Miðgil í Engihlíðarhreppi.

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Miðgil í Engihlíðarhreppi.

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1950)

Saga

Býlið fór í eyði 1962 og ekki önnur hús uppistandandi en íbúðarhús hrörlegt úr timbri og torfi, er stendur ofarlega í túni við brekkurætur.
Jörðin er landlítil, en mestur þess gróinn og frjór. Á þessum stað er merkjanleg breyting á gróðurfari Langadals. Fyrir sunnan er fjallshlíðin nokkru þurrlendari og ber þar meira á vallendisgróðri, en utar verður landið rakara og hálfdeigjugróður meira ríkjandi. Jörðin er í eigu og nytjuð af Frímanni Hilmarssyni á Breiðavaði og Rögnvaldi Ámundasyni fyrrum bómda í Vatnahverfi. Tún 10,5 ha, veiðiréttur í Blöndu.

Staðir

Langidalur; Engihlíðarhreppur; A-Húnavatnssýsla; Engihlíð; Blanda; Svepphólslækur; Háubunga; Dýhólar; Hraunbrekkubrún; Tjaldholt; Yztagil; Yztagilsvað; Hofsstaðir í Helgafellssveit í Snæfellssýslu;

Réttindi

Midgil.
Jarðardýrleiki x € og so tíundast fjórum tíundum.
Eigandinn ekkjan Þorbjörg Björnsdóttir ýngri að Hofstöðum í Helgafellssveit í Snæfellssýslu ut supra. Ábúandinn Jón Arason. Landskuld lxxx álnir, inntil næstu þriggja ára lxl álnir.
Betalast í landaurum, oftast þar heima. Leigukúgildi iii, inn til næstu þriggja ára iiii. Leigur betalast í smjöri og stundum reiðipeníngum. Kvaðir öngvar.
Kvikfje iii kýr, xvi ær, iiii sauðir veturgamlir, xiiii lömb, i hross. Fóðrast kann ii kýr, xx ær, xii lömb, i hestur. Afrjett ut supra. Torfrista og stúnga næg. Reiðíngsrista mjög lök, er þó brúkuð. Elt er taði undan kvikfje. Enginu grandar jarðfallsskriður úr fjalli og vatn, sem jetur úr rótina til stórskaða.

Starfssvið

Lagaheimild

Niels Horrebow fæddist í Kaupmannahöfn árið 1712. Hann nam stjörnufræði og stærðfræði um skeið en lagði síðan stund á lögfræði og varði doktorsritgerð í fræðum þeim. Árið 1749 var hann sendur á vegum danska Vísindafélagsins til Íslands til að gera ýmsar athuganir og lýsingar á landinu, náttúrfari þess og atvinnuháttum. Hér dvaldi hann í tvö ár við frekar rýran kost. Hann hafði lélegan tækjabúnaði og lítið fé til ferðalaga. Horrebow var kallaður heim, þó með fullri sæmd fyrir störf sín. En í hans stað tóku Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson að rannsaka landið á vegum danska Vísindafélagsins. Horrebow skrifaði bók er heim kom og kom hún út árið 1752.

Fyrst er komið inn í löng, þröng göng um þriggja álnabreið, með þaki, er hvílir á þverbitum. Á þakinu eru nokkur smágöt, sem gefa næga birtu í göngin. Í götum þessum eru stundum glerrúður, en langoftast eru það skjágluggar, þ.e. dýraskæni þanið á tunnusveig. Gefa þeir góða birtu. Yfir götin eru lagðir hlerar, til að hlífa þeim í hríð og stormi. Inn í göng þessi er gengið að utan, en fyrir innri enda þeirra er langt hús, 12-14 álnir álengd og 6-8 álna breytt, sem Íslendgar kalla baðstofu. Þetta er vinnuherbergi, þar sem kvenfólkið situr við tóvinnu, saumaskap og þess háttar störf. Í enda þessa húss er oft afþiljað svefnherbergi handa húsbændunum, og á lofti yfir því sofa börn og kvenfólk. Líkt og baðstofan stendur fyrir endanum á göngunum, eru tvö hús hvoru megin til hliðar við þau og gengið í þau úr þeim. Eitt þessara húsa er eldhús, annað búr, þriðja mjólkurbúr, en hið fjórða, sem er næst bæjardyrunum, ers vefnhús vinnumanna og gesta og heitir skáli. Allur bærinn er þannig gerður af sex samstæðum húsum, og má skoða þau sem sex herbergi með sameiginlegum útidyrum, sem eru eini inngangurinn utan frá. Til hliðar við skálann, sem er fremsta þverhýsið við göngin, er auk þessa á flestum bæjum herbergi, til að taka á móti gestum í. Kallast það gestastofa, og er þar að jafnaði eitt rúm, og er þetta í rauninni besta herbergið og viðhafnarstofan á bænum. Á þessari stofu eru útidyr, sem gestir ganga um, en aðrar dyr liggja úr henni inn í skálann, sem heimilisfólk gengur um, til þess að þurfa ekki að fara út. Enn eru á bæjum oftast hús, sem annað hvort standa andspænis þessum, eða við hlið þeirra, heita þau skemmur. Þar er geymdur harðfiskur og annar matarforði, reiðtygi, amboð og þvílíkir hlutir, sem heimilið þarfnast. Rétt þar hjá er enn þá hús, sem kallast smiðja, þar eru smíðuð öll áhöld tilheimilisins, bæði úr járni og tré...

[...] Baðstofan, hjónahúsið og gestastofan eru að jafnaði þiljuð innan og loft yfir þeim, þar sem geymdar eru kistur, fatnaður og annað því um líkt. Venjulega eru litlir tveggja til fimm rúða glergluggar á þessum húsum. Í hinum húsunum er hvorki loft né gluggar, aðrir en göt þau á þaki, sem ég hef lýst, annað hvort með glerrúðu í eða tunnusveig, sem þanin er á himna sú, er liggur um magann ídýrunum. Hún er lögð á meðanhún enn er volg, en þegar hún þornar strengist hún og gefur þá góðabirtu. Húsbúnaður er ekkimikils virði[...] Borð stólar,bekkir og kistur eru til eftir þörfum. Hér er ekki miðað við húsbúnað heldra fólks eða ríkismanna, en heimili þeirra eru vel búin húsgögnum, með speglum og öðru sem heyrir til vel höldnum heimilum. Um byggingarlag og útlit húsa skal þetta sagt: Húsaviður er ekki til í landinu og þess vegna eru ekki jarðstokkar í húsunum, en stoðirnar standa á steinum , sem lagðir eru í undirstöðu veggjanna. Hvert stafgólf er þriggja álnalangt. Bitarnir eru festir við stoðirnar og á milli þeirra er lausholt og vegglægjur, sem sperrurnar hvíla á, eitt par við hvert stafgólf yfir stoðunum. Í þetta allt þarf lítið timbur. Í vönduðustu húsunum er timbursúð, sem klædd er á sperrurnar, og eru borðin sköruð saman svo sem fingur breitt, til þess að steypa af sér vatni. Í staðinn fyrir timbursúð, er í lélegri húsum og hjá fátæklingum lagt tróð úr skógviði og hrísi og síðan þakið með torfi. Veggirnir eru hlaðnir utan við stoðirnar. Þeir eru úr grjóti, mold og torfi, og eru þeir þétt og traustlega bundnir saman. Veggurinn er neðst tveggja álna þykkur, en dregst saman, svo að hann er skáhallur að utanverðu, og um 1 ½ alin á þykkt efst. Hús með svona veggjum eru hlý, og veggirnir halda bæði vetrarkuldanum og sumarhitanum úti, og þarflaust er að hita húsin á vetrum, þótt einstöku menn hafi í þeim kakalofna.

Húsin eru reist í jarðhæð eða lítið eitt yfir jörðu, en aldrei grafin niður, svo að menn þurfi að skríða inn úr dyrunum. En þar eð torfveggirnir gróa saman, getur það litið út líkt og húsin væru grafin í jörðu, og fá þau svip af litlum hólum, en raunverulega eru þau öll ofanjarðar. Að vísu eru ekki allir bæir svo stórir né vel hýstir, sem hér var lýst, en á hinn bóginn eru margir þeirramiklu stærri og betur úr garði gerðir. En venjulegur góður bóndabær er með þessum hætti og búnaði, og því ber að taka hann sem dæmi um húsakynni landsmanna eins og þau eru almennt.

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;

1901 og 1910- Guðmundur Þorkelsson 4. maí 1846 - 27. desember 1919 Bóndi á Miðgili, Engihlíðarhr. og víðar í A-Hún. Talinn bóndi í Barkarstaðagerði í Svartárdal, A-Hún. 1879. Húsbóndi, bóndi á Torfastöðum, Bergsstaðasókn, Hún. 1880. Húsbóndi á Refsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Kona hans; Guðrún Einarsdóttir 4. apríl 1848 - 6. júní 1921 Húsfreyja á Miðgili í Engihlíðarhr. og víðar í A-Hún. Húsfreyja á Refsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1890.

1920-1948- Árni Ásgrímur Guðmundsson f. 11. júlí 1888 - 25. september 1963. Bóndi á Miðgili. Var í Höfðabrekku 2, Höfðakaupstað , A-Hún. 1957. Kona hans; Vilborg Guðmundsdóttir f. 29. september 1885 - 14. mars 1968. Húsfreyja í Miðgili, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930

1948-1962- Georg Agnarsson 25. ágúst 1911 - 30. mars 1988 Bóndi og kennari á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Síðar bifreiðarstjóri og verkamaður á Þorlákshöfn. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Kona hans; Svanhildur Eysteinsdóttir 19. nóvember 1921 - 7. desember 1983 Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Húsfreyja. Síðast bús. í Ölfushreppi.

Almennt samhengi

Inn úr útidyrum varkomið í dálítinn gang með dyrum til beggja handa, að stofu til hægri og að eldhúsi til vinstri. En stigi upp á loftið lá beint úr ganginum, þannig að fjórar tröppur lágu tilausturs. Þá kom stigapallur en lengri stigi til vesturs áfram upp á loft. Undir stiganum var kompa, sem var klæðaskápur, en hluti hennar notaður sem eins konar búr. Þegar upp á loftið kom tók við lítill gangur fram á kvist sem vissi fram á bæjarhlað yfir útidyrum. Til hægri var svonefnd Norðurhús en það var hjónaherbergi. Þar sat allt fólkið á kvöldin og vann alls konar störf, tóvinnu og saumaskap, en pabbi spann oft úr hrosshári, fléttaði og óf reipi, bandbeisli, höft, gjarðir og sitthvað fleira úr því efni. Þá var alltaf lesið upphátt ákvöldin jafnvel eftir að útvarpið kom. Ýmist las pabbi eða einhver okkar systra. Hinum megin viðganginn var Suðurhúsið. Þar voru fjögur rúmstæði og þar svaf allt fullorðið fólk á bænum, nema hjónin, og var oft setinn bekkurinn.

Undir Suðurhúsinu niðri var stofan sem var nokkuð rúmgóð, þiljuð og með fjalagólfi. Þar voru stundum fyrr á árum haldnar samkomur og dansað. Einnig var um tíma barnaskóli það. Undir Norðurhúsi var eldhúsið sem var þiljað í hólf og gólf. Þar var stór, gömul eldavél með tveimur eldhólfum og hringjum ofan á sem voru fleiri eða færri eftir stærðpottanna. Hún var oft notuð þegar þveginn var þvottur eða soðið slátur þótt rafeldavél væri komin.

Úr lúgugati við austurvegg í eldhúsi lá stigi niður í kjallara sem var undir eldhúsinu. Var hann hlaðinn úr grjóti en steypt á milli steinanna. Þar var mikil og góð geymsla fyrir súrmat og annan mat. Ég man eftir fjórum til fimm ámum og tveimur mjölkistum sem þar voru auk margs konar “koppa og kirna”. Þarna var allur kaldur maturskammtaður og þarna gerði mamma skyr, osta og annan heimatilbúinnmat.

Þegar kom upp stigann úr kjallara var gengið beint út um dyr sem lágu í skemmuna. Stutt moldargöng voru úr skemmunni að þessum dyrum og var nokkuð algengt, þegar maður var að flýta sér, að maður endasentist beint ofan stigann og niður í kjallarann en sjaldan meiddist nokkur því moldargólf var undir.

Skemman var hin merkilegasta bygging. Þar var geymt allt mögulegt, saltkjöts- og fisktunnur, reiðtygi, amboð og slíkt. Yfir henni var loft sem var notað til að geyma gamla rokka, hesputré og alls konar gömul áhöld að ógleymdum stórum vefstól, sem pabbi tók stundum, fyrr á árum, niður og setti upp í Suðurhúsinu milli rúmanna og óf í honum ýmiss konar efni. Innst í skemmunni voru svo hlóðir hlaðnar úr hellum og öðru grjóti og var stór pottur þar yfir sem notaður var til suðu á haustmat. Þá var sviðið í hlóðunum og oft kafa reykur, enda reykti pabbi kjöt upp í rjáfrinu, bæði fyrir sig og aðra. Einnig var í skemmunni stór handsnúin kvörn. Man ég svo langt að ég malaði korn í henni og fannst það erfitt.

Úr skemmunni lágu göng framí dálítinn kofa sem kallaður var hænsnakofi, enda voru hænsinin höfð þar á vetrum, en flutt í fjárhús á sumrin. Í kofanum var kartöflugeymsla, grafin í jörð, og var hið versta verk að sækja kartöflur í hana enda stundum mýs þar á kreiki sem mér var meinilla við. Úr kofanum lágu svo löng göng, eiginlega rangali, alla leið í fjósið. Reyndar enduðu þessi göng í brunnhúsi, sem var fyrir framan innri dyr í fjósið. Þar hafði bæjarlæknum verið veitt inn fyrir vegginn svo að þar var hægt að sækja hreint rennandi vatn, innangengt, hvernig sem veður var úti. Þessar vatnssóknir gegnum öll göngin sem voru lág, voru ekki vinsælar. Þarna var einnig tekið vatn handa kúnum. Fjósið var fimm bása, hlaðið úr torfi og grjóti eins og öll útihúsin. Í því var jafnan hlýtt og notalegt.

Úr brunnhúsinu voru svo enn göng alla leið út í lambhús, sem byggt var austan við fjósið, en úr þeim göngum voru smá útúrgöng sem lágu inn í heytóftina (fjóstóftina). Það var því hægt að komast alla leið innan úr bæ og út í þetta fjárhús. Það var kallað innangengt og var þetta hið mesta völundarhús. Hygg ég að ekki hafi verið algengt á bæjum þess tíma að byggja svona rangala og alla hlaðna úr torfi og grjóti og tyrft yfir.

Árið 1930 var rafmagn leitt í bæinn. Pabbi lét virkja nokkuð stóran læk, sem rann í túninu, svokallaðan Stóralæk. Rafmagnið dugði til allrar daglegra nota, eldunar, upphitunar og ljósa. Þótt bærinn á Miðgili væri að mörgu leyti fornlegur var það alltaf bjart og hlýtt svo lengi sem ég man.

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðmundur Þorkelsson (1846-1919) Miðgili (4.5.1846 - 27.12.1919)

Identifier of related entity

HAH04147

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Langidalur ((1950))

Identifier of related entity

HAH00364

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Árnadóttir (1927-2019) Varðbergi Blönduósi (27.7.1927 - 11.4.2019)

Identifier of related entity

HAH02308

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Georg Agnarsson (1911-1988) Guðrúnarstöðum (25.8.1911 - 30.3.1988)

Identifier of related entity

HAH07222

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Oddbjörg Pétursdóttir (1861-1948) Winnipeg, frá Miðgili (18.5.1861 - 20.10.1948)

Identifier of related entity

HAH09485

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1861

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Engihlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00729

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Georgsdóttir (1949-2007) Þorlákshöfn (25.10.1949 - 20.6.2007)

Identifier of related entity

HAH07221

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Engihlíð í Langadal ([1000])

Identifier of related entity

HAH00207

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jónas Guðmundsson (1886-1979) Grundarbrekku Vestm, frá Miðgili. (9.3.1886 - 20.2.1979)

Identifier of related entity

HAH05805

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Árnadóttir (1922-2015) Selfossi, frá Miðgili (19.9.1922 - 13.8.2015)

Identifier of related entity

HAH01541

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Árnadóttir (1921-2005) frá Miðgili (10.8.1921 - 7.4.2005)

Identifier of related entity

HAH01305

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásgerður Halldórsdóttir (1944) Miðgili, Selfossi (27.5.1944 -)

Identifier of related entity

HAH03636

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristófer Pétursson (1888-1955) ráðsmaður Kvennaskólans á Blönduósi (1.10.1888 - 17.3 1955)

Identifier of related entity

HAH01539

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Magnús Pétursson (1850-1925) Árdalsbyggð Nýja Íslandi Kanada-frá Glaumbæ og Miðgili Langadal (1.8.1850 - 10.11.1925)

Identifier of related entity

HAH06575

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árni Ásgrímur Guðmundsson (1888-1963) Miðgili (11.7.1888 - 25.9.1863)

Identifier of related entity

HAH06124

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Árni Ásgrímur Guðmundsson (1888-1963) Miðgili

controls

Miðgil í Engihlíðarhreppi.

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Einar Árnason Haraldsson (1925-1983) Breiðavaði (24.9.1925 - 14.11.1983)

Identifier of related entity

HAH03096

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Einar Árnason Haraldsson (1925-1983) Breiðavaði

controls

Miðgil í Engihlíðarhreppi.

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vilborg Guðmundsdóttir (1885-1968) Miðgili (25.9.1885 - 14.3.1968)

Identifier of related entity

HAH06120

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Vilborg Guðmundsdóttir (1885-1968) Miðgili

controls

Miðgil í Engihlíðarhreppi.

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svanhildur Eysteinsdóttir (1921-1983) Þorlákshöfn (19.11.1921 - 7.12.1983)

Identifier of related entity

HAH07223

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Svanhildur Eysteinsdóttir (1921-1983) Þorlákshöfn

controls

Miðgil í Engihlíðarhreppi.

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Einarsdóttir (1848-1921) Miðgili (4.4.1848 - 6.6.1921)

Identifier of related entity

HAH04276

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðrún Einarsdóttir (1848-1921) Miðgili

controls

Miðgil í Engihlíðarhreppi.

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00267

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 407
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu No. 82, fol. 43. 22.5.1889
© Hjördís Óladóttir og Ásta Bárðardóttir unnu verkefnið í sögu og félagsfræðivali í Kennaraháskóla Íslands haustið 2000. Sjá vef um verkefnið. http://mennta.hi.is/vefir/saga/torf/midgil/horrebow1.htm http://mennta.hi.is/vefir/saga/torf/midgil/midgil2.htm
(Húnaþing II, 1978)

Athugasemdir um breytingar

Anna Árnadóttir (fædd 1927) húsmóðir á Blönduósi skráði frásögn um húsaskipun á Miðgili í Langadal fyrir ritið Húnavöku 1992. Foreldrar Önnu voru þau Árni Guðmundsson og Vilborg Guðmundsdóttir. Þau bjuggu á Miðgili frá árinu1920 til 1948. Býlið fór íeyði árið 1962. (Húnaþing II, 1978)

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir