Magnús Vigfússon (1881-1965)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Magnús Vigfússon (1881-1965)

Parallel form(s) of name

  • Magnús Vigfússon (1881-1965) Breiðabólsstað

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

8.10.1881 - 25.4.1965

History

Magnús Vigfússon 8. október 1881 - 25. apríl 1965 Bóndi á Breiðabólsstað, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Þingeyrum og Vatnsdalshólum í Sveinsstaðarhr., A-Hún.
Hann fæddist að Vatnsdalshólum 8. okt. 1881. Voru foreldrar hans þau hjónin Vigfús Filippusson og Ingibjörg Björnsdóttir, sem lengi bjuggu þar. Var faðir hans Rangvellingur að ætt alinn upp hjá Magnúsi Stephensen kammerráði í Vatnsdal í Fljótshlíð og bar Magnús nafn hans. Móðir hans Ingibjörg var uppalin hjá Ingiríði Pálmadóttur í Sólheimum hinni mestu merkiskonu, en faðir hennar var Björn I Björnsson frá Valadal í Skagafirði.
Magnús ólst upp í Vatnsdalshólum hjá foreldrum sínum og í efnilegum syskinahópi. Meðal þeirra var Kristján járnsmiður og bóndi í Vatnsdalshólum, en hann andaðist á síðastliðnu hausti níræður að aldri, og Filippus (1875-1955) í Langaskúr 1910, Filippusarbæ (Baldurshaga) 1916-1917 og á Jaðri 1920-1930 á Blönduósi.

Places

Vatnsdalshólar: Vesturhópshólar 1909: Þingeyrar 1911: Skólahúsið á Sveinsstöðum: Leysingjastaðir: Klambrar 1926: Breiðabólsstaður 1930: Refsteinsstaðir:

Legal status

Rúmlega tvítugur fór Magnús í bændaskólann á Hólum og lauk þaðan prófi með ágætum árangri. Mun búfjárræktarfræðin einkum hafa verið honum hugstæð námsgrein.

Functions, occupations and activities

Magnús Vigfússon var greindarmaður mesti og mörgum góðum hæfileikum búinn. Hann fylgdist vel með, hugsaði mikið og vildi brjóta hvert mál til mergjar og var óhvikull í þeim málum, sem hann áleit rétt vera, og hélt fram skoðunum sínum með festu, hver sem í hlut átti. Var hann því öruggur fylgismaður þeirra, sem hann áleit bera fyrir brjósti góð mál og heillavænleg. Átti þetta ekki sízt vitð um þjóðmálin, sem hann setti sig vel inn í og fylgdist með. Einkum voru það sveitirnar og framfaramál þeirra, sem hann hafði mikinn áhuga á og hafði hann þó reyndar góða heildarsýn yfir öll þarfamál lands og þjóðar. Að opinberum málum starfaði hann nokkuð. Meðan hann var á Refsteinsstöðum var hann hreppsnefndaroddviti Þorkelshólshrepps í 8 ár. Þá var hann fenginn til að halda hrossasýningar á vegum Búnaðarfélags Íslands, er Theódór Arnbjarnarson féll frá, enda hafði hann fyrirtaks gott vit á hestum og hafði verið með Theódór við sýningar áður. Sjálfur var Magnús mikill hestamaður og átti ýmsa góðhesta. Við dýralæknisstörf fekkst hann allmikið allt frá því að hann kom úr búnaðarskólanum og fram á síðustu ár ævinnar. Var það hvort tveggja að hann var sérstaklega greiðvikinn og hjálpsamur í þeim efnum og þótti takast vel og farsællega við þau störf. Dýralæknisstörfin munu ekki hafa verið honum nein tekjulind, en margri skepnunni hjálpaði hann og ávann sér þakklæti og velvild fjölmargra í byggðarlaginu.

Mandates/sources of authority

Áttatíu ár á herðum
ýmsum reynast þung.
Sízt þó ef til sólar horfir
sálin fleyg og ung.
Lykur þá um þungu sporin
þoka gleymskunnar.
Hóti verður hugstæðara
hitt, sem betra var.

Er þú Magnús aftur horfir
yfir farna slóð,
erfiðleika yfirstigna
áttu marga í sjóð.
Bregður Ijóma á bernsku og æsku
brosmilt aftanskin.
Glaða vini, góða hesta
geymir minningin.

Mjög þín skyldi meta og þakka
manndómsára störf,
sem að voru af alúð unnin
eins og krafði þörf.
Líkn sem veittu læknishendur
lengi muna ber.
Mörgum sjúkum málleysingjum
mætti hjálp frá þér.

Þær ég vil af alhug óskir
öldnum flytja þér,
ótal margra yndisstunda
enn, þá njótir hér.
ólifað hvert öðru betra
árið verði nýtt,
við kærleiksyl frá konu og börnum,
kvöldið bjart og hlýtt.
Ingibjörg Sigfúsdóttir, Refsteinsstöðum.

Afmæliskvæði.

Magnús Vigfússon ég sé
sitja mitt í vinaskara
ellimæddan ekki, né
ófæran að gegna fé,
áttræðs þó í aldursvé
einmitt sé í dag að fara.
Magnús Vigfússon ég sé
sitja mitt í vinaskara.

Óx hann fyrr við yl og seið
óteljandi Vatnsdalshóla.
Álfaþjóðin ísaleið
einnig blóma, rann þá skeið.
Gæfudís með gjafir beið
gleggst í starfs og reynslu skóla.
Óx hann fyrr við yl og seið
óteljandi Vatnsdalshóla.

Eldri kallað á hannvar
eitthvað þegar var að gera.
Hrossaræktarreglunnar
ráðunauts í skarð hann bar,
svo í hópi hreppsnefndar
hlaut hann stundum fremstur vera.

Eldri kallað á hann var
eitthvað þegar var að gera.

Margt er verkið Magnúsar
minnisstætt og þrátt um getið.
Lán við dýralækningar
lagnum höndum með hann bar
þangað heim, sem þörfin var,
þó til launa væri ei metið.
Margt er verkið Magnúsar
minnisstætt og þrátt um getið.

Honum flyt ég kveðju í kvöld,
konu hans og börnum öllum,
þeirra sem á þakkarspjöld
þurfa að færa honum gjöld.
Berst til hans um himintjöld
heillaósk frá grund og fjöllum.
Honum flyt ég kveðju í kvöld,
konu hans og börnum öllum.

  1. okt. 1961. Sigvaldi Jóhannesson, Enniskoti.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru þau hjónin Vigfús Filippusson og Ingibjörg Björnsdóttir, sem lengi bjuggu þar. Var faðir hans Rangvellingur að ætt alinn upp hjá Magnúsi Stephensen kammerráði í Vatnsdal í Fljótshlíð og bar Magnús nafn hans. Móðir hans Ingibjörg var uppalin hjá Ingiríði Pálmadóttur í Sólheimum hinni mestu merkiskonu, en faðir hennar var Björn I Björnsson frá Valadal í Skagafirði.
Árið 1912 réðst til hans að Þingeyrum Guðrún Jóhannesdóttir f. 13. febrúar 1888 - 20. desember 1962, fráskilin dóttir Jóhannesar Jónssonar og konu hans Hólmfríðar Ragnhildar Teitsdóttur 17. nóvember 1856 - 17. maí 1944 í Sporðhúsum, og tók þar við húsmóðurstörfum.
Var hún mesta gæða- og dugnaðarkona að allra dómi, sem henni kynntust og studdi hún hann með huga og hönd í sameiginlegum störfum þeirra. Bjuggu þau saman upp frá því eða þar til hún lézt fyrir nokkrum árum.
Þeim varð alls 6 barna auðið og eru þau sem hér segir:
1) Sigurður 12. janúar 1913 - 8. ágúst 1996 Múrarameistari á Siglufirði. Var á Breiðabólsstað, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930.
2) Jóhannes 9. janúar 1919 - 14. ágúst 2002 Var á Breiðabólsstað, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Var á Ægissíðu, Þverárhr., V-Hún. 1957. Bóndi á Ægissíðu.
3) Hólmfríður Halldóra Magnúsdóttir 23. nóvember 1915 - 24. mars 1995 Var á Breiðabólsstað, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Var á Efri-Þverá, Þverárhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. Jósef bóndi á Hvoli,
4) Vigfús Magnússon 25. september 1923 - 22. október 1987 Bóndi á Skinnastöðum. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi.
5) Þorgeir Magnússon 23. desember 1927 - 29. maí 1997 Bílstjóri Reykjavík, síðast bús. á Húsavík.
Öll eru þau vel látin og manndómsmikil svo sem þau eiga ætterni til.

General context

Relationships area

Related entity

Vigfús Filippusson (1843-1925) Vatnsdalshólum (26.2.1843 - 3.12.1925)

Identifier of related entity

HAH07114

Category of relationship

family

Type of relationship

Vigfús Filippusson (1843-1925) Vatnsdalshólum

is the parent of

Magnús Vigfússon (1881-1965)

Dates of relationship

8.10.1881

Description of relationship

Related entity

Kristín Vigfúsdóttir (1891-1946) Vatnsdalshólum (27.2.1891 - 24.7.1946.)

Identifier of related entity

HAH07550

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristín Vigfúsdóttir (1891-1946) Vatnsdalshólum

is the sibling of

Magnús Vigfússon (1881-1965)

Dates of relationship

27.2.1891

Description of relationship

Related entity

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum (10.6.1880 - 3.10.1970)

Identifier of related entity

HAH01691

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristján Vigfússon (1880-1970) Vatnsdalshólum

is the sibling of

Magnús Vigfússon (1881-1965)

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01735

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 16.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places