýslunefnd Skagfirðinga hefur ekki látið sér nógsamlega annt um skólann, þótt góð samvinna væri milli sýslnanna um jöfn framlög til hans framan af. Styrkir frá Alþingi og úr jafnaðarsjóði amtsins drógu þó drýgst.

Í upphafi þessa þáttar er getið fjársöfnunar til væntanlegs alþýðuskóla á Borðeyri. Í byggðum við Hrútafjörð höfðu safnazt til hans laust fyrir 1870 fullir 180 ríkisdalir. Þegar farið var að safna fé til styrktar kvennaskólanum á Ytriey, ánöfnuðu 34 gefendur til alþýðuskólans kvennaskólanum framlög sín, rúmlega 200 krónur, og sendu sýslunefnd yfirlýsingu um það árið 1883. Miklar deilur spunnust út af þessu fé, en þeir, sem yfir réðu, létu það aldrei af bendi rakna.

Skólahaldið á Ytriey varð ærið kostnaðarsamt, einkum vegna aðflutninga, enda var skólinn upphaflega settur þar niður af hreinni neyð, þar eð hvorki fékkst fé til að koma upp skólahúsi á hentugum stað né til að bæta aðbúnaðinn jafn mikið og þurfa þótti.
Á síðasta tug aldarinnar komu því hvað eftir annað fram tilmæli um að flytja skólann á hagkvæmari stað. Skagfirðingar hreyfðu því máli fyrst opinberlega, en meðal almennings í Skagafirði voru uppi háværar raddir í þá átt. Samþykkti sýslunefndin þar að hreyfa því, að hann yrði fluttur til Sauðárkróks; mundi þá sparast mikill kostnaður við aðflutninga. Var tillagan send skólanefnd Húnvetninga ásamt greinargerð.
Formaðurinn svaraði og mælti eindregið gegn flutningnum. Segir svo í niðurlagi bréfs hans:

„... Á það er að líta, hvort eigi mundi vera fleira í kauptúni en sveitabæ, er glepja kynni kennsluna, meiri freisting til gjálífis og meiri áhætta með að námsmeyjar vendust á sitthvað, er vera kynni miður heillavænlegt fyrir stöðu flestra þeirra í framtíðinni." —

Bréf þetta er ritað af séra Eggert Briem á Höskuldsstöðum, sem þá var formaður skólanefndar. Sauðárkrókur var um þessar mundir aðalverzlunarstaður Austur-Húnvetninga engu síður en Skagfirðinga, og mun ýmsum hafa þótt sem klerkur gæfi Sauðkrækingum heldur laklegt siðferðisvottorð með þessum ummælum og öðrum. Hins vegar var Elín Briem hlynnt flutningnum.
TiIIaga þessi var síðan lögð fyrir sýslunefnd Húnvetninga, sem þegar vísaði henni á bug og tók þetta tilræði óstinnt upp. Svo segir í fundargerð:

„Sýslunefnd þykir furðu sæta, að sýslunefnd Skagafjarðarsýslu skuli fara þess á Ieit, að kvennaskólinn á Ytriey verði fluttur á Sauðárkrók, þar sem henni ætti að vera fullkunnugt um vöxt og viðgang skólans þar og aðsókn að honum hin síðustu árin, og eins um hitt, að stofnun þessi hefur keypt jörð og hús, en hefur hins vegar eigi fyrir hendi nokkurt fé, er að sjálfsögðu hlyti að þurfa til færslu skólanum í aðra sýslu."

Þrátt fyrir þessa bókun kemur fram, að Húnvetningum finnst skólinn ekki vel settur úti á Skagaströnd, vildu hins vegar ekki fyrir neina muni flutning hans úr héraðinu, en Skagfirðingar munu alltaf hafa séð eftir skóla sínum í annað hérað og litið svo á, að hér sannaðist hið fornkveðna:

Réttu skrattanum litla fingur og hann grípur alla höndina.

Húnvetningar minntust hins vegar gamals samkomulags um búnaðarskólann á Hólum áratugi áður. Næsta tillaga um færslu skólans kom frá Eyfirðingum.
Þeir höfðu alltaf verið þess fýsandi, að allar sýslur Norðurlands stæðu að sameiginlegum skóla, sem reistur yrði að Munkaþverá, eins og áður er getið. Harðast höfðu sótt málið fyrir þeirra hönd Einar í Nesi og Eggert Gunnarsson. Hvað eftir annað var reynt að komast að samkomulagi, þar eð fátæktin stóð skólunum öllum fyrir þrifum. Ekki var hvað sízt skorað á Þingeyinga til samvinnu, en þeir daufheyrðust við, létu þó tvívegis 100 krónur af hendi rakna til skólans, árin 1880 og 1881, en aldrei upp frá því.

Nú kvisaðist norður, að ágreiningur væri risinn um Ytrieyjarskólann. Neyttu Eyfirðingar þess færis og báru enn fram tillögu um sameiningu skólanna og skoruðu á allar sýslur Norðurlands til samkomulags. Munu þeir þá hafa haft í huga að reisa skólann á Akureyri, því að Laugalandsskólinn var kominn í mestu niðurníðslu vegna ónógs aðbúnaðar og þrengsla, en vegur Ytrieyjarskóla fór vaxandi með hverju ári, þótt við fjárhagsörðugleika væri að etja. Kosin var nefnd til að ræða málið sameiginlega, en ekki gekk saman. Húnvetningar og Þingeyingar höfnuðu allri samvinnu. Helzt voru Skagfirðingar viðmælanlegir, enda komu Eyfirðingar til móts við þá: voru því ekki fráhverfir, að slíkum skóla yrði komið á fót í Skagafirði.
Auðsætt er, að sýslurígur hefur hér verið þyngstur á metunum. Þau rök, sem beitt hafði verið rúmum áratug áður, voru nú orðin næsta haldlítil. Samgöngur milli sýslna höfðu stórum batnað frá því, er sameiningarmálinu var fyrst hreyft, og efnahagur almennings slíkt hið sama. Má reikningur Ólafs í Ási vegna Jónu kennslukonu, er getið er hér að framan og slagaði hátt upp í vetrarfæðið, vera til vitnis um hinn gífurlega ferðakostnað í þá daga.

Skagfirðingar voru sáróánægðir, töldu kenna ofbeldis af hálfu Húnvetninga, en máttu hins vegar sjálfum sér um kenna sökum afskiptaleysis um skólann allt til þessa. Skóli Eyfirðinga var fluttur til Akureyrar haustið 1896, er útséð þótti um samvinnu að sinni, og var hann þar á hrakhólum í leiguhúsnæði. Árið 1897 berst enn tillaga frá Eyfirðingum um sameiningu kvennaskólanna. Á þinginu það ár hafði verið samþykkt 10 þúsund króna fjárveiting til sameiginlegrar kvennaskólabyggingar fyrir Norðurland. Kom jafnvel til tals að svipta skólana öllum rekstursstyrks, nema þeir sameinuðust. Eyfirðingar rituðu þá enn stjórn Ytrieyjarskóla langt bréf og fóru þess á leit, að sýslurnar allar tækju höndum saman til að koma upp einum myndarlegum skóla, er slíkur fjárstyrkur bauðst frá Alþingi.
Húnvetningar neituðu sem fyrr, en skagfirzka nefndin taldi æskilegt að koma upp sameiginlegum skóla fyrir Norðurland allt, áleit þó rétt að standa við hlið Húnvetninga, unz málinu skilaði betur fram.

Nú ber hins vegar svo við, að Húnvetningar fara þess á leit við sýslunefnd Skagafjarðarsýslu, að skólinn verði fluttur á hagkvæmari stað — einmitt eins og Skagfirðingar höfðu mælzt til nokkrum árum áður, en sá hagkvæmi staður var innan Húnavatnssýslu: Blönduós.

Upp frá þessu má segja, að klögumálin gengju á víxl milli sýslnanna, unz Skagfirðingar sleptu hendinni af skólanum að fullu og öllu. Sýslunefnd felldi með 6 atkvæðum gegn 6 að veita skólanum styrk fyrrgreint ár (1897) og einnig að mæla með styrkbeiðnum úr landssjóði og jafnaðarsjóðum. Húnvetningar brugðust illa við og töldu grannann brjóta á sér lög. Segir svo m. a. í sýslufundargjörð:

„Sýslunefndin lætur í ljósi vanþóknun sína á framkomu sýslunefndar Skagfirðinga í máli þessu og álítur, að hún eigi hafi haft lagalega heimild fyrir aðgjörðum sínum samkvæmt skipulagsskrá kvennaskólans."

Árið 1898 koma öldungadeildir beggja sýslnanna enn saman til sýslufundahalda. Var þá mjög rætt um bréf kvennaskólans á Akureyri, sem áður er getið, og hefur þegar verið greint frá ályktun nefndanna. Nú veitir sýslunefnd Skagafjarðarsýslu 80 króna styrk til skólans, og þykir Húnvetningum ekki stórmannlega af hendi reitt:

„Sýslunefndin lýsir óánægju yfir því, að sýslunefnd Skagafjarðarsýslu hefur á nýafstöðnum fundi ekki veitt meira en 80 kr. til skólans, með því að hún sé skyldug til samkvæmt skipulagsskrá skólans að leggja til hans jafnmikið fé og sýslunefnd Húnavatnssýslu." —

Í öðrum lið segir svo: „Sýslunefndin felur forstöðunefnd kvennaskólans að hrekja ósannar fregnir um skólann, sem komið hafa í Þjóðólfi og Fjallkonunni, og komi ósannar sögusagnir um skólann opinberlega fram, þá að hrekja þær svo fljótt sem verða má.

„Kvennaskólastríðið“ er að ná hámarki. Vígstaða Húnvetninga er að því leyti betri, að þeir láta prenta sýslufundargjörðir sínar, en Skagfirðingar ekki. Blöðin eru hins vegar öllum opinn vettvangur. Árið 1899 veitir sýslunefnd Skagfirðinga þó 150 kr. styrk til skólans, jafnan hlut móti Húnvetningum, sem þó virðast una sínum hlut illa. Þeir samþykkja eftirfarandi tillögu:

„Sýslunefndin felur oddvita sínum að skrifa oddvita sýslunefndar Skagafjarðarsýslu um kvennaskólamálið, svo að uppskátt verði, hvers hugar sýslunefndin þar er um samvinnu sýslunefndanna í því að efla hag skólans og sjá honum borgið í framtíðinni."

Aldamótaárið er samþykkt á sýslufundi Húnvetninga að flytja skólann frá Ytriey „nærri Blönduós" og felur skólanefnd að sjá um, að skólinn sé kominn upp fyrir septemberlok árið 1901.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu er tilkynnt þetta. Á sýslufundi Skagfirðinga árið 1901 eru þessi mál enn rædd og aðferð Húnvetninga vítt og skorað á þá að fresta öllum framkvæmdum.

„Neitar sýslunefndin algerlega að taka nokkurn þátt í kostnaði við skólahússbyggingu þessa," segir í fundargerð. En nefndin veitti 150 kr. styrk til kvennaskólans á Ytriey. Sýslunefnd Húnvetninga birti síðan langa greinargerð, þar sem lýst er yfir, að hún uni illa þessum málalokum, en samþykkir jafnframt að hvika hvergi frá settu marki.
Árið 1902 kemur kvennaskólamálið enn til umræðu í Skagafirði, og gerði sýslunefnd svofelldar ályktanir:

„1. Sýslunefndin neitaði að greiða mætti kvennaskólanuni á Blönduósi þær 150 kr., er hún í fyrra hafði veitt kvennaskólanum á Ytriey með því ófrávíkjanlega skilyrði, að skólinn væri ei þaðan fluttur.

  1. Sýslunefndin felldi með öllum atkvæðum beiðni stjórnarnefndar kvennaskólans á Blönduósi um 300 kr. styrk til skóla þessa.
  2. Sýslunefndin lýsir því yfir, að hún sé því hlynnt, að einn sameiginlegur kvennaskóli fyrir allt Norðurland komist á og fús til að leggja fram tiltölulegan styrk til slíks skóla, jafnvel þótt hann kæmi til að standa á Blönduósi.
  3. Ennfremur samþykkir nefndin að kjósa þriggja manna nefnd til þess, ef útlit væri til þess, að sýslurnar í norðuramtinu gætu sameinað sig um einn kvennaskóla, þá, ásamt fulltrúum annarra sýslna að mæta á fundi, sem væntanlega yrði haldinn í þeim tilgangi að ráða slíku kvennaskóla-sameiningarmáli til lykta..."

Sýslunefnd Húnvetninga lýsir nú yfir, að hún sé hlynnt sameiginlegum kvennaskóla allra sýslnanna, en það verði þá „hinn nýbyggði kvennaskóli á Blönduósi."

Síðan skipa sýslurnar nefndir, en sýslunefnd Eyfirðinga hafði þá fengið nóg af öllu þófinu og vildi ekki sinna málinu. Út af þessu varð nokkur kurr meðal Húnvetninga innbyrðis, því að ýmsum ofbauð kostnaðurinn við hinn nýja skóla. Varð ötulasti baráttumaður kvennaskólamálsins í Húnaþingi allt frá fyrstu tíð að víkja úr nefndinni, Björn á Kornsá.

Á sýslufundi Skagfirðinga árið 1904 lagði oddviti fram „bréf viðvíkjandi skóla þessum, ódagsett og óundirritað, en fer fram á 200 kr. styrk til kvennaskólans á Blönduósi, úr sýslusjóði Skagafjarðarsýslu."

Internal structures/genealogy

Kennslukonur Ytri-Ey

1879-1880- Sigríður Þórdís Björg Lúðvíksdóttir [sögð Hlöðversdóttir] Schou 13. mars 1858 - 17. mars 1924. Forstöðukona. Var í Nýjahúsi, Húsavíkursókn, S-Þing. 1860. Fór til Vesturheims 1892 frá Bergþórshvoli, Vestur-Landeyjarhreppi, Rang. Undirfelli 1880.
1880-1881- Elín Rannveig Briem 19. okt. 1856 - 4. des. 1937. Forstöðukona. Var á Hjaltastöðum, Flugumýrarsókn, Skag. 1870. Ráðskona á Bókhlöðustíg 7, Reykjavík 1930. Ekkja. Fyrrverandi skólaforstöðukona. Skólastjóri og kennari. Rit: Kvennafræðarinn 1889.
1881-1883- Anna Þórdís Eggertsdóttir Eldon 15. júní 1858 - 20. nóv. 1936. Forstöðukona. Fór til Vesturheims 1888 frá Kleifum, Saurbæjarhreppi, Dal. Saumakona í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1901. Ekkja í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1911. Ekkja í Big Valley, Red Deer, Alberta, Kanada 1921. Var í Quincy, Norfolk, Massachusetts, Bandaríkjunum 1930. Var skáldmælt og rithöfundarnafn hennar var Gerður. Börn fædd í Vesturheimi skv. ÍÆ.: 1. Dóra, f. um 1890, d. 4.8.1964, átti Frederik Tripping og einhver börn; 2. Brynjólfur lestarstjóri í Vancouver; 3. Victor Hugo smiður; 4. Hildur Kristín Winifred átti Irwin Childerhose rafvirkja í Boston.
1883-1887- Sigríður Jónsdóttir 22. apríl 1858 - 11. des. 1929 frá Djúpadal. Nam við Kvennaskólann í Ási í Hegranesi, síðar á Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Sigldi til Danmerkur í framhaldsnám. Húsfreyja á Reynistað, Staðarhr., Skag. Kenndi um skeið við Kvennaskólann í Ytri-Ey. Tók um árabil stúlkur til náms heim á Reynistað.
1885-1889- Dýrfinna Jónasdóttir 21. ágúst 1862 - 12. sept. 1952 frá Keldudal. Húsfreyja á Sauðárkróki.
1888-1891- Martha Katrín Magnúsdóttir Stephensen 31. okt. 1864 - 15. nóv. 1953. Barnakennari. Ógift og barnlaus. Var í Reykjavík 1910. Fyrrverandi kennslukona á Grundarstíg 19, Reykjavík 1930.
1889-1894- Margrét Sigurðardóttir 16. okt. 1867 - 22. feb. 1947 frá Sæunnarstöðum. Prófastsfrú á Höskuldsstöðum
1880-1891- Herdís Pétursdóttir 4. des. 1871 - 25. jan. 1928. Húsfreyja á Breiðabólstað og Sauðárkróki. Þrjú börn þeirra dóu ung.
1891-1894- María Ásgeirsdóttir
1892-1893- Sigríður Eggertsdóttir Briem 14. nóv. 1862 - 9. jan. 1913. Kennari og húsmóðir. Húsfreyja á Bókhlöðustíg, Reykjavík. 1901.
1893-1895- Þórey Jónsdóttir 16. feb. 1869 - 22. mars 1914. Húsmóðir á Syðri-Ey á Skagaströnd og víðar.
1894-1895- Þuríður Lange Jakobsdóttir 1. des. 1872 - 2. jan. 1961. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Laugavegi 10, Reykjavík 1930.
1894-1897- Björg Karítas Þorláksdóttir 30. jan. 1874 - 25. feb. 1934. Húsfreyja í Kaupmannahöfn, síðar dr.phil. við Sorbonneháskóla í París.
1895-1898- Guðrún Jónsdóttir Briem 11. maí 1869 - 10. jan. 1943. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Tjarnargötu 28, Reykjavík 1930. Forstöðukona kvennaskólans á Ytri Ey.
1895-1897- Guðlaug Eiríksdóttir 19. ágúst 1873 - 3. ágúst 1962. Húsfreyja á Vopnafirði, Djúpavogi og síðar í Reykjavík.
1895-1901- Kristín Jóhanna Jónsdóttir 6. sept. 1874 - 15. des. 1945. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Stýrimannastíg 14, Reykjavík 1930. M Forstöðukona 1898-1901
1897-1901- Guðrún Jóhannsdóttir 16. sept. 1877 - 26. sept. 1969. Kennari á Sauðárkróki og Akureyri. Fór til Danmerkur í nám og dvaldi erlendis til 1919. Var á Silfrastöðum, Miklabæjarsókn, Skag. 1920. Vökukona á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
1897-1901- Jórunn Þórðardóttir 4. feb. 1873 - 15. okt. 1963. Var í Reykjavík 1910. Kennslukona á Laugavegi 58, Reykjavík 1930. Ógift og barnlaus.

General context

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Ytriey á Skagaströnd.

Að vestan ræður sjóarströndin. Neðst að norðan við sjó ræður nöf innst við svonefndan Ófærubás, en kippkorn utar en Kálfshamarinn, þaðan í garðlag, er liggur upp og ofan í Núpabrekkunni, spölkorn fyrir utan gerðið Ketilsárgrund, þaðan í stóran stein, er stendur á Grensás, þaðan í háan hól þar austur undan, þaðan sjónhending í Pálsbyrgi, út og ofan undan Lómatjörnum. Að sunnan ræður neðst Svartasker í sjó fram, norðan undan Syðrieyjarnesi, þaðan í Nónberg, þaðan í melshornið sunnanvert við Ytrieyjarlæk, þaðan í stein, er stendur sunnarlega á Grensás, þaðan í Selkonuhól, þaðan í Djúpadalsdrög, þaðan norður fyrir ofan Lómatjarnir í áður nefnt Pálsbyrgi. Jörðin Ytriey hefur ókeypis mótak í Syðrieyjarlandi handa kvennaskólanum, eptir því sem hann þarfnast, og fylgir þar með rjettur til útreiðslu á haganlegan þurkvöll.

p.t. Ytriey, 16. maí 1891
Í umboði forstöðunefndar Kvennaskólans á Ytriey Á. Á. Þorkelsson, fyrir hönd Kvennaskólans, sem eiganda að Ytriey.
Andrjes Árnason umboðsmaður Hafursstaða.
Árni B. Knudsen, meðeigandi Syðrieyjar.
Elísabet Sigurðardóttir meðeigandi Syðrieyjar.
Kristmundur Þorbergsson, eigandi Kambakots.
Árni Jónsson meðeigandi Syðrieyjar.

Lesið upp á manntalsþingi að Viðvíki, hinn 23. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 250, fol 130b.

Relationships area

Related entity

Dýrfinna Jónasdóttir (1862-1952) Auðólfsstöðum og Sauðárkróki (21.8.1862 -12.9.1952)

Identifier of related entity

HAH03035

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1883-1889

Description of relationship

Kennslukona Ytri-Ey 1885-1889 Námsmey 1883-1884

Related entity

Björg Karitas Þorláksdóttir Blöndal (1874-1934) dr.phil (30.1.1874 - 25.2.1934)

Identifier of related entity

HAH02739

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1894

Description of relationship

Í skólanefnd 1894-1897

Related entity

Eiríkur Briem (1846-1929) Steinnesi (17.7.1846 - 27.11.1929)

Identifier of related entity

HAH03140

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1880

Description of relationship

Í skólasstjórn 1880-1881

Related entity

Ewald Jakob Hemmert (1866-1943) Hemmertshúsi Blönduósi (25.11.1866 - 15.7.1943)

Identifier of related entity

HAH03374

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1900

Description of relationship

í skólastjórn 1900-1901

Related entity

Eggert Ólafur Gunnlaugsson Briem (1811-1894) Espihóli (15.10.1811 - 11.3.1894)

Identifier of related entity

HAH03079

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1883

Description of relationship

Formaður slólanefndar 1883-1890

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31 (1901 - 1974)

Identifier of related entity

HAH00115

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Stefanía Andrea Guðmundsdóttir (1873-1918) Djúpavogi, Kvsk Ytri-Ey 1891 (28.3.1873 - 6.11.1918)

Identifier of related entity

HAH06763

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1891

Description of relationship

Námsmey þar 1891

Related entity

Sigríður Guðmundsdóttir (1867-1943) Litla-Sandfelli í Skriðdal (16.11.1867 - 26.12.1943)

Identifier of related entity

HAH05948

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1890-1891

Description of relationship

námsstúlka þar

Related entity

Margrét Friðriksdóttir Möller (1873-1956) Stokkseyri (9.1.1873 - 29.10.1956)

Identifier of related entity

HAH06638

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1888-1889

Description of relationship

Námsmey þar

Related entity

Vindhælishreppur (1000-2002) (1000-2002)

Identifier of related entity

HAH10007

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ytri-Ey í Vindhælishreppi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00618

Category of relationship

associative

Dates of relationship

23.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Guðbjörg Ólafsdóttir (1863-1940) Söndum í Miðfirði (2.11.1863 - 6.12.1940)

Identifier of related entity

HAH06403

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Þjónustustúlka þar 1890

Related entity

Álfheiður Blöndal (1874-1941) Sauðárkróki (30.9.1874 - 28.12.1941)

Identifier of related entity

HAH03512

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1890

Description of relationship

nemandi þar

Related entity

Ragnheiður Guðjónsdóttir (1871-1942) kennslu og hjúkrunarkona (22.7.1871 - 11.8.1942)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1889-1890

Description of relationship

námsmey þar 1889-1890

Related entity

Kristín Stefánsdóttir Stephensen (1874-1910) Laugardalshólum (1.1.1874 - 30.10.1910)

Identifier of related entity

HAH06382

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1889-1890

Description of relationship

námsmey þar 1889-1890

Related entity

Margrét Arnína Berndsen Gunnlaugsson (1879-1947) Hólanesi (3.7.1879 - 6.7.1947)

Identifier of related entity

HAH06560

Category of relationship

associative

Type of relationship

Margrét Arnína Berndsen Gunnlaugsson (1879-1947) Hólanesi

is the associate of

Kvennaskólinn á Ytri-Ey

Dates of relationship

1896 - 1897

Description of relationship

Námsmey þar 1897

Related entity

Steinunn Bjarnadóttir (1869) kennari í Chicago (14.11.1869 -)

Identifier of related entity

HAH06642

Category of relationship

associative

Type of relationship

Steinunn Bjarnadóttir (1869) kennari í Chicago

is the associate of

Kvennaskólinn á Ytri-Ey

Dates of relationship

Description of relationship

námsmey þar 1890

Related entity

Elín Rannveig Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk (19.10.1856 - 4.12.1937)

Identifier of related entity

HAH03196

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Elín Rannveig Briem (1856-1937) Skólastýra Kvsk

controls

Kvennaskólinn á Ytri-Ey

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Guðrún Briem (1869-1943) Forstöðukona kvennaskólans á Ytri Ey. (11.5.1869 - 10.1.1943)

Identifier of related entity

HAH04377

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1895

Description of relationship

1895-1898

Related entity

Árni Þorkelsson (1852-1940) Geitaskarði (17.12.11852 - 2.12.1940)

Identifier of related entity

HAH03527

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Árni Þorkelsson (1852-1940) Geitaskarði

controls

Kvennaskólinn á Ytri-Ey

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Björn Sigfússon (1849-1932) alþingismaður á Kornsá (22.6.1849 - 11.10.1932)

Identifier of related entity

HAH02884

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00614

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 2.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 250, fol 130b.
Skagfirðingabók, 1. tölublað (01.01.1966), Blaðsíða 40. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6560446
Kvennablaðið, 2. tölublað (01.02.1896), Blaðsíða 9. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2222066

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places