Másstaðir í Þingi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Másstaðir í Þingi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1930)

History

Másstaðir / Márstaðir. Bærinn stendur vestur frá Nautaþúfu á Vatnsdalsfjalli, neðarlega í undirhlíðum þess sem ná þar ofan undir Flóð. Tún er ræktað á skriðu og ræktunarskilyrði erfið. Engjar eru í óshólmum Vatnsdalsár og stækka stöðugt af framburði árinnar, beitiland er til fjallsins. Másstaðir eru fornbýli frá söguöld, stórbýli til 1720 að skriðan féll, metin þá með hjáleigum 100 hdr. Kirkjustaður öldum saman uns kirkju tók af í snjóflóði 1811. Kristfjárjörð um tíma, komst í einkaeign 1926. Íbúðarhús byggt 1895 og 1928, Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 100 fjár. Hlöður 100 m3. Vothey 80 m3. Tún 8,8 ha. Veiðiréttur í Flóðið
Í eyði um 1975 en nýtt frá Hjallalandi.

Places

Sveinsstaðahreppur; Þing; Nautaþúfu; Vatnsdalsá; Vatnsdalsfjalli; Flóð; Bjarnastaðir; Vatnsdalshólar; Bjarnarstaðahólar; Tvífoss; Nautaþúfa; Hjallaland; Sauðadalur:

Legal status

Kristfjárjörð: Kirkjujörð:
Eyðijarðir; Steinkot. Skúlakot. Skammbeinskot, Grundarkot.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Másstaðir / Márstaðir. Bærinn stendur vestur frá Nautaþúfu á Vatnsdalsfjalli, neðarlega í undirhlíðum þess sem ná þar ofan undir Flóð. Tún er ræktað á skriðu og ræktunarskilyrði erfið. Engjar eru í óshólmum Vatnsdalsár og stækka stöðugt af framburði árinnar, beitiland er til fjallsins. Másstaðir eru fornbýli frá söguöld, stórbýli til 1720 að skriðan féll, metin þá með hjáleigum 100 hdr. Kirkjustaður öldum saman uns kirkju tók af í snjóflóði 1811. Kristfjárjörð um tíma, komst í einkaeign 1926. Íbúðarhús byggt 1895 og 1928, Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 100 fjár. Hlöður 100 m3. Vothey 80 m3. Tún 8,8 ha. Veiðiréttur í Flóðið

Ábúendur;

1900-1947- Jón Kristmundur Jónsson, 28. júní 1867 - 28. ágúst 1947. Bóndi á Másstöðum í Vatnsdal í hálfa öld. Bóndi á Márstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1901.
Fk hans; Elínborg Margrét Jónsdóttir 21. nóv. 1868 - 8. sept. 1914. Húsfreyja á Másstöðum í Vatnsdal. Húsfreyja á Márstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1901.
Sk hans; Halldóra Gestsdóttir 2. maí 1890 - 17. sept. 1977. Húsfreyja á Másstöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Fór til Vesturheims 1892 frá Hjarðardal, Mýrahreppi, Ís. Fluttist heim aftur eftir lát föður síns. Var á Másstöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.

1947-1954- Steingrímur Guðjónsson 15. apríl 1917 - 13. des. 1982. Var í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Másstöðum. Kona hans; Jóna Elísabet Guðmundsdóttir 11. júní 1915 - 16. mars 1995 Var á Núpi, Stóru-Vatnshornssókn, Dal. 1930. Ljósmóðir og húsfreyja í Reykjavík.

1954-1967- Jósef Jón Jósefsson 26. sept. 1894 - 16. júlí 1967. Fjárhirðir í Hjallalandi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Másstöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957, Bóndi þar. Áður lausamaður á Þingeyrum. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Kona hans; Tómasína Ingibjörg Jóhannsdóttir 24. febrúar 1898 - 1. janúar 1992 Daglaunakona á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Másstöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík

General context

Merkjaskrá fyrir Mársstöðum í Sveinsstaðahreppi.

Milli Mársstaða og Grundarkots eru þessi merki: Landamerkjaskurður frá flóðinu, upp undir flóajaðra, sem stefnir í lítið lækjargil í brekkunni fyrir ofan veginn, og þá sömu línu á fjall upp, úr fyr nefndum skurði, vestur í flóðið í stein, er þar stendur á merkjum milli jarðanna austan og vestan við flóðið, frá þessum steini norður að grjótvörðu í flóðinu, sem er hornmerki milli Mársstaða, Bjarnastaða og Vatnsdalshóla, og er frá austur- og vestur- landi 330 faðmar að nefndri vörðu, frá þessari vörðu gengur merkjalínan í vörðu, sem er sunnarlega á Bjarnarstaðahólum nálægt veginum, þaðan í Tvífoss, upp í Nautaþúfu, ræður þá háfjallið, sem vötn að falla, millum greindra merkja sunnan og norðan,

Kornsá og Undirfelli, 30. maí 1890.
Lárus Blöndal, Hjörleifur Einarsson umráðamenn kirkjujarðarinnar Mársstaða.
Magnús Steindórsson eigandi að hálfum Sauðadal.
Jósep Einarsson eigandi Grundarkots.
Magnús Steindórsson umboðsmaður yfir Bjarnastöðum fyrir Jórunni Magnúsdóttur.

Lesið upp á manntalsþingi að Sveinsstöðum, hinn 27. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 234, fol. 121b.

Relationships area

Related entity

Undirfellskirkja (1893) (1893-1990)

Identifier of related entity

HAH10010

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

27.5.1891

Description of relationship

Kirkjujörð

Related entity

Guðrún Jónsdóttir (1900-1995) Bjarnastöðum (25.11.1900 - 1.12.1995)

Identifier of related entity

HAH01327

Category of relationship

associative

Dates of relationship

25.11.1900

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Pálína Rósa Sigurðardóttir (1867) fór vestur um haf 1901 frá Blönduósi (22.8.1867 -)

Identifier of related entity

HAH07190

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.8.1867

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Sigríður Sigurðardóttir (1858-1915) Vertshúsi Blö (26.12.1858 - 7.4.1915)

Identifier of related entity

HAH07470

Category of relationship

associative

Dates of relationship

26.12.1858

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Þorbjörg Jónsdóttir (1900-1952) frá Másstöðum (4.1.1900 -24.11.1952)

Identifier of related entity

HAH06505

Category of relationship

associative

Dates of relationship

4.1.1900

Description of relationship

fædd þar

Related entity

María Emilía Eyjólfsdóttir (1891-1976) Pálmalundi (18.10.1891 - 31.8.1976)

Identifier of related entity

HAH06144

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

tökubarn þar 1901

Related entity

Gunnar Jóhannsson (1867) Harastöðum Vesturhópi (15.10.1867 -)

Identifier of related entity

HAH04514

Category of relationship

associative

Dates of relationship

15.10.1867

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Grundarkot: …Túni er hætt fyrir skriðum, og hefur það oft erfiði kostað. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713). – Grundarkot: …Þá (2.–3. okt. 1887) féllu og skriður á túnið í Grundarkoti í Vatnsdal og eyðilögðu þar að öllu. Grundarkot var býli milli Hjallalands og Másstaða (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955). – Grundarkot: ...Grundarkot fylgdi áður Másstöðum, en tilheyra nú Hjallalandi. Jörundur háls nefndist maður, er nam land frá Urðarvatni (sem nú nefnist Hvammstjörn) til Mógilslækjar, er skipti löndum hans og Hvata. Lækur þessi er af sumum talinn löngu týndur í skriðuföllum, en af öðrum vera lækurinn er sytrar undan skriðunni við Hnausatjörnina. Jörundur bjó að Grund undir Jörundarfelli. Trúlegast er að Hjallaland hafi byggt úr landi Grundar, en með tímanum hafi það orðið aðalbýlið, og nafn Grundar breyst í Grundarkot. Kotið eyddist í skriðu árið 1887 (Sigurður J. Líndal og Stefán Á Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989). – Másstaðir: …Landskuld þar af ij c í næstu 11 eður 12 ár, áður ii c; því aftur færð að skriður fordjörfuðu (1701 eða 1702). …Túnið er fordjarfað af skriðum, og vofir sá skaði yfir jafnan, svo að hvergi er óhætt bænum né kirkjunni. Hagarnir eru af skriðum mikinn part eyðilagðir. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713). – Másstaðir: …Tún ræktað á skriðu og ræktunarskilyrði erfið. …Másstaðir eru fornbýli frá söguöld, stórbýli til 1720 að skriðan féll (Bjarnastaðaskriða), metin þá með hjáleigum 100 hdr. Kirkjustaður öldum saman, uns kirkju tók af í snjóflóði 1811 (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing II, 1978). – Másstaðir: …Á Másstöðum var áður kirkja og kirkjugarður. Á annan dag páska árið 1811 féll snjóskriða á kirkjuna, er verið var að messa. Ekki hlaust þó manntjón af, en prestur þótti óvenju fljótur að embætta þann daginn. Kirkjan skemmdist svo mikið að ekki þótti borga sig að gera við hana. …Þegar Bjarnastaðaskriða féll árið 1720 myndaðist Flóðið, og fóru þá geysimiklar engjar undir vatn. Mun þá stórlega hafa dregið úr landgæðum Másstaða, en auk þess hafa minni skriður dregið þar úr landgæðum, sem á nálægum jörðum (Sigurður J. Líndal og Stefán Á. Jónsson (ritstj.), Húnaþing III, 1989). – Skriðukot: …(kot hjá vallargarðinum á Másstöðum, í eyði síðan 1702) …En fyrir 11 árum er það af skriðum eyðilagt, en leifar af túni og engjum lagðar til hinna parta jarðarinnar. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713). – Skammbeinskot: …(hjáleiga við túngarðinn á Másstöðum, í eyði síðan 1708). …Skriður hafa túnið fordjarfað, og því hefur það í auðn fallið. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713). – Steinkot: …(afbýli frá Másstöðum) …Hér er ekki svo mjög við skriðum hætt sem á túnin heimabýlanna þessarar jarðar (Másstaðir), en því er hér svo lítill útigangspeningur settur á jörðina, að hagaleifarnar í fjallskriðunum eru furðulega snögglendar og byrgjast strax ef að vetrarblotar á skyggja. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Neðri Vatnsdalshreppur 1713).

Related entity

Sauðadalur ((900))

Identifier of related entity

HAH00405

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.5.1891

Description of relationship

sameiginleg landamörk.

Related entity

Bjarnastaðir í Þingi ((900))

Identifier of related entity

HAH00068

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.5.1891

Description of relationship

sameiginleg landamörk.

Related entity

Vatnsdalshólar bær og náttúra ((1100))

Identifier of related entity

HAH00512

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Halldór Jónsson (1894-1968) Galtarnesi í Víðidal (6.5.1894 - 11.9.1968)

Identifier of related entity

HAH04670

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Undirfellskirkja 1893- (1893)

Identifier of related entity

HAH00569a

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.5.1891

Description of relationship

Kirkjujörð

Related entity

Sveinsstaðahreppur 1000-2005 (1000-2005)

Identifier of related entity

HAH10031

Category of relationship

associative

Type of relationship

Sveinsstaðahreppur 1000-2005

is the associate of

Másstaðir í Þingi

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jón Kr. Jónsson (1867-1947) Másstöðum í Þingi (28.6.1867 - 28.8.1947)

Identifier of related entity

HAH05643

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

bóndi þar

Related entity

Halldóra Gestsdóttir (1890-1977) Másstöðum (2.5.1890 - 17.9.1977)

Identifier of related entity

HAH04708

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Halldóra Gestsdóttir (1890-1977) Másstöðum

controls

Másstaðir í Þingi

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1920 og 1957

Related entity

Jón Ólafsson (1865-1941) Másstöðum (29.7.1865 - 16.12.1941)

Identifier of related entity

HAH05676

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jón Ólafsson (1865-1941) Másstöðum

controls

Másstaðir í Þingi

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar 1885

Related entity

Elínborg Margrét Jónsdóttir (1868-1914) Másstöðum (21.11.1868 - 8.9.1914)

Identifier of related entity

HAH03230

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1900

Description of relationship

1900-1914

Related entity

Hjallaland í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00292

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hjallaland í Vatnsdal

controls

Másstaðir í Þingi

Dates of relationship

1975

Description of relationship

Hjallaland hefur nýtt jörðina

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00504

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 3.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 234, fol. 121b.
Húnaþing II bls 302

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places